Fleiri fréttir

Fokheldur menningarsalur á Selfossi í 33 ár

"Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði", segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra um ófullgerðan Menningarsal Suðurlands, sem hefur staðið fokheldur í 33 ár í Hótel Selfossi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Fimmtíu og sex ungmenni undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð. Um stækkandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi sem óttast að regluleg sprautufíkn sé að aukast almennt. Fjallað verður nánar um máliðí kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Segir það vera sterk rök að dómur MDE sé byggður á pólitík

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til að gefa minnihlutaáliti dóms MDE gaum. Honum finnst ekki rétt að sú krafa hafi verið gerð til Sigríðar Á. Andersen að segja af sér á grundvelli niðurstöðu MDE.

Hugur fylgi ekki máli með launalækkanir bankastjóra

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur lækkun launa bankastjóra Íslandsbanka og Landsbanka vera jákvætt skref. Hann segir þó að hugur fylgi ekki máli þegar of há laun bankastjóra eru lækkuð eingöngu vegna þrýstings þar um.

Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma.

Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Beðið fyrir stjórnmálamönnum í bændamessu

Séra Önundur segist ætla að biðja fyrir stjórnmálamönnum landsins og þeirra stefnu, sem hann segir stefna íslenskum landbúnaði í voða verði leyft að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn til landsins eins og frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir.

Ók á þrjár kyrrstæðar bifreiðar

Klukkan hálf tólf í gærkvöldi var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 108 en ökumaður hafði þá ekið á 2-3 kyrrstæðar bifreiðar. Ökumaðurinn sem olli tjóninu var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Niðurskurður fjárframlaga til jöfnunarsjóðs hljóti að vera mistök

Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að hugmyndir ríkisins um skerðingu fjármagns til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Fjármálaráðherra ætli að minnka framlög til sjóðsins um ríflega þrjá milljarða króna á næstu tveimur árum.

Forsætisráðherra hvetur til upprunamerkingar matvæla

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hvetur íslenska bændur til að láta upprunamerkja allar sínar vörur því þar hafa ekki verið staðið nægilega vel að málum, merkingarnar séu oft mjög faldar eða villandi.

Formaður Eflingar segir örverkföll ólögleg á tæknilegum forsendum

Formaður Eflingar segir að Félagsdómur hafi dæmt svokölluð örverkföll félagsins ólögleg á tæknilegum forsendun. Vel komi til greina að beita þeim áfram í kjarabaráttunni. Félagsdómur dæmdi í gær fjögur af sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar höfðu greitt atkvæði um ólögmæt.

Vilja ekki kyngja skerðingu framlags

Stjórn SÍS samþykkti á fundi sínum í gær harðorða bókun þar sem niðurskurðinum er mótmælt. Þar segir meðal annars að aðgerðin sé árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga. Þá gætu fyrirætlanirnar haft áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga.

Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum

Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“.

Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir

Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt.

Álmu í Breiðholtsskóla lokað vegna myglu

Átta stofum í Breiðholtsskóla verður lokað fram á næsta haust eftir að mygla fannst í útvegg. Aðstoðarskólastjóri neitar að ræða málið og ekki náðist í fulltrúa skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Ljóst að mikið þarf að e

Boð ráðherra kostaði hátt í tvær milljónir

35 ráðstefnugestum Arctic Circle var boðið í kvöldverð í Hellisheiðarvirkjun í október síðastliðnum. Ríkissjóður borgaði brúsann og fékk reikning frá ON upp á 1,7 milljónir.

Katalónar hrífast af íslensku leiðinni

Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, ræðir við Fréttablaðið um réttarhöld yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, stöðuna í Katalóníu og hvernig Katalónar geti lært af Íslendingum.

Sjá næstu 50 fréttir