Fleiri fréttir

Sameiningatillögur í skólakerfinu samþykktar

Á fundi borgarráðs í morgun var tillögur um samrekstur í skólaumhverfi Reykjavíkur afgreiddar. Tillögurnar verða einnig til umræðu og afgreiðslu á fundi borgarstjórnar á morgun. Hugmyndirnar mæta harðri andstöðu hjá minnihlutanum í borgarstjórn.

Kristín í stjórn Samtaka evrópskra háskóla

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur verið kjörin í stjórn Samtaka evrópskra háskóla til næstu fjögurra ára. Samtökin eru helsti samvinnu- og samráðsvettvangur evrópskra háskóla. Aðild að samtökunum eiga 850 háskólar í 46 þjóðlöndum en valnefnd á vegum samtakanna leitaði til Kristínar um að mega tilnefna hana til stjórnarkjörs.

Teiknari bað Siv afsökunar

Helgi Sigurðsson teiknari hefur beðið Siv Friðleifsdóttur alþingismann persónulega afsökunar á teikningu, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á mbl.is Teikningin vakti töluverð viðbrögð eftir að hún birtist. Meðal annars sá framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna ástæðu til að senda frá sér ályktun til að lýsa vanþóknun á teikningunni.

Ísbú allt annað en Isbu

"Ósáttir viðskiptavinir hafa haft samband við okkur í morgun og spurt af hverju við séum að selja þessar tangir. Við erum samt ekki að selja neitt svona lagað," segir Jens H. Valdimarsson, einn af eigendum fyrirtækisins Ísbú alþjóðaviðskipti. Vísir sagði í morgun frá því að búrekstrarvörufyrirtækið Ísbú væri að selja umdeildar geldingatangir. Jens bendir á að hans fyrirtæki hafi skráð vörumerkið Ísbú á sínum tíma og haldi úti vefsíðunni ísbú.is. Fyrirtæki Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns rekur hitt fyrirtækið sem stofnaði vefsíðuna isbu.is. Mikill misskilnigur og talsverð óþægindi hafa komið upp vegna þessara líkinda, en fyrirtæki Jens var stofnað á undan fyrirtæki Ásmundar Einars. Vegna athugasemda viðskiptavina í dag er Jens mikið í mun um að það sé á hreinu að hans fyrirtæki selur alls engar geldingatangir. Hann hefur í nokkurn tíma átt í samskiptum við Ásmund Einar um að finna einhverja leið til að minnka líkur á misskilningi þegar kemur að fyrirtækjunum tveimur, en enginn flötur hefur enn fundist á því. Eftir því sem Jens kemst næst hefur hann enga heimild til að fara fram á að búvörufyrirtækið hætti að nota nafnið. Samkvæmt upplýsingum á vef Ísbú, hins upprunalega, segir að Ísbú alþjóðaviðskipti ehf. hóf starfsemi árið 1974, þá sem útgerðarfélag. Árið 1991 tók það síðan breytingum og varð alþjóðafyrirtæki sem sinnir ráðgjöf og aflar verkefna á erlendri grundu. Meðal þess sem fyrirtækið hefur til sölu eru eldhúsinnréttingar, sturtuklefar, þakklæðningar og mótorhjól.

Fyrirtæki þingmanns selur umdeildar geldingatangir

"Fékkstu lambhrút af fjalli seint á síðasta ári? Sérhæfðu hrútatangirnar fást hjá okkur." Þannig hljómar auglýsing sem birtist í Bændablaðinu 7. apríl. Í drögum að nýjum dýraverndunarlögum er lagt til að aðeins verði heimilt að selja þessar tangir dýralæknum. Nú er heimilt að selja þær almenningi, sem skýtur skökku við þar sem dýralæknar einir hafa leyfi til að gefa lambhrútunum deyfilyf fyrir aðgerðina. Vegna þessa eru dæmi um að íslenskir bændur noti geldingatangirnar svokölluðu til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar, og samkvæmt dýralæknum er um að ræða afar sársaukafulla aðgerð. Dýraverndunarráð Íslands hefur fordæmt að bændur geri þessar aðgerðir sjálfir, og fjallaði Vísir ítarlega um málið í nóvember. Þá kom fram að fram að Dýraverndarráð hafði fengið erindi frá Dýralæknafélagi Íslands um að fyrirtæki sem selur vörur til búrekstrar hafi verið að auglýsa slíkar tangir. Dýraverndarráð skoraði í framhaldinu á umrætt fyrirtæki að hætta sölu tanganna hið fyrsta. Þegar blaðamaður Vísis síðan hafði samband við sölumann fyrirtækisins sögðust þeir strax hafa tekið tangirnar úr almennri sölu eftir áskorunina. Fyrirtækið Ísbú heldur þó áfram að auglýsa og selja tangirnar, og er ofangreind auglýsing frá því fyrirtæki. Ísbú er í eigu fyrirtækisins Daðason og Biering ehf. sem er að fjórðungshluta í eigu Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns. Í frétt sem Ísbú birtir á vef sínum í janúar kemur fram að Dýralæknafélag Íslands sá sig knúið til að senda út bréf þar sem varað er við notkun leikmanna á hrútatöngum. Ekki sársaukalaust eins og þeir hafa stundum heyrt "Ísbú búrekstrarvörur vilja vekja athygli á að gelding á dýrum er ekki sársaukalaus aðgerð eins og við höfum stundum heyrt. Gelding skal ávallt framkvæmd af dýralæknum," segir í frétt á vef Ísbú. Sú auglýsing sem fyrirtækið birti í Bændablaðinu fyrr í þessum mánuði virðist þó beint til bændanna sjálfra, enda talað til eigenda lambhrútanna í auglýsingunni, sem sjá má hér að ofan. Drep kemur í eistun og þau visna Til að gelda karldýr töngin notuð til að klemma æðarnar fyrir ofan eistum og stoppa blóðflæði til þeirra. Þannig kemur drep í eistun, þau minnka og visna. Eins og fram kom í umfjöllun Vísis í nóvember notar fjöldi bænda geldingatangir á gripi sína og eru þeir heldur óhressir með hugmyndir um sölubann til leikmanna. Að þeirra mati snýst umræðan um að banna sölu á töngunum til annarra en dýralækna aðeins um að dýralæknar óttist að missa spón úr aski sínum. Bændur segja tangirnar öruggar og að aðgerðin taki fljótt af þannig að sá sársauki sem dýrin finna fyrir sé hverfandi. Auk þess telja þeir að auknar líkur séu á sýkingarhættu þegar verið er að sprauta dýrin með deyfilyfjum fyrir aðgerð og mögulega fjarlægja eistu á annan hátt en með töngunum.

Vel heppnuð hátíð

Á milli átta og tíu þúsund gestir mættu í Perluna á laugardaginn í tilefni tíu ára afmælis Fréttablaðsins. Gestirnir gæddu sér á tíu metra langri súkkulaðitertu og kláruðust sneiðarnar, sem voru um 2.200 talsins, á 45 mínútum. Vöfflur voru einnig í boði og síðan var öllu skolað niður með um þrjú hundruð lítrum af kakói og eitt þúsund Svölum. Páskaeggjaleit var einnig haldin í Öskjuhlíðinni þar sem ýmsar ævintýrapersónur afhentu miða fyrir páskaeggjum. Leitin var afar fjölmenn en eggin sem voru í boði voru um 5.600 talsins. Súkkulaðismakk var einnig í boði Freyju.

Össur til í þjóðaratkvæði um kvótakerfið

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að kjósa um sjávarútvegsmálin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kom fram í spjalli við Össur í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið.

Nýtt fréttasett RÚV kostaði 10 milljónir - skjáirnir 15 milljónir

Útlagður kostnaður við nýtt fréttasett hjá sjónvarpsfréttastofu RÚV, nýja fréttagrafík, breytta framsetningu veðurfregna, og annað þessu tengt, var 9,8 milljónir króna. Bakgrunnsskjáirnir þrír sem notaðir eru í fréttasettinu voru keyptir fyrir rúmu ári. Þeir eru því ekki viðbótarkostnaður við nýtt fréttasett nú en hver skjár kostaði á sínum tíma tæplega 5 milljónir króna. Skjáirnir þrír kostuðu því saman alls tæpar 15 milljónir króna þegar þeir voru keyptir á síðasta ári. Skjáirnir eru hafa verið og verða áfram notaðir í leikmyndir og annað, auk þess að vera notaðir í fréttunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra RÚV, við fyrirspurn blaðamanns Vísis um kostnað við nýja fréttasettið og aðrar útlitsbreytingar. Þar segir að fréttasettið hjá RÚV var síðast endurnýjað árið 2005, og gamla settið því notað í rúmlega fimm ár. Hins vegar hefur kennimark Sjónvarpsins, sem Gísli B. Björnsson hannaði fyrir 45 árum, gengið í endurnýjun lífdaga. "Kennimörk RÚV, Sjónvarpsins, Rásar 1 og Rásar 2 hafa nú í fyrsta skipti verið sameinuð undir einu sterku auðkenni, hinu góðkunna merki Sjónvarpsins í uppfærðri útgáfu. Eitt merki hefur þann kost að vera sameiningartákn allrar starfsemi fyrirtækisins og skerpa ásýnd þess en merkin voru fjögur áður. Um leið og nýtt auðkenni var tekið upp voru gerðar breytingar á ásýnd og útliti miðla RÚV og voru þær unnar samhliða merkisbreytingunni," segir í svari Bjarna. Útlagður kostnaður við almennar útlitsbreytingar hjá RÚV og miðlum þess, það er Rás 1, Rás 2, Sjónvarpsins og ruv.is nam 4 milljónum króna. Meðal þess sem er inni í þessum kostnaði er nýtt vefútlit sem er væntanlegt innan tíðar, og sviðsmynd fyrir fréttir. Þá hefur stillimynd sjónvarpsins horfið og í staðinn komnar skjámyndir með dagskrárkynningum, fréttum, myndum úr vefmyndavélum Mílu, frá útsendingum í hljóðstofu, og fleira. Heildarkostnaður við breytingarnar nú er því tæpar 14 milljónir króna, en ef skjáirnir sem keyptir voru á síðasta ári er tekinn með er kostnaðurinn orðinn tæpar 30 milljónir.

Óvíst að lægra mat hafi mikil áhrif

Vandalaust er að skýra stöðu Icesave-deilunnar erlendis og skilningur er ytra á þeirri afstöðu þjóðarinnar að ekki hafi verið rétt að semja um skuldbindingu á meðan hún væri óljós, að sögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Framsóknarkonur lýsa vanþóknun á skopteikningu

Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsir yfir algjörri vanþóknun á skopmyndateikningu, sem birt var í Morgunblaðinu á laugadag og sýnir Siv Friðleifsdóttur alþingismann, sem vændiskonu.

Undir áhrifum á ofsahraða

Ökumaður, sem lögreglan stöðvaði í nótt eftir að hafa mælt hann á 111 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar, reyndist undir áhrifum áfengis og var tekinn úr umferð.

Neistaflug frá pitsustað við Laugaveg

Allt slökkvilið á vakt á höfuðborgarsvæsðinu var kallað að pitsustað við Laugaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þar sem neistaflug stóð upp úr reykháfi hússins.

Synjunin var byggð á röngu ákvæði laganna

Ástæða synjunar Fjármálaeftirlitsins (FME) um afhendingu gagna til Ingólfs Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga og stjórnarformanns Íslenska lífeyrissjóðsins, eru rannsóknarhagsmunir hjá sérstökum saksóknara, er fram kemur í tilkynningu frá FME.

Slökkvilið kallað á pizzastað

Slökkviliðið var kallað að Laugavegi 81 nú um ellefuleytið. Þar sáust eldglæringar í skorsteini. Eldurinn reyndist einungis vera í skorsteininum og þykir slökkviliðsmanni sem Vísir talaði við líklegast að það hafi einfaldlega komið upp of mikill eldur í pizzaofni, en í pizzastaðurinn Eldsmiðjan er þarna til húsa.

Jóhanna sendi Vesturporti heillaóskaskeyti

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera sendi í dag leikhópnum Vesturporti heillaóskir í tilefni af því að hópurinn veitti viðtöku evrópsku leiklistaverðlaununum.

Viðhorf Hollendinga og Breta hefur breyst

Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum.

Sinubruni á Akureyri

Eldur kviknaði í sinu við gömlu brúnna, á milli Borgarbrautar og Lönguhlíðar, á Akureyri um klukkan hálf fjögur í dag.

Ekkert nema ESB er í boði

Þótt stór hluti Króata sé efins um ESB-aðild hefur lítið heyrst af öðrum kostum. Dr. Samardzija segir landið annað hvort ganga inn eðasamræmast ESB utan frá. Mikilvægt fyrir Ísland að leysa Icesave.

Fórnarlömb nauðgana gefi öðrum ekki blóð

„Á hverju ári þurfum við að vísa um það bil tvö þúsund manns frá um lengri eða skemmri tíma vegna heilsufars, sögu um veikindi, lyfjanotkunar, aðgerða, ferðalaga, bólusetninga og fleira,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir í Blóðbankanum.

Fjármálaráðherra Hollands er skrítinn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaráðherra Hollands væri skrítinn.

Hafa ekki tök á að auka framlög til Sólheima

Fulltrúaráð Sólheima skorar á velferðarráðherra og sveitarfélagið Árborg að vinna sameiginlega að lausn á vanda heimilisins í stað þess að vísa hvor á annan. Í tilkynningu sem ráðið sendi frá sér í gær segir að mikil óvissa ríki um með hvaða hætti rekstur heimilisins verði tryggður.

Versti stormur í tvo áratugi

Tuttugu og fimm er látnir eftir að fárviðri gekk yfir sex fylki í Bandaríkjunum. Hvirfilbylir, haglél og flóð fylgdu veðrinu sem skyldi eftir sig slóð eyðileggingar.

Vísaði ekki Icesave til þjóðarinnar til að auka vinsældir sínar

Ef menn halda að ég sé að sækjast eftir því að vera í sviðljósinu, þá get ég sagt þér að ég er löngu búinn að fá nóg af því, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni, fyrir stundu.

Földu kannabis í bílnum

Lögreglan á Akranesi stöðvaði á föstudagskvöldið bifreið með þremur farþegum. Fljótt vaknaði grunur um fíkniefnamisferli og sá grunur reyndist á rökum reistur því að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna, einn farþeginn faldi kannabisefni í bifreiðinni og farið var í húsleit heim til hins farþegans og þar fundust um 5 grömm af amfetamíni og kannabis.

Gekk á milli manna á Kringlukránni og stal veskjum

Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar í miðbænum og leitaði annar tjónaþolinn aðstoðar á slysadeild.

Lögreglumenn hlupu fálka uppi

Einn var sviptur ökuréttindum á Akureyri í nótt, en það var ökumaður um tvítugt sem var tekinn á hundrað og tólf kílómetra hraða á Drottingarbraut þar sem hámarkshraði er fimmtíu.

Melóna sprakk á Ísafirði

Helgin var róleg hjá lögreglunni á Ísafirði, ef frá er talin heldur óvenjuleg sprengja sem sprakk í miðbænum í fyrrakvöld. Þá hafði einhver óprúttinn stungið flugeld eða blysi í melónu og skilið hana eftir við hús í bænum.

Eftirför á Suðurnesjum

Ökumaður á þrítugsaldri setti sjálfan sig og vegfarendur í stórhættu á Reykjanesbraut klukkan tíu í gærkvöldi þegar hann sinnti ekki beiðni lögreglu um að stöðva bifreið sína.

Heppinn Siglfirðingur vann 61 milljón

Einn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld. Sá keypti miðann sinn á Olís á Siglufirði. En fyrsti vinningur var rúmlega 60 milljónir.

Ökumenn í vandræðum á Steingrímsfjarðarheiði

Ökumenn á fólksbílum eru farnir að lenda í vandræðum á Steingrímsfjarðarheiði og er björgunarsveitin Dagrenning á leið upp á heiði til aðstoðar ökumönnum. Farið er að draga í skafla og skyggni lélegt.

Fjárdráttur á annan tug milljóna

Grunur leikur á að fjárdráttarmálið sem upp er komið í Norðurlandaráði snúist um á annan tug milljóna króna. Endurskoðendur í Finnlandi fara nú yfir bókhald síðustu tveggja ára en málið hefur verið kært til Efnahagsbrotadeildar.

Ingólfur Margeirsson látinn

Ingólfur Margeirsson blaðamaður er látinn. Hann fæddist í Reykjavík 1948 og eftir háskólanám í Svíðþjóð vann hann bæði sem blaðamaður og ritstjóri á ýmsum dagblöðum og tímaritum. Ingólfur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf og dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hann var 62 ára.

Pallbíl stolið í Garðabæ

Lögreglan lýsir eftir bifreið af gerðinni Toyota Tacoma Double Cab 4x4 V6 með skráningarnúmerið KJ-520. Bifreiðin, sem stolið var í Garðabæ síðastliðna nótt er hvít að lit á 15" felgum og 38" dekkjum og á framhurðum eru svartir límmiðar sem á stendur K2 motorsport.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda í Lækjargötu um klukkan hálf fjögur í dag. Vegfarandi var fluttur á slysadeild en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins liggur ekki fyrir hversu mikið hann er slasaður.

Kviknaði í bílnum þegar ökumaðurinn ræsti vélina

Fólki sem hafði lokið verslunarferð í Holtagörðum í Reykjavík í dag brá heldur betur í brún þegar það kom út í bílinn sinn og ræsti vélina. Þegar vélin hafði verið í gangi í nokkrar sekúndur gaus upp mikill eldur í vél bílsins.

Brutust inn og sprautuðu sig inni á klósetti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í þvottahús í Ljósheimum um hádegisbilið í dag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir par inni á klósetti sem var að sprauta í sig fíkniefnum.

Krakkarnir á Stjórnlögum unga fólksins með sterkar skoðanir

Stjórnlög unga fólksins standa nú yfir í Iðnó en þar eru yfir 40 unglingar víðsvegar af landinu að ræða stjórnarskránna og hvaða breytingar þeir myndu vilja sjá á henni. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins, setti þingið klukkan hálf tíu í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir