Innlent

Milljónir sýnishorna á víð og dreif og fáum til gagns

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur verið í bráðabirgðahúsnæði frá árinu 1968 og án fjárveitinga til viðhalds frá árinu 1991, vegna þess að þá hugðust stjórnvöld leysa húsnæðisvanda stofnunarinnar. Rúmlega tvær milljónir sýnishorna í eigu stofnunarinnar eru meira og minna óaðgengileg vísindamönnum, þar sem þau eru geymd í geymsluhúsnæði á fjórum stöðum á landinu.

Náttúrufræðistofnun er til húsa við Hlemm þar sem aðeins er rými fyrir lítið brot af eignum stofnunarinnar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri stofnunarinnar, segir húsakostinn langt í frá viðunandi og nánast verðið það frá árinu 1968, þegar safnið flutti inn í núverandi húsnæði til bráðabirgða. Hann segir að á annan tug stjórnskipaðra nefnda og fjöldi ríkisstjórna hafi sett fram áfrom um að byggja yfir stofnunina. Hún hafi t.d. ekki fengið framlög til viðhalds frá árinu 1991, þegar stjórnvöld ætluðu síðast að byggja yfir safnið.

Ekki er vitað um afdrif 2000 gripa stofnunarinnar sem hent var úr frystigeymslu í Reykjavík í sumar. En verðmæti fálka og arna sem þar voru er á bilinu 15 - 20 milljónir ef þeir hefðu verið uppstopaðir og seldir, sem er ólöglegt samkvæmt íslenkum lögum.

Aðeins lítið brot af gripum og sýnishornum sem tilheyra vísindasafni Náttúrufræðistofnunar er til húsa hjá henni. En Náttúrufræðistofnun á um 2,3 milljónir sýnishorna úr lífríki Íslands. Stofnunin er með sýnishorn í geymslu á um tvö þúsund fermetrum á fjórum stöðum víða um land. Jón Gunnar segir að samkvæmt lögum beri stofnuninni að safna steinum, plöntum og dýrum og gera aðgengileg íslenskum vísindamönnum, en geti það ekki nema að takmörkuðu leyti í dag.

Jón Gunnar segir þær geymslur sem sýnishorn safnsins eru geymd í, langt í frá uppfylla ströngustu skilyrði um aðbúnað fyrir slik söfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×