Fleiri fréttir Íslandsmet í blóðsöfnun í dag Um 200 blóðgjafar komu í heimsókn í Blóðbankann að Snorrabraut í Reykjavík í dag sem er Íslandsmet í blóðsöfnun á einum degi, samkvæmt upplýsingum frá Blóðbankanum. 5.3.2012 20:30 Fólk þarf ekki að vera hrætt við að mæta í vinnuna á morgun "Ég vil benda fólki á að líkurnar á svona árásum eru litlar og það þarf ekki að vera hrætt við að mæta í vinnuna á morgun. En það sem fyrirtæki þurfa nauðsynlega að gera núna, er að gera sig tilbúin fyrir þennan möguleika,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingur hjá VSI, öryggishönnun og ráðgjöf. 5.3.2012 19:52 Mjólkin fram og til baka milli landshluta - arfavitlaust segir bóndi Kúabændur á norðanverðum Vestfjörðum standa í stríði við Mjólkursamsöluna um lokun mjólkurstöðvarinnar á Ísafirði og segja arfavitlaust að aka mjólkinni í aðra landshluta og síðan aftur að sunnan til neytenda fyrir vestan. Fyrir fjörutíu árum voru níutíu kúabændur á norðanverðum Vestfjörðum en nú eru aðeins níu eftir. Bændurnir fáu sem eftir eru framleiða þó samtals meiri mjólk en allur fjöldinn gerði áður. 5.3.2012 19:19 Rólegur í yfirheyrslum hjá lögreglu - tilbúinn að mæta örlögum sínum Árásarmaðurinn er þrjátíu og fjögurra ára gamall Reykvíkingur en hann átti í vanskilum og sá lögmannsstofan um að innheimta eitt af lánum hans. Maðurinn virkar rólegur og yfirvegaður í yfirheyrslum hjá lögreglu. Ekkert bendir til þess að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja. 5.3.2012 19:00 FME vill að íslensku bankarnir stilli innheimtuaðgerðum í hóf Fjármálaeftirlitið hefur beint tilmælum til íslensku bankanna um að stilla innheimtuaðgerðum í hóf meðal þeirra sem réttaróvissa ríkir um í kjölfar gengislánadóms Hæstaréttar um miðjan Febrúar. Fulltrúar bankanna verða kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á morgun til að kanna viðbrögð þeirra við tilmælum FME. Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að skuldastaða heimilanna var á meðal mála sem fjallað var um á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í dag. Að loknum fundinum á morgun er ætlunin að ræða nánar hvort þörf sé á auknum lagaheimildun, svo sem til að samræma aðgerðir sýslumanna, tryggja flýtimeðferð, endurupptöku mála sem reist voru á ólögmætum forsendum og til að tryggja gjafsókn eða skaðleysi neytenda í afdrifaríkum prófmálum. Nánar á heimasíðu stjórnarráðsins. 5.3.2012 18:49 Haldið sofandi í öndunarvél - með sár á brjósti, hálsi og kviðarholi Rúmlega sextugur karlmaður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að honum var sýnt banatilræði á lögmannskrifstofu í dag. Hann hlaut sár á brjóst, háls og kviðarhol. 5.3.2012 18:33 Landsdómsmáli fram haldið á morgun - Davíð, Arnór og Björgvin mæta Skýrslugjöf Geirs H. Haarde fyrir Landsdómi, sem staðið hefur yfir í allan dag er nú lokið. Málinu verður fram haldið klukkan tíu í fyrramálið en ekki klukkan níu eins og var í dag. 5.3.2012 17:44 Gæsluvarðhalds krafist yfir árásarmanninum Lögreglan ætlar að fara fram á gæsluvarðhald á morgun yfir manninum sem rést á karlmann á lögfræðiskrifstofunni Lagastoð í morgun. Lögreglan segir í tilkynningu sem var send fjölmiðlum rétt eftir klukkan fimm að svo virðist sem innheimta minniháttar skuldar hafi verið tilefni líkamsárásarinnar. 5.3.2012 17:22 Samstaða kaus nýjan varaformann Á fundi stjórnar Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, 29. febrúar síðastliðinn var Sigurjón Norberg Kjærnested kjörinn annar varaformaður flokksins eftir að Sigurður Þ. Ragnarsson ákvað að segja skilið við flokkinn. 5.3.2012 16:30 Geir: Afskipti mín af Icesave hefðu engu breytt "Afskipti mín af því hvort Icesave ætti að vera í dótturfélagi í Bretlandi eða ekki hefðu engu breytt, og hefðu verið úr takti við málið," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi í morgun. 5.3.2012 15:52 Árásarmaðurinn í yfirheyrslu Maðurinn sem fór inn á lögfræðiskrifstofuna Lagastoð í morgun vopnaður hnífi og stakk Skúla Sigurz, framkvæmdastjóra skrifstofunnar, hefur verið í yfirheyrslum eftir hádegi í dag. 5.3.2012 14:37 Neyðarástand í Blóðbankanum: "Þurfum að spýta í lófana“ "Við höfum þurft að grípa til neyðarbirgða,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, en hann hefur lýst yfir neyðarástandi í Blóðbankanum þar sem sárlega vantar blóð. Meðal þess sem helst þarf eru blóðflokkarnir O plús og mínus og A einnig í plús og mínus. 5.3.2012 14:04 Forsetaframboð: Hinir halda ótrauðir áfram - Ástþór lofar Spánarferð Jón Lárusson lögreglumaður, sem fyrstur tilkynnti um framboð til forseta fyrir komandi kosningar, segir staðráðinn í að halda framboði sínu til streitu þrátt fyrir yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar frá því í gær þess efnis að hann hyggist bjóða sig fram að nýju. 5.3.2012 07:45 Segir Guðlaug Þór hafa komið gögnum í Kastljós Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur alþingismanninn Guðlaug Þór Þórðarson hafa komið gögnum um sig til Kastljóss og að þau gögn hafi verið undirstaðan í umfjöllun þáttarins um hann í nóvember síðastliðnum. Stjórn FME kærði Gunnar til lögreglu fyrir helgi vegna gruns um að hann hafi brotið af sér í starfi með því að hafa, með ólögmætum hætti, aflað sér upplýsinga um Guðlaug Þór. 5.3.2012 07:00 Landsdómur: Samantekt klukkan fimm Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fréttamenn fara yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 16 og 17. 5.3.2012 17:53 Landsdómur: Sjötta samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fréttamenn fara yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 15 og 16. 5.3.2012 17:30 Landsdómur: Fimmta samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fréttamenn fara yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 14 og 15. 5.3.2012 15:58 Landsbankinn átti ekki nægar eignir fyrir dótturfélagið Landsbankinn þurfti að leggja fram eignir sem ekki voru fyrir hendi, hefði hann ætlað sér að stofna sérstakt dótturfélag um starfsemi sína í Bretland, eða svokallað Icesave reikninga. Þetta sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi í morgun. 5.3.2012 15:06 Landsdómur: Fjórða samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fer yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 13 og 14. Sigríður Friðjónsdóttir hélt þar áfram að taka skýrslu af Geir H. Haarde. 5.3.2012 14:54 Ummæli í DV dæmd dauð og ómerk: Rannsókn var ekki hafin Ritstjórar DV, þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, auk fréttastjórans Inga F. Vilhjálmssonar, er gert að greiða Jóni Snorra Snorrasyni 200 þúsund krónur hver fyrir ummæli sem birtust um Jón Snorra í DV í mars á síðasta ári. 5.3.2012 14:52 Ungmenni á ofsahraða í Bolungarvíkurgöngum Svo virðist sem fámennur hópur ungra ökumanna stundi hraðakstur í Bolungarvíkurgöngum. Fram kemur á heimasíðu Umferðarstofu að þótt hraðakstur einskorðist síður en svo við bifhjólamenn, þá segja forráðmenn lögreglunnar á Vestfjörðum að algengt sé að einstaka bifhjólamenn fari á ofsahraða um göngin og láti félaga sína vakta ferðir og staðsetningu lögreglu á meðan. 5.3.2012 14:37 Lætur brimið ekki hafa áhrif „Ég byrjaði 12. apríl 1963, það var föstudagurinn langi. Þetta man ég nákvæmlega,“ segir Atli Aðalsteinsson í Vestmannaeyjum, sem hefur spilað á golfvellinum þar í 49 ár með hléum. 5.3.2012 14:00 Landsdómur: Þriðja samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fer yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 11 og 12. Sigríður Friðjónsdóttir hélt þar áfram að taka skýrslu af Geir H. Haarde. 5.3.2012 13:40 Landsbankinn kærði árásarmanninn til lögreglu fyrir þjófnað Maðurinn, sem hefur verið handtekinn vegna morðtilraunar í morgun, var með vélhjól á lánum hjá SP-Fjármögnun. Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði Landsbankinn manninn til lögreglu vegna þess að maðurinn hélt því fram að hjólið væri horfið. 5.3.2012 13:19 Brynjar Níelsson: Hvaða starfsmaður sem er hefði getað lent í árásinni "Starfsfólkið er í áfalli,“ sagði Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, en hann starfar á sömu skrifstofu og hnífaárásin átti sér stað í morgun. Hann sagði í samtali við fréttastofu að skrifstofunni verði lokað í dag vegna rannsóknar lögreglu og verður áfram næstu daga. 5.3.2012 12:13 Var ekki hægt að vefengja mat erlendra endurskoðenda Geir Haarde segir að nú sé augljóst að eigið fé bankanna hafi samanstaðið af uppblásnum eignum. Það hefði hins vegar ekki verið hægt að benda á þetta fyrir hrun bankanna. "Átti ríkisstjórnin að draga í efa að úppáskriftir alþjóðlegra endurskoðunarfyrirtækja væri í lagi,“ sagði Geir. 5.3.2012 11:53 Landsdómur: Önnur samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fór yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 10:00 og 11. Sigríður Friðjónsdóttir tók þar skýrslu af Geir H. Haarde. 5.3.2012 11:45 Guðni hlaut áverka þegar hann reyndi að bjarga manni frá hnífaárás Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hlaut skurðáverka þegar hann reyndi að koma samstarfsmanni sínum til bjargar í morgun. Karlmaður stakk manninn ítrekað með hnífi. Guðni var stunginn tvívegis í lærið en árásin átti sér stað skömmu fyrir klukkan tíu í morgun á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla. 5.3.2012 11:32 Björgvin ekki leyndur neinu - samt haldið frá fundum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, telur að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hafi ekki verið markvisst leyndur neinum upplýsingum í aðdraganda að hruni bankanna. Þetta sagði Geir þegar Andri Árnason verjandi hans spurði hann út í upplýsingar sem einstakir ráðherrar höfðu frá samráðshópi um fjármálastöðugleika. 5.3.2012 11:24 Starfsmaður lögfræðistofu stunginn - einn handtekinn Karlmaður var stunginn á lögfræðistofu í Reykjavík í Lágmúla í morgun. Einn maður hefur verið handtekinn samkvæmt heimildum Vísis. Svo virðist sem maðurinn hafi ráðist á starfsmanninn snemma í morgun og stungið hann nokkrum sinnum. 5.3.2012 11:00 Fullyrtu að fall Lehman hefði engin áhrif á íslensku bankana Fulltrúar bankanna fullyrtu á fundi með Geir Haarde, þann 18 september 2008, að bankarnir væru nægjanlega vel fjármagnaðir til ársins 2009. Þetta fullyrti Geir fyrir Landsdómi í morgun. 5.3.2012 10:48 Landsdómur: Fyrsta samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er staddur í Þjóðmenningarhúsinu þar sem aðalmeðferð Landsdóms fer nú fram. Klukkan 10 fór hann yfir gang mála fyrsta klukkutímann í aðalmeðferðinni þar sem Sigríður Friðjónsdóttir tók skýrslu af Geir H. Haarde. 5.3.2012 10:30 Ógerlegt að minnka bankana "Það hefði enginn vandi verið að setja á blað að bankarnir hefðu á tt að minnka efnahagsreikning sinn,“ sagði Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi í morgun. Hann sagði að þetta hefði verið eitt þeirra atriða sem menn vissu að þurfti að gera en var einfaldlega ekki hægt. Hann sagði að það hefðu verið fjölmörg atriði sem hefði þurft að vinna en menn hefðu einfadlega ekki getað gert. 5.3.2012 10:03 Fullt út úr dyrum í Landsdómi - myndskeið Geir H. Haarde og fjölskylda mættu í Þjóðmenningarhúsið rétt fyrir klukkan níu í morgu þar sem aðalmeðferð fer fram í Landsdómsmálinu svokallaða. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis mætti einnig ásamt aðstoðarmönnum sínum. Geir vildi lítið ræða við fjölmiðlamenn. 5.3.2012 10:00 Ellefu milljarðar í styrki umfram útgjöld Frá gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) árið 1994 til og með síðasta ári, hafa íslenskir aðilar fengið úthlutað meira en 157 milljónum evra í styrki í gegnum rammaáætlanir ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun. Heildargreiðslur úr ríkissjóði vegna þessara áætlana hafa á sama tíma numið ríflega 87 milljónum evra. Mismunurinn er um 70 milljónir evra, eða rúmir ellefu milljarðar króna á núverandi gengi. 5.3.2012 10:00 Maðurinn látinn Maðurinn sem slasaðist alvarlega í eldsvoðanum í Tunguseli aðfaranótt föstudags er látinn. Slökkviliðsmenn björguðu manninum meðvitundarlausum út úr brennandi íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Tungusel í Reykjavík aðfaranótt föstudags. 5.3.2012 09:59 Þekktir gegn forsetanum - "Hvernig skráir maður sig út úr þessari vitleysu?“ Stofnað hefur verið til hóps á Facebook þar sem ýmsir einstaklingar ræða "betri valkosti í næsta forsetakjöri“ eins og það er orðað í yfirlýsingu hópsins. Þeir sem standa að síðunni eru ekkert sérstaklega hrifnir af ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sem hefur ákveðið að bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins sem forseti. 5.3.2012 09:53 Breytingar á dómaraskipan í Landsdómsmáli Gunnlaugur Claessen er horfinn úr hópi dómara í Landsdómsmálinu en til stóð að hann yrði þar á meðal. Í hans stað er kominn Eiríkur Tómasson kollegi Gunnlaugs í Hæstarétti. Þá hefur Helgi Jónsson, sem var dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur vikið sæti en í hans stað kemur Eggert Óskarsson sem gegnir dómstjórastöðunni á meðan Helgi situr í Hæstarétti tímabundið. 5.3.2012 09:36 Samráðshópurinn vann drög að neyðarlögunum Samráðshópur um fármálastöðugleika, undir stjórn Bolla Þórs Bollasonar, lét vinna viðbúnaðaráætlun sem varð til þess að unnin voru drög að frumvarpi til neyðarlaga. Geir Haarde hafnaði því með öllu fyrir Landsdómi í morgun að vinna hópsins hafi verið ómarkviss. Einn liður í ákæru gegn Geir snýr að starfi hópsins. 5.3.2012 09:35 "Á brattann að sækja fyrir ákæruvaldið“ - myndskeið Vísir var með beina útsendingu frá klukkan 8:40 þar sem Þorbjörn Þórðarson fréttamaður ræddi meðal annars við þau Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing og Kristínu Edwald formann Lögfræðingafélags Íslands. 5.3.2012 09:34 Hafnar því að starfið hafi verið ómarkvisst "Þetta er í fyrsta inn við rekstur alls þessa máls sem ég fæ tækifæri til að svara spurningum um það,“ sagði Geir Haarde. Hann vakti athygli á því að hann hefði ekki fengið tækifæri til að svara spurningum áður en ákæra var gefin út. 5.3.2012 09:16 EES-ríkin fljót að innleiða tilskipanir EES-ríkin þrjú, Ísland, Liechtenstein og Noregur, eru í hópi þeirra ríkja sem fljótust eru að lögfesta reglur um innri markað Evrópusambandsins (ESB). Eru ríkin hluti af markaðnum samkvæmt EES-samningnum. 5.3.2012 09:00 Fjöldi fólks fylgist með máli Geirs Gríðarlegur fjöldi fólks er kominn saman í Þjóðmenningarhúsinu á Hverfisgötu til þess að fylgjast með málaferlum gegn Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. 5.3.2012 08:57 SUS vill afnema bann við fíkniefnum Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) telur að refsistefna sú sem rekin hefur verið í fíkniefnamálum hérlendis hafi beðið algert skipbrot og því eigi að afnema eigi bann við fíkniefnum. 5.3.2012 08:31 Segir marga telja hættuspil að hann hverfi úr embætti 5.3.2012 08:15 Sjá næstu 50 fréttir
Íslandsmet í blóðsöfnun í dag Um 200 blóðgjafar komu í heimsókn í Blóðbankann að Snorrabraut í Reykjavík í dag sem er Íslandsmet í blóðsöfnun á einum degi, samkvæmt upplýsingum frá Blóðbankanum. 5.3.2012 20:30
Fólk þarf ekki að vera hrætt við að mæta í vinnuna á morgun "Ég vil benda fólki á að líkurnar á svona árásum eru litlar og það þarf ekki að vera hrætt við að mæta í vinnuna á morgun. En það sem fyrirtæki þurfa nauðsynlega að gera núna, er að gera sig tilbúin fyrir þennan möguleika,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingur hjá VSI, öryggishönnun og ráðgjöf. 5.3.2012 19:52
Mjólkin fram og til baka milli landshluta - arfavitlaust segir bóndi Kúabændur á norðanverðum Vestfjörðum standa í stríði við Mjólkursamsöluna um lokun mjólkurstöðvarinnar á Ísafirði og segja arfavitlaust að aka mjólkinni í aðra landshluta og síðan aftur að sunnan til neytenda fyrir vestan. Fyrir fjörutíu árum voru níutíu kúabændur á norðanverðum Vestfjörðum en nú eru aðeins níu eftir. Bændurnir fáu sem eftir eru framleiða þó samtals meiri mjólk en allur fjöldinn gerði áður. 5.3.2012 19:19
Rólegur í yfirheyrslum hjá lögreglu - tilbúinn að mæta örlögum sínum Árásarmaðurinn er þrjátíu og fjögurra ára gamall Reykvíkingur en hann átti í vanskilum og sá lögmannsstofan um að innheimta eitt af lánum hans. Maðurinn virkar rólegur og yfirvegaður í yfirheyrslum hjá lögreglu. Ekkert bendir til þess að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja. 5.3.2012 19:00
FME vill að íslensku bankarnir stilli innheimtuaðgerðum í hóf Fjármálaeftirlitið hefur beint tilmælum til íslensku bankanna um að stilla innheimtuaðgerðum í hóf meðal þeirra sem réttaróvissa ríkir um í kjölfar gengislánadóms Hæstaréttar um miðjan Febrúar. Fulltrúar bankanna verða kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á morgun til að kanna viðbrögð þeirra við tilmælum FME. Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að skuldastaða heimilanna var á meðal mála sem fjallað var um á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í dag. Að loknum fundinum á morgun er ætlunin að ræða nánar hvort þörf sé á auknum lagaheimildun, svo sem til að samræma aðgerðir sýslumanna, tryggja flýtimeðferð, endurupptöku mála sem reist voru á ólögmætum forsendum og til að tryggja gjafsókn eða skaðleysi neytenda í afdrifaríkum prófmálum. Nánar á heimasíðu stjórnarráðsins. 5.3.2012 18:49
Haldið sofandi í öndunarvél - með sár á brjósti, hálsi og kviðarholi Rúmlega sextugur karlmaður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að honum var sýnt banatilræði á lögmannskrifstofu í dag. Hann hlaut sár á brjóst, háls og kviðarhol. 5.3.2012 18:33
Landsdómsmáli fram haldið á morgun - Davíð, Arnór og Björgvin mæta Skýrslugjöf Geirs H. Haarde fyrir Landsdómi, sem staðið hefur yfir í allan dag er nú lokið. Málinu verður fram haldið klukkan tíu í fyrramálið en ekki klukkan níu eins og var í dag. 5.3.2012 17:44
Gæsluvarðhalds krafist yfir árásarmanninum Lögreglan ætlar að fara fram á gæsluvarðhald á morgun yfir manninum sem rést á karlmann á lögfræðiskrifstofunni Lagastoð í morgun. Lögreglan segir í tilkynningu sem var send fjölmiðlum rétt eftir klukkan fimm að svo virðist sem innheimta minniháttar skuldar hafi verið tilefni líkamsárásarinnar. 5.3.2012 17:22
Samstaða kaus nýjan varaformann Á fundi stjórnar Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, 29. febrúar síðastliðinn var Sigurjón Norberg Kjærnested kjörinn annar varaformaður flokksins eftir að Sigurður Þ. Ragnarsson ákvað að segja skilið við flokkinn. 5.3.2012 16:30
Geir: Afskipti mín af Icesave hefðu engu breytt "Afskipti mín af því hvort Icesave ætti að vera í dótturfélagi í Bretlandi eða ekki hefðu engu breytt, og hefðu verið úr takti við málið," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi í morgun. 5.3.2012 15:52
Árásarmaðurinn í yfirheyrslu Maðurinn sem fór inn á lögfræðiskrifstofuna Lagastoð í morgun vopnaður hnífi og stakk Skúla Sigurz, framkvæmdastjóra skrifstofunnar, hefur verið í yfirheyrslum eftir hádegi í dag. 5.3.2012 14:37
Neyðarástand í Blóðbankanum: "Þurfum að spýta í lófana“ "Við höfum þurft að grípa til neyðarbirgða,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, en hann hefur lýst yfir neyðarástandi í Blóðbankanum þar sem sárlega vantar blóð. Meðal þess sem helst þarf eru blóðflokkarnir O plús og mínus og A einnig í plús og mínus. 5.3.2012 14:04
Forsetaframboð: Hinir halda ótrauðir áfram - Ástþór lofar Spánarferð Jón Lárusson lögreglumaður, sem fyrstur tilkynnti um framboð til forseta fyrir komandi kosningar, segir staðráðinn í að halda framboði sínu til streitu þrátt fyrir yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar frá því í gær þess efnis að hann hyggist bjóða sig fram að nýju. 5.3.2012 07:45
Segir Guðlaug Þór hafa komið gögnum í Kastljós Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur alþingismanninn Guðlaug Þór Þórðarson hafa komið gögnum um sig til Kastljóss og að þau gögn hafi verið undirstaðan í umfjöllun þáttarins um hann í nóvember síðastliðnum. Stjórn FME kærði Gunnar til lögreglu fyrir helgi vegna gruns um að hann hafi brotið af sér í starfi með því að hafa, með ólögmætum hætti, aflað sér upplýsinga um Guðlaug Þór. 5.3.2012 07:00
Landsdómur: Samantekt klukkan fimm Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fréttamenn fara yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 16 og 17. 5.3.2012 17:53
Landsdómur: Sjötta samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fréttamenn fara yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 15 og 16. 5.3.2012 17:30
Landsdómur: Fimmta samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fréttamenn fara yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 14 og 15. 5.3.2012 15:58
Landsbankinn átti ekki nægar eignir fyrir dótturfélagið Landsbankinn þurfti að leggja fram eignir sem ekki voru fyrir hendi, hefði hann ætlað sér að stofna sérstakt dótturfélag um starfsemi sína í Bretland, eða svokallað Icesave reikninga. Þetta sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi í morgun. 5.3.2012 15:06
Landsdómur: Fjórða samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fer yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 13 og 14. Sigríður Friðjónsdóttir hélt þar áfram að taka skýrslu af Geir H. Haarde. 5.3.2012 14:54
Ummæli í DV dæmd dauð og ómerk: Rannsókn var ekki hafin Ritstjórar DV, þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, auk fréttastjórans Inga F. Vilhjálmssonar, er gert að greiða Jóni Snorra Snorrasyni 200 þúsund krónur hver fyrir ummæli sem birtust um Jón Snorra í DV í mars á síðasta ári. 5.3.2012 14:52
Ungmenni á ofsahraða í Bolungarvíkurgöngum Svo virðist sem fámennur hópur ungra ökumanna stundi hraðakstur í Bolungarvíkurgöngum. Fram kemur á heimasíðu Umferðarstofu að þótt hraðakstur einskorðist síður en svo við bifhjólamenn, þá segja forráðmenn lögreglunnar á Vestfjörðum að algengt sé að einstaka bifhjólamenn fari á ofsahraða um göngin og láti félaga sína vakta ferðir og staðsetningu lögreglu á meðan. 5.3.2012 14:37
Lætur brimið ekki hafa áhrif „Ég byrjaði 12. apríl 1963, það var föstudagurinn langi. Þetta man ég nákvæmlega,“ segir Atli Aðalsteinsson í Vestmannaeyjum, sem hefur spilað á golfvellinum þar í 49 ár með hléum. 5.3.2012 14:00
Landsdómur: Þriðja samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fer yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 11 og 12. Sigríður Friðjónsdóttir hélt þar áfram að taka skýrslu af Geir H. Haarde. 5.3.2012 13:40
Landsbankinn kærði árásarmanninn til lögreglu fyrir þjófnað Maðurinn, sem hefur verið handtekinn vegna morðtilraunar í morgun, var með vélhjól á lánum hjá SP-Fjármögnun. Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði Landsbankinn manninn til lögreglu vegna þess að maðurinn hélt því fram að hjólið væri horfið. 5.3.2012 13:19
Brynjar Níelsson: Hvaða starfsmaður sem er hefði getað lent í árásinni "Starfsfólkið er í áfalli,“ sagði Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, en hann starfar á sömu skrifstofu og hnífaárásin átti sér stað í morgun. Hann sagði í samtali við fréttastofu að skrifstofunni verði lokað í dag vegna rannsóknar lögreglu og verður áfram næstu daga. 5.3.2012 12:13
Var ekki hægt að vefengja mat erlendra endurskoðenda Geir Haarde segir að nú sé augljóst að eigið fé bankanna hafi samanstaðið af uppblásnum eignum. Það hefði hins vegar ekki verið hægt að benda á þetta fyrir hrun bankanna. "Átti ríkisstjórnin að draga í efa að úppáskriftir alþjóðlegra endurskoðunarfyrirtækja væri í lagi,“ sagði Geir. 5.3.2012 11:53
Landsdómur: Önnur samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fór yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 10:00 og 11. Sigríður Friðjónsdóttir tók þar skýrslu af Geir H. Haarde. 5.3.2012 11:45
Guðni hlaut áverka þegar hann reyndi að bjarga manni frá hnífaárás Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hlaut skurðáverka þegar hann reyndi að koma samstarfsmanni sínum til bjargar í morgun. Karlmaður stakk manninn ítrekað með hnífi. Guðni var stunginn tvívegis í lærið en árásin átti sér stað skömmu fyrir klukkan tíu í morgun á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla. 5.3.2012 11:32
Björgvin ekki leyndur neinu - samt haldið frá fundum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, telur að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hafi ekki verið markvisst leyndur neinum upplýsingum í aðdraganda að hruni bankanna. Þetta sagði Geir þegar Andri Árnason verjandi hans spurði hann út í upplýsingar sem einstakir ráðherrar höfðu frá samráðshópi um fjármálastöðugleika. 5.3.2012 11:24
Starfsmaður lögfræðistofu stunginn - einn handtekinn Karlmaður var stunginn á lögfræðistofu í Reykjavík í Lágmúla í morgun. Einn maður hefur verið handtekinn samkvæmt heimildum Vísis. Svo virðist sem maðurinn hafi ráðist á starfsmanninn snemma í morgun og stungið hann nokkrum sinnum. 5.3.2012 11:00
Fullyrtu að fall Lehman hefði engin áhrif á íslensku bankana Fulltrúar bankanna fullyrtu á fundi með Geir Haarde, þann 18 september 2008, að bankarnir væru nægjanlega vel fjármagnaðir til ársins 2009. Þetta fullyrti Geir fyrir Landsdómi í morgun. 5.3.2012 10:48
Landsdómur: Fyrsta samantekt - myndskeið Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er staddur í Þjóðmenningarhúsinu þar sem aðalmeðferð Landsdóms fer nú fram. Klukkan 10 fór hann yfir gang mála fyrsta klukkutímann í aðalmeðferðinni þar sem Sigríður Friðjónsdóttir tók skýrslu af Geir H. Haarde. 5.3.2012 10:30
Ógerlegt að minnka bankana "Það hefði enginn vandi verið að setja á blað að bankarnir hefðu á tt að minnka efnahagsreikning sinn,“ sagði Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi í morgun. Hann sagði að þetta hefði verið eitt þeirra atriða sem menn vissu að þurfti að gera en var einfaldlega ekki hægt. Hann sagði að það hefðu verið fjölmörg atriði sem hefði þurft að vinna en menn hefðu einfadlega ekki getað gert. 5.3.2012 10:03
Fullt út úr dyrum í Landsdómi - myndskeið Geir H. Haarde og fjölskylda mættu í Þjóðmenningarhúsið rétt fyrir klukkan níu í morgu þar sem aðalmeðferð fer fram í Landsdómsmálinu svokallaða. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis mætti einnig ásamt aðstoðarmönnum sínum. Geir vildi lítið ræða við fjölmiðlamenn. 5.3.2012 10:00
Ellefu milljarðar í styrki umfram útgjöld Frá gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) árið 1994 til og með síðasta ári, hafa íslenskir aðilar fengið úthlutað meira en 157 milljónum evra í styrki í gegnum rammaáætlanir ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun. Heildargreiðslur úr ríkissjóði vegna þessara áætlana hafa á sama tíma numið ríflega 87 milljónum evra. Mismunurinn er um 70 milljónir evra, eða rúmir ellefu milljarðar króna á núverandi gengi. 5.3.2012 10:00
Maðurinn látinn Maðurinn sem slasaðist alvarlega í eldsvoðanum í Tunguseli aðfaranótt föstudags er látinn. Slökkviliðsmenn björguðu manninum meðvitundarlausum út úr brennandi íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Tungusel í Reykjavík aðfaranótt föstudags. 5.3.2012 09:59
Þekktir gegn forsetanum - "Hvernig skráir maður sig út úr þessari vitleysu?“ Stofnað hefur verið til hóps á Facebook þar sem ýmsir einstaklingar ræða "betri valkosti í næsta forsetakjöri“ eins og það er orðað í yfirlýsingu hópsins. Þeir sem standa að síðunni eru ekkert sérstaklega hrifnir af ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sem hefur ákveðið að bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins sem forseti. 5.3.2012 09:53
Breytingar á dómaraskipan í Landsdómsmáli Gunnlaugur Claessen er horfinn úr hópi dómara í Landsdómsmálinu en til stóð að hann yrði þar á meðal. Í hans stað er kominn Eiríkur Tómasson kollegi Gunnlaugs í Hæstarétti. Þá hefur Helgi Jónsson, sem var dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur vikið sæti en í hans stað kemur Eggert Óskarsson sem gegnir dómstjórastöðunni á meðan Helgi situr í Hæstarétti tímabundið. 5.3.2012 09:36
Samráðshópurinn vann drög að neyðarlögunum Samráðshópur um fármálastöðugleika, undir stjórn Bolla Þórs Bollasonar, lét vinna viðbúnaðaráætlun sem varð til þess að unnin voru drög að frumvarpi til neyðarlaga. Geir Haarde hafnaði því með öllu fyrir Landsdómi í morgun að vinna hópsins hafi verið ómarkviss. Einn liður í ákæru gegn Geir snýr að starfi hópsins. 5.3.2012 09:35
"Á brattann að sækja fyrir ákæruvaldið“ - myndskeið Vísir var með beina útsendingu frá klukkan 8:40 þar sem Þorbjörn Þórðarson fréttamaður ræddi meðal annars við þau Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing og Kristínu Edwald formann Lögfræðingafélags Íslands. 5.3.2012 09:34
Hafnar því að starfið hafi verið ómarkvisst "Þetta er í fyrsta inn við rekstur alls þessa máls sem ég fæ tækifæri til að svara spurningum um það,“ sagði Geir Haarde. Hann vakti athygli á því að hann hefði ekki fengið tækifæri til að svara spurningum áður en ákæra var gefin út. 5.3.2012 09:16
EES-ríkin fljót að innleiða tilskipanir EES-ríkin þrjú, Ísland, Liechtenstein og Noregur, eru í hópi þeirra ríkja sem fljótust eru að lögfesta reglur um innri markað Evrópusambandsins (ESB). Eru ríkin hluti af markaðnum samkvæmt EES-samningnum. 5.3.2012 09:00
Fjöldi fólks fylgist með máli Geirs Gríðarlegur fjöldi fólks er kominn saman í Þjóðmenningarhúsinu á Hverfisgötu til þess að fylgjast með málaferlum gegn Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. 5.3.2012 08:57
SUS vill afnema bann við fíkniefnum Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) telur að refsistefna sú sem rekin hefur verið í fíkniefnamálum hérlendis hafi beðið algert skipbrot og því eigi að afnema eigi bann við fíkniefnum. 5.3.2012 08:31