Fleiri fréttir Átta þúsund manns tóku á móti Magna Átta þúsund manns tóku á móti söngvaranum Magna Ásgeirssyni í Smáralindinni í dag og ætlaði allt um koll að keyra þegar hann steig á svið. Kappinn vann hugi og hjörtu Íslendinga þegar hann sló í gegn í keppninni Rock Star: Supernova 17.9.2006 18:59 Margrét Frímannsdóttir hættir í stjórnmálum Margrét Frímannsdóttir, þingmaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Þorlákshöfn í dag. 17.9.2006 16:31 Skreytir sig með stolnum fjöðrum Gudrun Schyman forystukona sænska kvennaframboðsins fer með fleipur þegar hún fullyrðir að framboð þeirra sé fyrsta feminíska kvennaframboðið í heiminum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ein af frumkvöðlum íslenska kvennaframboðsins, segir að Gudrun viti betur, enda hafi hún komið hingað til lands fyrir tveimur árum og kynnst frumkvöðlastarfi íslenskra kvennalistakvenna. 17.9.2006 13:30 Margrét að hætta í pólítík? Talið er að Margrét Frímannsdóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar tilkynni á kjördæmaráðsfundi Samfylkingarinnar í dag að hún hætti í pólitík. 17.9.2006 12:39 Lést í umferðaslysi í gær Enn eitt banaslysið varð í gær þegar maður á sextugsaldri varð fyrir bíl rétt utan við Selfoss. Því hafa um tuttugu manns látist í umferðarslysum það sem af er ári. 17.9.2006 12:29 Grænlenski togarinn kominn til hafnar Varðskipið Ægir kom með grænlenska togarann Kingigtok til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun. Togarinn varð vélavana um fjögurhundruð sjómílur suðvestur af Reykjanesi í fyrrinótt. 17.9.2006 10:30 Mikil stemming á Nick Cave Mikil stemning var á tónleikum Nick Cave í Laugardalshöll í gærkvöldi. Nick Cave hefur verið vinsæll meðal Íslendinga í langan tíma enda var uppselt á tónleikana fyrir löngu síðan. 17.9.2006 10:00 Magnús gerir upp við Björgólf Thor Magnús Kristinsson, sem stóð í hörðum átökum við Björgólf Thor Björgólfsson í stjórn Straums-Burðaráss sendir Björgólfi tóninn í blaðagrein í dag. Segir Magnús að rót átakanna sé andstaða hans gegn því að Björgólfur notaði Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni. 17.9.2006 09:51 Sjö teknir fyrir ölvunarakstur Rólegra var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt miðað við þá síðustu. Svo virðist sem gestir borgarinnar hafi hagað sér betur en sama er þó ekki hægt að segja um ökumenn en alls voru sjö kærðir fyrir meinta ölvun við akstur í höfuðborginni. 17.9.2006 09:32 Banaslys á Suðurlandsvegi Banaslys varð um klukkan níu í gærkvöldi á Suðurlandsvegi til móts við afleggjarann að Bollastöðum. Þar varð karlmaður á hesti fyrir bifreið sem ekið var austur veginn og er talið að hann hafi látist samstundis. 17.9.2006 09:07 Sjötíu ár frá því Pourqoui-Pas fórst Sjötíu ár eru í dag liðin frá einu átakanlegasta sjóslysi Íslandssögunnar aðeins einn maður af fjörtíu manna áhöfn komst lífs af þegar rannsóknarskipið Pourqoui-Pas fórst. 16.9.2006 19:15 Íslendingar aðlagist veðurfarsbreytingum Íslendingar þurfa að aðlagast miklum breytingum á veðurfari og lífríki fari svo að hlýnun á Norðurhveli verði hraðari en áður var talið. Fjórtán prósent af íshellu norðurskauts bráðnaði á liðnu ári sem er þrítugföld bráðnun miðað við fyrri ár. Hlýnun á Íslandi kann að verða skammgóður vermir því óttast er að eftir skammt hlýindaskeið skelli hér á fimbulkuldi. 16.9.2006 18:33 Líf og fjör í Biskupstungum Ekki vantaði lífið og fjörið í Biskupstungum í dag þar sem óvenjulegar réttir fóru fram, svo ekki sé meira sagt. Sindri Sindrason skellti sér í réttirnar þar sem hundruð manna voru saman komnir. 16.9.2006 18:29 Krefst aðgangs að hlerunargögnum Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri, hótar málsókn gegn Þjóðskjalasafni og menntamálaráðherra verði honum neitað um að sjá gögn um hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra vísar í þingskipaða sérfræðinefnd sem falið var að meta þessi gögn en Kjartan telur þetta ófullnægjandi svar. 16.9.2006 18:28 Jóhann Ársælsson hættir á þingi í vor Jóhann Ársælsson, fyrsti þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. 16.9.2006 17:06 Varðskipið Ægir sótti vélavana togara Varðskipið Ægir er nú á leið til Reykjavíkur með grænlenska togarann Kingigtok í togi. Togarinn varð vélavana um fjögurhundruð sjómílur suðvestur af Reykjanesi í nótt. 16.9.2006 16:08 Sex fluttir á slysadeild eftir árekstur Sex voru fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum á Breiðholtsbraut við Skógarsel. Meiðsl þeirra eru þó talin minniháttar. 16.9.2006 15:49 Reykvíkingar hvattir til að hjóla og hvíla bílinn Í dag eru Reykvíkinginar hvattir til þess að hjóla saman og hvíla bílinn. Dagurinn er liður í Samgönguvikunni en Reykjavíkurborg tekur nú fjórða árið í röð þátt í Evrópsku Samgönguvikunni. 16.9.2006 14:38 Hraðleið strætó hefst á ný í Árbænum Ákveðið var á fundi hverfaráðs Árbæjar í dag að koma til móts við kröfur hverfisins og hraðleið strætó í Árbæjarhverfi verði aftur hafin á álagstímum. 16.9.2006 14:22 Bilun hafði áhrif víða um land Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hafði haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar. Bilunin varð til þess að öryggiskerfi sjómanna við Norðurland var óvirkt frá því síðdegis í gær. 16.9.2006 13:17 Réttir án kinda Tungnaréttir í Biskupstungum hófust kl. 11 í morgun, þrátt fyrir að þar verði ekki ein einasta kind. Sveitin er fjárlaus eftir að allt fé var skorið niður vegna riðuveiki. Heimamenn vilja þó ekki sleppa réttunum, frekar en aðrir Sunnlendingar. 16.9.2006 11:15 Reyndu að berja þá með spýtum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til eftir að tveir menn um tvítugt flúðu úr samkvæmi á Kjalarnesi í nótt eftir að hópur ungmenna reyndi að berja þá með spýtum. 16.9.2006 10:45 Fjöldaslagsmál í Hraunbænum Lögreglan í Reykjavík var kölluð út að heimahúsi í Hraunbæ í Árbænum þar sem fjöldaslagsmál brutust út eftir að hópur unglinga reyndi að ryðjast inn í samkvæmi sem þar fór fram. 16.9.2006 10:39 Bilun í ljósleiðarakerfi Símans Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hefur haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar en búist er við því að viðgerð ljúki fyrir hádegi. Bilunin varð í kerfinu síðdegis í gær. 16.9.2006 10:25 Tveir vopnaðir menn handteknir í efra Breiðholti Sérsveit lögreglunnar var kölluð til á þriðja tímanum í nótt eftir að tilkynning barst um að tveir menn vopnaðir haglabyssu gengu um í efra Breiðholti. Vitni sögðu manninn hafa hleypt skoti af í götuna og síðan gengið í átt að Elliðaárdalnum. Þar hafði lögreglan uppi á þeim. 16.9.2006 10:22 Bilun hjá Símanum Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hefur haft áhrif víða um land á fjarskipta og ljósvakaútsendingar en búist er við því að viðgerð ljúki fyrir hádegi. 16.9.2006 10:11 Aukið umferðareftirlit lögreglunnar á Akureyri Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur rétt norðan við Akureyri á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Akureyri hefur undanfarið haft skipulagt eftirlit með ástandi ökumanna, bílbeltanotkun og aksturslagi. Ökumaðurinn er þó sá eini sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af það sem af er kvöldi. 15.9.2006 22:30 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á mann á sjötugsaldri við gatnamót Nóatúns og Brautarholts á sjötta tímanum í dag. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans en meiðsl hans reyndust minniháttar. 15.9.2006 22:15 Grafarþögn um gang viðræðnanna Varnarliðið hætti í dag rekstri björgunarþyrlna - þær verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Grafarþögn ríkir af gangi viðræðnanna við Bandaríkjamenn og þykir forsætisráðuneytinu duga að upplýsa þjóðina um það eitt, að viðræðunum ljúki bráðlega. 15.9.2006 22:08 Verðmæti Exista jókst um fimmtán milljarða Verðmæti hlutafélaga sem skráð eru í Kauphöllinni jókst um tíu prósent í dag þegar Exista var tekið á skrá. Heildarvirði félagsins var um 230 milljarðar við upphaf dags en hafði aukist um fimmtán milljarða fyrir dagslok. 15.9.2006 22:06 Eldur kviknaði í bakarofni Slökkvilið höfuðborgarsvæðising var kallað út um klukkan hálf níu í kvöld vegna elds í bakarofni í heimahúsi í Fossvogi. Húsráðanda hafði tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið. Ekki urðu slys á fólki en húsráðandi var fluttur á slysadeildina í Fossvogi með snert af reykeitrun. 15.9.2006 22:00 Segist ekki hafa farið fjóra milljarða fram úr áætlunum Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur kostuðu fimm komma átta milljarða, samkvæmt upplýsingum stjórnarinnar nú. Áætlanir gerðu ráð fyrir að kostnaðurinn yrði átjánhundruð milljónir eða það sama og fékkst við sölu fyrirtækjanna sem fóru undir hatt Orkuveitunnar. Fyrrverandi stjórnarformaður vísar því á bug að hann hafi farið fjóra milljarða fram úr áætlunum. 15.9.2006 21:58 Segir auglýsingu Samfylkingarinnar hræðsluviðbrögð Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir krampakennd hræðsluviðbrögð einkenna auglýsingu Samfylkingarinnar um algera stöðvun allra orku- og stóriðjuframkvæmda í fimm ár. Þessi hræðsluviðbrögð séu ótrúverðug og fráleitt sé að hrökkva frá öllum erfiðum málum með endalausum frestum. 15.9.2006 21:48 Margrét hugsanlega á leið úr stjórnmálum Talið er að Margrét Frímannsdóttir ,formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hætti í pólitík. Hún hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún tilkynni um pólitíska framtíð sína á kjördæmisráðsfundi Suðurkjördæmis á sunnudag. 15.9.2006 21:15 Stærsta réttarhelgin Réttirnar eru þjóðhátíð Árnesinga, segir landbúnaðarráðherra. Eftir tíu daga úthald á hálendinu eru gangnamenn þeirra nú komnir til byggða með vænt fé af fjalli og þessa dagana er verið að rétta í sveitum Suðurlands. 15.9.2006 18:53 Norvik kaupir stærstu sögunarmyllu Lettlands Norvik hf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu sem gjarnan er kennd við BYKO, keypti í dag stærstu sögunarmyllu Lettlands, VIKA Wood. Félagið framleiðir um 270 þúsund rúmmetra af söguðu timbri á ári og selur að mestum hluta til Japans og á heimamarkað. 15.9.2006 17:03 Slökkvistarfi lokið í Varmárskóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lauk störfum í Varmárskóla í Mosfellsbæ nú á fimmta tímanum en þangað var það hvatt um klukkan tvö í dag vegna elds í húsinu. Fyrstu fréttir bentu til þess að eldurinn hefði kviknað í rafmagnstöflu en það hefur ekki fengist staðfest. 15.9.2006 17:00 Síðustu þyrluvakt varnarliðslins lauk í morgun Síðustu vakt björgunarþyrlna Varnarliðsins á Miðnesheiði lauk í morgun. Þar með eru aðeins tvær björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar til taks ef á þarf að halda. 15.9.2006 16:30 13.500 heita betri hegðun í umferðinni Um 13.500 manns hafa skráð nafn sitt á heimasíðuna stopp.is sem Umferðstofa hefur sett á fót í tengslum við átak gegn umferðarslyum undir kjörorðingu "Nú segjum við stopp!". 15.9.2006 16:15 Magna fagnað í Smáralind á sunnudag Magni Ásgeirsson mun spila á ný með hljómsveit sinni Á móti sól á viðburði sem Skjárinn hefur skipulagt til heiðurs honum í Smáralind á sunnudag. Söngvarinn knái, sem vakið hefur þjóðarathygli fyrir frammistöðu sína í raunveruleikaþættinum Rockstar:Supernova, kemur heim á sunnudaginn og mun þjóðin þá taka á móti honum í Vetrargarði Smáralindar klukkan 16. 15.9.2006 16:00 Líðan drengsins óbreytt Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi virðist sem ofsaakstur hafi ollið slysinu en ummerki á vettvangi bentu til þess. Drengurinn var ekki í bílbelti en stúlkurnar tvær sem voru farþegar í bíl hans voru í bílbelti. Þær hlutu minniháttar áverka. 15.9.2006 15:30 Norðfjarðarvegur illfær vegna rigninga og blæðinga Vegna rigninga og mikilla blæðinga í slitlagi er Norðfjarðarvegur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar illfær og er vegfarendum bent að fara ekki veginn nema að brýna nauðsyn beri til. 15.9.2006 15:15 Eldur í þaki Varmárskóla Slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgasvæðisins eru nú staddir í Varmárskóla í Mosfellsdbæ þar sem eldur logar í þak skólans. Tveir dælubílar og einn körfubíll eru að störfum á svæðinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá bilun í rafmagnstöflu og var skólinn rýmdur um leið og ljóst var að eldur hafði komið upp. 15.9.2006 15:00 Breytingar á akstri um Vesturgötu Gerð hefur verið breyting á akstri um Vesturgötu í Reykjavík. Hún felur í sér að nú er einstefna til austurs frá gatnamótum Vesturgötu/Ægisgötu og að gatnamótum Vesturgötu/Garðastrætis. Á fyrrtöldu gatnamótunum er jafnframt stöðvunarskylda. Samkvæmt því skulu ökumenn sem fara um Vesturgötu nema staðar fyrir þá sem aka Ægisgötu. 15.9.2006 14:45 SPRON hækkar óverðtryggða vexti SPRON tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi hækka vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 02,5 - 0,5 prósentustig. í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í gær. SPRON hækkar hins vegar ekki frekar en Glitnir og Landsbankinn vexti verðtryggðra íbúðalána, en bankarnir tveir hækkuðu óverðtryggða vexti sína í gær. 15.9.2006 14:15 Sjá næstu 50 fréttir
Átta þúsund manns tóku á móti Magna Átta þúsund manns tóku á móti söngvaranum Magna Ásgeirssyni í Smáralindinni í dag og ætlaði allt um koll að keyra þegar hann steig á svið. Kappinn vann hugi og hjörtu Íslendinga þegar hann sló í gegn í keppninni Rock Star: Supernova 17.9.2006 18:59
Margrét Frímannsdóttir hættir í stjórnmálum Margrét Frímannsdóttir, þingmaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Þorlákshöfn í dag. 17.9.2006 16:31
Skreytir sig með stolnum fjöðrum Gudrun Schyman forystukona sænska kvennaframboðsins fer með fleipur þegar hún fullyrðir að framboð þeirra sé fyrsta feminíska kvennaframboðið í heiminum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ein af frumkvöðlum íslenska kvennaframboðsins, segir að Gudrun viti betur, enda hafi hún komið hingað til lands fyrir tveimur árum og kynnst frumkvöðlastarfi íslenskra kvennalistakvenna. 17.9.2006 13:30
Margrét að hætta í pólítík? Talið er að Margrét Frímannsdóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar tilkynni á kjördæmaráðsfundi Samfylkingarinnar í dag að hún hætti í pólitík. 17.9.2006 12:39
Lést í umferðaslysi í gær Enn eitt banaslysið varð í gær þegar maður á sextugsaldri varð fyrir bíl rétt utan við Selfoss. Því hafa um tuttugu manns látist í umferðarslysum það sem af er ári. 17.9.2006 12:29
Grænlenski togarinn kominn til hafnar Varðskipið Ægir kom með grænlenska togarann Kingigtok til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun. Togarinn varð vélavana um fjögurhundruð sjómílur suðvestur af Reykjanesi í fyrrinótt. 17.9.2006 10:30
Mikil stemming á Nick Cave Mikil stemning var á tónleikum Nick Cave í Laugardalshöll í gærkvöldi. Nick Cave hefur verið vinsæll meðal Íslendinga í langan tíma enda var uppselt á tónleikana fyrir löngu síðan. 17.9.2006 10:00
Magnús gerir upp við Björgólf Thor Magnús Kristinsson, sem stóð í hörðum átökum við Björgólf Thor Björgólfsson í stjórn Straums-Burðaráss sendir Björgólfi tóninn í blaðagrein í dag. Segir Magnús að rót átakanna sé andstaða hans gegn því að Björgólfur notaði Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni. 17.9.2006 09:51
Sjö teknir fyrir ölvunarakstur Rólegra var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt miðað við þá síðustu. Svo virðist sem gestir borgarinnar hafi hagað sér betur en sama er þó ekki hægt að segja um ökumenn en alls voru sjö kærðir fyrir meinta ölvun við akstur í höfuðborginni. 17.9.2006 09:32
Banaslys á Suðurlandsvegi Banaslys varð um klukkan níu í gærkvöldi á Suðurlandsvegi til móts við afleggjarann að Bollastöðum. Þar varð karlmaður á hesti fyrir bifreið sem ekið var austur veginn og er talið að hann hafi látist samstundis. 17.9.2006 09:07
Sjötíu ár frá því Pourqoui-Pas fórst Sjötíu ár eru í dag liðin frá einu átakanlegasta sjóslysi Íslandssögunnar aðeins einn maður af fjörtíu manna áhöfn komst lífs af þegar rannsóknarskipið Pourqoui-Pas fórst. 16.9.2006 19:15
Íslendingar aðlagist veðurfarsbreytingum Íslendingar þurfa að aðlagast miklum breytingum á veðurfari og lífríki fari svo að hlýnun á Norðurhveli verði hraðari en áður var talið. Fjórtán prósent af íshellu norðurskauts bráðnaði á liðnu ári sem er þrítugföld bráðnun miðað við fyrri ár. Hlýnun á Íslandi kann að verða skammgóður vermir því óttast er að eftir skammt hlýindaskeið skelli hér á fimbulkuldi. 16.9.2006 18:33
Líf og fjör í Biskupstungum Ekki vantaði lífið og fjörið í Biskupstungum í dag þar sem óvenjulegar réttir fóru fram, svo ekki sé meira sagt. Sindri Sindrason skellti sér í réttirnar þar sem hundruð manna voru saman komnir. 16.9.2006 18:29
Krefst aðgangs að hlerunargögnum Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri, hótar málsókn gegn Þjóðskjalasafni og menntamálaráðherra verði honum neitað um að sjá gögn um hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra vísar í þingskipaða sérfræðinefnd sem falið var að meta þessi gögn en Kjartan telur þetta ófullnægjandi svar. 16.9.2006 18:28
Jóhann Ársælsson hættir á þingi í vor Jóhann Ársælsson, fyrsti þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. 16.9.2006 17:06
Varðskipið Ægir sótti vélavana togara Varðskipið Ægir er nú á leið til Reykjavíkur með grænlenska togarann Kingigtok í togi. Togarinn varð vélavana um fjögurhundruð sjómílur suðvestur af Reykjanesi í nótt. 16.9.2006 16:08
Sex fluttir á slysadeild eftir árekstur Sex voru fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum á Breiðholtsbraut við Skógarsel. Meiðsl þeirra eru þó talin minniháttar. 16.9.2006 15:49
Reykvíkingar hvattir til að hjóla og hvíla bílinn Í dag eru Reykvíkinginar hvattir til þess að hjóla saman og hvíla bílinn. Dagurinn er liður í Samgönguvikunni en Reykjavíkurborg tekur nú fjórða árið í röð þátt í Evrópsku Samgönguvikunni. 16.9.2006 14:38
Hraðleið strætó hefst á ný í Árbænum Ákveðið var á fundi hverfaráðs Árbæjar í dag að koma til móts við kröfur hverfisins og hraðleið strætó í Árbæjarhverfi verði aftur hafin á álagstímum. 16.9.2006 14:22
Bilun hafði áhrif víða um land Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hafði haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar. Bilunin varð til þess að öryggiskerfi sjómanna við Norðurland var óvirkt frá því síðdegis í gær. 16.9.2006 13:17
Réttir án kinda Tungnaréttir í Biskupstungum hófust kl. 11 í morgun, þrátt fyrir að þar verði ekki ein einasta kind. Sveitin er fjárlaus eftir að allt fé var skorið niður vegna riðuveiki. Heimamenn vilja þó ekki sleppa réttunum, frekar en aðrir Sunnlendingar. 16.9.2006 11:15
Reyndu að berja þá með spýtum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til eftir að tveir menn um tvítugt flúðu úr samkvæmi á Kjalarnesi í nótt eftir að hópur ungmenna reyndi að berja þá með spýtum. 16.9.2006 10:45
Fjöldaslagsmál í Hraunbænum Lögreglan í Reykjavík var kölluð út að heimahúsi í Hraunbæ í Árbænum þar sem fjöldaslagsmál brutust út eftir að hópur unglinga reyndi að ryðjast inn í samkvæmi sem þar fór fram. 16.9.2006 10:39
Bilun í ljósleiðarakerfi Símans Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hefur haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar en búist er við því að viðgerð ljúki fyrir hádegi. Bilunin varð í kerfinu síðdegis í gær. 16.9.2006 10:25
Tveir vopnaðir menn handteknir í efra Breiðholti Sérsveit lögreglunnar var kölluð til á þriðja tímanum í nótt eftir að tilkynning barst um að tveir menn vopnaðir haglabyssu gengu um í efra Breiðholti. Vitni sögðu manninn hafa hleypt skoti af í götuna og síðan gengið í átt að Elliðaárdalnum. Þar hafði lögreglan uppi á þeim. 16.9.2006 10:22
Bilun hjá Símanum Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hefur haft áhrif víða um land á fjarskipta og ljósvakaútsendingar en búist er við því að viðgerð ljúki fyrir hádegi. 16.9.2006 10:11
Aukið umferðareftirlit lögreglunnar á Akureyri Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur rétt norðan við Akureyri á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Akureyri hefur undanfarið haft skipulagt eftirlit með ástandi ökumanna, bílbeltanotkun og aksturslagi. Ökumaðurinn er þó sá eini sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af það sem af er kvöldi. 15.9.2006 22:30
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á mann á sjötugsaldri við gatnamót Nóatúns og Brautarholts á sjötta tímanum í dag. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans en meiðsl hans reyndust minniháttar. 15.9.2006 22:15
Grafarþögn um gang viðræðnanna Varnarliðið hætti í dag rekstri björgunarþyrlna - þær verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Grafarþögn ríkir af gangi viðræðnanna við Bandaríkjamenn og þykir forsætisráðuneytinu duga að upplýsa þjóðina um það eitt, að viðræðunum ljúki bráðlega. 15.9.2006 22:08
Verðmæti Exista jókst um fimmtán milljarða Verðmæti hlutafélaga sem skráð eru í Kauphöllinni jókst um tíu prósent í dag þegar Exista var tekið á skrá. Heildarvirði félagsins var um 230 milljarðar við upphaf dags en hafði aukist um fimmtán milljarða fyrir dagslok. 15.9.2006 22:06
Eldur kviknaði í bakarofni Slökkvilið höfuðborgarsvæðising var kallað út um klukkan hálf níu í kvöld vegna elds í bakarofni í heimahúsi í Fossvogi. Húsráðanda hafði tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið. Ekki urðu slys á fólki en húsráðandi var fluttur á slysadeildina í Fossvogi með snert af reykeitrun. 15.9.2006 22:00
Segist ekki hafa farið fjóra milljarða fram úr áætlunum Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur kostuðu fimm komma átta milljarða, samkvæmt upplýsingum stjórnarinnar nú. Áætlanir gerðu ráð fyrir að kostnaðurinn yrði átjánhundruð milljónir eða það sama og fékkst við sölu fyrirtækjanna sem fóru undir hatt Orkuveitunnar. Fyrrverandi stjórnarformaður vísar því á bug að hann hafi farið fjóra milljarða fram úr áætlunum. 15.9.2006 21:58
Segir auglýsingu Samfylkingarinnar hræðsluviðbrögð Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir krampakennd hræðsluviðbrögð einkenna auglýsingu Samfylkingarinnar um algera stöðvun allra orku- og stóriðjuframkvæmda í fimm ár. Þessi hræðsluviðbrögð séu ótrúverðug og fráleitt sé að hrökkva frá öllum erfiðum málum með endalausum frestum. 15.9.2006 21:48
Margrét hugsanlega á leið úr stjórnmálum Talið er að Margrét Frímannsdóttir ,formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hætti í pólitík. Hún hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún tilkynni um pólitíska framtíð sína á kjördæmisráðsfundi Suðurkjördæmis á sunnudag. 15.9.2006 21:15
Stærsta réttarhelgin Réttirnar eru þjóðhátíð Árnesinga, segir landbúnaðarráðherra. Eftir tíu daga úthald á hálendinu eru gangnamenn þeirra nú komnir til byggða með vænt fé af fjalli og þessa dagana er verið að rétta í sveitum Suðurlands. 15.9.2006 18:53
Norvik kaupir stærstu sögunarmyllu Lettlands Norvik hf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu sem gjarnan er kennd við BYKO, keypti í dag stærstu sögunarmyllu Lettlands, VIKA Wood. Félagið framleiðir um 270 þúsund rúmmetra af söguðu timbri á ári og selur að mestum hluta til Japans og á heimamarkað. 15.9.2006 17:03
Slökkvistarfi lokið í Varmárskóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lauk störfum í Varmárskóla í Mosfellsbæ nú á fimmta tímanum en þangað var það hvatt um klukkan tvö í dag vegna elds í húsinu. Fyrstu fréttir bentu til þess að eldurinn hefði kviknað í rafmagnstöflu en það hefur ekki fengist staðfest. 15.9.2006 17:00
Síðustu þyrluvakt varnarliðslins lauk í morgun Síðustu vakt björgunarþyrlna Varnarliðsins á Miðnesheiði lauk í morgun. Þar með eru aðeins tvær björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar til taks ef á þarf að halda. 15.9.2006 16:30
13.500 heita betri hegðun í umferðinni Um 13.500 manns hafa skráð nafn sitt á heimasíðuna stopp.is sem Umferðstofa hefur sett á fót í tengslum við átak gegn umferðarslyum undir kjörorðingu "Nú segjum við stopp!". 15.9.2006 16:15
Magna fagnað í Smáralind á sunnudag Magni Ásgeirsson mun spila á ný með hljómsveit sinni Á móti sól á viðburði sem Skjárinn hefur skipulagt til heiðurs honum í Smáralind á sunnudag. Söngvarinn knái, sem vakið hefur þjóðarathygli fyrir frammistöðu sína í raunveruleikaþættinum Rockstar:Supernova, kemur heim á sunnudaginn og mun þjóðin þá taka á móti honum í Vetrargarði Smáralindar klukkan 16. 15.9.2006 16:00
Líðan drengsins óbreytt Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi virðist sem ofsaakstur hafi ollið slysinu en ummerki á vettvangi bentu til þess. Drengurinn var ekki í bílbelti en stúlkurnar tvær sem voru farþegar í bíl hans voru í bílbelti. Þær hlutu minniháttar áverka. 15.9.2006 15:30
Norðfjarðarvegur illfær vegna rigninga og blæðinga Vegna rigninga og mikilla blæðinga í slitlagi er Norðfjarðarvegur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar illfær og er vegfarendum bent að fara ekki veginn nema að brýna nauðsyn beri til. 15.9.2006 15:15
Eldur í þaki Varmárskóla Slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgasvæðisins eru nú staddir í Varmárskóla í Mosfellsdbæ þar sem eldur logar í þak skólans. Tveir dælubílar og einn körfubíll eru að störfum á svæðinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá bilun í rafmagnstöflu og var skólinn rýmdur um leið og ljóst var að eldur hafði komið upp. 15.9.2006 15:00
Breytingar á akstri um Vesturgötu Gerð hefur verið breyting á akstri um Vesturgötu í Reykjavík. Hún felur í sér að nú er einstefna til austurs frá gatnamótum Vesturgötu/Ægisgötu og að gatnamótum Vesturgötu/Garðastrætis. Á fyrrtöldu gatnamótunum er jafnframt stöðvunarskylda. Samkvæmt því skulu ökumenn sem fara um Vesturgötu nema staðar fyrir þá sem aka Ægisgötu. 15.9.2006 14:45
SPRON hækkar óverðtryggða vexti SPRON tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi hækka vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 02,5 - 0,5 prósentustig. í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í gær. SPRON hækkar hins vegar ekki frekar en Glitnir og Landsbankinn vexti verðtryggðra íbúðalána, en bankarnir tveir hækkuðu óverðtryggða vexti sína í gær. 15.9.2006 14:15