Fleiri fréttir

Gunnar Rúnar svarar engu - víkur úr dómsal

Gunnar Rúnar Sigurþórsson svarar engum spurningum við aðalmeðferð sem nú stendur yfir þar sem hann er ákærður fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Lögmaður Gunnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðarinnar í morgun að hann myndi nýta sér rétt sinn til að svara engum spurningum heldur aðeins staðfesta lögregluskýrslur. Gunnar Rúnar óskaði eftir að víkja úr dómsal á meðan aðalmeðferðin stendur yfir, utan þess þegar hann staðfestir lögregluskýrslur, og var orðið við þeirri beiðni. Að þessu loknu var gert stutt hlé á þinghaldi en næst á dagskrá er skýrslutaka af geðlæknum.

Fullur bíll af ungmennum hafnaði úti í sjó

Fullur bíll af ungmennum hafnaði úti í sjó á laugardagskvöldinu á Eskifirði. Fimm manns voru í bílnum og þurfti að flytja tvo á sjúkrahús og tvo á heilsugæslu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Eskifirði þá mjaðmagrindabrotnaði stúlka sem var farþegi í bílnum.

Enn barist á landamærum Tælands og Kambódíu

Enn kom til átaka í morgun á milli herja Kambódíu og Tælands en síðustu fjóra daga hafa bardagar geisað á landamærum ríkjanna. Stórskotahríð og vélbyssuskothríð heyrðist í morgun nálægt merkilegu klaustri frá elleftu öld og segja Kambódíumenn að byggingin hafi skemmst í átökunum.

Fjórhjólamenn í ógöngum við Esjurætur

Tveir menn á fjórhjólum óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita eftir að hafa fest hjólin úti í á, skammt frá Tröllafossi við Esjurætur undir kvöld í gær. Þeir óðu krapaða og ískalda ánna í land, og kólnaði mikið við það.

Dregur úr skjálftum við Bárðarbungu

Heldur virðist hafa dregið úr skjálftahrinunni í norðanverðum Vatnanjökli, en á síðasta sólarhring mældust þar tveir skjálftar yfir þrjá á Richter og þónokkrir vægari skjálftar.

Kjósa um verkfall í dag

Það skýrist í kvöld hvort starfsmenn átta fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi og í Vestmannaeyjum boða til verkfalls eftir viku, en kosningar um það verða í verksmiðjunum í dag.

Gæslumenn snöggir til

Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í gær til að sækja veikann mann, sem hafði fengið hjartaáfall í grennd við Árnes í Gnúpverjahreppi.

Mildi að ekki fór verr þegar jeppi rann af stað

Mannlaus jeppi, sem ekki var í gangi, rann allt í einu af stað, tók stefnuna þvert yfir götuna, þar yfir gangstétt og steyptist svo niður snarbratta hlíð sunnan og ofan við Akureyrarkirkju á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Ekki algengt að uglur stilli sér upp fyrir fólk

„Þetta var mjög gaman og afar sérstakt. Ég varð rosalega hissa að sjá ugluna sitja í rólegheitum svona nálægt okkur,“ segir Anna Björg Kristbjörnsdóttir, íbúi í Gerðhömrum í Grafarvogi. Önnu brá heldur betur í brún um þrjúleytið í gærdag þegar hún kom heim til sín og sá branduglu hvíla sig á grindverki hjá heimili hennar. „Við lögðum bílnum og röltum að henni, en hún var mjög spök og lét sér hvergi bregða. Við vorum líklega í um tveggja metra fjarlægð frá henni og hún flaug ekki í burtu fyrr en ljósmyndari Fréttablaðsins smellti af henni myndum. Þá höfum við líklega farið aðeins of nálægt,“ segir Anna.

Hissa á áfrýjun í máli Glitnis

Kim Landsman, lögmaður meirihluta stefndu í Glitnismálinu í New York, furðar sig á þeirri ákvörðun slitastjórnarinnar að áfrýja frávísunarúrskurði dómarans ytra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landsman.

Efast um hæfi sitt í landsdóm

Landsdómur Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður hefur sent forseta landsdóms bréf þar sem hún bendir á mögulegt vanhæfi sitt til setu í dómnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Bræðslumenn greiða atkvæði um verkfall

Samninganefnd AFLs starfsgreinafélags og Drífanda stéttarfélags starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum hefur slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Í kjölfarið verður boðað til atkvæðagreiðslu meðal starfsmanna um verkfall sem gæti hafist um miðja næstu viku.

„Bjarni Ben stjórnar Sjálfstæðisflokknum í dag“

Almannatengill segir Bjarna Benediktsson hafa styrkt stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins með því að hafa tekið ákvörðun gegn gömlu valdaklíkunni í flokknum. Ljóst sé nú, að það sé formaðurinn sem þar ráði ríkjum.

HIV smit mest á meðal sprautufíkla

Tuttugu og fjórir greindust með HIV smit hér á landi á síðasta ári sem er metfjöldi. Nýr sérútbúinn sjúkrabíll Rauða krossins mun auka þjónustu við sprautufíkla verulega, en smitum meðal þeirra hefur fjölgað mest.

Formlegum viðræðum slitið - atkvæðagreiðsla á morgun

„Það fer fram atkvæðagreiðsla á morgun, við metum það þannig að þeir hafi engan vilja til að semja, það er það sem okkur finnst vera koma út úr þessu," segir Sverrir Mar Albertsson í samninganefnd starfsmanna í loðnubræðslu.

Darraðardans við Lækjargötu

Óöld var í þjóðlífinu í byrjun árs 2009. Þremur mánuðum áður hafði almenningur horft upp á spilaborgina sem kallaðist fjármálakerfi hrynja til grunna og fannst ekkert hafa gerst síðan. Þolinmæðin gagnvart ráðþrota ríkisstjórn var á þrotum. Fólkið kallaði „vanhæf ríkisstjórn“ og krafðist kosninga en forystumenn stjórnarflokkanna hlustuðu ekki. Þegar Alþingi kom úr jólaleyfi 20. janúar loguðu eldar á Austurvelli en innandyra sagði Geir H. Haarde að aðgerðir úr áætlunum fyrir heimili og fyrirtæki væru smátt og smátt að koma til framkvæmda.

Árekstur á Bústaðavegi

Tveir bílar sem skullu saman á gatnamótum Bústaðavegar og Kringlumýrarbrautar í dag er óökufærir og þurfti dráttarbíl til að draga þá í burtu. Bílarnir lentu saman um klukkan hálf tvö í dag en enginn slasaðist alvarlega í árekstrinum.

Fimmtíu þúsund undirskriftir gætu haft áhrif á afstöðu Bjarna

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert upp við sig hvort Icesave-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að vissulega hefði það áhrif á afstöðu sína ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir líkt og með fyrri samning. Þingmenn og fyrrum ráðherrar flokksins vilja að þjóðin eigi síðasta orðið.

Mikilvægt að hefjast handa við atvinnuuppbyggingu

Það er mikilvægt að hefjast sem fyrst handa við atvinnuppbyggingu í Þingeyjarsýslu og til þess ætti að nýta orkuna á svæðinu. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar í Þingeyjarsýslu. Hann mótmælir algjörri friðun Gjástykkis.

Jarðskjálftar í Vatnajökli í nótt

Allmargar skjálftar mældust við Bárðabungu rétt sunnan við Kistufell á Vatnajökli í nótt. Sá stærsti mældist 2,6 á richter samkvæmt upplýsingum frá skjálftafræðingi veðurstofunnar.

Opið í Bláfjöllum í dag

Bláfjöll eru opin frá klukkan tíu til fimm í dag. Þar er 6 m/sek og veður gott. Í tilkynningu frá Bláfjöllum er búið að troða og er nýr snjór yfir öllu. Búið er að leggja 5 kílómetra gönguhring. Þá er skíða og brettaleiga á staðnum og einnig veitingasala.

Mörg skíðasvæði opin

Skíðasvæðið á Dalvík verður opið frá klukkan tíu til hálf fimm. Gott veður er á svæðinu. Logn og sex stiga frost og mjög gott skíðafæri. Þá verður opið í Hlíðarfjalli frá klukkan tíu til fjögur. Klukkan átta í morgun var sjö stiga frost og tveir metrar á sekúndu.

Mótmæla algjörri friðun gjástykkis

Félag Samfylkingarinnar í Þingeyjarsýslu mótmælir ákvörðun stjórnvalda um algjöra friðun gjástykkis. Þetta kom fram í ályktun frá aðalfundi flokksins sem haldinn var á Húsavík í gær.

Löggan hafði rétt fyrir sér

Tveir gistu fangageymslur í Reykjanesbæ í nótt. Annar aðilinn var tekinn á rölti í bænum með kannabis í fórum sínum. Vísbendingar lögreglu voru því á rökum reistar, því fyrr um kvöldið hafði lögreglan afskipti af honum og grunað að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hinn aðilinn gisti fangageymslu vegna ölvunar.

Ungmenni tekin með gras og hvítt duft

Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði þrjú ungmenni á Þverárfjalli í nótt en á þeim fundust fíkniefni. Eitthvað var af kannabis og einnig hvítt duft sem menn eiga eftir að rannsaka betur. Að sögn lögreglu voru ungmennin yfirheyrð og gistu fangageymslur í nótt.

„Þetta fer að verða réttarfarslegt hneyksli“

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra vonar að Landsdómur komi saman sem fyrst. Hann segir málið hafa verið dregið á langinn af ástæðulausu og talar um réttarfarslegt hneyksli.

Enginn með allar tölurnar réttar

Lottópotturinn verður tvöfaldur næst en enginn var með allar tölurnar réttar. Tveir voru með 2. vinning, og fær þeir rúmlega hundrað þúsund krónur á mann en miðarnir voru keyptir í Hagkaup Smáralind og hinn var í áskrift. Einn var með fjórar jókertölur í réttri röð og fær hann hundrað þúsund krónur.

Mátti ekki gefa blóð vegna kynhneigðar sinnar

Nemi við Fjölbrautarskólann í Garðabæ vildi fara að fordæmi pabba síns og gerast blóðgjafi strax við 18 ára aldur. Honum var hins vegar tjáð í vikunni að það gæti hann ekki, kynhneigðar sinnar vegna.

„Þýska ófreskjan" komin til Íslands

Einn stærsti vaxtaræktarmaður heims, Markus Rühl, er í heimsókn á Íslandi. Markus er margverðlaunaður vaxtaræktarkappi, gengur undir nafninu „Þýska ófreskjan" og er kominn hingað til lands til að kynna fæðubótarefni í Hafnarfirði.

Ræða Bjarna Ben í heild sinni

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á rúmlega fimm hundruð manna fundi í Valhöll í dag að íslenska þjóðin geti ekki komist undan tugmilljarða skuldbindingu í Icesave málinu. Þá sagði hann að sú niðurstaða sem nú hefur fengist í samningaferlinu væri ekki fenginn með hótunum Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum.

Sýnir Bjarna stuðning og samstöðu

„Þetta var mjög góður og öflugur fundur. Formaður flokksins flutti greinargóða skýrslu þar sem hann gerði grein fyrir sinni afstöðu í málinu," sagði Geir H. Haarde í samtali við fréttastofu eftir fundinn í Valhöll í dag. Hann lýsir yfir stuðningi við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins.

Áfrýja niðurstöðu dómstólsins í New York

„Skilyrði sem dómarinn setti hafa ekki verið uppfyllt og eins teljum við rétt að láta reyna á þetta fyrir áfrýjunardómstól,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis sem hefur áfrýjað niðurstöðu dómstóls í New York í Bandaríkjunum um að vísa frá skaðabótamáli á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans og endurskoðunarfyrirtækinu Price Waterhouse Coopers.

Vinna við að hreinsa götur bæjarins

Öflugur hópur vinnur í dag við snjóhreinsun í Reykjavík og notuð eru 27 stórvirk vinnutæki til verksins. Í nótt var helstu umferðargötum haldið opnum og í dag hefur verið unnið við snjóhreinsun á fáfarnari götum og húsagötum og miðar því verki vel. Jafnframt er reglulega farið yfir stofnbrautir og strætisvagnaleiðir, sem njóta forgangs, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Ítrekuð krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu

Bjarni Benediktsson var ítrekað hvattur til þess að beita sér fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um Icesave samniginn fundi í Valhöll í dag. „Ég vil þakka Bjarna fyrir þessa ræðu, hún sæmdi formanni vel. Það eina sem ég hefði viljað væri að málstaðurinn væri skárri,“ sagði Skafti Harðarson, einn fundarmanna.

Komumst ekki undan tugmilljarða skuldbindingum

Íslenska þjóðin getur ekki komist undan tugmilljarða skuldbindingum í Icesave málinu, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fjölmennum fundi í Valhöll í dag. Hann sagði að sú niðurstaða sem nú hefði fengist í samningaferlinu væri ekki fengin með hótunum Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum. Þær hafi vissulega verið hafðar uppi á fyrri stigum málsins, til dæmis með hryðjuverkalögum sem sett voru á Ísland og innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar leið að endurskoðun efnahagsáælun Íslands.

Húsfyllir í Valhöll þegar Bjarni útskýrir ákvörðun sína

Gríðarlegur fjöldi fólks er samankominn í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, þar sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, ætlar að gera grein fyrir ákvörðun sinni og hluta þingflokksins um að styðja Icesave frumvarpið sem liggur fyrir þinginu.

Samningurinn ekki nógu góður

Krafan um að Icesavesamningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu virðist njóta æ meira fylgis í þingliði Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins segist ekki hafa útilokað þann möguleika, en hann hefur boðað til fundar um málið í Valhöll í dag. Búist er við fjölmennum fundi en afar skiptar skoðanir eru um málið innan flokksins.

Sjá næstu 50 fréttir