Fleiri fréttir

Aðeins ein eign á söluskrá á Suðureyri

Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaðnum á Suðureyri að undanförnu og eftirspurnin er orðin meiri heldur en framboðið. Fram kemur á vefnum suðureyri.is að ein eign sé á söluskrá hjá Fasteignasölu Vestfjarða, og ekki sé vitað um leiguíbúð í boði. Alls hafa 12% íbúða í bænum skipt um eigendur á undaförnum mánuðum.

Önnur langreyðurin komin á land í Hvalfirði

Hvalur 9 lagðist nú laust fyrir klukkan þrjú að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirði með aðra langreyðina sem veiðst hefur á þeirri viku sem liðin er frá því að atvinnuveiðar hófust á ný. Við mælingar reyndist skepnan jafnstór þeirri sem veiddist á laugardag, eða 68 fet.

Fimm fengu styrki úr Jafnréttissjóði

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti í dag styrki úr Jafnréttissjóði til fimm rannsókna á sviði jafnréttismála. Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári í tilefni 30 ára afmælis Kvennafrídagsins og er markmiðið með stofnun hans að tryggja að hér á landi verði unnar vandaðar rannsóknir á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, eins og segir á vef félagsmálaráðuneytisins.

Valgerður til Síberíu á fund Norðurskautsráðsins

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun á morgun eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er gestgjafi á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem haldinn verður á fimmtudag. Ráðið er sameiginlegur vettvangur norrænna ríkja, ríkja Norður-Ameríku og Rússlands auk samtaka frumbyggja.

Níu án öryggisbelta í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum sektaði níu ökumenn og farþega í síðustu viku fyrir að nota ekki öryggisbelti. Lögreglumenn segja ökumenn oft bera það fyrir sig að þeir telji sig ekki þurfa að nota öryggisbelti innanbæjar en noti þau alltaf þegar þeir fari upp á land.

Fylgjast sérstaklega með bílbeltanotkun

Algengustu brotin í umferðinni í Reykjavík í gær voru að ökumenn eða farþegar notuðu ekki öryggisbelti. Lögreglumenn á Suðvesturlandi munu næstu daga skoða sérstaklega hvort þau eru notuð en sektir liggja við að nota þau ekki.

Fimm mánuðir fyrir fíkniefnabrot

Tuttugu og fimm ár karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn eftir að lögregla fann um 80 grömm af amfetamíni og 235 grömm af hassi í fórum hans við húsleit.

BSRB fagnar tillögum um lækkun matarverðs

BSRB fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð og lýsir vilja til samstarfs um að farsællega takist til um framkvæmdina. Fram kemur í ályktun sem birt er á heimasíðu bandalagsins að það leggi mikla áherslu á að virða hagsmuni landbúnaðarins og innlendrar afurðarvinnslu við allar kerfisbreytingar sem ráðist er í.

Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur

Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagbrota.

Margbrotnaði á fæti í vinnuslysi

Skipverji af fiskiskipi frá Sauðárkróki sem féll úr stiga og nokkra metra ofan í lest skipsins, þar sem það var statt í Slippstöðinni á Akureyri í nótt hefur verið í aðgerð í allan morgun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann er margbrotinn á hægra fæti eftir fallið. Skipverjar voru að vinna í skipinu við að undirbúa sjósetningu í dag.

Ráðherrar misnotuðu vald sitt með hlerunum

Kjartan Ólafsson segir ljóst að Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein hafi brotið á mannréttindum fólks og misnotað vald sitt, þegar þeir sem dómsmálaráðherrar létu hlera síma Samtaka herstöðvarandstæðinga á sjöunda áratug síðustu aldar. Kjartan hefur fengið afhent gögn um hleranirnar.

Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf.

Magnús Gunnarsson verður formaður stjórnar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. en félaginu er ætlað að leiða þróun og umbreytingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem koma á í arðbær borgaraleg not. Stofnfundur félagsins var haldinn í Reykjanesbæ í morgun í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum.

Grænfriðungar mættir og ætla að kynna baráttuaðferðir sínar

Tveir liðsmenn Grænfriðunga eru komnir til Íslands til að kynna baráttuaðferðir samtakanna geng hvalveiðum Íslendinga. Á morgun ætla samtökin að halda fréttamannafund þar sem farið verður yfir hvaða aðgerðir Grænfriðungar ætla að grípa til á næstu mánuðum til að stöðva hvalveiðar Íslendinga.

Sektaðir fyrir að landa fram hjá vigt

Héraðdómur Reykjaness hefur dæmt tvo menn og útgerðarfyrirtæki á Reykjanesi til að greiða samtals 1,1 milljón króna í sekt fyrir að landa um sex tonnum af þorski fram hjá vigt fyrr á þessu ári.

Bræðsluofn frá fyrrihluta 17. aldar í Steingrímsfirði

Hátt í 400 ára múrsteinshlaðinn bræðsluofn fannst við fornleifauppgröft í Hveravík við Steingrímsfjörð. Fréttavefurinn www.strandir.is greinir frá þessu. Tilgátur eru um að tóftir á Strákatanga við Steingrímsfjörð séu leifar eftir baskneska hvalfangara og styður þessi fundur við þá kenningu sem og munir sem fyrr höfðu fundist.

Hvalur 9 kemur að landi milli tvö og hálfþrjú

Hvalur 9 kemur með aðra langreyðina, sem veiðst hefur eftir að atvinnuveiðar hófust á ný, að landi við Hvalstöðina í Hvalfirði í dag milli klukkan tvö og hálfþrjú. Um leið og báturinn hefur lagst að bryggju verður hafist handa við að draga hvalinn, sem er sagður um 60 fet á lengd, á land.

Vilja auka veg kvenna á Alþingi

Femínistafélag Íslands skorar á stjórnmálaflokka sem ekki hafa myndað sér skýra stefnu um aukinn hlut kvenna á framboðslistum fyrir komandi þingkosningar að hefjast strax handa og veita konum jafnan sess á við karla.

Erlendir ríkisborgar fylla þriðjung nýrra starfa

Erlendir ríkisborgarar hafa fyllt um þriðjung þeirra um það bil níu þúsund starfa sem orðið hafa til á yfirstandandi hagvaxtarskeiði. Til samanburðar urðu til ellefu þúsund ný störf í síðustu uppsveiflu og þá fylltu erlendir ríkisborgarar um fjórðung þeirra. Þetta kemur fram haustsskýrslu Þjóðarbúskaparins sem fjármálaráðuneytið gefur út.

Leita viðskiptatækifæra á Íslandi

Fjölmenn viðskiptasendinefnd frá Nýfundnalandi og Labrador, vel á fjórða tug manna frá 14 fyrirtækjum, kemur til Íslands fyrstu vikuna í nóvember til að leita að viðskiptatækifærum á Íslandi, auk þess að kynna sér menningu og sögu landsins. Fyrirtækin eru misstór og vinna meðal annars á sviði fata- og skartgripahönnunar, bifreiðavarahluta og bókaútgáfu.

Atvinnurekendur leiðrétti launamun kynjanna

Atvinnu- og stjórnmálahópur Femínístafélags Ísland skorar á atvinnurekendur að fylgja landslögum og leiðrétta launamun kynjanna í fyrirtækjum sínum. Þessi áskorun er send í tilefni þess að í dag er liðið ár frá því að rúmlega 50.000 íslenskar konur gengu út af vinnustöðum sínum til að vekja athygli á launamuni kynjanna og krefjast leiðréttingar á honum.

Dagur Sameinuðu þjóðanna í dag

Í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna haldinn hátíðlegur víða um lönd. Ban Ki-moon, sem tekur við embætti framkvæmdastjóra af Kofi Annan í janúar, sagði í ræðu í dag að hann muni leitast við að efla traust á samtökunum og útrýma klofningi. Sigríður Snævarr heldur fyrirlestur í dag hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna um framboð Íslands til öryggisráðsins.

Sól í Straumi gegn stækkun í Straumsvík

Um það bil 150 manns mættu á fund þverpólitísks hóps fóks sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík. Í yfirlýsingu sem undirrituð var á fundinum segir að í vetur þurfi Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um hvort þeir vilji að stækkunin verði leyfð. Ákvörðun Alcans um stækkunina liggur fyrir á næstu mánuðum og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúar kjósa um málið. Rannveig Rist, fostjóri Alcan, segir einnig horft á möguleika í Kanda og Oman.

Vilja Sementsverksmiðjuna í burt

Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra, að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga.

Þúsund bleikar "hundraðkellingar"

Þúsund bleikar hundrað kellingar eru í umferð þessa dagana. Það mun ekki vera myntfölsun á ferð heldur feminískur myndlistargjörningur.

Hafa ekki leyft innfluting hvalkjöts

Áhöfn Hvals níu veiddi aðra langreyði um hundrað og fjörtíu sjómílur út af Snæfellsnesi um klukkan hálf fimm í dag. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Sjálfir vilja þeir ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en frekari stuðningur fæst frá alþjóðasamfélaginu.

Hleranaherbergið sýnt

Lögreglustjórinn í Reykjavík svipti hulunni af hleranaherberginu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í dag.

Örugg lína tryggð milli Nató og Íslands

Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató.

Andstæðingar stækkunar álvers í Straumsvík funda

Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman.

Áhöfn Hvals 9 skýtur aðra langreyði

Áhöfnin á Hval 9 hefur skotið aðra langreyði. Hvalurinn er talinn vera yfir 60 fet og veiddist um 210 sjómílur vestur af Hvalfirði um klukkan hálffimm í dag. Hvalur 9 siglir nú til Hvalfjarðar og kemur þangað um tvöleytið á morgun þar sem hvalurinn verður skorinn.

Fresta því að skerða lífeyri öryrkja

Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót.

Hröð uppbygging í Grafarholti

Íbúar í Grafarholti voru tæplega 4800 í lok ágúst síðastliðins en aðeins eru sex ár síðan farið var að selja byggingarrétt í hverfinu.

Erlendum ferðamönnum fjölgar um sjö prósent milli ára

Erlendum ferðamönnum í Leifsstöð fjölgaði um ríflega 20 þúsund eða um rúm sjö prósent á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. 325 þúsun erlendir ferðamenn fóru um flugstöðina fyrstu níu mánuði þessa árs en þeir voru rúmlega 303 þúsund á sama tíma árið 2005.

Aukin harka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Aukin harka virðist vera hlaupin í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Stjórn flokksins og frambjóðendum barst fyrir helgina nafnlaust bréf þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og kosningastjórn hans voru sökuð um að hafa misnotað aðstöðu sína.

Actavis með þrjú ný samheitalyf í Tyrklandi

Actavis hefur markaðssett þrjú ný lyf í Tyrklandi sem öll verða seld undir eigin merkjum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að um sé að ræða þunglyndislyfið Xenator, blóðþrýstingslyfið Blockace og og ofnæmislyfið Vivafeks.

Hægt verður að greiða með kreditkortum fyrir bílastæði

Bjóða á upp á tímabundin kort og skafmiða til að greiða fyrir bílastæði í miðborginni, auk þess unnt verður að greiða fyrir notkun stæða með kreditkortum. Þetta var ákveðið á fundi Framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar í dag en finna á nýjar leiðir til að auðvelda viðskiptavinum að greiða fyrir bílastæði í miðborginni.

Skýrir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum fyrir starfsbræðrum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Lúxemborg í dag. Þar kynnti hún sjónarmið og forsendur þeirrar ákvörðunar Íslands að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni.

Fjármálaráðherra opnar sundlaug

Á laugardaginn vígði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, í fjarveru heilbrigðisráðherra, nýja 25 metra útisundlaug, ásamt sérhönnuðum nuddpottum á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Bryndís Guðnadóttir, markaðsstjóri HNLFÍ segir á fréttavefnum Suðurland.is, að sund- og baðaðstaðan verði ein sú stærsta og fullkomnasta sem fyrirfinnst hjá fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum hér á landi.

Brotist inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði

Brotist var inn í aðstöðu Rauða krossins í Hveragerði í nótt og þaðan meðal annars stolið fartölvu, skjávarpa og netsímatæki. Segir á vef lögreglunnar að hugsanlega hafi einhverju fleiru verið stolið en verið sé að fara yfir það.

Sjá næstu 50 fréttir