Fleiri fréttir

Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum

Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé.

Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri

Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina.

Þrír góðir dagar á undan næstu lægð

Enn er hættu- og óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu og búist er við því að fjöldi flóða hafi fallið til viðbótar við þau sem þegar hafa verið staðfest.

Engin greining á veikindum Brimis og engin úrræði í níu ár

Móðir ungs drengs, sem er langveikur, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld fyrir úrræðaleysi. Í níu ár hefur hvorki fundist greining á veikindunum né úrræði til aðstoðar. Færsla sem móðirin skrifaði á Facebook virðist hafa ná athygli heilbrigðisyfirvalda.

Íslendingurinn ákærður fyrir manndráp

Guðmundur Freyr Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja á Spáni, hefur verið ákærður fyrir manndráp.

Gunnhildur Arna á eftir að ákveða hvort hún krefjist bóta

Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála um að bankinn hafi brotið jafnréttislög þegar hann réð í starf upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaða-og dagskrárgerðarmaður sem kærði ráðninguna hefur ekki ákveðið hvort hún fari fram á bætur, mestu skipti að bankinn fari að lögum.

Samheldni og náungakærleikur lykilatriði í ófærðinni á Flateyri

Lokað hefur verið fyrir umferð um Flateyrarveg, meira og minna, frá því á föstudag vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Fjöldi íbúa á Flateyri, þar sem fannfergi er gríðarlegt, er fastur heima hjá sér og nú er svo komið að borið hefur á vöruskorti.

Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun

Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun.

Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni

Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir