Fleiri fréttir Breytinga þörf á Akureyrarflugvelli Akureyrarbær og KEA hafa boðist til þess að reiða fram fé til að hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyrarflugvelli gegn því að ríkið endurgreiði þeim seinna. 15.11.2006 22:05 Þungfært á Öxnadalsheiði Ófært um Víkurskarð og Öxi og þungfært á Öxnadalsheiði. Á Norður og Norðausturlandi er víðast hvar stórhríð. 15.11.2006 21:43 Dómsmálaráðherra svaraði ekki fyrirspurnum um hleranir Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. 15.11.2006 21:25 SUS ályktar um Árna Johnsen Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi í kvöld frá sér ályktun þar sem skorað er á Árna Johnsen að sýna auðmýkt þegar hann talar um þau brot sem hann var sakfelldur fyrir í starfi sínu sem þingmaður. 15.11.2006 19:22 Ekki pláss fyrir Iceland Express í flugafgreiðslunni á Reykjavíkurflugvelli Flugfélag Íslands treystir sér ekki til að þjónusta fyrirhugað innanlandsflug Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli og ber því við að flugafgreiðslan sé of lítil. Framkvæmdastjóri Iceland Express segir brýnt að samgöngumiðstöð verði reist á vellinum. 15.11.2006 19:05 Líknarsamtök fá 20% af sölu Líknarsamtök, eins Samhjálp og Fjölskylduhjálpin, fá í sinn hlut 20% af sölu hljóð- og mynddiska sem seldir eru í símasölu í þeirra nafni. Fyrirækið BM ráðgjöf sem sér um sölustarfið segir að tap hafi verið á þessu starfi þrátt fyrir þessi hlutaskipti. 15.11.2006 18:52 Vatnsaflsvirkjanir á Íslandi afturkræfar Allar vatnsaflsvirkjanir landsins eru afturkræfar, einnig Kárahnjúkavirkjun og Hálslón. Þetta er mat Birgis Jónssonar, dósents við verkfræðideild Háskóla Íslands. Flest virkjunarlón séu á fornum lónsbotni, sem ræstist fram. Þetta sé sönnun þess að lónin séu afturkræf því komandi kynslóðir geti á sama hátt tæmt manngerð lón. 15.11.2006 18:26 Ekki á döfinni að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði við utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að það væri ekki útilokað að flugstarfssemi Landhelgisgæslunnar verði flutt til Keflavíkur. Sagði hann þó að það væri ekki forgangsverkefni og að nú væri mikilvægasta verkefnið að huga að ytri umgjörð starfssemi Landhelgisgæslunnar. 15.11.2006 18:23 Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar afhent í þriðja sinn Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar voru afhent í þriðja skipti við athöfn á Hótel Holti í dag, miðvikudaginn 15. nóvember. Landnámssetur Íslands hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir vel útfærðar og vandaðar sýningar sem efla ímynd Íslands og eru til þess fallnar að efla ferðaþjónustu utan hins hefðbundna tímabils. 15.11.2006 18:01 Verið að endurskoða reglur um flutning fanga Lögreglan leitar enn Ívars Smára Guðmundssonar fanga af Litla Hrauni sem strauk í gær frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Fangelsismálastjóri segir að ekki hafi verið talin ástæða til að hafa fangann í handjárnum. Reglur um flutning fanga eru nú í endurskoðun. 15.11.2006 16:50 Rektor Bifrastar hlaut umbeðinn stuðning Um sjötíu prósent viðstaddra nemenda og starfsfólks í Háskólanum á Bifröst lýsti í dag yfir stuðningi við Runólf Ágústsson, rektor skólans. Atkvæðagreiðslan fór fram á fundi, sem haldinn var rétt í þessu á háskólasvæðinu á Bifröst, vegna óánægju sem verið hefur verið innan skólans með störf rektors. 15.11.2006 16:28 Um tvö hundruð hafa svarað kalli Blóðbankans Um tvö hundruð manns hafa svarað kalli Blóðbankans og gefið blóð í dag en skortur hefur verið á blóði í bankanum. Sigríður Ósk Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum, segir starfsfólk þakklát fyrir góð viðbrögð en enn vanti þó blóð. 15.11.2006 16:15 Kosið um hvort rektor hafi stuðning Nemendur og stjórnendur Háskólans á Bifröst funda nú vegna óánægju sem verið hefur með störf Runólfs Ágústssonar, rektors skólans. Að tillögu rektors er nú verið að greiða atkvæði um það hvort rektor njóti fulls stuðnings nemenda. 15.11.2006 15:36 Dómsmálaráðherra neitaði að svara fyrirspurn á Alþingi Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var gagnrýndur á Alþingi í dag þegar hann neitaði að svara fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Kristinn vildi vita hversu oft símar Alþingismanna hafi verið hleraðir fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda, hvenær það hafi gerst, hverjir hafi verið hleraðir og hver ástæðan var fyrir hleruninni. 15.11.2006 15:17 Síminn breytir farsímagjöldum til Íslands Síminn ætlar að breyta verði á símtölum til Íslands, úr farsímum, í næsta mánuði. Viðskiptavinir Símans greiða þá 137 króna tengigjald í upphafi en eftir það 11 krónur á mínútuna sem er innanlandstaxti. 15.11.2006 15:01 Deilt á rektor á Bifröst Boðað hefur verið til fundar nemenda og starfsfólks Háskólans á Bifröst nú klukkan þrjú og hefur kennsla verið felld niður í skólanum á meðan. Nokkur óánægja hefur verið innan skólans með störf Runólfs Ágústssonar rektor skólans. 15.11.2006 14:58 Rætt um umferðaröryggi á Kjalarnesi Vegargerðin mun á næstu vikum leggja fram tillögur um úrbætur til að auka umferðaröryggi á Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Tillögurnar fela meðal annars í sér breikkun vegarins á köflum. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, lýsti þessu yfir þegar rætt var um umferðaröryggi á Kjalarnesi í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 15.11.2006 14:52 Orðrómi eytt um Pólverja á Vellinum Sá orðrómur að tugir pólskra verkamanna séu sestir að í íbúðablokkum þeim sem Varnarliðið átti á Keflavíkurflugvelli, er ekki á rökum reistur, segir Magnús Gunnarsson, formaður stjórnar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Orðrómur um þetta hefur verið á kreiki síðustu daga. Þetta kemur fram í Víkurfréttum í dag. 15.11.2006 14:43 Alvarlegum slysum fjölgar Alvarlegum slysum hér á landi hefur fjölgað um 43,6% á fyrstu níu mánuðum ársins. Alls hafa tuttugu og fimm látist í tuttugu og þremur banaslysum á árinu. Allt árið í fyrra létust nítján manns í umferðarslysum. 15.11.2006 14:03 Hlíðarfjall opnað um helgina Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli verður opnað á laugardaginn kemur. Flestar lyftur verða í gangi og skíðagöngusvæðið verður opið. Snjór á svæðinu er töluvert meiri en sést hefur á sama árstíma undanfarin ár. Snjókerfi, sem tekið var í notkun í fyrravetur gerir það einnig að verkum að hægt er að opna skíðasvæðið svo snemma. 15.11.2006 13:08 Vinsælt að eiga sumarhús á Spáni Hundruð ef ekki þúsundir Íslendinga eiga nú fasteignir á Spáni. Þeim hefur fjölgað verulega síðustu tvö árin. Á sama tíma fara æ fleiri í hefðbundnar pakkaferðir. 15.11.2006 13:00 Mýrin með mestu aðsókn á Íslandi á þessu ári Kvikmyndin Mýrin er orðin aðsóknarmesta mynd sem sýnd hefur verið í íslenskum kvikmyndahúsum á þessu ári. 65.670 manns hafa séð hana eftir aðeins 27 daga í sýningu í kvikmyndahúsum. Mýrin sló aðsóknarmet Pirates of the Caribbean 2 en 65.368 manns sáu myndina á árinu. Mýrin er einnig eina myndin sem hefur náð að tróna á toppi íslenska bíólistans fjórar vikur í röð 15.11.2006 12:57 Kannað hvort kortaupplýsingar hafi verið nýttar Lögregla rannsakar nú í samvinnu við kortafyrirtæki, hvort mennirnir tveir, sem voru handteknir í Reykjavík á laugardag fyrir að setja upp afritunarbúnað á hraðbanka, hafi nýtt sér upplýsingarnar, eða jafnvel komið þeim úr landi. 15.11.2006 12:30 Stórfoss bætist í flota Eimskipa Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur tekið við nýju frystiskipi í Noregi. Lára Konráðsdóttir gaf því nafnið Stórfoss, en með tilkomu þess bætir félagið siglingaáætlun sína frá Noregi til Bretlands, Belgíu og Hollands. Skipið er óvenju hraðskreitt, gengur á 16 mílum, og er þannig hannað að lestun og losun tekur talsvert skemmri tíma en venja er. 15.11.2006 12:30 Vantar lengri flugbraut á Akureyri hið snarasta Akureyrarbær og KEA hafa boðið flýtifjármögnun til að hægt sé að lengja brautina á Akureyrarflugvelli. Millilandaflug Iceland Express er í uppnámi vegna ófullnægjandi aðstöðu. 15.11.2006 12:15 Rafmagn komið aftur á í Kjós Rafmagn er aftur komið á Kjósina, en rafmagnstruflanir urðu á dreifikerfi sunnan Skarðsheiðar þegar unnið var að viðgerð og á allt að vera komið í lag aftur. Ekki er vitað annað en að allir notendur séu komnir með rafmagn á þessari stundu. 15.11.2006 11:56 Fara á yfir reglur um fangaflutninga Lögreglan í Reykjavík leitar enn að Ívari Smára Guðmundssyni, tuttugu og sex ára fanga, sem strauk frá lögreglumönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Lögreglan telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur en hann hefur sætt ákæru fyrir líkamsárás. Fangelsismálastjóri ætlar í dag að funda með forstöðumönnum fangelsanna og fara yfir reglur um fangaflutninga. 15.11.2006 11:44 Humarsúpa Sægreifans í New York Times Í sunnudagsblaði New York Times var fjallað afar vinsamlega um humarsúpu Sægreifans, sem Kjartan Halldórsson rekur við Reykjavíkurhöfn. Blaðið lýsti súpunni sem erkitýpískri og sagði hana hreina og beina, þjóðlega, algerlega svikalausa og það fyrsta sem menn skyldu fá sér þegar þeir kæmu í bæinn. 14.11.2006 22:18 Bílaumboð eiga ekki að hvetja til utanvegaaksturs Bílaumboð eiga að sjá sóma sinn í því að taka auglýsingar sínar, sem hvetja til utanvegaaksturs, úr umferð. Þetta segir framkvæmdastjóri Landverndar. 14.11.2006 22:13 Sendiherra segir árás hafa verið mistök Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. 14.11.2006 21:11 Jólin kosta þjóðina átta milljarða króna Jólin kosta þjóðina átta milljarða króna, fyrir utan virðisaukaskatt, ef spá Rannsóknarseturs verslunarinnar gengur eftir. Átta milljarðar samsvara því að hvert mannsbarn eyði um þrjátíu þúsund krónum, með virðisaukaskatti, í jólin á þessu ári. 14.11.2006 20:08 Stjórnvöld verða að taka á málefnum innflytjenda segja Vinstri grænir og Samfylkingin Farsæl aðlögun og barátta gegn fordómum hefst ekki án atbeina stjórnvalda en þetta kemur fram í framkvæmdaáætlun um málefni innflytenda sem borgarstjórnarflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar kynntu í dag. 14.11.2006 20:02 Áætlun í málefnum innflytjenda Farsæl aðlögun og barátta gegn fordómum hefst ekki án atbeina stjórnvalda, segir í framkvæmdaáætlun um málefni innflytenda sem borgarstjórnarflokkar vinstri grænna og Samfylkingarinnar kynntu í dag. 14.11.2006 17:41 Stjórn Samtaka iðnaðarins sendir frá sér tilkynningu vegna kaupa Íslandspósts hf. á Samskiptum ehf. Stjórn Samtaka iðnaðarins sendi í dag frá sér tilkynningu vegna kaupa Íslandspósts hf. á Samskiptum ehf. Segir í tilkynningunni að stjórnin ítreki þá stefnu sína að ríkið eigi að draga sig af markaði þar sem rekstur er allt eins vel eða betur kominn í höndum einkaaðila. 14.11.2006 17:30 Krónan veikist Gengi íslensku krónunnar veiktist um 2,3% í dag. Krónan hefur veikst um þrjú prósent á síðustu tveimur dögum og styrking síðustu sex vikna hefur því gengið til baka á aðeins þessum tveimur dögum. Í Hálf fimm fréttum greiningadeildar KB-banka segir að svo virðist sem að 4-5 mánaða nær samfelld styrking krónunnar sé nú rofin. 14.11.2006 17:16 Ríkisstjórnin eflir íslenska kvikmyndagerð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í dag ásamt fulltrúum samtaka kvikmyndagerðarmanna samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. 14.11.2006 17:06 Hægt að banna ungum ökumönnum að aka á tilteknum tímum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Frumvarpið felur það í sér að hægt verður að gera ökutæki upptæk ef ökumaður gerist sekur um gróf og endurtekin brot á umferðarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að settar verði reglur um stigskipt ökuskírteini. Heimilt verður þannig að banna yngri ökumönnum að aka á bifreið á tilteknum tíma sólarhrings, takmarka farþegafjölda þeirra og takmarka vélarafl ökutækjanna sem þeir stýra. 14.11.2006 16:51 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Ívari Smára Guðmundssyni. Lögregla telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur og er fólk hvatt til að vera á varðbergi. Ívar er refsifangi af Litla Hrauni og er að afplána 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Hann strauk frá fangaflutningsmönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur um kl. 15:00 í dag. Hann var klæddur í svartan stuttermabol og græna hettupeysu þegar hann hljóp frá fangaflutningsmönnum. Ívar er 26 ára gamall. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ívars eru vinsamlega beðnir um hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1000. 14.11.2006 16:51 Gekk ítrekað í skrokk á barnsmóður sinni Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonu sína og barnsmóður. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir húsbrot, brot á nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Hann var sýknaður af vopnalagabroti. 14.11.2006 16:30 Taka á upp svartlista Evrópusambandsins á flugrekstraraðilum Innleiða á reglur um svartlista Evrópusambandsins á flugrekstraraðilum. Svartlistarnir fela í sér bann við flugi einstakra flugrekenda eða bann á öllu flugi frá einstökum ríkjum. 14.11.2006 16:18 Lækjargata lokuð til norðurs vegna framkvæmda Lækjargata verður lokuð til norðurs við Hverfisgötu næstu tíu dagana vegna framkvæmda. Lokað verður í fyrramáli klukkan tíu. 14.11.2006 15:52 365 mótmæla frumvarpi um Ríkisútvarpið Fjölmiðlafyrirtækið 365 mótmælir frumvarpi um Ríkisútvarpið sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. 365 rekur meðal annars NFS. Í formlegri umsögn um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið sem 365 hefur sent Alþingi segir meðal annars að með lögfestingu frumvarpsins telji 365 að enn frekar verði aukið á forskot RÚV á íslenskum markaði ljósvakamiðla og um leið vegið að starfsemi einkarekinna fjölmiðla. Að mati 365 er sú stefna í "hróplegu ósamræmi við þjóðfélagsstrauma í íslensku samfélagi og þau sjónarmið um jafnræði sem sífellt hafa fengið meira vægi, m.a. í löggjöf og samningum sem Ísland á aðild að." 14.11.2006 15:35 Sendiherrar fara oft út bakdyramegin Algengt er að sendiherrar erlendra ríkja fari bakdyramegin út úr utanríkisráðuneytinu, að sögn siðameistara þar. 14.11.2006 15:16 Akureyrarbær styrkir Flugsafn Íslands Akureyrarbær og Flugsafn Íslands hafa skrifað undir samning um framlag bæjarins til byggingar safnahúss undir starfsemi safnsins. 14.11.2006 15:04 Þyrlur Gæslunnar að fara frá Höfn Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-Líf og nýja leiguþyrla Gæslunnar, eru nú að leggja af stað frá Höfn í Hornafirði. Þyrlurnar hafa verið þar í viðbragðsstöðu vegna erlends flutningaskips, sem lenti í háska rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu, þegar aðalvél þess bilaði í nótt. Skipið siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar þangað sem skipið er væntanlegt klukkan sex í kvöld. 14.11.2006 14:47 Sjá næstu 50 fréttir
Breytinga þörf á Akureyrarflugvelli Akureyrarbær og KEA hafa boðist til þess að reiða fram fé til að hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyrarflugvelli gegn því að ríkið endurgreiði þeim seinna. 15.11.2006 22:05
Þungfært á Öxnadalsheiði Ófært um Víkurskarð og Öxi og þungfært á Öxnadalsheiði. Á Norður og Norðausturlandi er víðast hvar stórhríð. 15.11.2006 21:43
Dómsmálaráðherra svaraði ekki fyrirspurnum um hleranir Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. 15.11.2006 21:25
SUS ályktar um Árna Johnsen Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi í kvöld frá sér ályktun þar sem skorað er á Árna Johnsen að sýna auðmýkt þegar hann talar um þau brot sem hann var sakfelldur fyrir í starfi sínu sem þingmaður. 15.11.2006 19:22
Ekki pláss fyrir Iceland Express í flugafgreiðslunni á Reykjavíkurflugvelli Flugfélag Íslands treystir sér ekki til að þjónusta fyrirhugað innanlandsflug Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli og ber því við að flugafgreiðslan sé of lítil. Framkvæmdastjóri Iceland Express segir brýnt að samgöngumiðstöð verði reist á vellinum. 15.11.2006 19:05
Líknarsamtök fá 20% af sölu Líknarsamtök, eins Samhjálp og Fjölskylduhjálpin, fá í sinn hlut 20% af sölu hljóð- og mynddiska sem seldir eru í símasölu í þeirra nafni. Fyrirækið BM ráðgjöf sem sér um sölustarfið segir að tap hafi verið á þessu starfi þrátt fyrir þessi hlutaskipti. 15.11.2006 18:52
Vatnsaflsvirkjanir á Íslandi afturkræfar Allar vatnsaflsvirkjanir landsins eru afturkræfar, einnig Kárahnjúkavirkjun og Hálslón. Þetta er mat Birgis Jónssonar, dósents við verkfræðideild Háskóla Íslands. Flest virkjunarlón séu á fornum lónsbotni, sem ræstist fram. Þetta sé sönnun þess að lónin séu afturkræf því komandi kynslóðir geti á sama hátt tæmt manngerð lón. 15.11.2006 18:26
Ekki á döfinni að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði við utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að það væri ekki útilokað að flugstarfssemi Landhelgisgæslunnar verði flutt til Keflavíkur. Sagði hann þó að það væri ekki forgangsverkefni og að nú væri mikilvægasta verkefnið að huga að ytri umgjörð starfssemi Landhelgisgæslunnar. 15.11.2006 18:23
Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar afhent í þriðja sinn Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar voru afhent í þriðja skipti við athöfn á Hótel Holti í dag, miðvikudaginn 15. nóvember. Landnámssetur Íslands hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir vel útfærðar og vandaðar sýningar sem efla ímynd Íslands og eru til þess fallnar að efla ferðaþjónustu utan hins hefðbundna tímabils. 15.11.2006 18:01
Verið að endurskoða reglur um flutning fanga Lögreglan leitar enn Ívars Smára Guðmundssonar fanga af Litla Hrauni sem strauk í gær frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Fangelsismálastjóri segir að ekki hafi verið talin ástæða til að hafa fangann í handjárnum. Reglur um flutning fanga eru nú í endurskoðun. 15.11.2006 16:50
Rektor Bifrastar hlaut umbeðinn stuðning Um sjötíu prósent viðstaddra nemenda og starfsfólks í Háskólanum á Bifröst lýsti í dag yfir stuðningi við Runólf Ágústsson, rektor skólans. Atkvæðagreiðslan fór fram á fundi, sem haldinn var rétt í þessu á háskólasvæðinu á Bifröst, vegna óánægju sem verið hefur verið innan skólans með störf rektors. 15.11.2006 16:28
Um tvö hundruð hafa svarað kalli Blóðbankans Um tvö hundruð manns hafa svarað kalli Blóðbankans og gefið blóð í dag en skortur hefur verið á blóði í bankanum. Sigríður Ósk Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum, segir starfsfólk þakklát fyrir góð viðbrögð en enn vanti þó blóð. 15.11.2006 16:15
Kosið um hvort rektor hafi stuðning Nemendur og stjórnendur Háskólans á Bifröst funda nú vegna óánægju sem verið hefur með störf Runólfs Ágústssonar, rektors skólans. Að tillögu rektors er nú verið að greiða atkvæði um það hvort rektor njóti fulls stuðnings nemenda. 15.11.2006 15:36
Dómsmálaráðherra neitaði að svara fyrirspurn á Alþingi Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var gagnrýndur á Alþingi í dag þegar hann neitaði að svara fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Kristinn vildi vita hversu oft símar Alþingismanna hafi verið hleraðir fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda, hvenær það hafi gerst, hverjir hafi verið hleraðir og hver ástæðan var fyrir hleruninni. 15.11.2006 15:17
Síminn breytir farsímagjöldum til Íslands Síminn ætlar að breyta verði á símtölum til Íslands, úr farsímum, í næsta mánuði. Viðskiptavinir Símans greiða þá 137 króna tengigjald í upphafi en eftir það 11 krónur á mínútuna sem er innanlandstaxti. 15.11.2006 15:01
Deilt á rektor á Bifröst Boðað hefur verið til fundar nemenda og starfsfólks Háskólans á Bifröst nú klukkan þrjú og hefur kennsla verið felld niður í skólanum á meðan. Nokkur óánægja hefur verið innan skólans með störf Runólfs Ágústssonar rektor skólans. 15.11.2006 14:58
Rætt um umferðaröryggi á Kjalarnesi Vegargerðin mun á næstu vikum leggja fram tillögur um úrbætur til að auka umferðaröryggi á Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Tillögurnar fela meðal annars í sér breikkun vegarins á köflum. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, lýsti þessu yfir þegar rætt var um umferðaröryggi á Kjalarnesi í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 15.11.2006 14:52
Orðrómi eytt um Pólverja á Vellinum Sá orðrómur að tugir pólskra verkamanna séu sestir að í íbúðablokkum þeim sem Varnarliðið átti á Keflavíkurflugvelli, er ekki á rökum reistur, segir Magnús Gunnarsson, formaður stjórnar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Orðrómur um þetta hefur verið á kreiki síðustu daga. Þetta kemur fram í Víkurfréttum í dag. 15.11.2006 14:43
Alvarlegum slysum fjölgar Alvarlegum slysum hér á landi hefur fjölgað um 43,6% á fyrstu níu mánuðum ársins. Alls hafa tuttugu og fimm látist í tuttugu og þremur banaslysum á árinu. Allt árið í fyrra létust nítján manns í umferðarslysum. 15.11.2006 14:03
Hlíðarfjall opnað um helgina Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli verður opnað á laugardaginn kemur. Flestar lyftur verða í gangi og skíðagöngusvæðið verður opið. Snjór á svæðinu er töluvert meiri en sést hefur á sama árstíma undanfarin ár. Snjókerfi, sem tekið var í notkun í fyrravetur gerir það einnig að verkum að hægt er að opna skíðasvæðið svo snemma. 15.11.2006 13:08
Vinsælt að eiga sumarhús á Spáni Hundruð ef ekki þúsundir Íslendinga eiga nú fasteignir á Spáni. Þeim hefur fjölgað verulega síðustu tvö árin. Á sama tíma fara æ fleiri í hefðbundnar pakkaferðir. 15.11.2006 13:00
Mýrin með mestu aðsókn á Íslandi á þessu ári Kvikmyndin Mýrin er orðin aðsóknarmesta mynd sem sýnd hefur verið í íslenskum kvikmyndahúsum á þessu ári. 65.670 manns hafa séð hana eftir aðeins 27 daga í sýningu í kvikmyndahúsum. Mýrin sló aðsóknarmet Pirates of the Caribbean 2 en 65.368 manns sáu myndina á árinu. Mýrin er einnig eina myndin sem hefur náð að tróna á toppi íslenska bíólistans fjórar vikur í röð 15.11.2006 12:57
Kannað hvort kortaupplýsingar hafi verið nýttar Lögregla rannsakar nú í samvinnu við kortafyrirtæki, hvort mennirnir tveir, sem voru handteknir í Reykjavík á laugardag fyrir að setja upp afritunarbúnað á hraðbanka, hafi nýtt sér upplýsingarnar, eða jafnvel komið þeim úr landi. 15.11.2006 12:30
Stórfoss bætist í flota Eimskipa Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur tekið við nýju frystiskipi í Noregi. Lára Konráðsdóttir gaf því nafnið Stórfoss, en með tilkomu þess bætir félagið siglingaáætlun sína frá Noregi til Bretlands, Belgíu og Hollands. Skipið er óvenju hraðskreitt, gengur á 16 mílum, og er þannig hannað að lestun og losun tekur talsvert skemmri tíma en venja er. 15.11.2006 12:30
Vantar lengri flugbraut á Akureyri hið snarasta Akureyrarbær og KEA hafa boðið flýtifjármögnun til að hægt sé að lengja brautina á Akureyrarflugvelli. Millilandaflug Iceland Express er í uppnámi vegna ófullnægjandi aðstöðu. 15.11.2006 12:15
Rafmagn komið aftur á í Kjós Rafmagn er aftur komið á Kjósina, en rafmagnstruflanir urðu á dreifikerfi sunnan Skarðsheiðar þegar unnið var að viðgerð og á allt að vera komið í lag aftur. Ekki er vitað annað en að allir notendur séu komnir með rafmagn á þessari stundu. 15.11.2006 11:56
Fara á yfir reglur um fangaflutninga Lögreglan í Reykjavík leitar enn að Ívari Smára Guðmundssyni, tuttugu og sex ára fanga, sem strauk frá lögreglumönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Lögreglan telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur en hann hefur sætt ákæru fyrir líkamsárás. Fangelsismálastjóri ætlar í dag að funda með forstöðumönnum fangelsanna og fara yfir reglur um fangaflutninga. 15.11.2006 11:44
Humarsúpa Sægreifans í New York Times Í sunnudagsblaði New York Times var fjallað afar vinsamlega um humarsúpu Sægreifans, sem Kjartan Halldórsson rekur við Reykjavíkurhöfn. Blaðið lýsti súpunni sem erkitýpískri og sagði hana hreina og beina, þjóðlega, algerlega svikalausa og það fyrsta sem menn skyldu fá sér þegar þeir kæmu í bæinn. 14.11.2006 22:18
Bílaumboð eiga ekki að hvetja til utanvegaaksturs Bílaumboð eiga að sjá sóma sinn í því að taka auglýsingar sínar, sem hvetja til utanvegaaksturs, úr umferð. Þetta segir framkvæmdastjóri Landverndar. 14.11.2006 22:13
Sendiherra segir árás hafa verið mistök Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. 14.11.2006 21:11
Jólin kosta þjóðina átta milljarða króna Jólin kosta þjóðina átta milljarða króna, fyrir utan virðisaukaskatt, ef spá Rannsóknarseturs verslunarinnar gengur eftir. Átta milljarðar samsvara því að hvert mannsbarn eyði um þrjátíu þúsund krónum, með virðisaukaskatti, í jólin á þessu ári. 14.11.2006 20:08
Stjórnvöld verða að taka á málefnum innflytjenda segja Vinstri grænir og Samfylkingin Farsæl aðlögun og barátta gegn fordómum hefst ekki án atbeina stjórnvalda en þetta kemur fram í framkvæmdaáætlun um málefni innflytenda sem borgarstjórnarflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar kynntu í dag. 14.11.2006 20:02
Áætlun í málefnum innflytjenda Farsæl aðlögun og barátta gegn fordómum hefst ekki án atbeina stjórnvalda, segir í framkvæmdaáætlun um málefni innflytenda sem borgarstjórnarflokkar vinstri grænna og Samfylkingarinnar kynntu í dag. 14.11.2006 17:41
Stjórn Samtaka iðnaðarins sendir frá sér tilkynningu vegna kaupa Íslandspósts hf. á Samskiptum ehf. Stjórn Samtaka iðnaðarins sendi í dag frá sér tilkynningu vegna kaupa Íslandspósts hf. á Samskiptum ehf. Segir í tilkynningunni að stjórnin ítreki þá stefnu sína að ríkið eigi að draga sig af markaði þar sem rekstur er allt eins vel eða betur kominn í höndum einkaaðila. 14.11.2006 17:30
Krónan veikist Gengi íslensku krónunnar veiktist um 2,3% í dag. Krónan hefur veikst um þrjú prósent á síðustu tveimur dögum og styrking síðustu sex vikna hefur því gengið til baka á aðeins þessum tveimur dögum. Í Hálf fimm fréttum greiningadeildar KB-banka segir að svo virðist sem að 4-5 mánaða nær samfelld styrking krónunnar sé nú rofin. 14.11.2006 17:16
Ríkisstjórnin eflir íslenska kvikmyndagerð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í dag ásamt fulltrúum samtaka kvikmyndagerðarmanna samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. 14.11.2006 17:06
Hægt að banna ungum ökumönnum að aka á tilteknum tímum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Frumvarpið felur það í sér að hægt verður að gera ökutæki upptæk ef ökumaður gerist sekur um gróf og endurtekin brot á umferðarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að settar verði reglur um stigskipt ökuskírteini. Heimilt verður þannig að banna yngri ökumönnum að aka á bifreið á tilteknum tíma sólarhrings, takmarka farþegafjölda þeirra og takmarka vélarafl ökutækjanna sem þeir stýra. 14.11.2006 16:51
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Ívari Smára Guðmundssyni. Lögregla telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur og er fólk hvatt til að vera á varðbergi. Ívar er refsifangi af Litla Hrauni og er að afplána 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Hann strauk frá fangaflutningsmönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur um kl. 15:00 í dag. Hann var klæddur í svartan stuttermabol og græna hettupeysu þegar hann hljóp frá fangaflutningsmönnum. Ívar er 26 ára gamall. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ívars eru vinsamlega beðnir um hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1000. 14.11.2006 16:51
Gekk ítrekað í skrokk á barnsmóður sinni Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonu sína og barnsmóður. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir húsbrot, brot á nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Hann var sýknaður af vopnalagabroti. 14.11.2006 16:30
Taka á upp svartlista Evrópusambandsins á flugrekstraraðilum Innleiða á reglur um svartlista Evrópusambandsins á flugrekstraraðilum. Svartlistarnir fela í sér bann við flugi einstakra flugrekenda eða bann á öllu flugi frá einstökum ríkjum. 14.11.2006 16:18
Lækjargata lokuð til norðurs vegna framkvæmda Lækjargata verður lokuð til norðurs við Hverfisgötu næstu tíu dagana vegna framkvæmda. Lokað verður í fyrramáli klukkan tíu. 14.11.2006 15:52
365 mótmæla frumvarpi um Ríkisútvarpið Fjölmiðlafyrirtækið 365 mótmælir frumvarpi um Ríkisútvarpið sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. 365 rekur meðal annars NFS. Í formlegri umsögn um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið sem 365 hefur sent Alþingi segir meðal annars að með lögfestingu frumvarpsins telji 365 að enn frekar verði aukið á forskot RÚV á íslenskum markaði ljósvakamiðla og um leið vegið að starfsemi einkarekinna fjölmiðla. Að mati 365 er sú stefna í "hróplegu ósamræmi við þjóðfélagsstrauma í íslensku samfélagi og þau sjónarmið um jafnræði sem sífellt hafa fengið meira vægi, m.a. í löggjöf og samningum sem Ísland á aðild að." 14.11.2006 15:35
Sendiherrar fara oft út bakdyramegin Algengt er að sendiherrar erlendra ríkja fari bakdyramegin út úr utanríkisráðuneytinu, að sögn siðameistara þar. 14.11.2006 15:16
Akureyrarbær styrkir Flugsafn Íslands Akureyrarbær og Flugsafn Íslands hafa skrifað undir samning um framlag bæjarins til byggingar safnahúss undir starfsemi safnsins. 14.11.2006 15:04
Þyrlur Gæslunnar að fara frá Höfn Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-Líf og nýja leiguþyrla Gæslunnar, eru nú að leggja af stað frá Höfn í Hornafirði. Þyrlurnar hafa verið þar í viðbragðsstöðu vegna erlends flutningaskips, sem lenti í háska rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu, þegar aðalvél þess bilaði í nótt. Skipið siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar þangað sem skipið er væntanlegt klukkan sex í kvöld. 14.11.2006 14:47