Fleiri fréttir

Ekki hægt að girða fyrir alla misnotkun vegna flýtis

Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir.

Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns

Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjallað verður um hlutabótaleiðina og stíf fundahöld í dag til að mæta þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þá verður fjallað um kjaradeilu Eflingar og samninganefnda sveitarfélaganna, sem átta klukkustunda fundi þeirra lauk nú fyrir skömmu.

400 milljónir fara í stuðning við einkarekna fjölmiðla

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 

Varað við eldhættu vegna þurrka

SMS voru send út frá Almannavörnum til þeirra sem staddir eru í Skorradal í dag til þess að vara við eldhættu vegna þurrka.

Landhelgisgæslan varar við hafís

Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum en síðustu daga hefur hafísröndin fært sig nær landi. Klukkan 21 í gær var ísröndin í um 30 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi.

Al­var­legt ef fyrir­tæki mis­notuðu hluta­star­fa­leiðina

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall.

Báðir ökumenn ölvaðir í aftanákeyrslu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt. Alls komu 75 mál til kasta hennar og var nokkuð um að ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Kvíði og ótti vegna óvissunnar

Margrét Gauja Magnúsdóttir er ein þeirra sem er ekki lengur með covid-19 en slær þó niður með reglulegu millibili með tilheyrandi flökurleika, hausverk og hita.

Lögreglan eflir landamæraeftirlit með nýjum bíl

Dómsmálaráðherra afhenti í dag Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nýjan bíl sem ætlaður er til landamæraeftirlits í höfnum og á flugvöllum. Bíllinn og búnaðurinn eru til kominn vegna athugasemda Evrópusambandsins um að embættið uppfyllti ekki skilyrði í Schengen-samstarfinu.

Dómur staðfestur yfir Júlíusi Vífli fyrir peningaþvætti

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerðist sekur um peningaþvættimeð því að geyma ávinning af skattalagabroti inn á erlendum bankareikningi í sínu nafni og ráðstafa ávinningnum síðar á nýjan bankareikning í eigu vörslusjóðs sem hann var rétthafi að.

Palli hefði getað valið úr flugvélum

Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands.

„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á.

Guðni hefur kosningabaráttu sína

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár.

Bjarnheiður áfram formaður SAF

Eitt framboð barst í formannsembætti Samtaka ferðaþjónustunnar og var Bjarnheiður Hallsdóttir því endurkjörinn formaður samtakanna til næstu tveggja ára.

Plastmengun vaxandi vandamál á norðurslóðum

Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld.

Sjá næstu 50 fréttir