Fleiri fréttir Eldur í hesthúsi Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út á ellefta tímanum í kvöld vegna elds í hesthúsi skammt frá íþróttahúsinu við Varmá í Mosfellsbæ. Þegar slökkviliðismenn komu á vettvang hafði eldur læsts í þaki hesthússins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er búið að öllum hrossum sem voru í húsinu út. 11.11.2010 22:41 „Þetta eru hótunarstjórnmál“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, stunda hótunarstjórnmál. Hún segir grafarlegt að þjóðþingið skuli hafa verið þvingað til að taka afdrifaríka ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í júlí á síðasta ári. 11.11.2010 21:59 Eftirlit bandaríska sendiráðsins vekur athygli ytra Njósnir eftirlitssveitar bandaríska sendiráðsins hér á landi vekja athygli ytra. Breska ríkisútvarpið fjallaði um málið í dag og sagði íslensk stjórnvöld hafa störf eftirleitssveitarinnar til skoðunar. Samskonar sveitir hafa starfað á hinum Norðurlöndunum og valdið uppnámi þar. 11.11.2010 20:33 Allir gefi eftir sínar ítrustu kröfur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að allir verði að gefa eftir sínar ítrustu kröfur þegar kemur að skuldamálum heimilanna. Hún segir að bankanir verði að ganga mun lengra í aðgerðum sínum. 11.11.2010 19:24 Landgræðsluverðlaunin afhent Landgræðsluverðlaunin voru veitt í dag við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti. Verðlaunin að þessu sinni hlutu Ársæll Hannesson, Hermann Herbertsson, Ingólfur Helgason og Unnur Sveinbjörnsdóttir, Sandgerðisbær og Þjórsárskóli. 11.11.2010 21:25 Einar K: Beittu hótunum og kúgunum „Niðurstaðan var fengin með hótunum og kúgunum," segir Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um atkvæðagreiðsluna á Alþingi í júlí 2009 þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði í umræðum á Alþingi í dag að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefði verið hótað við atkvæðagreiðsluna. Ef hann myndi ekki styðja tillögu utanríkisráðherra yrði hann ekki lengi ráðherra. 11.11.2010 21:06 Frumvarp Árna Páls vegna gengislána lagt fram Frumvarp Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um gengisbundin lán hefur verið lagt fram á Alþingi. Markmið frumvarpsins er að tryggja öllum einstaklingum sem tóku gengisbundin fasteignaveðlán eða bílalán lægri eftirstöðvar, til samræmis við dóm Hæstaréttar frá 16. september. 11.11.2010 19:58 Spyr hvort borgin stefni að aðskilnaði við landsbyggðina Þess var krafist á Alþingi í dag að smíði nýs Landspítala yrði frestað meðan framtíð Reykjavíkurflugvallar væri óljós. Þá var spurt hvort borgin stefndi að algjörum aðskilnaði við landsbyggðina. 11.11.2010 19:08 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11.11.2010 18:51 Davíð: Ekkert nýtt í skjölunum Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir ekkert nýtt vera að finna í tugum skjala sem utanríkisráðuneytið birti í morgun, um aðdraganda þess að Ísland studdi innrás í Írak, vorið 2003. 11.11.2010 18:45 Mikið talað fyrir almennri lækkun vaxta Hagsmunaaðilar komu saman til samráðsfundar í Þjóðmenningarhúsinu í dag, þar sem skýrsla sérfræðingahóps forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna var rædd. 11.11.2010 18:43 Vegtollar lagðir á umferðaræðar til og frá Reykjavík Vegtollar 100 til 200 krónur verða lagðir á allar umferðaræðar til og frá höfuðborginni innan nokkurra ára. Fyrirhugað er að taka upp vegtolla í öllu vegakerfinu. 11.11.2010 18:41 Telur niðurskurðinn fela í sér gróf mannréttindabrot Hópur Sunnlendinga afhentu Guðbjarti Hannessyni heilbrigðisráðherra, í dag lista með mótmælum íbúa á Suðurlandi gegn áformuðum niðurskurði á fjárframlögum til heilbrigðisþjónustunnar á svæðinu. Við sama tækifæri voru ráðherra einnig afhentir undirskriftalistar úr fleiri heilbrigðisumdæmum. Alls skrifaði 10.071 íbúi nafn sitt á mótmælalistana á Suðurlandi. 11.11.2010 17:59 Opið í Bláfjöllum Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnaði klukkan 15 og verður opið til klukkan 21 íkvöld. Skíðalyftan Kóngurinn er opinn og barnalyftur við skála, að því er fram kemur á heimasíður Reykjavíkurborgar. Diskalyftur á suðursvæðinu opnuðu klukkan 17. „Fólk er beðið um að klæða sig vel, það bítur aðeins í. Þar er NA 7-12m/sek og -6° frost,“ segir á heimasíðu borgarinnar. 11.11.2010 17:37 Almenn leiðrétting skynsamlegust Þingmenn Hreyfingarinnar telja að almenn leiðrétting lána sé sú aðgerð sem skynsamlegast sé að ráðast í samhliða sértækum úrræðum fyrir þá sem almenn leiðrétting dugar ekki til hjá. Þingmennirnir telja að með þeirri nálgun megi leggja grunn að þjóðarsátt um skuldavanda heimilanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Hreyfingunni. 11.11.2010 17:15 Ætlaði að henda rusli og féll niður ramp - fær tvær milljónir í bætur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá síðasta ári þar sem Sorpa bs. var dæmt til þess að greiða konu rúmar tvær milljónir í skaðabætur. 11.11.2010 16:42 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Sophiu Hansen Sophia Hansen var dæmd í 12 mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára fyrir að bera rangar sakir á Sigurð Pétur Harðarson. 11.11.2010 16:36 Fjöldi mótmælenda af Suðurlandi afhentu undirskriftir Fjöldi fólks af Suðurlandi mótmælti fyrir utan Alþingi í dag og afhenti meðal annars Guðbjarti Hannessyni, félagsmála- og tryggingamálaráðherra, blóm og undirskriftir í tilefni mótmælanna. 11.11.2010 16:26 Meintur fíkniefnaframleiðandi áfram í gæsluvarðhaldi Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 25. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 11.11.2010 16:00 Fagráð kirkjunnar takmarkar upplýsingaflæði Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar gefur ekki upplýsingar um fjölda mála sem ráðinu hafa borist fyrr en á nýju ári. Eftir það verða þessar upplýsingar teknar saman með reglulegu millibili, líklega árlega eða á hálfs árs fresti. Þess utan gefur fagráðið ekki upplýsingar um störf sín. Þetta var ákveðið á fundi fagráðins í morgun. 11.11.2010 15:59 Sunnlendingar flykktust til Reykjavíkur til að mótmæla Tvær þétt setnar rútur fóru um hálfþrjúleytið í dag frá Selfossi áleiðis til Reykjavíkur. Fjöldi fólks fylgdi rútunum á einkabílum. 11.11.2010 15:33 Arnar Már borinn út í kyrrþey Arnar Már Þórisson, verktaki, var borinn út í gærmorgun en sjálfur segir hann í orðsendingu til fjölmiðla að hann hafi verið borinn út í kyrrþey. 11.11.2010 15:30 Nýtt húsnæði BUGL tekið formlega í notkun Húsnæði móttökudeildar unglinga og dagdeildar barna á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, var tekið formlega í notkun með viðhöfn í dag eftir gagngerar endurbætur. 11.11.2010 15:14 Björgvin aftur yfir kynferðisafbrotadeildina Lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Eiríksson, óskaði eftir því að Björgvin Björgvinsson, aðtoðaryfirlögregluþjónn, tæki aftur við sem yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar sem og hann hefur samþykkt. 11.11.2010 15:13 Bubbi vill fría smokka í grunnskóla „Miðað við þær fréttir sem við fáum af gríðarlegri útbreiðslu kynsjúkdóma held ég að sú herferð hljóti að hafa mistekist hrapalega," segir Bubbi Morthens um 24 ára gamla auglýsingaherferð þar sem fólk var hvatt til að nota smokkinn. Bubbi tók sjálfur þátt í herferðinn en nú hefur verið ákveðið að endurgera hana og hafa um hundrað þekktir einstaklingar samþykkt að taka þátt. 11.11.2010 14:40 Rannsaka hvort biskupsmálið hafi verið þaggað niður Nefnd sem mun rannsakað viðbrögð kirkjunnar við ásökunum á hendur Ólafi Skúlasyni um kynferðisbrot árið 1996 verður skipuð á Kirkjuþingi um helgina. 11.11.2010 14:22 Morðrannsókn formlega lokið - málið til ríkissaksóknara Rannsókn lögreglunnar á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði í ágúst síðastliðnum er lokið samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 11.11.2010 14:19 Um tuttugu mótmælendur berja tunnur Um tuttugu mótmælendur berja tunnur fyrir utan Þjóðmenningarhúsið þar sem samráðsfundur ríkisstjórnar með hagsmunaaðilum er haldinn vegna skýrslu sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar um skuldavanda heimilanna. 11.11.2010 14:15 Buðu staðföstum í mat tæpum mánuði eftir innrás Fulltrúum ríkjanna, sem voru á stuðningslista Bandaríkjanna vegna innrásarinnar í Írak, var boðið í mat heima hjá varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfield, um tæpum mánuði eftir innrásina. 11.11.2010 13:44 Kýldi lögreglumann og neitaði að yfirgefa lögreglubíl Kona á fertugsaldri var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir það að neita að yfirgefa lögreglubíl sem hún fór inn í án heimildar í mars síðastliðnum og fyrir að kýla lögreglumann í bringuna. Konan játaði að hafa hundsað fyrirmæli lögreglunnar um að yfirgefa bifreiðina en neitaði að hafa kýlt lögreglumanninn. Dómurinn segir hins vegar að framburður þeirra lögreglumanna sem voru á staðnum hafi hins vegar verið á einn veg um það. Hún var því sakfelld. 11.11.2010 13:31 Leyniskjal segir innrásina í Írak lagalega vafasama Þjóðréttarfræðingur, sem vann álit fyrir forsætisráðherra og ráðuneytisstjóra, um lagalegan grundvöll til beitingar vopnavalds gagnvart Írak, komst að þeirri niðurstöðu þann 20. mars 2003, að það væri ekki ótvíræður lagalegur grundvöllur fyrir innrás í Írak. 11.11.2010 12:28 Kom Íslendingum í opna skjöldu þegar CNN birti listann Það virðist hafa komið utanríkisráðuneytinu í opna skjöldu þegar listi hinna staðföstu þjóða var birtur á fréttastöðinni CNN þann 18. mars 2003. Þá höfðu engin svör borist frá Bandaríkjastjórn um hvernig listinn yrði notaður. 11.11.2010 12:23 Listi hinna staðföstu var algjört trúnaðarmál Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". 11.11.2010 12:11 Skuldugasta kynslóðin á fertugsaldri Rúmlega 80% þeirra heimila sem eru í vanda, samkvæmt skýrslu reiknimeistarahóps stjórnvalda, keypti fasteign eftir að bankarnir fóru að veita fasteignalán árið 2004. Skuldugusta kynslóðin er fólk á fertugsaldri. 11.11.2010 12:00 Dorrit með sýnikennslu í kvöld Dorrit Moussaieff forsetafrú og Solla Eiríks hráfæðisgúrú þjófstarta alþjóðlegu athafnavikunni með léttri sýnikennslu í matargerð með nýsköpunarívafi á veitingastaðnum Gló í Laugardal kl 18. í kvöld. 11.11.2010 11:10 Helmingur vill stjórnarflokkana áfram við ríkisstjórnarborðið Rúmur helmingur þjóðarinnar telur æskilegt að núverandi stjórnarflokkar komi áfram að ríkisstjórn. Um þriðjungur þjóðarinnar vill að skipuð verði utanþingsstjórn. Þetta eru niðurstöður MMR sem kannaði afstöðu almennings til nokkurra kosta við samsetningu ríkisstjórnar sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. 11.11.2010 11:06 Smokkurinn má ekki vera feimnismál Til stendur að endurgera þekkta smokkaauglýsingu sem vakti mikla athygli fyrir 24 árum síðan. Það eru félagasamtökin Smokkur -sjálfsögð skynsemi og Ástráður félag læknanema sem standa að auglýsingunni ásamt Íslensku auglýsingastofunni. Smokkaherferðin sem gekk undir yfirskriftinni „Smokkur má ekki vera feimnismál" árið 1986 verður þannig endurvakin. 11.11.2010 11:04 Innbrotum fækkar verulega á höfuðborgarsvæðinu Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 29% frá árinu 2009 og fjöldi þeirra er nú svipaður og 2008 en mesta fækkunin í ár varð í janúar og september. Frá ársbyrjun til októberloka fækkaði innbrotum hlutfallslega mest í stofnanir og verslanir í samanburði við sama tímabil í fyrra. Á umræddum tíma fækkaði innbrotum á heimili um fjórðung, eða 26%, og enn meira þegar um ökutæki var að ræða, eða 34%. Fækkun innbrota er mismikil eftir hverfum eða svæðum. 11.11.2010 10:58 Da Vinci fléttan: „Svindlarar af hæstu gráðu“ Roger Davidson, píanistinn og milljarðaerfinginn sem Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi eru sökuð um að hafa féflétt, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segist vera fórnarlamb svindlara af hæstu gráðu. Parið er sakað um að hafa haft af Davidson fúlgur fjár, að minnsta kosti sex milljónir dollara, með því að sannfæra hann um að lífi hans væri ógnað af pólskum munkum með tengsl við Opus Dei samtökin. 11.11.2010 10:24 Þingmenn styðja níumenningana Þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki vilja að Alþingi gefi út sérstaka yfirlýsingu um að atburðirnir þann 8. desember 2008, þegar meint árás á Alþingi átti sér stað, hafi ekki verið árás á Alþingi í skilningi almennra hegningarlaga. 11.11.2010 09:54 Fyrrverandi öryggisvörður: Leituðu að sprengjum og eltu bíla „Ég vann þarna í tæpt ár og sá að þetta var ekki eðlilegt,“ segir fyrrverandi starfsmaður Securitas sem vann við öryggisgæslu í bandaríska sendiráðinu árið 2002. 11.11.2010 09:37 Jörð skalf nálægt Keili í nótt Jarðskjálfti upp á 2,8 á Richter varð aust-norðaustur af Keili á Reykjanesi um miðnætti. Hans varð vart í byggð. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á þessu svæði að undanförnu og er enn, en þetta var stærsti skjálftinn í hrynunni til þessa. Töluverð skjálftavirkni verður af og til á þessu svæði án þess að vera fyrirboði frekari tíðinda. 11.11.2010 08:54 Tvíbrotinn togarasjómaður fluttur á sjúkrahús Sjómaður á íslenskum togara tví-handleggsbrotnaði við vinnu sína, þegar togarinn var að veiðum út af Vestfjörðum í gærkvöldi. 11.11.2010 08:10 Lasermálið upplýst: 14 ára drengur játaði verknaðinn Fjórtán ara piltur játaði fyrir lögreglunni á Akureyri síðdegis í gær, að hafa beint sterkum Laser-geisla að stjórnklefa Fokker vél Flugfélags Íslands, þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli í fyrrakvöld, og þar með truflað störf flugmannanna. 11.11.2010 06:54 Engin töfralausn í boði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að búið sé að kortleggja skuldavanda heimilanna. Miðað við niðurstöður sérfræðingahópsins sé ljóst að engin ein lausn dugi ein og sér, engin töfralausn sé í boði. 11.11.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Eldur í hesthúsi Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út á ellefta tímanum í kvöld vegna elds í hesthúsi skammt frá íþróttahúsinu við Varmá í Mosfellsbæ. Þegar slökkviliðismenn komu á vettvang hafði eldur læsts í þaki hesthússins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er búið að öllum hrossum sem voru í húsinu út. 11.11.2010 22:41
„Þetta eru hótunarstjórnmál“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, stunda hótunarstjórnmál. Hún segir grafarlegt að þjóðþingið skuli hafa verið þvingað til að taka afdrifaríka ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í júlí á síðasta ári. 11.11.2010 21:59
Eftirlit bandaríska sendiráðsins vekur athygli ytra Njósnir eftirlitssveitar bandaríska sendiráðsins hér á landi vekja athygli ytra. Breska ríkisútvarpið fjallaði um málið í dag og sagði íslensk stjórnvöld hafa störf eftirleitssveitarinnar til skoðunar. Samskonar sveitir hafa starfað á hinum Norðurlöndunum og valdið uppnámi þar. 11.11.2010 20:33
Allir gefi eftir sínar ítrustu kröfur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að allir verði að gefa eftir sínar ítrustu kröfur þegar kemur að skuldamálum heimilanna. Hún segir að bankanir verði að ganga mun lengra í aðgerðum sínum. 11.11.2010 19:24
Landgræðsluverðlaunin afhent Landgræðsluverðlaunin voru veitt í dag við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti. Verðlaunin að þessu sinni hlutu Ársæll Hannesson, Hermann Herbertsson, Ingólfur Helgason og Unnur Sveinbjörnsdóttir, Sandgerðisbær og Þjórsárskóli. 11.11.2010 21:25
Einar K: Beittu hótunum og kúgunum „Niðurstaðan var fengin með hótunum og kúgunum," segir Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um atkvæðagreiðsluna á Alþingi í júlí 2009 þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði í umræðum á Alþingi í dag að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefði verið hótað við atkvæðagreiðsluna. Ef hann myndi ekki styðja tillögu utanríkisráðherra yrði hann ekki lengi ráðherra. 11.11.2010 21:06
Frumvarp Árna Páls vegna gengislána lagt fram Frumvarp Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um gengisbundin lán hefur verið lagt fram á Alþingi. Markmið frumvarpsins er að tryggja öllum einstaklingum sem tóku gengisbundin fasteignaveðlán eða bílalán lægri eftirstöðvar, til samræmis við dóm Hæstaréttar frá 16. september. 11.11.2010 19:58
Spyr hvort borgin stefni að aðskilnaði við landsbyggðina Þess var krafist á Alþingi í dag að smíði nýs Landspítala yrði frestað meðan framtíð Reykjavíkurflugvallar væri óljós. Þá var spurt hvort borgin stefndi að algjörum aðskilnaði við landsbyggðina. 11.11.2010 19:08
Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11.11.2010 18:51
Davíð: Ekkert nýtt í skjölunum Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir ekkert nýtt vera að finna í tugum skjala sem utanríkisráðuneytið birti í morgun, um aðdraganda þess að Ísland studdi innrás í Írak, vorið 2003. 11.11.2010 18:45
Mikið talað fyrir almennri lækkun vaxta Hagsmunaaðilar komu saman til samráðsfundar í Þjóðmenningarhúsinu í dag, þar sem skýrsla sérfræðingahóps forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna var rædd. 11.11.2010 18:43
Vegtollar lagðir á umferðaræðar til og frá Reykjavík Vegtollar 100 til 200 krónur verða lagðir á allar umferðaræðar til og frá höfuðborginni innan nokkurra ára. Fyrirhugað er að taka upp vegtolla í öllu vegakerfinu. 11.11.2010 18:41
Telur niðurskurðinn fela í sér gróf mannréttindabrot Hópur Sunnlendinga afhentu Guðbjarti Hannessyni heilbrigðisráðherra, í dag lista með mótmælum íbúa á Suðurlandi gegn áformuðum niðurskurði á fjárframlögum til heilbrigðisþjónustunnar á svæðinu. Við sama tækifæri voru ráðherra einnig afhentir undirskriftalistar úr fleiri heilbrigðisumdæmum. Alls skrifaði 10.071 íbúi nafn sitt á mótmælalistana á Suðurlandi. 11.11.2010 17:59
Opið í Bláfjöllum Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnaði klukkan 15 og verður opið til klukkan 21 íkvöld. Skíðalyftan Kóngurinn er opinn og barnalyftur við skála, að því er fram kemur á heimasíður Reykjavíkurborgar. Diskalyftur á suðursvæðinu opnuðu klukkan 17. „Fólk er beðið um að klæða sig vel, það bítur aðeins í. Þar er NA 7-12m/sek og -6° frost,“ segir á heimasíðu borgarinnar. 11.11.2010 17:37
Almenn leiðrétting skynsamlegust Þingmenn Hreyfingarinnar telja að almenn leiðrétting lána sé sú aðgerð sem skynsamlegast sé að ráðast í samhliða sértækum úrræðum fyrir þá sem almenn leiðrétting dugar ekki til hjá. Þingmennirnir telja að með þeirri nálgun megi leggja grunn að þjóðarsátt um skuldavanda heimilanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Hreyfingunni. 11.11.2010 17:15
Ætlaði að henda rusli og féll niður ramp - fær tvær milljónir í bætur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá síðasta ári þar sem Sorpa bs. var dæmt til þess að greiða konu rúmar tvær milljónir í skaðabætur. 11.11.2010 16:42
Hæstiréttur þyngir dóm yfir Sophiu Hansen Sophia Hansen var dæmd í 12 mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára fyrir að bera rangar sakir á Sigurð Pétur Harðarson. 11.11.2010 16:36
Fjöldi mótmælenda af Suðurlandi afhentu undirskriftir Fjöldi fólks af Suðurlandi mótmælti fyrir utan Alþingi í dag og afhenti meðal annars Guðbjarti Hannessyni, félagsmála- og tryggingamálaráðherra, blóm og undirskriftir í tilefni mótmælanna. 11.11.2010 16:26
Meintur fíkniefnaframleiðandi áfram í gæsluvarðhaldi Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 25. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 11.11.2010 16:00
Fagráð kirkjunnar takmarkar upplýsingaflæði Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar gefur ekki upplýsingar um fjölda mála sem ráðinu hafa borist fyrr en á nýju ári. Eftir það verða þessar upplýsingar teknar saman með reglulegu millibili, líklega árlega eða á hálfs árs fresti. Þess utan gefur fagráðið ekki upplýsingar um störf sín. Þetta var ákveðið á fundi fagráðins í morgun. 11.11.2010 15:59
Sunnlendingar flykktust til Reykjavíkur til að mótmæla Tvær þétt setnar rútur fóru um hálfþrjúleytið í dag frá Selfossi áleiðis til Reykjavíkur. Fjöldi fólks fylgdi rútunum á einkabílum. 11.11.2010 15:33
Arnar Már borinn út í kyrrþey Arnar Már Þórisson, verktaki, var borinn út í gærmorgun en sjálfur segir hann í orðsendingu til fjölmiðla að hann hafi verið borinn út í kyrrþey. 11.11.2010 15:30
Nýtt húsnæði BUGL tekið formlega í notkun Húsnæði móttökudeildar unglinga og dagdeildar barna á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, var tekið formlega í notkun með viðhöfn í dag eftir gagngerar endurbætur. 11.11.2010 15:14
Björgvin aftur yfir kynferðisafbrotadeildina Lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Eiríksson, óskaði eftir því að Björgvin Björgvinsson, aðtoðaryfirlögregluþjónn, tæki aftur við sem yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar sem og hann hefur samþykkt. 11.11.2010 15:13
Bubbi vill fría smokka í grunnskóla „Miðað við þær fréttir sem við fáum af gríðarlegri útbreiðslu kynsjúkdóma held ég að sú herferð hljóti að hafa mistekist hrapalega," segir Bubbi Morthens um 24 ára gamla auglýsingaherferð þar sem fólk var hvatt til að nota smokkinn. Bubbi tók sjálfur þátt í herferðinn en nú hefur verið ákveðið að endurgera hana og hafa um hundrað þekktir einstaklingar samþykkt að taka þátt. 11.11.2010 14:40
Rannsaka hvort biskupsmálið hafi verið þaggað niður Nefnd sem mun rannsakað viðbrögð kirkjunnar við ásökunum á hendur Ólafi Skúlasyni um kynferðisbrot árið 1996 verður skipuð á Kirkjuþingi um helgina. 11.11.2010 14:22
Morðrannsókn formlega lokið - málið til ríkissaksóknara Rannsókn lögreglunnar á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði í ágúst síðastliðnum er lokið samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 11.11.2010 14:19
Um tuttugu mótmælendur berja tunnur Um tuttugu mótmælendur berja tunnur fyrir utan Þjóðmenningarhúsið þar sem samráðsfundur ríkisstjórnar með hagsmunaaðilum er haldinn vegna skýrslu sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar um skuldavanda heimilanna. 11.11.2010 14:15
Buðu staðföstum í mat tæpum mánuði eftir innrás Fulltrúum ríkjanna, sem voru á stuðningslista Bandaríkjanna vegna innrásarinnar í Írak, var boðið í mat heima hjá varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfield, um tæpum mánuði eftir innrásina. 11.11.2010 13:44
Kýldi lögreglumann og neitaði að yfirgefa lögreglubíl Kona á fertugsaldri var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir það að neita að yfirgefa lögreglubíl sem hún fór inn í án heimildar í mars síðastliðnum og fyrir að kýla lögreglumann í bringuna. Konan játaði að hafa hundsað fyrirmæli lögreglunnar um að yfirgefa bifreiðina en neitaði að hafa kýlt lögreglumanninn. Dómurinn segir hins vegar að framburður þeirra lögreglumanna sem voru á staðnum hafi hins vegar verið á einn veg um það. Hún var því sakfelld. 11.11.2010 13:31
Leyniskjal segir innrásina í Írak lagalega vafasama Þjóðréttarfræðingur, sem vann álit fyrir forsætisráðherra og ráðuneytisstjóra, um lagalegan grundvöll til beitingar vopnavalds gagnvart Írak, komst að þeirri niðurstöðu þann 20. mars 2003, að það væri ekki ótvíræður lagalegur grundvöllur fyrir innrás í Írak. 11.11.2010 12:28
Kom Íslendingum í opna skjöldu þegar CNN birti listann Það virðist hafa komið utanríkisráðuneytinu í opna skjöldu þegar listi hinna staðföstu þjóða var birtur á fréttastöðinni CNN þann 18. mars 2003. Þá höfðu engin svör borist frá Bandaríkjastjórn um hvernig listinn yrði notaður. 11.11.2010 12:23
Listi hinna staðföstu var algjört trúnaðarmál Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". 11.11.2010 12:11
Skuldugasta kynslóðin á fertugsaldri Rúmlega 80% þeirra heimila sem eru í vanda, samkvæmt skýrslu reiknimeistarahóps stjórnvalda, keypti fasteign eftir að bankarnir fóru að veita fasteignalán árið 2004. Skuldugusta kynslóðin er fólk á fertugsaldri. 11.11.2010 12:00
Dorrit með sýnikennslu í kvöld Dorrit Moussaieff forsetafrú og Solla Eiríks hráfæðisgúrú þjófstarta alþjóðlegu athafnavikunni með léttri sýnikennslu í matargerð með nýsköpunarívafi á veitingastaðnum Gló í Laugardal kl 18. í kvöld. 11.11.2010 11:10
Helmingur vill stjórnarflokkana áfram við ríkisstjórnarborðið Rúmur helmingur þjóðarinnar telur æskilegt að núverandi stjórnarflokkar komi áfram að ríkisstjórn. Um þriðjungur þjóðarinnar vill að skipuð verði utanþingsstjórn. Þetta eru niðurstöður MMR sem kannaði afstöðu almennings til nokkurra kosta við samsetningu ríkisstjórnar sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. 11.11.2010 11:06
Smokkurinn má ekki vera feimnismál Til stendur að endurgera þekkta smokkaauglýsingu sem vakti mikla athygli fyrir 24 árum síðan. Það eru félagasamtökin Smokkur -sjálfsögð skynsemi og Ástráður félag læknanema sem standa að auglýsingunni ásamt Íslensku auglýsingastofunni. Smokkaherferðin sem gekk undir yfirskriftinni „Smokkur má ekki vera feimnismál" árið 1986 verður þannig endurvakin. 11.11.2010 11:04
Innbrotum fækkar verulega á höfuðborgarsvæðinu Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 29% frá árinu 2009 og fjöldi þeirra er nú svipaður og 2008 en mesta fækkunin í ár varð í janúar og september. Frá ársbyrjun til októberloka fækkaði innbrotum hlutfallslega mest í stofnanir og verslanir í samanburði við sama tímabil í fyrra. Á umræddum tíma fækkaði innbrotum á heimili um fjórðung, eða 26%, og enn meira þegar um ökutæki var að ræða, eða 34%. Fækkun innbrota er mismikil eftir hverfum eða svæðum. 11.11.2010 10:58
Da Vinci fléttan: „Svindlarar af hæstu gráðu“ Roger Davidson, píanistinn og milljarðaerfinginn sem Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi eru sökuð um að hafa féflétt, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segist vera fórnarlamb svindlara af hæstu gráðu. Parið er sakað um að hafa haft af Davidson fúlgur fjár, að minnsta kosti sex milljónir dollara, með því að sannfæra hann um að lífi hans væri ógnað af pólskum munkum með tengsl við Opus Dei samtökin. 11.11.2010 10:24
Þingmenn styðja níumenningana Þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki vilja að Alþingi gefi út sérstaka yfirlýsingu um að atburðirnir þann 8. desember 2008, þegar meint árás á Alþingi átti sér stað, hafi ekki verið árás á Alþingi í skilningi almennra hegningarlaga. 11.11.2010 09:54
Fyrrverandi öryggisvörður: Leituðu að sprengjum og eltu bíla „Ég vann þarna í tæpt ár og sá að þetta var ekki eðlilegt,“ segir fyrrverandi starfsmaður Securitas sem vann við öryggisgæslu í bandaríska sendiráðinu árið 2002. 11.11.2010 09:37
Jörð skalf nálægt Keili í nótt Jarðskjálfti upp á 2,8 á Richter varð aust-norðaustur af Keili á Reykjanesi um miðnætti. Hans varð vart í byggð. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á þessu svæði að undanförnu og er enn, en þetta var stærsti skjálftinn í hrynunni til þessa. Töluverð skjálftavirkni verður af og til á þessu svæði án þess að vera fyrirboði frekari tíðinda. 11.11.2010 08:54
Tvíbrotinn togarasjómaður fluttur á sjúkrahús Sjómaður á íslenskum togara tví-handleggsbrotnaði við vinnu sína, þegar togarinn var að veiðum út af Vestfjörðum í gærkvöldi. 11.11.2010 08:10
Lasermálið upplýst: 14 ára drengur játaði verknaðinn Fjórtán ara piltur játaði fyrir lögreglunni á Akureyri síðdegis í gær, að hafa beint sterkum Laser-geisla að stjórnklefa Fokker vél Flugfélags Íslands, þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli í fyrrakvöld, og þar með truflað störf flugmannanna. 11.11.2010 06:54
Engin töfralausn í boði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að búið sé að kortleggja skuldavanda heimilanna. Miðað við niðurstöður sérfræðingahópsins sé ljóst að engin ein lausn dugi ein og sér, engin töfralausn sé í boði. 11.11.2010 06:00