Fleiri fréttir

Ó­vissu­stigi af­lýst við Jökuls­á á Fjöllum

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu við Jökulsá á Fjöllum.

Allir vilja komast á Alþingi

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi.

„Við erum með aðgengilegri þjónustu en áður, ódýrari og öruggari“

Heilbrigðisráðherra segir að danska rannsóknarstofan sem heilbrigðisráðuneytið samið við um greiningu leghálssýna sé meðal þeirra fremstu í heiminum. Hún vonar að hægt verði að byggja upp samskonar þekkingu hér á landi. Danska rannsóknarstofan skuldbindi sig að birta niðurstöður innan þriggja vikna frá afhendingu sýna.

Kortleggja ferðir sakborninga

Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja ferðir sakborninga í Rauðagerðismálinu. Grunur beinist að ákveðnum aðilum en enginn hefur játað á sig morðið. Skotvopnið er enn ófundið.

Enn að jafna sig á Covid-19

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist enn vera að jafna sig á Covid-19 sjúkdómnum sem hann fékk seinni hluta nóvember. Hann segist ekki óska neinum að smitast af kórónuveirunni.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fáum við helstu tíðindi af upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn en sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði um frekari tilslakanir til ráðherra sem tekur væntanlega ákvörðun um það á morgun.

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær.  Einn greindist með veiruna á landamærum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið.

Símon Sig­valda­son metinn hæfastur í Lands­rétt

Símon Sigvaldason héraðsdómari er hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir.

Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar

Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu.

Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný

Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri.

Blóðug barátta á botninum fyrir kosningar

Fylgi Samfylkingarinnar dalar nokkuð samkvæmt nýrri könnun og Flokkur fólksins dettur út af þingi. Prófessor í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að flokkum fjölgi á Alþingi og segir blóðuga baráttu fram undan á milli minnstu flokkanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um næstu skref í kórónuveirufaraldrinum en hún fékk í tillögur að næstu tilslökunum í hendurnar í kvöld.

Minnisblaðið komið til ráðherra

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum innanlands. 

Lögreglan varar við umferðartöfum næstu daga

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við umferðartöfum sem kunna að verða næstu daga vegna framkvæmda á Hafnarfjarðarvegi. Vinna hefst í fyrramálið vegna framkvæmdanna á Hafnarfjarðarvegi á leið til norðurs á brúnni sem liggur yfir Nýbýlaveg í Kópavogi.

„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall.

Brjálað að gera í blómabúðum

Brjálað hefur verið að gera hjá blómasölum landsins í tilefni af konudeginum sem er í dag, en hann markar upphaf góu. Konudagurinn er enn langstærsti blómasöludagur landsins þó Valentínusardagurinn sé í mikill sókn.

Hveragerði, Ölfus og Árborg keppast um nýja íbúa

„Við erum bara í heilbrigðri samkeppni um hver er bestur“, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar en mikil fjögun íbúa á sér nú stað í Hveragerði, Árborg og í Ölfusi en allt eru þetta nágranna sveitarfélög, sem keppst um að fá nýtt fólk til sín.

Heiða Guðný vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, býður sig fram til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Heiða Guðný er bóndi á Ljótarstöðum og hefur setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í tíu ár. Þetta kemur fram í framboðstilkynningu frá Heiðu.

Íbúar á Reyðarfirði beðnir að loka gluggum vegna bruna

Töluverður eldur logar á athafnasvæði Hringrásar á Hjallaleiru á Reyðarfirði. Slökkvistarf stendur yfir að því er fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Fjarðabyggðar. Nokkurn reyk mun leggja frá svæðinu og yfir byggð á Reyðarfirði.

Yfirheyra sakborninga og einum sleppt

Lögregla hyggst ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem var handtekinn í gær í tengslum við morðið í Rauðagerði. Tveir voru handteknir vegna málsins í gær og var annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald. Báðir koma frá Albaníu og eru í kringum þrítugt og fertugt.

Slökkviliðsmenn féllust í faðma á vaktaskiptum eftir marga mánuði í sundur

Tímamót urðu hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar útkallslið slökkviliðsins varð að einum sóttvarnahóp á nýjan leik. Í marga mánuði hafa vaktaskipti hjá slökkviliðinu farið fram með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins þar sem gætt var að því að vaktir hittust ekki.

Von á tilslökunum á næstu dögum

Heilbrigðisráðherra býst við að fá drög að næstu sóttvarnaraðgerðum frá sóttvarnarlækni í dag. Hún gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum. Ekki er búið að ákveða hvort íslenskir ríkisborgarar sem koma til landsins án neikvæðs PCR-prófs verði sektaðir.

Töluvert af stútum á ferðinni

Lögregluþjónar stöðvuðu fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Tveir með fyrsta vinning

Tveir fengu fyrsta vinning í Lottó í kvöld og hlýtur hvor 10.823.520 krónur. Annar vinningsmiðinn var keyptur í Snælandi í Núpalind en hinn í Lottó-appinu.

Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife

Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita.

Ætla að auka verðmætasköpun og hagsæld með nýrri stefnu

Nýsköpunarráðherra kynnir skýrslu á Alþingi í næstu viku sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir hafa komið að mótun stefnunnar segir verkefnastýra. Stefnan geti skapað ný og spennandi tækifæri fyrir atvinnulífið í landinu.

Vilja ekki lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga

Um tuttugu sveitarfélög víðs vegar um landið hafa tekið sig saman og mótmælt lögþvinguðum sameiningum sveitarfélaga. Sveitarfélögin vilja að íbúarnir ráði sjálfir hvort sameinað verði eða ekki.

Taldir tengjast meintum byssumanni

Tveir albanskir karlmenn voru í dag handteknir í tengslum við morðið í Rauðagerði um síðustu helgi. Tíu eru nú í haldi lögreglu vegna málsins.

Sjá næstu 50 fréttir