Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti að hafa skýlin opin á morgun. Við fjöllum ítarlega um hið óvenjulega kuldakast og áhrif þess á höfuðborgarsvæðinu, sem eru margvísleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Planują zmniejszyć ograniczenie prędkości

W przyszłym roku, w całym Reykjaviku zmniejszone zostanie ograniczenie prędkości. Ulice, na których do tej pory obowiązywało ograniczenie prędkości do 50 kilometrów na godzinę, zostały ograniczone do 30 lub 40 kilometrów na godzinę.

„Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“

Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. 

For­sætis­ráð­herra segir engar blekkingar varðandi barna­bætur

Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti.

Gríðar­legur gáma­veggur veldur usla

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur stefnt stjórnvöldum í Arisóna-ríki Bandaríkjanna vegna gámaveggs sem komið hefur fyrir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Gámunum er ætlað að stoppa upp í göt á landamærunum til að hefta för ólöglegra innflytjenda.

Sakar Helga í Góu um ítrekaða kynferðislega áreitni

„Mér finnst bara að fólk eigi að vita hvernig maðurinn er,“ segir Katrín Lóa Kristrúnardóttir sem sakar Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti. Helgi segist hafa gert mistök og biðjist afsökunar á því.

Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök

María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis.

Ekki ákjósanlegar horfur fyrir þá sem vilja jólasnjó en getur allt gerst

Neyðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur verið virkjuð vegna fimbulkulda sem gert hefur vart við sig að undanförnu, en skárra veður er ekki í kortunum. Á morgun getur frostið farið niður í tuttugu stig inn til landsins segir veðurfræðingur. Spurður um hvít eða rauð jól segir hann stöðuna í veðurkerfinu ekki ákjósanlega fyrir þá sem vilja jólasnjó.

Almenningur býður parinu samastað

Par sem fór illa út úr leka þegar lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þeim afleiðingum að gríðarlegt vatn lak inn til þeirra og skemmdi nær allt innbú, segir að almennir borgarar hafi haft samband og boðið þeim samastað. Tryggingafélag þeirra hafnar bótaskyldu og bíða þau enn eftir svörum frá bænum.

Landtenging muni spara 750 tonn af losun gróðurhúsalofttegunda

Landtenging flutningaskipa Eimskips við Sundahöfn var tekin í notkun í gær þegar gámaskipið Dettifoss var formlega tengt við rafmagn í Sundahöfn. Um er að ræða tímamótaverkefni á sviði loftlagsmála á Íslandi þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningastarfsemi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Umræður á þingi verða fyrirferðarmiklar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Einnig fjöllum við áfram um vatnstjónið í Kópavoginum í gær og kuldakastið á landinu.

Telur fjöl­miðla­styrkinn ekki klúður og stendur við til­löguna

Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður.  Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. 

Skag­firðingar þurfa á Hofs­ós til að komast í sund í dag

Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki verða lokaðar í dag. Mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar og er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerð til að forgangsraða heitu vatni til heimila.

Neyðarskýli í Reykjavík verða opin á morgun

Neyðarskýlin í Reykjavík verða öll opin á morgun, föstudag. Neyðarskýlin eru þrjú, tvö fyrir karlmenn, við Grandagarð og á Lindargötu, og eitt fyrir konur, Konukot í Eskihlíð.

Løkke verður utan­ríkis­ráð­herra

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun.

Tom Hanks var einnig á „dauða­lista“ á­rásar­manns Pelosi

Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks.

Sturlunarárið á Tenerife

Árið 2022 einkenndist einna helst af því að við kvöddum veiruna skæðu og byrjuðum að njóta lífsins, að því er virðist sem aldrei fyrr. Við flykktumst til útlanda, Tenerife nánar tiltekið, og keyptum hjólhýsi í bílförmum. En á meðan svitnaði fólkið í Seðlabankanum.

„Ég er búinn að grát­biðja um á­kæru“

Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu.

Vatns­­­leki í World Class Laugum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í líkamsræktarstöðinni World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík upp úr klukkan sex í morgun.

Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna

Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins.

Fela ráðherra að endurskoða styrki í ljósi fjölmiðlaumræðu

Meirihluti fjárlaganefndar beinir því til ráðherra að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um ákvörðun nefndarinnar um hundrað milljón króna styrk til framleiðslu sjónvarpsefnis.

Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú

Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið.

Fór hörðum orðum um Ríkisútvarpið og hefur lagt fram kæru

Arnþrúður Karlsdóttir eigandi Útvarps Sögu hefur lagt fram kæru á hendur íslenska ríkinu vegna hindrana í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Hún segir fjölmiðlastyrki hins opinbera vera orðnir að geðþóttaákvörðun stjórnvalda hverju sinni, eins og sýni sig í því að N4 geti fengið fjárlaganefnd til að bæta við 100 milljóna styrk, en að Útvarp Saga fái engan.

Vildi ekki kanna hvort bílnum hefði verið stolið vegna kulda

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að bíl hefði verið stolið við verslun í Kópavogi. Eigandi bílsins vildi ekki fara út og ganga úr skugga um að bílnum hefði verið stolið vegna þess hve kalt var, samkvæmt dagbók lögreglu.

„Mikill fjöldi er að taka smálán“

Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér.

Vilja tryggja brota­þolum sál­fræðistuðning eftir skýrslu­töku

Dóms- og heilbrigðisráðherra ætla að vinna að því að tryggja brotaþolum kynferðisofbeldis stuðning hjá sálfræðingi að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Einnig ætla þeir að auka samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins um þjónustu vegna kynferðisofbeldis.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Par hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegur vatnsflaumur flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Þau vita ekki hvar þau ætla að verja nóttinni og segja Kópavogsbæ ekkert vilja gera fyrir þau. Við hittum parið í íbúðinni sem skemmdist í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Jón Ársæll sýknaður í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur sýknað sjónvarpsmanninn Jón Ársæl af skaðabótakröfum dánarbús konu sem hann tók viðtal við fyrir sjónvarpsþættina Paradísarheimt sem sýndir voru hjá Ríkissjónvarpinu. Landsréttur dæmdi Jón fyrr á árinu til að greiða konunni átta hundrað þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað.

Sjá næstu 50 fréttir