Fleiri fréttir

Heiðmerkurmaður enn inni

Gæsluvarðhald yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa orðið barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk í maí hefur verið framlengt til 18. ágúst. Jafnframt hefur ríkissaksóknari gefið út ákæru á hendur honum. Þar er gerð krafa um refsingu en til vara krafa um vistun á viðeigandi stofnun.

Grafalvarlegt mál en yfirvegun mikilvæg

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun eiga fund með íslenskum lögregluyfirvöldum og fara yfir tíðindin frá Ósló. Hann segir að stjórnvöld fylgist vel með málinu fyrir milligöngu lögregluyfirvalda. Málið sé grafalvarlegt og áhyggjuefni að slíkt skuli gerast.

Verða að greiða húsnæðislánið

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfu manns og konu á hendur Arion banka, sem vildu fá það viðurkennt að þau þyrftu ekki að greiða fasteignalán sem þau tóku í júní árið 2007. Til vara krafðist fólkið þess að þurfa einungis að greiða 23 milljónir króna.

Skila ábyrgðinni nú í hendur kirkjunnar

„Þetta var heilun – ég er frjáls,“ segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem í gær gekk frá sáttagjörð við þjóðkirkjuna vegna meðferðar kirkjunnar í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar.

Óslóarbúar harmi slegnir

Rögnvaldur S. Reynisson, starfsmaður RARIK, er staddur í Ósló í sumarfríi. Þegar sprengingin varð var hann í miðborg Óslóar skammt frá skrifstofu Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Rögnvaldur segir það óskemmtilega lífsreynslu að verða vitni að atburðum sem þessum.

„Þetta er mikill sorgardagur“

"Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. "Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“

Sigmundur vill fund á Alþingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ástæðu til að kalla Alþingi saman til fundar hið fyrsta. Hann telur sérstaka þörf á að ræða stöðu ýmissa fjármálastofnana.

Sendiherrann í Noregi: Það setur að okkur óhug við tíðindin

"Það setur að okkur óhug við þessi miklu tíðindi. Þetta er í fyrsta skipti sem svo alvarlegt tilræði á sér stað í Noregi frá seinni heimsstyrjöldinni. Efst í huga okkar á þessari stundu er að ganga úr skugga um að engir Íslendingar hafi komið við sögu. Við munum hafa opið fram eftir svo lengi sem við teljum gagn að því,“ sagði Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Ósló, skömmu eftir hryðjuverkaárásina í gær.

Getum sannarlega bjargað einhverjum

„Við getum kannski ekki bjargað öllum heimsins börnum, en við getum svo sannarlega bjargað einhverjum,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Druslugöngur farnar á fjórum stöðum

Druslugöngur verður farnar í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og Reykjanesbæ klukkan 14 á morgun. Markmiðið með göngunum er að vekja athygli á og uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi.

Tveir af tæplega 300 ölvaðir

Tæplega 300 ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í gærkvöld og nótt í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Tveir ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Fimm til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum.

Biskup sendir Norðmönnum samúðarkveðjur

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur sent samúðarkveðjur til Ole Christian Kvarme, biskups í Osló, og til Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi, vegna þeirra árásanna í Osló og Útey í dag.

Boðað til minningarathafnar

Boðað hefur verið til minningarathafnar við Tjörnina í Reykjavík á morgun vegna árásanna á Osló og í Útey í dag. "Þeir sem vilja geta mætt með kerti,“ segir á síðu á samskiptavefnum Facebook sem stofnuð hefur verið vegna athafnarinnar. Athöfnin hefst klukkan 18.

Íslendingur stunginn í Amsterdam

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri liggur á sjúkrahúsi í Amsterdam í Hollandi eftir hnífstunguárás í gærkvöldi. Hann var stunginn fimm sinnum en þrátt fyrir það er maðurinn ekki talinn vera í lífshættu. Greint er frá málinu á fréttavef Morgunblaðsins. Maðurinn hefur verið á ferðalagi ásamt tveimur félögum sínum um Evrópu. Svo virðist sem að árásin hafi verið tilefnislaus en árásamaðurinn kom oftan að manninum og stakk hann í bakið.

Merkileg kaflaskil

Þjóðkirkjan mun greiða þremur konum fimm milljónir króna í sanngirnisbætur vegna mistaka sem urðu við meðferð kynferðisbrota gegn þeim innan kirkjunnar. Ein kvennanna segist nú loks geta sleppt takinu á málinu.

Bruninn í Eden: Mildi að ekki hreyfði vind

Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt. Eldhafið var gríðarlegt og áttu slökkviliðsmenn ekki annan kost en að láta húsið brenna til ösku. Ekki leikur grunur á íkveikju en mildi þótti að ekki hreyfði vind því annars hefði eitraður reykur getað lagst yfir Hveragerði.

Leynikort þýska flotans til sýnis Reyðarfirði

Leynikort þýska flotans sem hafði úrslitaáhrif á orrustuna um Norður-Atlantshaf í seinni heimsstyrjöldinni er nú til sýnis á Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði. Kortið rataði til Íslands eftir óvenjulegum leiðum.

Felldu kjarasamning

Kjarasamningur félagsmanna Vélstjóra og málmtæknimanna á farskipum var feldur í atkvæðagreiðslu um kjarasamning sem undirritaður var 24. júní síðast liðinn. Á kjörskrá voru 41, 26 greiddu atkvæði eða 63,4 prósent.

Sáttin undirrituð - Sigrún Pálína styrkir Stígamót

Sátt milli þjóðkirkjunnar annars vegar og Dagbjartar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur hins vegar var undirrituð í dag og gaf Sigrún Pálína Stígamótum eina milljón króna samdægurs.

Hagver döðlur innkallaðar

Markaðsfyrirtækið Nathan og Olsen hefur með hliðsjón af neytendavernd og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla af markaði allar Hagver döðlur með best fyrir dagsetningu maí 2012 og lotunúmerið 1133.

Tæplega þrjú hundruð ökumenn stöðvaðir í miðborginni

Tæplega þrjú hundruð ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í gærkvöld og nótt í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Tveir ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Fimm til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum.

Viðbúnaður á Íslandi ekki verið aukinn vegna sprengjunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er ekki með aukinn viðbúnað hér á landi vegna sprengjuárásarinnar í Osló. Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi almannavarnadeildarinnar segir að það sé stjórnvalda að taka ákvörðun um slíkt.

Sprengja orsakaði sprenginguna - fleiri en einn látinn

Lögreglan í Osló hefur staðfest að sprengja hafi orsakað öfluga sprengingu í miðbæ borgarinnar, en sprengingin olli mikilli eyðileggingu. Þetta kemur fram í beinni útsendingu á fréttastöðinni Sky.

Gríðarleg sprenging segir Íslendingur í Osló

"Þetta hefur verið gríðarleg sprengja miðað við hvað allt hristist og þetta langt í burtu,“ segir Haukur Jósef sem staddur er í Osló, um tveimur kílómetrum frá stjórnarráðshverfinu, þar sem sprengja sprakk um klukkan tuttugu mínútur yfir eitt að íslenskum tíma.

Fyrstu umræðu um stjórnarskrárdrögin lokið

Stjórlagaráð lauk fyrstu umræðu um drög að nýrri stjórnarskrá á 17 ráðsfundi sínum. Á fundinum fór fram umræðu um drögin og breytingatillögur frá fulltrúum ráðsins. Þá voru greidd atkvæði um breytingatillögur við frumvarpsdrögin.

Sátt milli kirkju og kvenna undirrituð í dag

Sátt verður undirrituð í dag milli Þjóðkirkjunnar annars vegar og Dagbjartar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur hinsvegar.

Adam og Eva enn í Eden

Þrátt fyrir að Eden sé nú brunarústir einar, virðast Adam og Eva ekki hafa hug á að yfirgefa aldingarðin sjálfviljug. Eldurinn náði að leggja undir sig allt húsið á innan við hálftíma og át í sig allt sem á vegi hans varð. Það virðist hinsvegar hafa verið honum ofviða að læsa klóm sínum í viðarhurðina á framhlið hússins, en hana prýða útskornar myndir af Adam og Evu.

Verða að greiða fasteignalánið til baka

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Arion banka af kröfu pars sem vildi fá það viðurkennt að það þyrfti ekki að greiða fasteignalán sem parið tók í júní árið 2007. Lánið var gengistryggt í japanskri mynt. Upphafleg fjárhæð lánsins var 23 milljónir króna. Til vara krafðist parið þess að þurfa einungis að greiða 23 milljónir króna. Parið krafðist þess svo að ef önnur ofangreindr krafna yrði samþykkt myndu þau fá það sem þau höfðu ofgreitt til baka.

Steingrímur J. Sigfússon tekur lokasprett Friðarhlaupsins í dag

Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon og kenýska hlaupadrottningin Tegla Loroupe munu leiða lokasprettinn í Friðarhlaupinu í dag. Friðarhlaupið er aðili að alþjóðlegu ári ungmenna sem Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO standa að.

Eldurinn í Eden er áfall fyrir Hvergerðinga

"Þetta er auðvitað mjög mikið áfall að svona skyldi hafa farið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Eins og greint hefur verið frá brann Eden í Hveragerði til kaldra kola í nótt.

Sem betur fer eru margir aflögufærir

Hungursneyð ríkir í tveimur héruðum Sómalíu og tugir þúsunda hafa látist. Ástandið í nágrannaríkjunum er sömuleiðis alvarlegt. Sigríður Víðis Jónsdóttir hjá UNICEF segir í samtali við Brján Jónasson að bregðast verði tafarlaust við til að bjarga fólki sem líður skort.

Þyrla sótti mann í Hrafntinnusker

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út undir kvöld í gær til að sækja göngumann á sextugs aldri inn í Hrafntinnusker, í grennd við Landmannalaugar.

Bolvíkingar þéna vel á frístundaveiðunum

Um 760 ferðamenn koma til Bolungarvíkur í ár til að stunda frístundaveiðar, segir Haukur Vagnsson, framkvæmdastjóri Víkurbáta. Fjöldi slíkra ferðamanna hefur þrefaldast hjá fyrirtækinu í samanburði við síðasta ár. Það tók á móti 130 ferðamönnum í fyrra en þeir verða 380 í ár.

Koma á varanlegum leigumarkaði

Við skipulag íbúðarhverfa skal tryggt að fimmtungur íbúða að minnsta kosti miðist við þarfir tekjuminni íbúa. Þetta er á meðal þeirra tillagna sem finna má í drögum að nýrri húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar sem lögð voru fyrir borgarráð í gær. Nú er hlutfall slíkra íbúa langt undir 20 prósentum.

Vilja sekta aðra en þrífa ekki

Íbúum og gestum við Bríetartorg mætir ófögur sjón; yfirfull öskutunna og rusl í haugum við hlið hennar. Íbúi sem ræddi við Fréttablaðið sagðist margoft hafa haft samband við borgaryfirvöld, en ekkert gengi að fá tunnuna tæmda.

Hlutabætur verða greiddar út í ágúst

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra áformar að setja reglugerð sem tryggir að þeir sem átt hafa rétt á hlutabótum fái fullar greiðslur í byrjun ágúst. Ráðherra mun leggja fram drög að reglugerð á næsta ríkisstjórnarfundi.

Eden brunnið til grunna

Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna.

Töluvert tjón í brunanum

Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk.

Sjá næstu 50 fréttir