Fleiri fréttir

Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit

Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit.

Út­boð vegna snjó­moksturs endaði með mála­ferlum

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Akureyrarbæ af kröfum verktaka sem krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meintra brota á útboðsskilmálum og verksamningi aðila. Samningurinn var í framhaldi af útboði vegna snjómoksturs og hálkuvarna á Akureyri fyrir árin 2019 til 2022.

Odd­ný Mjöll verður dómari við MDE eftir langa fæðingu

Þing Evrópuráðsins kaus í dag Oddnýju Mjöll Arnardóttur dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Oddný Mjöll var ein af þremur sem tilnefnd voru sem dómaraefni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Oddný tekur við af Róberti Spanó sem hefur verið fulltrúi Íslands hjá dómstólnum frá 2013.

Sanna nýtur mestra vin­sælda borgar­full­trúa

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum finnst hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Helstu breytingar á fylgi flokka frá því í kosningunum í fyrravor eru hjá Framsókn og Pírötum. Framsókn fer úr 18,7 prósentum niður í 8,2 prósent. Pírata fara úr 11,6 prósentum upp í 20,4 prósent.

Leita að öðrum manni á sama fjalli

Björgunarsveitir í Kaliforníu eru byrjaðar að leita að öðrum göngumanni sem týndist á sama fjalli og breski leikarinn Julian Sands týndist á. Sands hefur verið týndur í ellefu daga og nú er 75 ára gamall maður sem heitir Jin Chung einnig týndur. Hann sást síðast á sunnudaginn.

W pożarze w Ásahreppur spłonęło wiele owiec

W niedzielę w nocy, w okręgu Rangárvallasýsla doszło do pożaru owczarni, w wyniku którego rolnik z Syðri-Hamrar w Ásahreppur stracił 35 owiec. Na wezwanie o pożarze odpowiedziało wielu strażaków.

„Þetta voru ungir strákar í blóma lífsins“

Ein erfiðasta og umfangsmesta leit sem lögregla og björgunarsveitir hafa farið í hér á landi var þegar lítil flugvél hvarf í byrjun febrúar 2022. Fjórir voru um borð í vélinni, vanur íslenskur flugmaður og þrír erlendir ferðamenn og áhrifavaldar. Dagana fyrir slysið höfðu þeir ferðast um landið með íslenskum vini sínum, Jóni Ragnari Jónssyni.

„Aldrei setið svona stuttan fund á ævinni“

Samningafundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Nefndirnar funduðu fyrst hvor í sínu lagi áður en sest var niður til fundar. Sá stóð aðeins yfir í skamman tíma. Rétt um eina mínútu. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kjarasamningsviðræður og yfirvofandi verkfallsaðgerðir, útlendingafrumvarp og biskup Íslands verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Samninga­fundur hafinn: „Við­brögð at­vinnu­rek­enda gætu verið marg­slungin, til dæmis að semja við Eflingu“

Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu.

Biðja formlega um leyfi til skriðdrekasendinga

Yfirvöld í Póllandi hafa sent formlega beiðni til Þýskalands um leyfi til þess að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Póllandi hafa gefið í skyn að verði beiðninni hafnað muni þeir samt senda skriðdrekana en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna málsins.

Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka

Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar.

Réðst á sam­­fanga á Hólms­heiði með egg­vopni

Fangi í fangelsinu á Hólmsheiði réðst í gærkvöldi á samfanga sinn með eggvopni. Hann reyndi að stinga hann í höfuðið en fórnarlambið slapp með skurð á höfðinu. Aðilar málsins tengjast deilum milli tveggja hópa sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna mánuði. 

Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-um­sóknar

Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi.

Lög­maður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar.

Réðst á leigu­bíl­stjóra

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að leigubílstjóri óskaði aðstoðar vegna farþega sem hafði veist að honum með ofbeldi.

Członkowie związków głosują w sprawie strajku

Komitet wyborczy związku Efling zarządził tajne głosowanie elektroniczne w sprawie strajku w obiektach dwóch sieci hotelowych. Głosowanie obejmuje łącznie siedem hoteli, z których wszystkie znajdują się w Reykjavíku.

Pięćdziesiąt lat od erupcji Heimaey

Dokładnie 50 lat temu, w 1973 roku, miała miejsce słynna erupcja wulkanu Eldfell na Vestmananeyjar. W związku z tym dziś wieczorem, przy świetle pochodni, mieszkańcy Vestmananeyjar zebrali się aby upamiętnić rocznicę wybuchu.

Gekk matar­laus og svefn­laus að Machu Picchu vegna mót­mæla

Machu Picchu, einum vinsælasta ferðamannastað Perú, var lokað um helgina vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Íslendingur í Perú segir mótmælin hafa víðtæk áhrif og ljóst að mikill ójöfnuður ríki í landinu.

Tveir nem­endur látnir eftir skot­á­rás

Tveir nemendur skóla, sem er ætlaður ungmennum sem eiga erfitt uppdráttar í hefðbundnu skólakerfi, eru látnir eftir skotárás. Einn starfsmaður var alvarlega særður í árásinni.

Á hægum batavegi eftir að hafa greinst með dularfullt heilkenni

Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, var greind með gífurlega sjaldgæft og nánast óþekkt heilkenni fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur hún unnið hörðum höndum að því að ná heilsu á ný. Heilkennið er kallað trismus og lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Eins ótrúlega og það hljómar má rekja veikindin til tiltölulega hversdagslegrar aðgerðar: tanntöku.

Hluti nem­enda haldi sig heima og aðrir komi með nesti vegna myglu

Niðurstöður úr sýnatökum í Flataskóla í Garðabæ benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum í skólanum til viðbótar vegna myglu. Nemendur í þriðja og sjöunda bekk þurfa að halda sig heima næstu tvo daga og aðrir nemendur þurfa að taka með nesti vegna lokunar mötuneytis skólans.

Hálkuvarnirnar fuku af í óveðrinu, landgangur mögulega ónýtur

Mikið tjón varð þegar flugvél Icelandair rakst á landgang á Keflavíkurflugvelli í gær, landgangurinn er mögulega ónýtur og vængur vélarinnar skemmdur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að atvikið verði rannsakað. Veðurofsinn hafi verið slíkur að hálkuvarnir hafi fokið af vellinum í gær.

Lög­reglan hefur nú heimild til að nota raf­byssur

Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Efling boðar til ótímabundinna verkfalla hótelstarfsmanna eftir tvær vikur, samþykki þrjú hundruð félagsmenn að leggja niður störf. Formaður félagsins væntir þess að fleiri fari í verkfall fallist atvinnurekendur ekki á kröfur þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“

Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 

Bjarni vill gjalda var­hug við hatur­s­orð­ræðu­­nám­­skeiði Katrínar

Ekki var að heyra á Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, að hann muni styðja tillögu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill leggja fyrir þingið, að opinberir starfsmenn og kjörnir fulltrúar verði skikkaðir til að sitja sérstakt námskeið um hatursorðræðu.

Para­in­flúensa finnst nú í öllum lands­hlutum

Bovine Parainflúensa 3 veiran (BPIV3) greindist fyrst hér á landi á einum bæ á Norðausturlandi snemma haustið 2022. Ekki var vitað hvort um væri að ræða einstakt tilfelli eða hvort veiran væri dreifð í kúastofninum. Eftir rannsókn Matvælastofnunar (MAST) er komið í ljós að veiran finnst í öllum landshlutum. 

Sjá næstu 50 fréttir