Fleiri fréttir Vinningshafar í áfalli - ætla að greiða niður skuldir Íslensku hjónin sem urðu 66,4 milljónum ríkari þegar þau unnu í Víkingalottóinu í gær ætla að borga niður skuldir og taka sér gott sumarfrí. 18.3.2010 15:08 Dagur: Borgin setur 230 milljónir í golfvöll Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, sé í kosningaham. Tillaga sem hún lagði fram í borgarráði í dag um að 230 milljónir verði settar í að bæta 9 holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum sýni það. 18.3.2010 14:44 Líklegt að kaup Magma verði samþykkt Nefnd um erlendar fjárfestingar mun að líkindum samþykkja kaup Magma Energy á hlutum í HS orku. Fundur nefndarinnar hófst klukkan tvö. 18.3.2010 14:16 Myndir af höfninni í Bakkafjöru Þessar myndir voru teknar af starfsmönnum Landhelgisgæslunnar um borð í eftirlits- og björgunarflugvélinni TF-SIF í morgun af höfninni sem nú rís í Bakkafjöru á Landeyjasandi. Myndirnar voru teknar úr 1047 feta hæð. 18.3.2010 14:10 Hald lagt á dóp eftir húsleit í Hafnarfirði Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gærkvöld. Um var að ræða um 130 grömm af amfetamíni, á annan tug kannabisplantna og lítilræði af marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á allnokkuð af sterum. 18.3.2010 14:07 Þingmenn Samfylkingarinnar vilja ECA Programs til Íslands Bæði Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall, þingmenn Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi, segjast styðja hugmyndir um að fyrirtækið ECA Programs hefji starfsemi á Íslandi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst snúast hugmyndir fyrirtækisins að leigja þjóðum innan NATO samstarfsins gamlar rússneksar herþotur til heræfinga. 18.3.2010 14:05 Meirihluti þjóðarinnar vill ríkisstyrktan landbúnað Tæplega helmingur landsmanna er frekar fylgjandi því að ríkið greiði styrki til íslensks landbúnaðar. Samanlagt eru 76,3% frekar eða mjög fylgjandi ríkisstyrkjum til landbúnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 18.3.2010 13:55 Marijúana fannst við húsleit í Kópavogi Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Kópavogi í gærkvöld. Um var að ræða um 300 grömm af marijúana. Einn íbúanna, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu, að sögn lögreglu. 18.3.2010 13:53 Kvartað undan reglum um mataraðstoð til Persónuverndar Persónuvernd barst kvörtun fyrr í mánuðinum vegna breyttra reglna Hjálparstarfs kirkjunnar í matarúthlutun samtakanna. Fólk sem sækir sér aðstoð þarf nú að skila inn yfirliti yfir útgjöld og tekjur eftir fyrstu komu. 18.3.2010 12:56 Hjúkrunarheimili Hrafnistu vígt í Kópavogi Nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu verður vígt við Boðaþing í Kópavogi á morgun. Rúm átta ár eru síðan nýtt og sérhannað hjúkrunarheimili tók til starfa á höfuðborgarsvæðinu. 18.3.2010 12:47 Fundur í kjaradeilu flugvirkja Fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair stendur nú yfir. Stuttur var fundur haldinn í gær en hefur lítið þokast í átt að samningum. 18.3.2010 12:08 Lögreglumenn vilja verkfallsrétt Landssamband lögreglumanna vill að lögreglumenn fái verkfallsrétt aftur. Tillaga þess efnis var lögð fram á síðasta fundi lögreglumanna með viðsemjendum sínum. Þetta staðfestir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. 18.3.2010 11:27 Var með tvö kíló af kókaíni innanklæða Íslenska konan sem handtekin var á flugvellinum í Líma í Perú um síðustu helgi var með tvö kíló af kókaíni innanklæða, að því er þarlendir miðlar greina frá. Fíkniefnin voru í nokkrum pakkningum sem hún hafði límt um sig miðja. Samkvæmt fréttum frá Perú var konan á leið til Noregs. 18.3.2010 11:18 Íslensk kona tekin í Perú með fíkniefni Íslensk kona er í haldi í Perú grunuð um fíkniefnasmygl. Samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu var konan handtekin um síðustu helgi. Ráðuneytið hefur verið í sambandi við fjölskyldu konunnar og ræðismann Íslands í Lima, höfuðborg Perú, en konan var handtekin þar. 18.3.2010 10:54 Spellvirkin hefðu getað rofið tengslin við umheiminn Fjarskipti við umheiminn hefðu getað lamast að miklu leyti ef búnaður skemmdarvarga hefði virkað að fullu, þegar þeir reyndu að vinna skemmdarverk á fjarskiptamöstrum í grennd við Veðurstofuna við Búsataðaveg í nótt. Lögregla lítur málið mjög alvarlegum augum, því svona spellvirki þykja ganga hryðjuverkum næst. 18.3.2010 10:42 Um 200 erlendir gestir sækja ráðstefnu um nýsköpun Gert er ráð fyrir því að um tvö hundruð erlendir gestir frá yfir þrjátíu löndum sæki alþjóðlega frumkvöðlaráðstefnu í Reykjavík dagana 24. til 26. mars. Ráðstefnan er haldin í samstarfi MIT-háskólans í Boston, Háskólans í Reykjavík og Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. 18.3.2010 10:32 Fjármálaráðherrar funda í Danmörku Næsta mánudag funda norrænir fjármálaráðherrar í Danmörku og er gert ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon verði þar á meðal. 18.3.2010 09:37 Stúlkan fundin Elísa Auður sem lýst var eftir í fjölmiðlum í gær er komin í leitirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi tilkynningu um þetta rétt fyrir miðnætti í gærkvöld. 18.3.2010 09:11 Rafmagn komið á í Holtunum Rafmagni hefur aftur verið komið á í í Holtunum í Reykjavík, nánar tiltekið Brautarholti, Skipholti og þar um kring. 18.3.2010 08:28 Sígarettuþjófar teknir Tveir innbrotsþjófar voru gripnir glóðvolgir við innbrot í verslun í Sundunum í Reykjavík um hálf fjögur leitið í nótt. Vitni varð þeirra var og hringdi á lögreglu. 18.3.2010 07:03 Skemmdir unnar á fjarskiptamöstrum Grunur leikur á að skemmdarverk hafi verið unnin á rafköplum í fjarskiptamöstrum í grennd við Veðurstofuna við Bústaðaveg upp úr klukkan fjögur í nótt. Þar voru rafkaplar sviðnir með þeim afleiðingum að örbylgjusendingar með sjónvarpsefni féllu niður. 18.3.2010 06:59 Útiloka ekki að kveikt hafi verið í Miklar skemmdir urðu á gömlu fiskimjölsverksmiðjunni í Sandgerði í fyrrinótt þegar eldur kom þar upp. Slökkviliðið í Sandgerði var kallað út klukkan fjögur um nóttina og var þá mikill hiti og reykur innan dyra. Kallað var í liðsauka frá Brunavörnum Suðurnesja og var slökkvistarfi lokið á sjötta tímanum. 18.3.2010 06:00 Þingmaður sjálfstæðisflokks lýsir stuðningi en þingmaður VG efast „Ég er með efasemdir um slíka starfsemi á vellinum," segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, spurður um viðhorf hans til þess að E.C.A. Program fái að reka hér starfsemi í tengslum við rekstur orrustuþotna og þátttöku í heræfingum. Hann segist hins vegar ekki hafa skoðað málið og tjáir sig því ekki frekar um það. 18.3.2010 06:00 Fá ekki að skila lyklunum að sinni Ekki stendur til að breyta lögum til að þeir sem eru í skuldavanda vegna íbúðaláns geti einfaldlega skilað inn lyklunum og verið skuldlausir eftir, sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra í gær. 18.3.2010 06:00 Styttist í pólitíska ákvörðun Flugmálastjórn er langt komin við að meta umsókn hollenska fyrirtækisins E.C.A. Program um að skrásetja um 20 óvopnaðar orrustuþotur hér á landi. „Það styttist í að hægt sé að taka pólitíska ákvörðun um hvort ríkisstjórn og Alþingi vilji að undirbúningi málsins verði haldið áfram,“ sagði Ingvar Sverrisson, aðstoðarmaður samgönguráðherra. 18.3.2010 04:00 Segja málaliðaher auvirðilegt fyrirbæri Samtök hernaðarandstæðinga (SHA) telja að einkarekinn flugher hollenska fyrirtækisins E.C.A. með 20 óvopnaðar orrustuþotur, sem leigðar verði til heræfinga, eigi ekkert erindi hér á landi. 18.3.2010 03:45 Ellefu áfram í Gullegginu Ellefu viðskiptaáætlanir hafa verið valdar til að taka þátt í Gullegginu 2010, frumkvöðlakeppni Innovit. 18.3.2010 03:00 Hafa áhyggjur af búfjárbyltingunni Framleiðsla og neysla á kjöti hefur þrefaldast á síðustu þremur áratugum og allt stefnir í að hún tvöfaldist frá því sem nú er til ársins 2050, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem vitnað er í á vefmiðlinum Science Daily. 18.3.2010 02:00 Efnahagslífið enn brothætt efnahagsmál Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað á þriðjudag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. 18.3.2010 02:00 Bæta í sjóðina Eik Banki í Færeyjum hefur samið við dönsk stjórnvöld um aðgang að ríkistryggðum lánum upp á 9,1 milljarð danskra króna, jafnvirði 209 milljarða íslenskra. Lánið er hluti af stuðningi danskra stjórnvalda við fjármálafyrirtæki. Eik Banki hyggst nýta lánin til að endurfjármagna eldri lán sem eru á gjalddaga á þessu og næsta ári og bæta lausafjárstöðu sína. 18.3.2010 01:00 Litháar bjóðast til þess að deila ESB reynslu með Íslendingum Utanríkisráðherra Litháens, Evaldas Ignatavičius, fundaði á dögunum með Elínu Flygering, sem er nýskipaður sendiherra Íslands í Litháen, en í samtali þeirra á milli bauðst utanríkisráðherrann til þess að aðstoða Íslendinga í umsóknarferlinu til ESB. 17.3.2010 23:25 Segir kröfugreiðslu einsdæmi í gjaldþrotaskiptasögunni Lögfræðingurinn Sigurður G. Guðjónsson, fékk greidda 200 þúsund króna kröfu í Fons fyrir nokkrum dögum síðan en sjálfur sagði hann í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá einum að það væri einsdæmi í gjaldþrotaskiptasögunni. 17.3.2010 20:26 Samtök lánþega gagnrýna skjaldborgina harðlega Talsmaður Samtaka lánþega segist harma auðsýnt máttleysi stjórnvalda við að taka á þeim bráða vanda sem steðjar að íslenskum heimilum og hvetur ríkisstjórnina til að sýna að minnsta kosti mátt til að fara að þeim lögum sem þegar eru sett í landinu. 17.3.2010 20:07 Innflutningur á vörum verði bannaður ef þær eru unnar í barnaþrælkun Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur rök vera fyrir því að banna innflutning á vörum sem framleiddar eru með barnaþrælkun. 17.3.2010 20:00 Rebekka fékk forræðið yfir tveimur systkinum sínum Rebekka María Jóhannesdóttir, 23 ára gömul kona, sem missti móður sína síðastliðið haust og föður sinn tveimur árum áður, hefur fengið forræðið yfir systkinum sínum tveimur. 17.3.2010 19:24 Íslendingur vann 66 milljónir Íslendingur er 66 milljónum ríkari eftir að hann vann í Víkingalottóinu í kvöld en fyrsta vinningnum deilir hann engu að síður með tveimur öðrum heppnum spilurum frá Danmörku og Noregi. 17.3.2010 19:23 Sagnfræðigrúskarar fá athvarf á Skagaströnd Háskóli Íslands er kominn á Skagaströnd og búinn að stofna þar rannsóknarsetur í sagnfræði þar sem fræðimenn fá næði til að kryfja söguna. 17.3.2010 18:54 Stofnfjáreigendur í Húnaþingi spyrja um persónulegar ábyrgðir annarra Stofnfjáreigendur í Húnaþingi, sem bíða þess að gengið verði að eignum þeirra, leita svara við því hvort þeir sem keyptu bréf í nafni einkahlutafélaga, séu lausir undan persónulegum ábyrgðum. Meðal þeirra eru þrír starfsmenn Sparisjóðs Keflavíkur, allt fruminnherjar, sem skulda hátt í einn milljarð króna. 17.3.2010 18:34 Fimm menn handteknir vegna innbrota í sumarhús Fimm menn eru í haldi lögreglunnar á Selfossi vegna innbrota í eina átta sumarbústaði í landi Nesja og í Svínahlíð við vestanvert Þingvallavatn. 17.3.2010 18:18 Braut golfkylfu á pólskum karlmanni Fjórir menn voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir hættulega líkamsárás með golfkylfu. Sá sem hafði sig mest frammi hlaut sex mánaða fangelsisdóm en hann er skilorðsbundinn til fjögurra mánaða. Hinir, sem eru með hreint sakavottorð, hlutu 60 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. 17.3.2010 17:24 Gylfi: Stjórn Íslandsbanka ber ábyrgð á ráðningu bankastjóra „Það er ótvírætt mín skoðun að það eigi að auglýsa í stöður hjá fyrirtækjum sem eru að meirihluta í eigu ríkisins,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um ráðningu Birnu Einarsdóttur áfram í stöðu bankastjóra Íslandsbanka. Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi Íslandsbanka að ráða Birnu áfram, án þess að staðan væri auglýst. 17.3.2010 16:08 Nýju kaupleigukerfi komið á fót hjá Íbúðalánasjóði Nýju kaupleigukerfi verður komið á fót hjá Íbúðalánasjóði vegna eigna sem hann á nú þegar með öruggri leigu og kauprétti. Bætt lög sett um húsnæðissamvinnufélög. Húsnæðisbætur í stað vaxta- og húsaleigubóta. 17.3.2010 15:13 VG alfarið á móti einkaher- Suðurnesjamönnum til skelfingar Litlar líkur eru á því að hugmyndir um einkarekinn flugher á Íslandi verði að veruleika ef þingmenn Vinstri Grænna hafa eitthvað um það að segja. Hollenska fyrirtækið á bakvið hugmyndina talar 200 milljarða fjárfestingu hér á landi, en litlar upplýsingar fást um fyrirtækið. 17.3.2010 18:44 Hægt að skapa 26 þúsund ársverk Hægt yrði að skapa 26 þúsund ársverk á næstu árum í fjárfestingarverkefnum sem næmu 280 - 380 milljörðum króna á næstu árum, segir framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins. Atvinnumál voru til umræðu á fundi framkvæmdastjórnarinnar í gær. Þar á bæ krefjast menn 17.3.2010 15:03 Vinnumálastofnun og ÍSÍ semja um störf fyrir 150 ungmenni Vinnumálastofnun hefur samið við Íþrótta- og Ólympísamband Íslands um að skipuleggja og stjórna sjálfboðaliðastarfi fyrir um 150 unga atvinnuleitendur á á þessu ári. Samningurinn er hluti af átaki félags- og 17.3.2010 14:39 Sjá næstu 50 fréttir
Vinningshafar í áfalli - ætla að greiða niður skuldir Íslensku hjónin sem urðu 66,4 milljónum ríkari þegar þau unnu í Víkingalottóinu í gær ætla að borga niður skuldir og taka sér gott sumarfrí. 18.3.2010 15:08
Dagur: Borgin setur 230 milljónir í golfvöll Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, sé í kosningaham. Tillaga sem hún lagði fram í borgarráði í dag um að 230 milljónir verði settar í að bæta 9 holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum sýni það. 18.3.2010 14:44
Líklegt að kaup Magma verði samþykkt Nefnd um erlendar fjárfestingar mun að líkindum samþykkja kaup Magma Energy á hlutum í HS orku. Fundur nefndarinnar hófst klukkan tvö. 18.3.2010 14:16
Myndir af höfninni í Bakkafjöru Þessar myndir voru teknar af starfsmönnum Landhelgisgæslunnar um borð í eftirlits- og björgunarflugvélinni TF-SIF í morgun af höfninni sem nú rís í Bakkafjöru á Landeyjasandi. Myndirnar voru teknar úr 1047 feta hæð. 18.3.2010 14:10
Hald lagt á dóp eftir húsleit í Hafnarfirði Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gærkvöld. Um var að ræða um 130 grömm af amfetamíni, á annan tug kannabisplantna og lítilræði af marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á allnokkuð af sterum. 18.3.2010 14:07
Þingmenn Samfylkingarinnar vilja ECA Programs til Íslands Bæði Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall, þingmenn Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi, segjast styðja hugmyndir um að fyrirtækið ECA Programs hefji starfsemi á Íslandi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst snúast hugmyndir fyrirtækisins að leigja þjóðum innan NATO samstarfsins gamlar rússneksar herþotur til heræfinga. 18.3.2010 14:05
Meirihluti þjóðarinnar vill ríkisstyrktan landbúnað Tæplega helmingur landsmanna er frekar fylgjandi því að ríkið greiði styrki til íslensks landbúnaðar. Samanlagt eru 76,3% frekar eða mjög fylgjandi ríkisstyrkjum til landbúnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 18.3.2010 13:55
Marijúana fannst við húsleit í Kópavogi Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Kópavogi í gærkvöld. Um var að ræða um 300 grömm af marijúana. Einn íbúanna, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu, að sögn lögreglu. 18.3.2010 13:53
Kvartað undan reglum um mataraðstoð til Persónuverndar Persónuvernd barst kvörtun fyrr í mánuðinum vegna breyttra reglna Hjálparstarfs kirkjunnar í matarúthlutun samtakanna. Fólk sem sækir sér aðstoð þarf nú að skila inn yfirliti yfir útgjöld og tekjur eftir fyrstu komu. 18.3.2010 12:56
Hjúkrunarheimili Hrafnistu vígt í Kópavogi Nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu verður vígt við Boðaþing í Kópavogi á morgun. Rúm átta ár eru síðan nýtt og sérhannað hjúkrunarheimili tók til starfa á höfuðborgarsvæðinu. 18.3.2010 12:47
Fundur í kjaradeilu flugvirkja Fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair stendur nú yfir. Stuttur var fundur haldinn í gær en hefur lítið þokast í átt að samningum. 18.3.2010 12:08
Lögreglumenn vilja verkfallsrétt Landssamband lögreglumanna vill að lögreglumenn fái verkfallsrétt aftur. Tillaga þess efnis var lögð fram á síðasta fundi lögreglumanna með viðsemjendum sínum. Þetta staðfestir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. 18.3.2010 11:27
Var með tvö kíló af kókaíni innanklæða Íslenska konan sem handtekin var á flugvellinum í Líma í Perú um síðustu helgi var með tvö kíló af kókaíni innanklæða, að því er þarlendir miðlar greina frá. Fíkniefnin voru í nokkrum pakkningum sem hún hafði límt um sig miðja. Samkvæmt fréttum frá Perú var konan á leið til Noregs. 18.3.2010 11:18
Íslensk kona tekin í Perú með fíkniefni Íslensk kona er í haldi í Perú grunuð um fíkniefnasmygl. Samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu var konan handtekin um síðustu helgi. Ráðuneytið hefur verið í sambandi við fjölskyldu konunnar og ræðismann Íslands í Lima, höfuðborg Perú, en konan var handtekin þar. 18.3.2010 10:54
Spellvirkin hefðu getað rofið tengslin við umheiminn Fjarskipti við umheiminn hefðu getað lamast að miklu leyti ef búnaður skemmdarvarga hefði virkað að fullu, þegar þeir reyndu að vinna skemmdarverk á fjarskiptamöstrum í grennd við Veðurstofuna við Búsataðaveg í nótt. Lögregla lítur málið mjög alvarlegum augum, því svona spellvirki þykja ganga hryðjuverkum næst. 18.3.2010 10:42
Um 200 erlendir gestir sækja ráðstefnu um nýsköpun Gert er ráð fyrir því að um tvö hundruð erlendir gestir frá yfir þrjátíu löndum sæki alþjóðlega frumkvöðlaráðstefnu í Reykjavík dagana 24. til 26. mars. Ráðstefnan er haldin í samstarfi MIT-háskólans í Boston, Háskólans í Reykjavík og Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. 18.3.2010 10:32
Fjármálaráðherrar funda í Danmörku Næsta mánudag funda norrænir fjármálaráðherrar í Danmörku og er gert ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon verði þar á meðal. 18.3.2010 09:37
Stúlkan fundin Elísa Auður sem lýst var eftir í fjölmiðlum í gær er komin í leitirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi tilkynningu um þetta rétt fyrir miðnætti í gærkvöld. 18.3.2010 09:11
Rafmagn komið á í Holtunum Rafmagni hefur aftur verið komið á í í Holtunum í Reykjavík, nánar tiltekið Brautarholti, Skipholti og þar um kring. 18.3.2010 08:28
Sígarettuþjófar teknir Tveir innbrotsþjófar voru gripnir glóðvolgir við innbrot í verslun í Sundunum í Reykjavík um hálf fjögur leitið í nótt. Vitni varð þeirra var og hringdi á lögreglu. 18.3.2010 07:03
Skemmdir unnar á fjarskiptamöstrum Grunur leikur á að skemmdarverk hafi verið unnin á rafköplum í fjarskiptamöstrum í grennd við Veðurstofuna við Bústaðaveg upp úr klukkan fjögur í nótt. Þar voru rafkaplar sviðnir með þeim afleiðingum að örbylgjusendingar með sjónvarpsefni féllu niður. 18.3.2010 06:59
Útiloka ekki að kveikt hafi verið í Miklar skemmdir urðu á gömlu fiskimjölsverksmiðjunni í Sandgerði í fyrrinótt þegar eldur kom þar upp. Slökkviliðið í Sandgerði var kallað út klukkan fjögur um nóttina og var þá mikill hiti og reykur innan dyra. Kallað var í liðsauka frá Brunavörnum Suðurnesja og var slökkvistarfi lokið á sjötta tímanum. 18.3.2010 06:00
Þingmaður sjálfstæðisflokks lýsir stuðningi en þingmaður VG efast „Ég er með efasemdir um slíka starfsemi á vellinum," segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, spurður um viðhorf hans til þess að E.C.A. Program fái að reka hér starfsemi í tengslum við rekstur orrustuþotna og þátttöku í heræfingum. Hann segist hins vegar ekki hafa skoðað málið og tjáir sig því ekki frekar um það. 18.3.2010 06:00
Fá ekki að skila lyklunum að sinni Ekki stendur til að breyta lögum til að þeir sem eru í skuldavanda vegna íbúðaláns geti einfaldlega skilað inn lyklunum og verið skuldlausir eftir, sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra í gær. 18.3.2010 06:00
Styttist í pólitíska ákvörðun Flugmálastjórn er langt komin við að meta umsókn hollenska fyrirtækisins E.C.A. Program um að skrásetja um 20 óvopnaðar orrustuþotur hér á landi. „Það styttist í að hægt sé að taka pólitíska ákvörðun um hvort ríkisstjórn og Alþingi vilji að undirbúningi málsins verði haldið áfram,“ sagði Ingvar Sverrisson, aðstoðarmaður samgönguráðherra. 18.3.2010 04:00
Segja málaliðaher auvirðilegt fyrirbæri Samtök hernaðarandstæðinga (SHA) telja að einkarekinn flugher hollenska fyrirtækisins E.C.A. með 20 óvopnaðar orrustuþotur, sem leigðar verði til heræfinga, eigi ekkert erindi hér á landi. 18.3.2010 03:45
Ellefu áfram í Gullegginu Ellefu viðskiptaáætlanir hafa verið valdar til að taka þátt í Gullegginu 2010, frumkvöðlakeppni Innovit. 18.3.2010 03:00
Hafa áhyggjur af búfjárbyltingunni Framleiðsla og neysla á kjöti hefur þrefaldast á síðustu þremur áratugum og allt stefnir í að hún tvöfaldist frá því sem nú er til ársins 2050, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem vitnað er í á vefmiðlinum Science Daily. 18.3.2010 02:00
Efnahagslífið enn brothætt efnahagsmál Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað á þriðjudag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. 18.3.2010 02:00
Bæta í sjóðina Eik Banki í Færeyjum hefur samið við dönsk stjórnvöld um aðgang að ríkistryggðum lánum upp á 9,1 milljarð danskra króna, jafnvirði 209 milljarða íslenskra. Lánið er hluti af stuðningi danskra stjórnvalda við fjármálafyrirtæki. Eik Banki hyggst nýta lánin til að endurfjármagna eldri lán sem eru á gjalddaga á þessu og næsta ári og bæta lausafjárstöðu sína. 18.3.2010 01:00
Litháar bjóðast til þess að deila ESB reynslu með Íslendingum Utanríkisráðherra Litháens, Evaldas Ignatavičius, fundaði á dögunum með Elínu Flygering, sem er nýskipaður sendiherra Íslands í Litháen, en í samtali þeirra á milli bauðst utanríkisráðherrann til þess að aðstoða Íslendinga í umsóknarferlinu til ESB. 17.3.2010 23:25
Segir kröfugreiðslu einsdæmi í gjaldþrotaskiptasögunni Lögfræðingurinn Sigurður G. Guðjónsson, fékk greidda 200 þúsund króna kröfu í Fons fyrir nokkrum dögum síðan en sjálfur sagði hann í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá einum að það væri einsdæmi í gjaldþrotaskiptasögunni. 17.3.2010 20:26
Samtök lánþega gagnrýna skjaldborgina harðlega Talsmaður Samtaka lánþega segist harma auðsýnt máttleysi stjórnvalda við að taka á þeim bráða vanda sem steðjar að íslenskum heimilum og hvetur ríkisstjórnina til að sýna að minnsta kosti mátt til að fara að þeim lögum sem þegar eru sett í landinu. 17.3.2010 20:07
Innflutningur á vörum verði bannaður ef þær eru unnar í barnaþrælkun Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur rök vera fyrir því að banna innflutning á vörum sem framleiddar eru með barnaþrælkun. 17.3.2010 20:00
Rebekka fékk forræðið yfir tveimur systkinum sínum Rebekka María Jóhannesdóttir, 23 ára gömul kona, sem missti móður sína síðastliðið haust og föður sinn tveimur árum áður, hefur fengið forræðið yfir systkinum sínum tveimur. 17.3.2010 19:24
Íslendingur vann 66 milljónir Íslendingur er 66 milljónum ríkari eftir að hann vann í Víkingalottóinu í kvöld en fyrsta vinningnum deilir hann engu að síður með tveimur öðrum heppnum spilurum frá Danmörku og Noregi. 17.3.2010 19:23
Sagnfræðigrúskarar fá athvarf á Skagaströnd Háskóli Íslands er kominn á Skagaströnd og búinn að stofna þar rannsóknarsetur í sagnfræði þar sem fræðimenn fá næði til að kryfja söguna. 17.3.2010 18:54
Stofnfjáreigendur í Húnaþingi spyrja um persónulegar ábyrgðir annarra Stofnfjáreigendur í Húnaþingi, sem bíða þess að gengið verði að eignum þeirra, leita svara við því hvort þeir sem keyptu bréf í nafni einkahlutafélaga, séu lausir undan persónulegum ábyrgðum. Meðal þeirra eru þrír starfsmenn Sparisjóðs Keflavíkur, allt fruminnherjar, sem skulda hátt í einn milljarð króna. 17.3.2010 18:34
Fimm menn handteknir vegna innbrota í sumarhús Fimm menn eru í haldi lögreglunnar á Selfossi vegna innbrota í eina átta sumarbústaði í landi Nesja og í Svínahlíð við vestanvert Þingvallavatn. 17.3.2010 18:18
Braut golfkylfu á pólskum karlmanni Fjórir menn voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir hættulega líkamsárás með golfkylfu. Sá sem hafði sig mest frammi hlaut sex mánaða fangelsisdóm en hann er skilorðsbundinn til fjögurra mánaða. Hinir, sem eru með hreint sakavottorð, hlutu 60 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. 17.3.2010 17:24
Gylfi: Stjórn Íslandsbanka ber ábyrgð á ráðningu bankastjóra „Það er ótvírætt mín skoðun að það eigi að auglýsa í stöður hjá fyrirtækjum sem eru að meirihluta í eigu ríkisins,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um ráðningu Birnu Einarsdóttur áfram í stöðu bankastjóra Íslandsbanka. Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi Íslandsbanka að ráða Birnu áfram, án þess að staðan væri auglýst. 17.3.2010 16:08
Nýju kaupleigukerfi komið á fót hjá Íbúðalánasjóði Nýju kaupleigukerfi verður komið á fót hjá Íbúðalánasjóði vegna eigna sem hann á nú þegar með öruggri leigu og kauprétti. Bætt lög sett um húsnæðissamvinnufélög. Húsnæðisbætur í stað vaxta- og húsaleigubóta. 17.3.2010 15:13
VG alfarið á móti einkaher- Suðurnesjamönnum til skelfingar Litlar líkur eru á því að hugmyndir um einkarekinn flugher á Íslandi verði að veruleika ef þingmenn Vinstri Grænna hafa eitthvað um það að segja. Hollenska fyrirtækið á bakvið hugmyndina talar 200 milljarða fjárfestingu hér á landi, en litlar upplýsingar fást um fyrirtækið. 17.3.2010 18:44
Hægt að skapa 26 þúsund ársverk Hægt yrði að skapa 26 þúsund ársverk á næstu árum í fjárfestingarverkefnum sem næmu 280 - 380 milljörðum króna á næstu árum, segir framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins. Atvinnumál voru til umræðu á fundi framkvæmdastjórnarinnar í gær. Þar á bæ krefjast menn 17.3.2010 15:03
Vinnumálastofnun og ÍSÍ semja um störf fyrir 150 ungmenni Vinnumálastofnun hefur samið við Íþrótta- og Ólympísamband Íslands um að skipuleggja og stjórna sjálfboðaliðastarfi fyrir um 150 unga atvinnuleitendur á á þessu ári. Samningurinn er hluti af átaki félags- og 17.3.2010 14:39