Innlent

Litið á íslensk stjórnvöld sem alvöru viðsemjendur

Bretinn Graham Avery er heiðursframkvæmdastjóri ESB og ráðgjafi European Policy Centre í Brussel. Hann var í forsvari fyrir breska landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í viðræðum Breta um inngöngu í sambandið.
Bretinn Graham Avery er heiðursframkvæmdastjóri ESB og ráðgjafi European Policy Centre í Brussel. Hann var í forsvari fyrir breska landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í viðræðum Breta um inngöngu í sambandið. Mynd/Anton Brink
„Þið eruð með samsteypustjórn eins og við Bretar. Flokkarnir í ríkisstjórninni okkar eru ósammála um Evrópu líka þótt þeir virðist ætla að fara frekar vel með það. Þeir eru ósammála sín á milli en þegar þeir fara til Brussel fylgja þeir sameiginlegri línu ríkisstjórnarinnar," segir Graham Avery, heiðursframkvæmdastjóri ESB, í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins.

Graham var í forsvari fyrir breska landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í viðræðum Breta um inngöngu í sambandið. Avery hefur farið með samskipti við EES-löndin fyrir hönd ESB og tekið þátt í nær öllum stækkunarviðræðum ESB, svo sem við Noreg.

„Ég veit ekki betur en að þetta sé íslenska aðferðin líka. Þið talið einni röddu við Evrópu. Mér skilst að innan flestra flokka hér séu raddir með og á móti Evrópusamstarfi. Þetta þekkjum við líka frá Bretlandi og það flækir hlutina. En þótt stjórn ykkar sé ósamstiga heima við þá líta Evrópumenn samt sem áður á íslensk stjórnvöld sem alvöru viðsemjanda," segir Graham í viðtalinu sem hægt er að lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×