Fleiri fréttir

„Fólk er eðlilega í sjokki“

Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi.

Mikil áfallahjálp framundan

Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Mikið tjón varð þegar þrjú stór snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði rétt fyrir miðnætti í gær. Fjallað verður ítarlega um snjóflóðin og áhrif þeirra í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu

Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna.

Hraktir Vestfirðingar fá inni á hótelinu

Stjórnendur Hótels Ísafjarðar hafa ákveðið að skjóta skjólshúsi yfir þá íbúa Vestfjarða sem hafa lent í hrakningum vegna ástandsins á svæðinu.

„Í dag erum við öll Vestfirðingar“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun með viðbragðsaðilum vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Suðureyri í gærkvöldi.

Hugur ráðherra hjá Vestfirðingum

Samhæfingarstöð í Skógarhlíð var virkjuð vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði á tólfta tímanum í gærkvöld og er enn að störfum.

Aukafréttatími vegna snjóflóða

Hádegisfréttatími dagsins verður sendur út beint á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan tólf. Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú "mjög stór“ snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær.

Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum

Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé.

Sjá næstu 50 fréttir