Fleiri fréttir

Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80%

Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Gular viðvaranir orðnar appelsínugular

Veðurstofa Íslands hefur uppfært þær viðvaranir sem taka gildi í kvöld vegna hríðarveðurs á Ströndum og Norðurlandi vestra og á miðhálendinu.

Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin.

Óttast að fólk fari að slaka á

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hættu á því að fólk fari að slaka á nú þegar smitum á landinu fari fækkandi. Sjö greindust með kórónuveirusmit í sýnatöku í gær og voru aðeins tveir af þeim í sóttkví.

Bein útsending: Klasastefna í mótun

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að mótun klasastefnu fyrir Ísland. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur í dag fyrir fjarfundi þar sem farið verður yfir þá vinnu og kallað eftir umræðu og athugasemdum.

Skíðlogaði í bíl í Seljahverfi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust fyrir klukkan hálftvö í nótt vegna elds sem hafði kviknað í bíl á bílastæði í Seljahverfinu.

Greið og örugg braut loksins komin í gegnum Hafnarfjörð

Langþráð samgöngubót varð að veruleika í dag þegar 3,2 kílómetra kafli Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, breikkaði úr tveimur akreinum í fjórar. Jafnframt voru akstursstefnur aðskildar með umferðareyju og vegriðum á milli.

Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs

Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill.

Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja

Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar.

Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum.

Fær fullar bætur sex árum eftir al­var­legt bíl­slys á Gullin­brú

Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Gullinbrú fyrir sex árum fær fullar bætur úr slysatryggingu frá tryggingafélagi sínu samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Tryggingafélagið vildi skerða eða fella niður bæturnar vegna þess að maðurinn ók of hratt þegar slysið varð.

Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu

Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag.

Brynjar ákvað fyrir löngu að hætta að mæta

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik.

Bretar skipa nýjan sendi­herra á Ís­landi

Bryony Mathew hefur verið skipuð nýr sendiherra Bretlands á Íslandi. Hún mun taka við stöðunni af Michael Nevin sem mun hverfa til annarra starfa innan bresku utanríkisþjónustunnar.

Páll Péturs­son er látinn

Páll Pét­urs­son, bóndi á Höllu­stöðum, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra, er látinn, 83 ára að aldri.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.