Fleiri fréttir Rannsóknarnefnd skipuð Það á einnig að greiða aðgengi þeirra manna sem vistaðir voru í Breiðavík sem börn að sálfræðiþjónustu. Þetta tilkynnti forsætisráðherra í morgun og einnig að skipa eigi nefnd til að rannsaka þau barnaheimili sem rekin voru á árum áður. 13.2.2007 19:45 Utanríkiráðuneytið styrkir verkefni gegn barnahermennsku Utanríksráðherra hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins vegna baráttunnar gegn barnahermennsku í Síerra Leóne um 10,6 m.kr. Framlagið rennur að hluta til byggingar endurhæfingarathvarfa þar sem börn og ungmenni fá bæði kennslu og sálræna aðstoð vegna afleiðinga borgarastyrjaldarinnar. Sérstök athvörf verða byggð fyrir ungar mæður þar sem þær fá aðstöðu fyrir börn sín meðan þær stunda nám. 13.2.2007 19:30 Vill að Alþingi fresti breytingum á samkeppnislögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. 13.2.2007 18:30 Deilum um sölu Íslenskra aðalverktaka vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi kröfu eigenda Trésmiðju Snorra Hjaltasonar og JB byggingafélags um að viðurkennt yrði að útboð vegna sölu á tæplega fjörutíu prósenta hlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum væri ólögmætt. Þá var íslenska ríkið sýknað af kröfu stefnenda um skaðabætur. 13.2.2007 18:30 Þögul mótmælastaða kennara Svekktir og sárir kennarar efndu til þögullar mótmælastöðu á Lækjartorgi í dag. Kennarar hugleiða uppsögn samninga eftir nítján fundi með launanefnd sveitarfélaga sem engu hafa skilað, segir formaður Félags grunnskólakennara. 13.2.2007 18:30 Frá afturvirkri stefnubreytingu í stóriðjumálum til framvirkrar þjóðarsáttar Iðnaðarráðherra var sakaður um að misnota orðið þjóðarsátt í kynningu á frumvarpi um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Ráðherrann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í morgun. Vinstri grænir óskuðu eftir tvöföldum ræðutíma við fyrstu umræðu málsins vegna mikilvægis þess. 13.2.2007 18:15 Yfirheyrslum enn ólokið Nú er ljóst yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, lýkur ekki á morgun eins og til stóð. Saksóknari á enn eftir að spyrja út í nokkra ákæruliði og segist þurfa lengri tíma. Eftir hádegi í dag var þriðji kafli ákærunnar til umfjöllunar, nánar tiltekið ákæruliðir 10 til 13. Þeir snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs og að hluta til Tryggva Jónssonar, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs. 13.2.2007 17:12 Fæðingarorlofsgreiðslur leiðréttar Reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks hefur verið breytt. Horfið hefur verið frá því að greiðslur úr sjóðnum vegna fyrra fæðingarorlofs verði lagðar til grundvallar við útreikning greiðslna úr sjóðnum í síðara fæðingarorlofi. 13.2.2007 16:46 Bifreið hafnaði á vegg Litlu munaði þegar þrítug kona missti stjórn á jepplingi í austurborginni síðdegis í dag. Bíllinn fór upp nokkrar tröppur og stöðvaðist á vegg við hliðina á inngang í verslun. Engan sakaði en bíllinn er þó nokkuð skemmdur. 13.2.2007 16:23 Vestfirðingar fagna jarðgöngum Bæjarstjórnir Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar fögnuðu í dag ákvörðun samgönguráðherra að ráðast í gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar um svonefnda Skarfaskersleið, frá Ósi við Bolungarvík að Skarfaskeri í Hnífsdal. 13.2.2007 16:04 Kennarar mótmæla launum Mótmæli á sjötta tug grunnskólakennara fóru friðsamlega fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Kennarar í Fellaskóla efndu til mótmælanna en þeir leggja áherslu á launakjör. Fylkingin gekk frá Lækjartorgi að Austurvelli og Ráðhúsinu. 13.2.2007 15:54 Tvö risafyrirtæki hafa áhuga á Alcoa Breska dagblaðið the Times segir að risafyrirtækin BH Billiton og Rio Tinto séu hvort í sínu lagi að skoða yfirtöku á Alcoa, og talað um kaupverðið í kringum fjörutíu milljarða dollara. Áhugi fyrirtækjanna tveggja skapast af metverði sem nú fæst fyrir ál. 13.2.2007 15:38 Þjóðin getur tekið í stóriðjubremsuna Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu voru til umræðu á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagðist vona að málið kæmi til kasta í kosningum: "Þjóðin getur tekið í bremsuna í maí." Steingrímur talaði hart gegn stóriðjuáformum ríkisstjórnarinnar og sagði að þjóðin myndi rísa upp gegn ofnotkun á landinu; "Það þarf ekki að færa þessar fórnir." 13.2.2007 15:31 Spurningum Gests frestað Dómari í Baugsmálinu ákvað að fresta spurningum Gests Jónssonar til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vegna 17. ákæruliðar í Baugsmálinu. Sá liður felur í sér meiri háttar bókhaldsbrot Baugs vegna Kaupþings í Luxemborg á árinu 1999. Þótti Arngrími Ísberg dómara eðlilegt að taka þær spurningar samhliða öðrum ákæruliðum síðar. 13.2.2007 15:07 Leikfélag Akureyrar styrkt um 322 milljónir Akureyrarbær undirritaði í dag samning um styrk til Leikfélags Akureyrar um 322 milljónir á næstu þremur árum. Styrkurinn er hluti af samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins um samstarf í menningarmálum. Stefnt er að auknu umfangi í starfsemi leikhússins frá og með árinu 2009 með fjölgun uppsetninga m.a. í nýju menningarhúsi. 13.2.2007 14:28 Stjórn RÚV ohf 13.2.2007 14:10 Fjórir mánuðir fyrir vörslu amfetamíns Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Amfetamínið fannst þegar lögregla gerði húsleit á heimili mannsins og fann tæplega 120 grömm af efninu. Ákærði játaði brotið en hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. 13.2.2007 13:30 Hafin yfir eigin lög og reglur Svo virðist sem Farþegaflutningar Flugmálastjórnar séu að minnsta kosti siðlausir, ef ekki ólöglegir, segir ritstjóri fréttabréfs Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Elmar Gíslason ritstjóri fjallar um málið vegna óhapps sem varð á Reykjavíkurflugvelli nýverið, þegar vél hlekktist á með sex farþega Flugstoða um borð. 13.2.2007 13:15 Spenna á milli saksóknara og Jóns Ásgeirs í morgun Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. 13.2.2007 12:50 Fagnar fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum Undirbúningsfélag um Vaðlaheiðargöng fagnar því að ríkisvaldið hafi ákveðið viðræður við heimamenn um gerð ganganna. Ljóst er þó að göngin verða ekki tilbúin fyrr en 2011-2012. 13.2.2007 12:45 HR í Öskjuhlíð Þrjátíu þúsund fermetra bygging Háskólans í Reykjavík verður risin við rætur Öskjuhlíðar árið 2010. Samningar milli Háskólans, Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur voru undirritaðir nú fyrir hádegi. 13.2.2007 12:30 Geta höfðað skaðabótamál Mennirnir, sem dvöldust sem drengir á Breiðavík, geta allir höfðað skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu, segir hæstaréttarlögmaður. Hún segir ekki reyna á hvort málin séu fyrnd nema ríkið vilji beita því fyrir sig í vörn sinni. 13.2.2007 12:21 Ók á ljósastaur á Miklubraut Töluverðar tafir urðu á umferð á Miklubraut við Lönguhlíð um klukkan tíu í morgun. Fólksbíl var ekið á ljósastaur og loka þurfti veginum á meðan lögregla athafnaði sig á staðnum. Ekki urðu alvarleg slys á fólki og var Miklabrautin opnuð aftur fyrir ellefu. 13.2.2007 12:10 Á ekki að snúast um allsherjar refsigleði Forystumenn Samtaka atvinnulífsins gagnrýna harðlega fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum og segja að refsigleði hafi ráðið för við samningu þeirra. Þá múlbindi frumvarpið forráðamenn samtakanna, þar sem skoðanir þeirra mætti túlka sem óeðlileg afskipti af samkeppni. 13.2.2007 12:00 Áfallateymi fyrir skjólstæðinga Byrgis og Breiðavíkur Sett verður á laggirnar sérstakt áfallateymi á Landspítalanum fyrir fyrrum skjólstæðinga Byrgisins auk þess sem mennirnir sem vistaðir voru að Breiðavík sem börn munu fá greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd sem hefur það hlutverk að kanna barnaheimili sem rekin voru 1950-1980. 13.2.2007 11:53 Klamydíutilfellum fjölgar Klamydíutilfellum fjölgaði hér á landi á síðasta ári. Á vef Landlæknisembættisins kemur fram að alls hafi greinst 1729 tilfelli í fyrra en árið 2005 voru þau 1622. 13.2.2007 11:51 Útilokar ekki frekari frávísun Arngrímur Ísberg dómari í Baugsmálinu útilokaði ekki frekari frávísun ákæruliða þegar Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar krafðist útskýringa á ákæruatriði. Arngrímur taldi skýrleika lykilinn að því að fækka vitnum á vitnalistanum sem telur rúmlega eitt hundrað manns. 13.2.2007 11:40 Nýr aðstoðarforstjóri OR Hjörleifur Kvaran hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og mun starfa við hlið Guðmundar Þóroddssonar forstjóra. Hjörleifur var áður Borgarlögmaður. 13.2.2007 10:10 Landbúnaðarsafn stofnað á Hvanneyri Landbúnaðarsafn Íslands verður sett á laggirnar á Hvanneyri fjórtánda febrúar. Að safninu koma Landbúnaðarháskóli Íslands, sveitarfélagið Borgarbyggð og Bændasamtök Íslands. 13.2.2007 10:02 Sprenging við heimili lögreglumanns upplýst Lögreglan á Blönduósi hefur upplýst um tildrög sprengingar sem varð við heimili lögreglumanns á Skagaströnd í fyrrinótt. Í dag voru handteknir 2 menn á tvítugsaldri vegna gruns um aðild að sprengingunni. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir verknaðinn. 12.2.2007 23:15 Tekinn fyrir of hraðan akstur í reynsluakstri Einn bílstjóri var tekinn fyrir of hraðan akstur við gatnamót Vesturlandsvegs og Suðurlandsvegs klukkan sex í kvöld. Hann var að reynsluaka nýjum Volvo C30 og svo virðist sem hann hafi gleymt sér aðeins. Lögregla mældi hann á 135 kílómetra hraða á klukkustund en hámarkshraði þar sem hann var tekinn var 80 kílómetra hraði. Ökumaðurinn má búast við hárri sekt og hugsanlegri tímabundinni sviptingu ökuleyfis. 12.2.2007 22:37 Af hverju er himinninn blár? Margir velta fyrir sér spurningun eins og þessari og svör við þeim er víða að finna. Nú fást þau líka á visir.is, sem hóf í dag samstarf við Vísindavef Háskóla Íslands um birtingu á völdum svörum við margvíslegum spurningum á sviði vísinda og fræða. 12.2.2007 21:15 Stúlkan sem lýst var eftir fundin Kolbrún Sara Runólfsdóttir, stúlkan sem lögregla lét lýsa eftir fyrr í kvöld, er komin fram heil á höldnu. Hún fannst eftir að eftirtektarsamur vegfarandi sem hafði fylgst með fjölmiðlum sá hana. Hún hafði ekki sést í tvo daga. Lögregla vill þakka öllum sem að komu fyrir skjót og góð viðbrögð. 12.2.2007 20:39 Sýndi mikinn kjark og frumkvæði Skyndihjálparmaður ársins 2006 sýndi mikinn kjark og frumkvæði þegar hann bjargaði lífi móður sinnar í fyrrasumar. Almennt er þó mælt með að börn leiti fyrst aðstoðar og aðhafist svo eftir að neyð ber að höndum. 12.2.2007 20:00 Rifist um ábyrgð á alþingi Eignir ríkisins að Efri brú í Grímsnesi verða líklega seldar, að sögn forsætisráðherra, en meðferðarstarf þar verður lagt af. Skipað verður sérstakt áfallateymi til að aðstoða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisins og geðdeild Landspítalans stendur þeim opin. Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar rifust á alþingi í dag um hver bæri mesta ábyrgð í Byrgismálinu. 12.2.2007 19:45 Fjöldi öryrkja kominn á atvinnumarkað Fjöldi öryrkja á Norðurlandi er kominn á atvinnumarkað eftir þátttöku í tilraunaverkefni. Fyrrum óvinnufær einstaklingur þakkaði þetta nýrri nálgun sem vakið hefur athygli fyrir utan landsteinana. 12.2.2007 19:37 Fórnarlömb forstöðumanns Byrgisins fá enga hjálp Aðstandendur stúlknanna úr Byrginu hrópa á hjálp. Móðir einnar þeirra segir tvær í bráðri sjálfsvígshættu en þrjár munu hafa lent í neyslu á nýjan leik. Í gær var einni stúlkunni neitað um áfallahjálp á Landspítalanum með þeim rökum að fórnarlömb forstöðumanns Byrgisins fengju hjálp annars staðar. Sú hjálp hefur þó enn ekki borist. 12.2.2007 19:28 Lögreglan lýsir eftir stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 16 ára gamalli stúlku, Kolbrúnu Söru Runólfsdóttur. Kolbrún er 168 sentímetrar að hæð, dökkhærð, stuttklippt og þéttvaxin. Kolbrún fór að heiman síðla dags, laugardaginn 10. febrúar og hefur ekkert til hennar spurst eftir þann tíma. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir Kolbrúnar Söru eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1100. 12.2.2007 19:10 Kosningalykt af samgönguáætlun Eitthundrað og fimm milljörðum verður varið til vegamála á næstu fjórum árum, þar af verður tæpum tólf milljörðum ráðstafað til tveggja jarðganga, Óshlíðarganga og Héðinsfjarðarganga. Til samanburðar var varið áttatíu milljörðum til vegamála á árunum 2003 til 2006. 12.2.2007 19:00 Sakaður um ólöglega lántöku Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. 12.2.2007 18:30 Þrjátíu og tveir hætta á RÚV Þrjátíu og tveir starfsmenn Ríkisútvarpsins nýttu sér rétt til að fara á biðlaun, við stofnun hlutafélags um útvarpið hinn 1. apríl næstkomandi. Ekki er víst að ráðið verði í allar þessar stöður á nýjan leik. 12.2.2007 18:30 Þjóðarsátt um nýtingu og verndun náttúru Þjóðarsátt, til framtíðar um nýtingu og verndun auðlinda í jörðu, verður tilbúin eftir þrjú ár, segja ráðherrar iðnaðar- og umhverfis. Blekking, segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem telur að stjórnvöld séu að slá ryki í augu almennings nú rétt fyrir kosningar. 12.2.2007 18:30 Sól á Suðurnesjum funda vegna Helguvíkur Samtökin Sól á Suðurnesjum ætla annað kvöld að efna til opins fundar í Saltfisksetrinu í Grindavík til þess að ræða um fyrirhugað álver í Helguvík og tengdar framkvæmdir. Samtökin vilja meina að framkvæmdir vegna álversins muni setja mark sitt á dýrmætar náttúruperlur Grindvíkinga. 12.2.2007 17:27 380 milljarðar til samgöngumála á næstu 11 árum Reiknað er með að rúmlega 380 milljörðum króna verði varið til samgöngumála á árabilinu 2007 til 2018 samkvæmt samgönguáætlun sem kynnt var í dag. Stærstur hluti þess rennur til vegamála, eða 85 prósent, en annað til flug- og siglingamála. 12.2.2007 16:41 HR fær lóð í Vatnsmýrinni Á morgun verður undirritaður samningur í Höfða um lóð fyrir Háskólann í Reykjavík í Vatnsmýrinni. Þá verður einnig undirrituð samstarfsyfirlýsing Reykjavíkurborgar og HR vegna aukins samstarfs í kennslu, þróun og rannsóknum. Markmiðið er að styrkja Háskólann í Reykjavík og efla Reykjavíkurborg sem alþjóðlega háskólaborg. 12.2.2007 16:30 Sjá næstu 50 fréttir
Rannsóknarnefnd skipuð Það á einnig að greiða aðgengi þeirra manna sem vistaðir voru í Breiðavík sem börn að sálfræðiþjónustu. Þetta tilkynnti forsætisráðherra í morgun og einnig að skipa eigi nefnd til að rannsaka þau barnaheimili sem rekin voru á árum áður. 13.2.2007 19:45
Utanríkiráðuneytið styrkir verkefni gegn barnahermennsku Utanríksráðherra hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins vegna baráttunnar gegn barnahermennsku í Síerra Leóne um 10,6 m.kr. Framlagið rennur að hluta til byggingar endurhæfingarathvarfa þar sem börn og ungmenni fá bæði kennslu og sálræna aðstoð vegna afleiðinga borgarastyrjaldarinnar. Sérstök athvörf verða byggð fyrir ungar mæður þar sem þær fá aðstöðu fyrir börn sín meðan þær stunda nám. 13.2.2007 19:30
Vill að Alþingi fresti breytingum á samkeppnislögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. 13.2.2007 18:30
Deilum um sölu Íslenskra aðalverktaka vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi kröfu eigenda Trésmiðju Snorra Hjaltasonar og JB byggingafélags um að viðurkennt yrði að útboð vegna sölu á tæplega fjörutíu prósenta hlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum væri ólögmætt. Þá var íslenska ríkið sýknað af kröfu stefnenda um skaðabætur. 13.2.2007 18:30
Þögul mótmælastaða kennara Svekktir og sárir kennarar efndu til þögullar mótmælastöðu á Lækjartorgi í dag. Kennarar hugleiða uppsögn samninga eftir nítján fundi með launanefnd sveitarfélaga sem engu hafa skilað, segir formaður Félags grunnskólakennara. 13.2.2007 18:30
Frá afturvirkri stefnubreytingu í stóriðjumálum til framvirkrar þjóðarsáttar Iðnaðarráðherra var sakaður um að misnota orðið þjóðarsátt í kynningu á frumvarpi um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Ráðherrann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í morgun. Vinstri grænir óskuðu eftir tvöföldum ræðutíma við fyrstu umræðu málsins vegna mikilvægis þess. 13.2.2007 18:15
Yfirheyrslum enn ólokið Nú er ljóst yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, lýkur ekki á morgun eins og til stóð. Saksóknari á enn eftir að spyrja út í nokkra ákæruliði og segist þurfa lengri tíma. Eftir hádegi í dag var þriðji kafli ákærunnar til umfjöllunar, nánar tiltekið ákæruliðir 10 til 13. Þeir snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs og að hluta til Tryggva Jónssonar, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs. 13.2.2007 17:12
Fæðingarorlofsgreiðslur leiðréttar Reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks hefur verið breytt. Horfið hefur verið frá því að greiðslur úr sjóðnum vegna fyrra fæðingarorlofs verði lagðar til grundvallar við útreikning greiðslna úr sjóðnum í síðara fæðingarorlofi. 13.2.2007 16:46
Bifreið hafnaði á vegg Litlu munaði þegar þrítug kona missti stjórn á jepplingi í austurborginni síðdegis í dag. Bíllinn fór upp nokkrar tröppur og stöðvaðist á vegg við hliðina á inngang í verslun. Engan sakaði en bíllinn er þó nokkuð skemmdur. 13.2.2007 16:23
Vestfirðingar fagna jarðgöngum Bæjarstjórnir Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar fögnuðu í dag ákvörðun samgönguráðherra að ráðast í gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar um svonefnda Skarfaskersleið, frá Ósi við Bolungarvík að Skarfaskeri í Hnífsdal. 13.2.2007 16:04
Kennarar mótmæla launum Mótmæli á sjötta tug grunnskólakennara fóru friðsamlega fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Kennarar í Fellaskóla efndu til mótmælanna en þeir leggja áherslu á launakjör. Fylkingin gekk frá Lækjartorgi að Austurvelli og Ráðhúsinu. 13.2.2007 15:54
Tvö risafyrirtæki hafa áhuga á Alcoa Breska dagblaðið the Times segir að risafyrirtækin BH Billiton og Rio Tinto séu hvort í sínu lagi að skoða yfirtöku á Alcoa, og talað um kaupverðið í kringum fjörutíu milljarða dollara. Áhugi fyrirtækjanna tveggja skapast af metverði sem nú fæst fyrir ál. 13.2.2007 15:38
Þjóðin getur tekið í stóriðjubremsuna Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu voru til umræðu á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagðist vona að málið kæmi til kasta í kosningum: "Þjóðin getur tekið í bremsuna í maí." Steingrímur talaði hart gegn stóriðjuáformum ríkisstjórnarinnar og sagði að þjóðin myndi rísa upp gegn ofnotkun á landinu; "Það þarf ekki að færa þessar fórnir." 13.2.2007 15:31
Spurningum Gests frestað Dómari í Baugsmálinu ákvað að fresta spurningum Gests Jónssonar til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vegna 17. ákæruliðar í Baugsmálinu. Sá liður felur í sér meiri háttar bókhaldsbrot Baugs vegna Kaupþings í Luxemborg á árinu 1999. Þótti Arngrími Ísberg dómara eðlilegt að taka þær spurningar samhliða öðrum ákæruliðum síðar. 13.2.2007 15:07
Leikfélag Akureyrar styrkt um 322 milljónir Akureyrarbær undirritaði í dag samning um styrk til Leikfélags Akureyrar um 322 milljónir á næstu þremur árum. Styrkurinn er hluti af samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins um samstarf í menningarmálum. Stefnt er að auknu umfangi í starfsemi leikhússins frá og með árinu 2009 með fjölgun uppsetninga m.a. í nýju menningarhúsi. 13.2.2007 14:28
Fjórir mánuðir fyrir vörslu amfetamíns Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Amfetamínið fannst þegar lögregla gerði húsleit á heimili mannsins og fann tæplega 120 grömm af efninu. Ákærði játaði brotið en hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. 13.2.2007 13:30
Hafin yfir eigin lög og reglur Svo virðist sem Farþegaflutningar Flugmálastjórnar séu að minnsta kosti siðlausir, ef ekki ólöglegir, segir ritstjóri fréttabréfs Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Elmar Gíslason ritstjóri fjallar um málið vegna óhapps sem varð á Reykjavíkurflugvelli nýverið, þegar vél hlekktist á með sex farþega Flugstoða um borð. 13.2.2007 13:15
Spenna á milli saksóknara og Jóns Ásgeirs í morgun Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. 13.2.2007 12:50
Fagnar fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum Undirbúningsfélag um Vaðlaheiðargöng fagnar því að ríkisvaldið hafi ákveðið viðræður við heimamenn um gerð ganganna. Ljóst er þó að göngin verða ekki tilbúin fyrr en 2011-2012. 13.2.2007 12:45
HR í Öskjuhlíð Þrjátíu þúsund fermetra bygging Háskólans í Reykjavík verður risin við rætur Öskjuhlíðar árið 2010. Samningar milli Háskólans, Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur voru undirritaðir nú fyrir hádegi. 13.2.2007 12:30
Geta höfðað skaðabótamál Mennirnir, sem dvöldust sem drengir á Breiðavík, geta allir höfðað skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu, segir hæstaréttarlögmaður. Hún segir ekki reyna á hvort málin séu fyrnd nema ríkið vilji beita því fyrir sig í vörn sinni. 13.2.2007 12:21
Ók á ljósastaur á Miklubraut Töluverðar tafir urðu á umferð á Miklubraut við Lönguhlíð um klukkan tíu í morgun. Fólksbíl var ekið á ljósastaur og loka þurfti veginum á meðan lögregla athafnaði sig á staðnum. Ekki urðu alvarleg slys á fólki og var Miklabrautin opnuð aftur fyrir ellefu. 13.2.2007 12:10
Á ekki að snúast um allsherjar refsigleði Forystumenn Samtaka atvinnulífsins gagnrýna harðlega fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum og segja að refsigleði hafi ráðið för við samningu þeirra. Þá múlbindi frumvarpið forráðamenn samtakanna, þar sem skoðanir þeirra mætti túlka sem óeðlileg afskipti af samkeppni. 13.2.2007 12:00
Áfallateymi fyrir skjólstæðinga Byrgis og Breiðavíkur Sett verður á laggirnar sérstakt áfallateymi á Landspítalanum fyrir fyrrum skjólstæðinga Byrgisins auk þess sem mennirnir sem vistaðir voru að Breiðavík sem börn munu fá greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd sem hefur það hlutverk að kanna barnaheimili sem rekin voru 1950-1980. 13.2.2007 11:53
Klamydíutilfellum fjölgar Klamydíutilfellum fjölgaði hér á landi á síðasta ári. Á vef Landlæknisembættisins kemur fram að alls hafi greinst 1729 tilfelli í fyrra en árið 2005 voru þau 1622. 13.2.2007 11:51
Útilokar ekki frekari frávísun Arngrímur Ísberg dómari í Baugsmálinu útilokaði ekki frekari frávísun ákæruliða þegar Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar krafðist útskýringa á ákæruatriði. Arngrímur taldi skýrleika lykilinn að því að fækka vitnum á vitnalistanum sem telur rúmlega eitt hundrað manns. 13.2.2007 11:40
Nýr aðstoðarforstjóri OR Hjörleifur Kvaran hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og mun starfa við hlið Guðmundar Þóroddssonar forstjóra. Hjörleifur var áður Borgarlögmaður. 13.2.2007 10:10
Landbúnaðarsafn stofnað á Hvanneyri Landbúnaðarsafn Íslands verður sett á laggirnar á Hvanneyri fjórtánda febrúar. Að safninu koma Landbúnaðarháskóli Íslands, sveitarfélagið Borgarbyggð og Bændasamtök Íslands. 13.2.2007 10:02
Sprenging við heimili lögreglumanns upplýst Lögreglan á Blönduósi hefur upplýst um tildrög sprengingar sem varð við heimili lögreglumanns á Skagaströnd í fyrrinótt. Í dag voru handteknir 2 menn á tvítugsaldri vegna gruns um aðild að sprengingunni. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir verknaðinn. 12.2.2007 23:15
Tekinn fyrir of hraðan akstur í reynsluakstri Einn bílstjóri var tekinn fyrir of hraðan akstur við gatnamót Vesturlandsvegs og Suðurlandsvegs klukkan sex í kvöld. Hann var að reynsluaka nýjum Volvo C30 og svo virðist sem hann hafi gleymt sér aðeins. Lögregla mældi hann á 135 kílómetra hraða á klukkustund en hámarkshraði þar sem hann var tekinn var 80 kílómetra hraði. Ökumaðurinn má búast við hárri sekt og hugsanlegri tímabundinni sviptingu ökuleyfis. 12.2.2007 22:37
Af hverju er himinninn blár? Margir velta fyrir sér spurningun eins og þessari og svör við þeim er víða að finna. Nú fást þau líka á visir.is, sem hóf í dag samstarf við Vísindavef Háskóla Íslands um birtingu á völdum svörum við margvíslegum spurningum á sviði vísinda og fræða. 12.2.2007 21:15
Stúlkan sem lýst var eftir fundin Kolbrún Sara Runólfsdóttir, stúlkan sem lögregla lét lýsa eftir fyrr í kvöld, er komin fram heil á höldnu. Hún fannst eftir að eftirtektarsamur vegfarandi sem hafði fylgst með fjölmiðlum sá hana. Hún hafði ekki sést í tvo daga. Lögregla vill þakka öllum sem að komu fyrir skjót og góð viðbrögð. 12.2.2007 20:39
Sýndi mikinn kjark og frumkvæði Skyndihjálparmaður ársins 2006 sýndi mikinn kjark og frumkvæði þegar hann bjargaði lífi móður sinnar í fyrrasumar. Almennt er þó mælt með að börn leiti fyrst aðstoðar og aðhafist svo eftir að neyð ber að höndum. 12.2.2007 20:00
Rifist um ábyrgð á alþingi Eignir ríkisins að Efri brú í Grímsnesi verða líklega seldar, að sögn forsætisráðherra, en meðferðarstarf þar verður lagt af. Skipað verður sérstakt áfallateymi til að aðstoða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisins og geðdeild Landspítalans stendur þeim opin. Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar rifust á alþingi í dag um hver bæri mesta ábyrgð í Byrgismálinu. 12.2.2007 19:45
Fjöldi öryrkja kominn á atvinnumarkað Fjöldi öryrkja á Norðurlandi er kominn á atvinnumarkað eftir þátttöku í tilraunaverkefni. Fyrrum óvinnufær einstaklingur þakkaði þetta nýrri nálgun sem vakið hefur athygli fyrir utan landsteinana. 12.2.2007 19:37
Fórnarlömb forstöðumanns Byrgisins fá enga hjálp Aðstandendur stúlknanna úr Byrginu hrópa á hjálp. Móðir einnar þeirra segir tvær í bráðri sjálfsvígshættu en þrjár munu hafa lent í neyslu á nýjan leik. Í gær var einni stúlkunni neitað um áfallahjálp á Landspítalanum með þeim rökum að fórnarlömb forstöðumanns Byrgisins fengju hjálp annars staðar. Sú hjálp hefur þó enn ekki borist. 12.2.2007 19:28
Lögreglan lýsir eftir stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 16 ára gamalli stúlku, Kolbrúnu Söru Runólfsdóttur. Kolbrún er 168 sentímetrar að hæð, dökkhærð, stuttklippt og þéttvaxin. Kolbrún fór að heiman síðla dags, laugardaginn 10. febrúar og hefur ekkert til hennar spurst eftir þann tíma. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir Kolbrúnar Söru eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1100. 12.2.2007 19:10
Kosningalykt af samgönguáætlun Eitthundrað og fimm milljörðum verður varið til vegamála á næstu fjórum árum, þar af verður tæpum tólf milljörðum ráðstafað til tveggja jarðganga, Óshlíðarganga og Héðinsfjarðarganga. Til samanburðar var varið áttatíu milljörðum til vegamála á árunum 2003 til 2006. 12.2.2007 19:00
Sakaður um ólöglega lántöku Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. 12.2.2007 18:30
Þrjátíu og tveir hætta á RÚV Þrjátíu og tveir starfsmenn Ríkisútvarpsins nýttu sér rétt til að fara á biðlaun, við stofnun hlutafélags um útvarpið hinn 1. apríl næstkomandi. Ekki er víst að ráðið verði í allar þessar stöður á nýjan leik. 12.2.2007 18:30
Þjóðarsátt um nýtingu og verndun náttúru Þjóðarsátt, til framtíðar um nýtingu og verndun auðlinda í jörðu, verður tilbúin eftir þrjú ár, segja ráðherrar iðnaðar- og umhverfis. Blekking, segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem telur að stjórnvöld séu að slá ryki í augu almennings nú rétt fyrir kosningar. 12.2.2007 18:30
Sól á Suðurnesjum funda vegna Helguvíkur Samtökin Sól á Suðurnesjum ætla annað kvöld að efna til opins fundar í Saltfisksetrinu í Grindavík til þess að ræða um fyrirhugað álver í Helguvík og tengdar framkvæmdir. Samtökin vilja meina að framkvæmdir vegna álversins muni setja mark sitt á dýrmætar náttúruperlur Grindvíkinga. 12.2.2007 17:27
380 milljarðar til samgöngumála á næstu 11 árum Reiknað er með að rúmlega 380 milljörðum króna verði varið til samgöngumála á árabilinu 2007 til 2018 samkvæmt samgönguáætlun sem kynnt var í dag. Stærstur hluti þess rennur til vegamála, eða 85 prósent, en annað til flug- og siglingamála. 12.2.2007 16:41
HR fær lóð í Vatnsmýrinni Á morgun verður undirritaður samningur í Höfða um lóð fyrir Háskólann í Reykjavík í Vatnsmýrinni. Þá verður einnig undirrituð samstarfsyfirlýsing Reykjavíkurborgar og HR vegna aukins samstarfs í kennslu, þróun og rannsóknum. Markmiðið er að styrkja Háskólann í Reykjavík og efla Reykjavíkurborg sem alþjóðlega háskólaborg. 12.2.2007 16:30