Fleiri fréttir

Útilokar ekki að hafa átt óformleg samtöl vegna vanvirðandi framkomu ráðherra
Forsætisráðherra virðist ekki útiloka það í svörum sínum við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að starfsmenn Stjórnarráðsins hafi leitað til hennar óformlega vegna vanvirðandi framkomu af hálfu annarra ráðherra.

„Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það“
Foreldrar sem rætt var við í Íslandi í dag voru á einu máli um að lengra fæðingarorlof væri heillaskref og að þar mætti ganga enn lengra, enda vilji margir hafa börn sín lengur hjá sér áður en þau eru látin á leikskóla. Fólki leist misvel á að fá heimagreiðslur fyrir að vera heima með börnin.

Hörð átök sem flestir eru búnir að gleyma
Það er ekki lengra síðan en í maí, að gengið var til sveitarstjórnarkosninga vítt og breitt um landið. Í grófum dráttum virðist hafa verið bara best að kjósa Framsókn en undirliggjandi eru aðrar breytingar sem farið er yfir í annál fréttastofunnar um kosningarnar.

Tíðni andvana fæðinga lág en þungburafæðinga há
Tíðni andvana fæðinga á Íslandi hefur alla jafna verið lág og var 1,7 til 3,2 á hver 1.000 fædd börn árin 2015-2019. Þá var tíðni nýbura- og ungbarnadauða mjög lág á Íslandi árið 2019, eða 0,5 og 0,9 börn af 1.000 lifandi börnum.

Stjórnvöld skapa rammann og nauðsynlegt að sýna þeim þrýsting
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld bera ábyrgð á því að setja umgjörð utan um íbúðamarkaðinn. Hún vísar því á bug að stjórnvöld hafi gert það sem þau geti til þess að sporna við hækkunum.

„Konur þurfa að leggja meira á sig til að ná langt í starfi“
„Það sem kom mér helst á óvart var hvað viðmælendurnir upplifðu vinnustaðamenningu á svipaðan hátt. Þær lýstu allar óþarfa athugasemdum frá karlkyns samstarfsfélögum ásamt því að tala um að það væri erfiðara fyrir konur að ná lengra í sínum starfsframa,“ segir Birna Dís Bergsdóttir í samtali við Vísi en í tengslum við BA verkefni sitt í Uppeldis-og menntunarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði hún upplifun íslenskra mæðra á framabraut af því að samræma móðurhlutverkið og starfsframann.

Fullviss um að „ógnandi“ nýbygging rísi
Fyrirhuguð nýbygging nærri stjórnarráðinu er talin ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Formaður skipulagsráðs borgarinnar tekur áhyggjurnar alvarlega en hefur þó fulla trú á að byggingin rísi.

Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu
Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði.

„Náttúran nýtur ekki vafans“
Stjórn Landverndar hvetur matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt umhverfisslys við Örlygshöfn og styrkja og bæta allt regluverk fyrir fiskeldi í opnum sjávarkvíum. Þá eru ráðherrarnir hvattir til banna frekari vöxt fiskeldis þar til þekking um langtímaáhrif þess eldis sem þegar er komið af stað á Íslandi er fyrir hendi.

Hrakfarir við Jökulsárlón: „Þetta var smá hasar“
„Hún gleymir þessu líklega seint. Menn geta nú ekki alltaf valið hvað minningar þeir taka með frá Íslandi,“ segir Tómas Ragnarsson, leiðsögumaður sem staddur var við Jökulsárlón á fjórða tímanum í dag þegar ferðamaður steypti bifreið niður brekku og beint út í lónið.

Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir
Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar.

Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð
Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Engar skýringar hafa borist frá framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags um ástæðu mikillar hækkunar á leiguverði. Þingmaður Flokks fólksins kallar eftir neyðarlögum og fjármálaráðherra segir hækkanir leigufélagsins óforsvaranlegar.

Loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatni
Sundhöll Selfoss hefur verið lokað í ótilgreindan tíma. Ástæðan er heitavatnsskortur í kjölfar eldsvoða sem varð í rafmagnsskáp í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti.

Óveður á Kjalarnesi og vegurinn lokaður vegna umferðaróhapps
Þjóðvegur 1 um Kjalarnes er lokaður vegna umferðaróhapps. Tilkynning þess efnis má sjá á vef Vegagerðarinnar. Fram kemur á vef RÚV að hjólhýsi þveri veginn.

Þjónusta við gesti Vinjar, Stígs og Traðar verði tryggð
Aldrei hefur staðið til að leggja niður starfsemi dagsetursins Vinjar, og unglingasmiðjanna Stígs og Traðar fyrr en búið er að tryggja aðrar útfærslur á þeirri þjónustu sem veitt er.

Vörubíll og fólksbíll lentu í árekstri undir Akrafjalli
Árekstur varð undir Akrafjalli klukkan tæplega fjögur í dag. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi og búið er að opna veginn á ný.

Algjör tilviljun að byssukúlurnar höfnuðu ekki í sex ára snáða og föður
Tilviljun ein réð því að byssukúlur hæfðu ekki feðga í bíl við Miðvang í Hafnarfirði í júní. Byssumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, var fundinn sekur um tilraun til manndráps en metinn ósakhæfur enda fullur af ranghugmyndum á gjörningarstundu. Hann þarf að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur unglingsstúlkum
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt átján ára mann í fangelsi fyrir ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn þremur barnungum stúlkum. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn vegna mikilla tafa á meðferð og ungs aldurs. Hann játaði brot sín skýlaust í dómssal.

Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú
Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf.

Þingmenn kasta á milli sín heitri klámkartöflu
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem lagt er til að felld verði út refsiheimild almennra hegningarlaga vegna birtingar kláms á prenti, innflutnings þess í útbreiðsluskyni, sölu og útbýtingar eða annars konar dreifingar þess.

Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum
Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu.

Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug
Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi.

Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í hryðjuverkamálinu
Héraðsaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á morgun en þeir hafa verið í varðhaldi í ellefu vikur og rennur ákærufrestur út í næstu viku.

Harmar að loka eigi starfsemi sem sé lífsbjörg fyrir brothætt börn
Áform um að loka ungmennasmiðju Reykjavíkurborgar í núverandi mynd hefur gríðarleg áhrif á viðkvæman hóp barna sem mega síst við hagræðingu á þeirra kostnað. Þetta segir forstöðumaður smiðjunnar. Hún vill að áformin verði endurskoðuð enda sé ungmennasmiðjan lífsbjörg fyrir börn í viðkvæmri stöðu.

Borgarstjórnin fórnar sumarbústað sínum í hítina
Borgarstjórn reynir nú að bregðast við gríðarlegum hallarekstri með ýmsum sparnaðaraðgerðum. Gagnrýnt hefur verið, meðal annars af Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að tæplega hundrað sparnaðaraðgerðir snúi í engu að starfsmannahaldi og yfirbyggingu í Ráðhúsinu.

Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“
Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp.

Íbúar Árborgar spari vatn eftir eldsvoða í rafmagnsskáp
Íbúar sveitarfélagsins Árborgar á Suðurlandi eru hvattir til þess að fara sparlega með vatn eftir að eldsvoði varð í rafmagnsskáp í borholu Selfossveitna í Þorleifskoti.

Handtekinn vegna kannabisræktunar á Tálknafirði
Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit á Tálknafirði í gær og stöðvaði kannabisræktun sem þar fór fram. Einn maður var handtekinn.

Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag
Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis.

„Við erum að ræða saman og það er jákvætt“
Formaður VR segir að allir séu reyna að hugsa í lausnum en tíminn sé óneitanlega að hlaupa frá þeim og líklegt að framhaldið ráðist á morgun. Í dag er eiginlegur sáttafundur hjá ríkissáttasemjara ekki á dagskrá hjá VR, LÍV, samfloti iðnaðar- og tæknimönnum með Samtökum atvinnulífsins en þess í stað eru vinnuhópar á þeirra vegum að störfum í dag.

Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega
Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Leigumarkaðurinn, kjarasamningar og niðurskurður hjá borginni verður til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Gekk vel að slökkva eldinn í Skorradal
Slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð gekk mjög vel að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað í Skorradal í morgun. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir áhöfn fyrsta bílsins sem mætti á vettvang hafa verið fljóta að ná tökum á eldinum.

Rafmagnslaust víða í uppsveitum Árnessýslu
Rafmagnslaust er víða í uppsveitum Árnessýslu eftir að bilun varð í aðveitustöðinni á Flúðum. Bilunin hefur áhrif í Hrunamannahreppi og Skeið- og Gnúpverjahreppi og er unnið að viðgerð.

Hrækti á og hótaði lögreglumönnum líkamsmeiðingum á jóladag
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa hrækt á lögreglukonu og hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum. Brotin áttu sér stað á jóladag á síðasta ári.

„Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu.

Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir.

Segja byggingaráform við Bankastræti mögulega ógn við stjórn landsins
Forsætisráðuneytið hefur skilað inn minnisblaði til skipulagsfulltrúans í Reykjavík vegna fyrirhugaðrar byggingar fyrir aftan Stjórnarráðið, þar sem segir að áformin gætu mögulega falið í sér ógn við öryggi æðstu stjórnar landsins.

Hvetja stjórnvöld til að hafna frumvarpi um afnám banns við klámi
Kvenréttindafélag Íslands er ósammála því að öll refsiheimild er tengist klámi verði afnumin og hvetur stjórnvöld því til þess að hafna nýlegu frumvarpi. Félagið hvetur stjórnvöld til þess að hafna þessu frumvarpi og setja fjármagn bæði í rannsóknir og greiningarvinnu á klámi, sem og til þess að styðja við þolendur klámiðnaðarins.

Efling íhugar hvort tilefni sé til að áfrýja
Stéttarfélagið Efling skoðar nú með sínum lögmönnum hvort tilefni sé til að áfrýja dómum Héraðsdóms Reykjavíkur yfir félaginu eða hvort rétt sé að láta kyrrt liggja í ljósi þess að langstærstum hluta krafnanna hefur verið hafnað.

Ísland geti sagt öðrum þjóðum hvernig tryggja megi jafnrétti
Fyrr í dag ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðherranefnd Evrópuráðs í tilefni af formennsku íslands hjá ráðinu. Hann hvatti Evrópuráðið til þess að einblína á eigin grunnstoðir og tryggja grunnréttindi almennings.

Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“
Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap.

Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs
Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur.

Verði að sjá til hvort vinnu ljúki fyrir jól
Samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR fundar fram á kvöld í Karphúsinu. Staðan er á viðkvæmu stigi en ríkissáttasemjari býst ekki við því að fundað verði langt fram eftir í kvöld.