Innlent

Asbesti skipt út fyrir bárujárn hjá norska sendiráðinu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gamla þakið á norska sendiráðinu á Fjólugötu er á útleið.
Gamla þakið á norska sendiráðinu á Fjólugötu er á útleið. Fréttablaðið/Pjetur
Norska sendiráðið hefur fengið heimild byggingarfulltrúans í Reykjavík til að skipta út þakklæðningu úr asbesti fyrir bárujárn.

Þekkt er að í asbesti eru krabbameinsvaldandi efni. Hjalti Sigmundsson byggingatæknifræðingur, sem sendi inn umsókn sendiráðsins, segir enga hættu á ferðum þótt rífa eigi upp asbestið og fjarlægja.

„Það er ekkert að því að það sé asbest á þökum ef enginn hreyfir við því,“ segir Hjalti. „Það eru sérfræðingar sem vinna að þessu og hafa til þess tilskilin leyfi.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×