Fleiri fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við ráðherra ríkisstjórnarinnar sem komu saman á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegið.

Ræða við borgaryfirvöld um lélegt skyggni

Festi hf. ætlar ekki að kæra ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að synja fyrirtækinu um leyfi til að rífa skyggni við bensínstöð á Ægisíðu sem er orðið lélegt. Samráð á sér nú stað milli Festar og borgaryfirvalda um framtíð skyggnisins.

36 greindust innan­lands

36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 56 prósent. Sextán voru utan sóttkvíar, eða 44 prósent.

Sjálf­stæðis­flokkurinn bauð Ernu vel­komna í flokkinn á laugar­dag

Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á laugardag að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Erna tilkynnti hins vegar í morgun að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum.

Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn

Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins

Frið­rik krón­prins til Ís­lands í dag

Friðrik, krónprins Dana, og utanríkisráðherrann Jeppe Kofod koma til Íslands í dag ásamt fulltrúar ellefu danskra fyrirtækja og stofnana til að styðja við bakið á samstarfi Danmerkur og Íslands á sviði viðskipta og sér í lagi á sviði sjálfbærra orkulausna.

Festust í snjó og síma­sam­bands­leysi en eru nú fundin

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um fastan bíl á Mælifellssandi rétt norður af Mýrdalsjökli. Þrír voru í bílnum sem verið er að draga upp úr snjó sem hann festist í.

Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin.

Völd leið­toga yfir þing­mönnum myndu aukast ef þing­sæti fylgdu flokkum

Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir ýmis rök hníga að því að þingsæti fylgi þingmönnum frekar en þingflokkum. Að öðrum kosti kynni agi forystumanna flokkanna yfir þingmönnum sínum að verða slíkur að enginn þingmaður þyrði öðru en að fylgja flokkslínum til hins ítrasta, af ótta við að missa þingsæti sitt.

Allt skólahald færist í Fossvogsdalinn næsta haust

Skólastarf í Fossvogsskóla mun allt fara fram í Fossvogsdal frá og með næsta skólaári. Ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði skólans til þess að komast fyrir mygluvandræði sem plagað hafa skólastarfið að undanförnu.

Húsin sem næst standa varnar­garðinum á­fram rýmd

Útreikningar á virkni leiðigarða og safnþróar undir óstöðugum hrygg milli stóru skriðunnar sem féll á Seyðisfjörð í desember á síðasta ári og Búðarár liggja fyrir. Líkur eru taldar á að varnargarðar og safnþró leiði skriðuna til sjávar en þar sem enn mælist hreyfing á hryggnum hefur rýmingu á nokkrum húsum á Seyðisfirði ekki verið aflétt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Farið verður yfir nýjustu fréttir frá Seyðisfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2 en almannavarnir funduðu um stöðuna og rýmingar í bænum nú síðdegis. Rýmingu verður aflétt að hluta en áfram verður rýming í gildi á þeim húsum sem næst standa varnargarðinum og hættustig áfram í gildi.

Bryn­dís í upp­námi í dóm­sal: „Allt í einu var hún bara um­snúin“

Bryn­dís Schram, eigin­kona Jóns Bald­vins Hannibals­sonar, virtist vera í tals­verðu upp­námi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðs­sak­sóknara gegn Jóni Bald­vini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Car­menar Jóhanns­dóttur í matar­boði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018.

Ó­vissu­stigi af­létt í Út­kinn

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að fella niður óvissustig í Útkinn í Þingeyjarsveit.

Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi

Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti.

Áskoranir í viðræðum sem taki tíma

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um fund í undirbúningskjörbréfanefnd sem fram fór í morgun.

Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi.

27 greindust innan­lands í gær

27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 67 prósent. Níu voru utan sóttkvíar, eða 33 prósent.

Áfram í gæsluvarðhaldi og rannsókn langt komin

Rannsókn á meintum brotum karlmanns sem lögreglumenn skutu á Egilsstöðum í ágúst er langt á veg komin. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í síðustu viku.

Bryndís og Jón Baldvin flugu til Íslands frá Spáni til að gefa skýrslu

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni, fyrir kynferðisbrot á heimili hans á Spáni hefst klukkan 9:15 í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Baldvin var ákærður árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.