Fleiri fréttir

Eyddi meira en milljón á dánarbeði

Guðmundur Hallvarðsson lést í mars á síðasta ári. Dánarmeinið var krabbamein í lifur. Hann eyddi rúmri milljón króna í efnið Orasal. Sonur hans, Hallvarður, segir hann hafa verið féflettan á dánarbeðinum.

Rýming á Patreksfirði endurmetin með morgninum

Rýming nokkurra húsa á Patreksfirði stendur enn og þurftu nokkrir tugir íbúa þeirra að gista annarsstaðar í nótt. Lítið snjóaði þar um slóðir í nótt og verður staðan endurmetin með morgninum, en ekki þurfti að rýma fleiri hús en rýmd voru í gær. Hættustig er enn á Patreksfirði og óvissustig þar í grennd.

Krökkunum þykir nú töff að lesa bækur

Hugmynd foreldris nemanda í sjötta bekk í Grandaskóla um að fá starfsmenn bókaforlags og rithöfunda til að segja frá því hvernig bók verður til var vel tekið. Nemendur eru núna sjálfir að skrifa bók sem verður prentuð hjá Odda.

Flughálka víða um land

Hálka er á Hellisheiði og Sandskeiði. Mikið er um hálku víða á Suðurlandi og uppsveitum Árnessýslu, þó eitthvað um hálkubletti.

Lagaumgjörð frumgreinanáms bætt

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur komið til móts við ábendingar Ríkisendurskoðunar frá árinu 2012 varðandi frumgreinanám í íslenskum skólum.

Fá allt að 137 þúsund á mánuði

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram skriflegt svar við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um stjórnir opinberra hlutafélaga á Alþingi síðastliðinn þriðjudag.

Mótmæla gjaldi fyrir rotþró

Íbúar í Garðabæ þar sem rotþrær eru við hús telja vafasamt að greiða þurfi bænum holræsagjald. Rotþrærnar þurfi lítið viðhald og húseigendur hafi sjálfir staðið að gerð þeirra. Sveitarfélagið segir gjaldið líka ná til rotþróa.

Verðmunur milli hverfa eykst áfram

Verðmunur fasteigna í dýrasta og ódýrasta hverfinu á höfuðborgarborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri en nú, og munar allt upp í 75 prósentum á fermetraverði. Formaður félags fasteignasala gerir þó ráð fyrir að munurinn haldi áfram að aukast.

Hækkandi aldur Íslendinga kallar á nýjar áherslur

Öldrunardeildin á Vífilstöðum hefur verið yfirfull í nokkrar vikur og sumir þeirra sjötíu einstaklinga sem sitja fastir á Landspítala og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili hafa beðið mánuðum saman. Formaður Landssambands eldri borgara minnir á að lög og stjórnarskrá tryggi fólki það að geta farið á hjúkrunarheimili.

Óttast vanbúið millidómstig

„Ég óttast að ef menn fara í þann leiðangur þá að þá verði það ekki gert af nægilegum efnum og þetta nýja millidómstig verði þá vanbúið hvað varðar fjármuni og mannafla.“

Lokunum við Dettifoss aflétt

Lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra hefur ákveðið að aflétta lokunum í Jökulsárgljúfrum, norðan þjóðvegar 1.

Júlíus og Bjarni í Ardvis bræður

Maðurinn sem bauð MND-veikum „jónað vatn“ og „jarðtengingaról“ bróðir manns sem er sakaður hafa nýtt sér vanþekkingu fjárfesta.

Fólk gæti misst bótaréttinn ef það er ekki virkt í atvinnuleit

„Könnun okkar á því hvað varð um þá einstaklinga sem misstu bótaréttinn við þar síðustu styttingu á bótaréttinum þegar farið var úr fjórum árum niður í þrjú ár sýndi það þriðjungur þeirra leitaði eftir fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum,“ segir Eygló Harðardóttir.

Vellríkir fá líka afslátt á fasteignagjöld

„Sumir af þeim sem nú eru aldraðir hirtu ekki um að greiða í lífeyrissjóði en geta samt nú verið vellríkir. Er sanngjarnt að fella að fullu niður fasteignagjöld þeirra?“ spyr stærðfræðingurinn Þorkell Helgason, sem fjallar um jaðarskatta í bréfi til bæjaryfirvalda í Garðabæ.

Óhefðbundnar lækningar geta minnkað virkni lyfja

Krabbameinslæknir segir óhefðbundnar lækningar geta haft milliverkanir fyrir læknismeðferðir og ófyrirsjáanlegar aukaverkanir. Dæmi eru um að skaði hafi hlotist af fyrir sjúklinga, bæði líkamlegur og fjárhagslegur.

Sjá næstu 50 fréttir