Fleiri fréttir SVÞ svara Guðmundi Ólafssyni prófessor Samtök verslunar og þjónustu harma órökstuddar fullyrðingar Guðmundar Ólafssonar háskólaprófessors um matvöruverslunina vegna lækkunar matvælaverðs og eru þess fullviss að aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu að fullu skila sér til neytenda. Í tilkynningu sem Samtökin sendu frá sér í dag, segir að viðvarandi ótrú Guðmundar á verslunareigendum og fullyrðingar um að lækkun skatta og tolla skili sér ekki til neytenda í lægra vöruverði veki undrun allra þeirra sem þekkja til verslunar á Íslandi. SVÞ telja að verslun í landinu muni kappkosta að láta hverja þá breytingu sem gerð verður á álögðum gjöldum á matvæli endurspeglast í smásöluverði til neytenda. 11.10.2006 13:40 Unnið að frumhönnun nýs húss að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum á réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. 11.10.2006 13:30 Gorbatsjov kemur til landsins í dag Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, lendir á Reykjavíkurflugvelli um klukkan fjögur í dag og kemur til landsins í einkaflugvél Björgólfs Thors Björgólfssonar. 11.10.2006 13:00 Matarpokinn rúmlega helmingi dýrari í Reykjavík en í Danmörku Matarpoki sem keyptur er í Reykjavík er rúmlega helmingi dýrari en ef hann væri keyptur í Danmörku. Ef fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru teknar með í reikningsdæmið er munurinn enn sláandi. 11.10.2006 12:45 Vill verndar- og nýtingaráætlun innan fjögurra ára Auðlindanefnd iðnaðarráðherra legggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. 11.10.2006 12:43 Varnarsamningur undirritaður síðdegis í dag Stefnt er að því sídegis í dag að undirrita í Washington varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru í Bandaríkjunum vegna þessa viðburðar þau Geir Haarde, forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. 11.10.2006 12:30 40 bílbeltalausir ökumenn stöðvaðir í gær Lögreglan stöðvaði 40 ökumenn í gær þar sem þeir óku án bílbelta. Þeir eiga allir von á sekt fyrir athæfið. Einnig voru 25 árekstrar í borginni en í fimm þeirra varð slys á fólki. 11.10.2006 11:37 Jagland í opinberri heimsókn hér á landi Thorbjørn Jagland, forseti norska Stórþingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi ásamt eiginkonu sinni frá og með deginum í dag til 15. október. 11.10.2006 11:23 Gefur kost á sér í 2. sætið Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, gefur kost á sér í 2. sæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Birkir hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins síðan árið 2003. Áður var hann aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, 2000-2003. 11.10.2006 11:04 Flugfélag Íslands hefur flug til Eyja á mánudag Flugfélag Íslands hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta mánudag eftir að samkomulag tókst við Vegagerðina um tíu mánaða samning. Hann verður undirritaður í dag að viðstöddum samgönguráðherra og í honum er gert ráð fyrir þrettán flugferðum milli Reykjavíkur og Eyja í viku. 11.10.2006 10:52 Til foreldra ungra ökumanna 11.10.2006 10:47 Endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn Umferðarstofa og Sjóvá Forvarnahúsið hafa ákveðið að endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn sem Sjóvá hefur staðið fyrir síðastliðinu níu ár. Samstarfssamningur þar að lútandi var undirritaður í gær. 11.10.2006 10:24 Búist við mikilli umferð vegna landsleiks Búist er við mikilli umferð vegna landsleiks Íslendinga og Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglan í Reykjavík beinir því til knattspyrnuáhugamanna að þeir leggi tímanlega af stað og sýni þolinmæði, ekki síst eftir leikinn en þá verður umferðin væntanlega enn þyngri. 11.10.2006 10:14 Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. 10.10.2006 18:45 Ráðherra vill þyngri refsingar fyrir brot gegn valdstjórninni Maður sem skaut af haglabyssu í efri byggðum Reykjavíkur fyrir skömmu mundaði byssuna skammt frá lögreglumönnum sem náðu að yfirbuga hann. Þá var fíkniefnasali handtekinn á föstudag með fullhlaðna skammbyssu. Dómsmálaráðherra vill þyngja refsingar fyrir brot gegn lögreglumönnum. 10.10.2006 18:45 Þögn ríkir meðal stjórnenda Alcan um alvarlega stöðu í starfsmannamálum Rannveig Rist, forstjóri Alcan í Straumsvík, vill ekki tjá sig um starfsmannamál fyrirtækisins, þrátt fyrir alvarlega stöðu, eins og formaður Félags járniðnaðarmanna orðar það. Hann segir ennfremur að þögnin sýni að stjórnendur hafi ekki hreina samvisku. 10.10.2006 18:21 82 nöfn á vitnalista ákæruvaldsins Áttatíu og tvö nöfn eru á vitnalista ákæruvaldsins, sem lagður var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fyrirtöku í Baugsmálinu, í dag. 10.10.2006 17:47 Rifist um konu og hund 10.10.2006 17:08 Ljósmyndasýning frá leiðtogafundi 10.10.2006 16:35 Fjármálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins taldir vanhæfir 10.10.2006 16:30 Baugsmenn kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu 10.10.2006 15:53 Útilokar ekki fleiri rannsóknaleyfi Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, útilokar ekki að rannsóknarleyfi vegna nýrra virkjana verði gefin út áður en kosið verður til alþingis næsta vor. 10.10.2006 13:10 Heimilid í fjáraukalögum Fyrsta umræða um fjáraukalögin fer fram á Alþingi í dag. Í þeim kemur fram að heildartekjur Ríkissjóðs fyrir árið 2006 eru nú 29 milljörðum hærri en áætlað hafði verið og að Ríkið hefur hug á að kaupa Landsvirkjun af sveitarfélögunum. Í endurmati á framvindu og þjóðhagsforsendum er áætlað að tekjur verði 40 milljörðum króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir og gjöld 11 milljörðum hærri. 10.10.2006 13:06 Sími Jóns Baldvins hleraður meðan hann var utanríkisráðherra 10.10.2006 12:23 Tímasetning orkar tvímælis Tímasetning á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð orkar tvímælis segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann er ekki bjartsýnn á að nógu hratt dragi úr þenslu. 10.10.2006 11:56 Umhverfisstofnun er misheppnuð að mati Ríkisendurskoðunar 10.10.2006 11:36 Bandarískt flugmóðurskip til Reykjavíkur Fjörutíuþúsund tonna bandarískt flugmóðurskip kemur til Reykjavíkur í þessari viku, og segir í tilkynningu frá Bandaríska sendiráðinu að það sé í samræmi við samkomulag landanna um að viðhalda og styrkja samstarf í öryggismálum, í kjölfar þess að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli var lokað. 10.10.2006 11:21 Eldur í jeppa við Skúlagötu Eldur kom upp í mannlausum jeppa, sem stóð við Skúlagötu í Reykjavík undir morgun og var slökkvililðið kallað á vettvang til að ráða niðurlögum eldsins. Jeppinn er nýlegur og kannar lögregla meðal annars hvort kveikt hafi verið í honum. 10.10.2006 10:15 Vegagerðin bauð út þrjú verk Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Í gær var boðinn út Veigastaðarvegur, sem er milli Hringvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri. 10.10.2006 10:13 Akureyrarlöggan messar yfir börnum 10.10.2006 10:12 Vetrarfærðin 10.10.2006 10:08 Nýtt 4000 manna verkalýðsfélag 10.10.2006 10:02 Vegagerðin hóf útboð á ný Vegagerðin bauð í dag út þrjú verk. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. 9.10.2006 23:31 Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng lækkaður Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng verður lækkaður úr 14% í 7% þann 1. mars 2007. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. 9.10.2006 22:49 Verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landsins Stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags, Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands, verður um helgina. Um fjögur þúsund manns verða í félaginu sem verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landins. 9.10.2006 21:45 Kristján Þór vill leiða í Norðausturkjördæmi Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Hann er sá þriðji sem lýsir því yfir að hann vilji leiða listann. Kristján tilkynnti þetta á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld. 9.10.2006 21:12 Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um pólitískar njósnir Sjálfstæðisflokkurinn var á Alþingi í dag sakaður um pólitískar njósnir. Formaður Vinstri-grænna segir að gróflega hafi verið brotin mannréttindi á friðarsinnum og vinstri mönnum af pólitískum andstæðingum þeirra og opinbert fé hafi verið misnotað í því skyni. Dómsmálaráðherra kynnti á föstudag fyrir ríkisstjórn og í dag fyrir formönnum þingflokka, tillögur um öryggislögreglu. 9.10.2006 19:46 Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. 9.10.2006 19:31 Breytingarnar munu skerða kjör bænda Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matarverðs, ganga heldur lengra en bændur höfðu búist við. Hann segir tillögurnar skerða kjör bænda verulega. 9.10.2006 18:45 Fjölga þarf plássum að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum við Réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. 9.10.2006 18:45 Sjúkdómsvæðing hegðunarvandamála Hegðunarvandi íslenskra barna hefur margfaldast á síðustu tíu árum, segir deildarstjóri Miðgarðs í Grafarvogi. Nýlegar tillögur heilbrigðisráðherra munu ýta undir sjúkdómsvæðingu hegðunarvandamála barna. 9.10.2006 18:30 Vörugjöldin hverfa og vaskurinn lækkar í 7% Matarreikningur heimilanna lækkar um tugi þúsunda á ári þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matarverð taka gildi. Virðisaukaskattur á allan mat lækkar niður í sjö prósent og vörugjöld heyra sögunni til frá fyrsta mars á næsta ári. 9.10.2006 18:10 Umhverfisstofnun getur gert betur Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. 9.10.2006 18:06 Ríkisútvarpið hættir við að stefna 365 og Góðu fólki Ríkisútvarpið, 365 og Gott fólk hafa gert með sér sátt vegna breytinga og afbökunar á auglýsingum 365 á auglýsingum Ríkisútvarpsins. Í framhaldi af því hefur Ríkisútvarpið afturkallað stefnu sína gegn 365 og Góðu fólki. 9.10.2006 17:45 Aðgerðir vegna uppsagna hjá Alcan Formenn verkalýðsfélaga velta nú fyrir sér aðgerðum vegna þess sem þeir kalla siðlausar uppsagnir hjá Alcan í Straumsvík og undirbúa meðal annars fund með starfsfólki fyrirtækisins. Einn þriggja starfsmanna, sem sagt var upp nú fyrir helgi, segir að kuldi og mannvonska einkenni stjórnarhætti æðstu stjórnarmanna Alcan 9.10.2006 17:42 Sjá næstu 50 fréttir
SVÞ svara Guðmundi Ólafssyni prófessor Samtök verslunar og þjónustu harma órökstuddar fullyrðingar Guðmundar Ólafssonar háskólaprófessors um matvöruverslunina vegna lækkunar matvælaverðs og eru þess fullviss að aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu að fullu skila sér til neytenda. Í tilkynningu sem Samtökin sendu frá sér í dag, segir að viðvarandi ótrú Guðmundar á verslunareigendum og fullyrðingar um að lækkun skatta og tolla skili sér ekki til neytenda í lægra vöruverði veki undrun allra þeirra sem þekkja til verslunar á Íslandi. SVÞ telja að verslun í landinu muni kappkosta að láta hverja þá breytingu sem gerð verður á álögðum gjöldum á matvæli endurspeglast í smásöluverði til neytenda. 11.10.2006 13:40
Unnið að frumhönnun nýs húss að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum á réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. 11.10.2006 13:30
Gorbatsjov kemur til landsins í dag Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, lendir á Reykjavíkurflugvelli um klukkan fjögur í dag og kemur til landsins í einkaflugvél Björgólfs Thors Björgólfssonar. 11.10.2006 13:00
Matarpokinn rúmlega helmingi dýrari í Reykjavík en í Danmörku Matarpoki sem keyptur er í Reykjavík er rúmlega helmingi dýrari en ef hann væri keyptur í Danmörku. Ef fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru teknar með í reikningsdæmið er munurinn enn sláandi. 11.10.2006 12:45
Vill verndar- og nýtingaráætlun innan fjögurra ára Auðlindanefnd iðnaðarráðherra legggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. 11.10.2006 12:43
Varnarsamningur undirritaður síðdegis í dag Stefnt er að því sídegis í dag að undirrita í Washington varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru í Bandaríkjunum vegna þessa viðburðar þau Geir Haarde, forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. 11.10.2006 12:30
40 bílbeltalausir ökumenn stöðvaðir í gær Lögreglan stöðvaði 40 ökumenn í gær þar sem þeir óku án bílbelta. Þeir eiga allir von á sekt fyrir athæfið. Einnig voru 25 árekstrar í borginni en í fimm þeirra varð slys á fólki. 11.10.2006 11:37
Jagland í opinberri heimsókn hér á landi Thorbjørn Jagland, forseti norska Stórþingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi ásamt eiginkonu sinni frá og með deginum í dag til 15. október. 11.10.2006 11:23
Gefur kost á sér í 2. sætið Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, gefur kost á sér í 2. sæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Birkir hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins síðan árið 2003. Áður var hann aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, 2000-2003. 11.10.2006 11:04
Flugfélag Íslands hefur flug til Eyja á mánudag Flugfélag Íslands hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta mánudag eftir að samkomulag tókst við Vegagerðina um tíu mánaða samning. Hann verður undirritaður í dag að viðstöddum samgönguráðherra og í honum er gert ráð fyrir þrettán flugferðum milli Reykjavíkur og Eyja í viku. 11.10.2006 10:52
Endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn Umferðarstofa og Sjóvá Forvarnahúsið hafa ákveðið að endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn sem Sjóvá hefur staðið fyrir síðastliðinu níu ár. Samstarfssamningur þar að lútandi var undirritaður í gær. 11.10.2006 10:24
Búist við mikilli umferð vegna landsleiks Búist er við mikilli umferð vegna landsleiks Íslendinga og Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglan í Reykjavík beinir því til knattspyrnuáhugamanna að þeir leggi tímanlega af stað og sýni þolinmæði, ekki síst eftir leikinn en þá verður umferðin væntanlega enn þyngri. 11.10.2006 10:14
Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. 10.10.2006 18:45
Ráðherra vill þyngri refsingar fyrir brot gegn valdstjórninni Maður sem skaut af haglabyssu í efri byggðum Reykjavíkur fyrir skömmu mundaði byssuna skammt frá lögreglumönnum sem náðu að yfirbuga hann. Þá var fíkniefnasali handtekinn á föstudag með fullhlaðna skammbyssu. Dómsmálaráðherra vill þyngja refsingar fyrir brot gegn lögreglumönnum. 10.10.2006 18:45
Þögn ríkir meðal stjórnenda Alcan um alvarlega stöðu í starfsmannamálum Rannveig Rist, forstjóri Alcan í Straumsvík, vill ekki tjá sig um starfsmannamál fyrirtækisins, þrátt fyrir alvarlega stöðu, eins og formaður Félags járniðnaðarmanna orðar það. Hann segir ennfremur að þögnin sýni að stjórnendur hafi ekki hreina samvisku. 10.10.2006 18:21
82 nöfn á vitnalista ákæruvaldsins Áttatíu og tvö nöfn eru á vitnalista ákæruvaldsins, sem lagður var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fyrirtöku í Baugsmálinu, í dag. 10.10.2006 17:47
Útilokar ekki fleiri rannsóknaleyfi Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, útilokar ekki að rannsóknarleyfi vegna nýrra virkjana verði gefin út áður en kosið verður til alþingis næsta vor. 10.10.2006 13:10
Heimilid í fjáraukalögum Fyrsta umræða um fjáraukalögin fer fram á Alþingi í dag. Í þeim kemur fram að heildartekjur Ríkissjóðs fyrir árið 2006 eru nú 29 milljörðum hærri en áætlað hafði verið og að Ríkið hefur hug á að kaupa Landsvirkjun af sveitarfélögunum. Í endurmati á framvindu og þjóðhagsforsendum er áætlað að tekjur verði 40 milljörðum króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir og gjöld 11 milljörðum hærri. 10.10.2006 13:06
Tímasetning orkar tvímælis Tímasetning á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð orkar tvímælis segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann er ekki bjartsýnn á að nógu hratt dragi úr þenslu. 10.10.2006 11:56
Bandarískt flugmóðurskip til Reykjavíkur Fjörutíuþúsund tonna bandarískt flugmóðurskip kemur til Reykjavíkur í þessari viku, og segir í tilkynningu frá Bandaríska sendiráðinu að það sé í samræmi við samkomulag landanna um að viðhalda og styrkja samstarf í öryggismálum, í kjölfar þess að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli var lokað. 10.10.2006 11:21
Eldur í jeppa við Skúlagötu Eldur kom upp í mannlausum jeppa, sem stóð við Skúlagötu í Reykjavík undir morgun og var slökkvililðið kallað á vettvang til að ráða niðurlögum eldsins. Jeppinn er nýlegur og kannar lögregla meðal annars hvort kveikt hafi verið í honum. 10.10.2006 10:15
Vegagerðin bauð út þrjú verk Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Í gær var boðinn út Veigastaðarvegur, sem er milli Hringvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri. 10.10.2006 10:13
Vegagerðin hóf útboð á ný Vegagerðin bauð í dag út þrjú verk. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. 9.10.2006 23:31
Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng lækkaður Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng verður lækkaður úr 14% í 7% þann 1. mars 2007. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. 9.10.2006 22:49
Verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landsins Stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags, Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands, verður um helgina. Um fjögur þúsund manns verða í félaginu sem verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landins. 9.10.2006 21:45
Kristján Þór vill leiða í Norðausturkjördæmi Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Hann er sá þriðji sem lýsir því yfir að hann vilji leiða listann. Kristján tilkynnti þetta á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld. 9.10.2006 21:12
Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um pólitískar njósnir Sjálfstæðisflokkurinn var á Alþingi í dag sakaður um pólitískar njósnir. Formaður Vinstri-grænna segir að gróflega hafi verið brotin mannréttindi á friðarsinnum og vinstri mönnum af pólitískum andstæðingum þeirra og opinbert fé hafi verið misnotað í því skyni. Dómsmálaráðherra kynnti á föstudag fyrir ríkisstjórn og í dag fyrir formönnum þingflokka, tillögur um öryggislögreglu. 9.10.2006 19:46
Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. 9.10.2006 19:31
Breytingarnar munu skerða kjör bænda Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matarverðs, ganga heldur lengra en bændur höfðu búist við. Hann segir tillögurnar skerða kjör bænda verulega. 9.10.2006 18:45
Fjölga þarf plássum að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum við Réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. 9.10.2006 18:45
Sjúkdómsvæðing hegðunarvandamála Hegðunarvandi íslenskra barna hefur margfaldast á síðustu tíu árum, segir deildarstjóri Miðgarðs í Grafarvogi. Nýlegar tillögur heilbrigðisráðherra munu ýta undir sjúkdómsvæðingu hegðunarvandamála barna. 9.10.2006 18:30
Vörugjöldin hverfa og vaskurinn lækkar í 7% Matarreikningur heimilanna lækkar um tugi þúsunda á ári þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matarverð taka gildi. Virðisaukaskattur á allan mat lækkar niður í sjö prósent og vörugjöld heyra sögunni til frá fyrsta mars á næsta ári. 9.10.2006 18:10
Umhverfisstofnun getur gert betur Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. 9.10.2006 18:06
Ríkisútvarpið hættir við að stefna 365 og Góðu fólki Ríkisútvarpið, 365 og Gott fólk hafa gert með sér sátt vegna breytinga og afbökunar á auglýsingum 365 á auglýsingum Ríkisútvarpsins. Í framhaldi af því hefur Ríkisútvarpið afturkallað stefnu sína gegn 365 og Góðu fólki. 9.10.2006 17:45
Aðgerðir vegna uppsagna hjá Alcan Formenn verkalýðsfélaga velta nú fyrir sér aðgerðum vegna þess sem þeir kalla siðlausar uppsagnir hjá Alcan í Straumsvík og undirbúa meðal annars fund með starfsfólki fyrirtækisins. Einn þriggja starfsmanna, sem sagt var upp nú fyrir helgi, segir að kuldi og mannvonska einkenni stjórnarhætti æðstu stjórnarmanna Alcan 9.10.2006 17:42