Fleiri fréttir

Stefán Eiríksson tvíræður á Twitter

Eitt af uppáhalds Bítlalögum fyrrverandi lögreglustjóra fjallar um mann sem hættir í lögreglunni og samskipti hans við konu með silfurskeið í munni.

Ísraelsmenn herja á MAMMÚT

"Það sem verið er að skrifa þarna er í raun svo langt frá vestrænu samfélagi og því sem við þekkjum. Þarna skrifa Ísraelsmenn til dæmis að fólkið á Gasa eigi ekki skilið að lifa því það fæddist í Palestínu.“

Missti heimili sitt í eldsvoða á Patreksfirði

"Ég fór rakleiðis heim og sá þar húsið mitt brenna. Ég vildi fara inn í húsið til að bjarga því sem bjarga gæti en ég mátti það ekki. Konan mín var í áfalli en börnin voru nokkuð hress.“

Bíður svars ráðherra rétt fyrir uppboð

Sigurður Ingi lagði fram þingsályktunartillögu fyrir kosningar þar sem hann hvatti landbúnaðarráðherra til að bregðast við hættunni sem íslenski geitfjárstofninn sé í. Stærsta búið verður boðið upp í september. Eigandinn nær ekki eyrum Sigurðar.

Starfsfólk sætir hótunum vilji það leita réttar síns

Dæmi eru um að starfsfólk í ferðaþjónustu og á veitingastöðum á svæði Verkalýðsfélags Vestfjarða sæti hótunum vinnuveitenda ef það ætlar að leita sér aðstoðar verkalýðsfélagsins þegar á því er brotið.

Hugsanlega íkveikja í Kópavogi

Slökkviliðið var kallað að nýbyggingu við Urðahvarf í Kópavogi í gærkvöldi þar sem reyk lagði frá húsinu.

Flutningaskip á reki á Faxaflóa

Stórt flutningaskip með 18 manna áhöfn er nú á reki á Faxalóa, um það bil 15 sjómílur suður af Arnarstapa, eftir að bilun varð í aðalvél þess í gærkvöldi.

Sjálfsvíg ungra manna mikið áhyggjuefni

Geðlæknir segir sjálfsvíg ungra karlmanna vera aðaláhyggjuefni þeirra sem koma að geðlækningum og sjálfvsvígsforvörnum. Mun færri ungar konur svipta sig lífi en karlar.

„Aðstæður hans eru hræðilegar“

Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands.

Griffill opnar skiptibókamarkað í Laugardalshöll

Ákveðið hefur verið að opna skóla- og skiptabókamarkað Griffills í Laugardalshöll á morgun og verður greiddur bónus fyrir hverja skiptbók sem tekið verður á móti fram að verslunarmannahelgi.

Slysið skemmtiatriði fyrir ferðamenn

Um 30 erlendir ferðamenn þyrptust að slysstað þegar tveir bílar skullu harkalega saman norðan Akureyrar í dag. „Þetta var bara algjör viðbjóður og vanvirðing við fólkið sem slasaðist,“ segir vitni.

Kona höfuðkúpubrotnaði í Biskupstungum

Kona slasaðist á höfði þegar hún féll í stiga í íbúðarhúsi í Biskupstungum síðastliðið laugardagskvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og flutti konuna á slysadeild Landspítala.

Landeigendur fá frest til sátta um Jökulsárlón

Bæjaryfirvöld í Hornafirði vilja að landeigendur á austurbakka Jökulsárlóns setji niður deilur og nái fyrir haustið sátt um uppbyggingu á staðnum. Bæjarstjóri segir óhjákvæmilegt að verða við kröfu um að vísa fyrirtækinu Ice Lagoon frá lóninu.

Höfum ekki efni á að gera ekki neitt

Hópurinn sem bjó við sára fátækt fyrir hrun býr við enn krappari kjör núna, segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún leiðir vinnuhóp nýrrar velferðarvaktar sem skila á tillögum um úrbætur til stjórnvalda í byrjun næsta árs.

Ferðamenn í sjálfheldu

Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu á lítilli syllu í Ólafsfjarðarmúla, norðan við gangamunnann, í gærkvöldi

Auglýstu ekki eftir sveitarstjóra þrátt fyrir vilja íbúa

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps réð sveitarstjóra án auglýsingar þrátt fyrir áskorun þriðjungs íbúa um að auglýsa. Vilji sveitarstjórnar kannski annar ef áskorunin hefði komið fram fyrr, segir nýráðinn sveitarstjóri.

Spáin ræður för Íslendinganna

Það var hálf tómt hjá Halldóri Hafdal Halldórssyni, skálavörður í Hornbjargsvita, síðustu daga því Íslendingarnir sem von var á afbókuðu vegna leiðinlegrar veðurspár. Spáin gekk ekki eftir svo Halldór spókar bara einn um í blíðunni. Þetta gerist ekki með erlenda ferðamann sem láta ekki spár ráða för.

Vilja nýtt húsnæði undir félagsmiðstöð

Tveir strákar á Hellissandi segja í bréfi til bæjarfélagsins að húsnæði félagsmiðstöðvar unglinga þar sé ekki boðlegt. Lítið sé um afþreyingu og hver sé í símanum í sínu horni. Þeir eru hugmyndaríkir og hafa þegar fundið lausn á málinu.

Borga í vöktun Þingvallavatns

Umhverfisstofnun hefur boðið sveitarfélögunum Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi aðkomu að vöktunarverkefni um lífríki og vatnsgæði Þingvallavatns.

Tveir í sjálfheldu

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna konu í sjálfheldu norðanmegin í Ingólfsfjalli. Þá var erlendur ferðamaður jafnframt í sjálfheldu í Ólafsfjarðarmúla í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir