Halldór J. settur í farbann 17. janúar 2011 06:15 Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í farbann til 25. janúar. Hann kom til landsins í gær frá Kanada, þar sem hann er búsettur, til að gefa skýrslu hjá sérstökum saksóknara. Málið snýst um meinta markaðsmisnotkun stjórnenda bankans um fimm ára skeið í aðdraganda hrunsins. Um tugmilljarða króna er að ræða. „Allt sem ég hef komið nálægt hef ég gert í fullu samræmi við lög og reglur, það er mín skoðun," sagði Halldór J. þegar hann mætti til sérstaks saksóknara. Yfirheyrslur stóðu fram á áttunda tímann í gærkvöldi en þá var Halldór úrskurðaður í farbann. Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður Halldórs, segir annað ekki hafa staðið til en að vinna með embættinu að rannsókn málsins og því hafi verið fallist á farbannskröfuna. Sjö fyrrverandi starfsmenn gamla Landsbankans voru yfirheyrðir vegna málsins á fimmtudag í síðustu viku og héldu sex teymi á vegum embættis sérstaks saksóknara yfirheyrslum áfram frá morgni til kvölds á laugardag en eftir hádegi í gær. Þrír til fjórir eru í hverju teymi. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald til 25. janúar á fimmtudag var yfirheyrður alla helgina en Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Landsbankans, sem sætir gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á fimmtudag var ekki yfirheyrður. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður hans, gerir ráð fyrir að yfirheyrslur haldi áfram í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gærkvöldi að í gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni sé hann sakaður um fjársvik, umboðssvik, skilasvik og markaðsmisnotkun sem laut að því að halda uppi gengi hlutabréfa bankans, svo sem með lánveitingum til útvalinna viðskiptavina bankans til kaupa á hlutabréfum bankans með veði í bréfunum sjálfum. Meðal annars er Sigurjón sakaður um að bera ábyrgð á því að veita Georg Tzvetanski, fyrrverandi aðstoðarforstjóra BalkanPharma og stjórnarmanni í Pharmaco, nú Actavis, 4,5 milljarða króna yfirdráttarlán til kaupa á hlutabréfum Landsbankans 30. september 2008, degi eftir þjóðnýtingu Glitnis. Eftir því sem næst verður komist eru sakargiftir þær sömu yfir öðrum sem yfirheyrðir hafa verið vegna málsins en hlutur hvers mun vera mismikill. - jab Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í farbann til 25. janúar. Hann kom til landsins í gær frá Kanada, þar sem hann er búsettur, til að gefa skýrslu hjá sérstökum saksóknara. Málið snýst um meinta markaðsmisnotkun stjórnenda bankans um fimm ára skeið í aðdraganda hrunsins. Um tugmilljarða króna er að ræða. „Allt sem ég hef komið nálægt hef ég gert í fullu samræmi við lög og reglur, það er mín skoðun," sagði Halldór J. þegar hann mætti til sérstaks saksóknara. Yfirheyrslur stóðu fram á áttunda tímann í gærkvöldi en þá var Halldór úrskurðaður í farbann. Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður Halldórs, segir annað ekki hafa staðið til en að vinna með embættinu að rannsókn málsins og því hafi verið fallist á farbannskröfuna. Sjö fyrrverandi starfsmenn gamla Landsbankans voru yfirheyrðir vegna málsins á fimmtudag í síðustu viku og héldu sex teymi á vegum embættis sérstaks saksóknara yfirheyrslum áfram frá morgni til kvölds á laugardag en eftir hádegi í gær. Þrír til fjórir eru í hverju teymi. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald til 25. janúar á fimmtudag var yfirheyrður alla helgina en Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Landsbankans, sem sætir gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á fimmtudag var ekki yfirheyrður. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður hans, gerir ráð fyrir að yfirheyrslur haldi áfram í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gærkvöldi að í gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni sé hann sakaður um fjársvik, umboðssvik, skilasvik og markaðsmisnotkun sem laut að því að halda uppi gengi hlutabréfa bankans, svo sem með lánveitingum til útvalinna viðskiptavina bankans til kaupa á hlutabréfum bankans með veði í bréfunum sjálfum. Meðal annars er Sigurjón sakaður um að bera ábyrgð á því að veita Georg Tzvetanski, fyrrverandi aðstoðarforstjóra BalkanPharma og stjórnarmanni í Pharmaco, nú Actavis, 4,5 milljarða króna yfirdráttarlán til kaupa á hlutabréfum Landsbankans 30. september 2008, degi eftir þjóðnýtingu Glitnis. Eftir því sem næst verður komist eru sakargiftir þær sömu yfir öðrum sem yfirheyrðir hafa verið vegna málsins en hlutur hvers mun vera mismikill. - jab
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira