Fleiri fréttir

„Ég ætla bara ekkert að fara“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“

Til­kynnt um rúm­lega tuttugu nauðganir á mánuði

Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni.

Staðfesta stjórnunar-og verndaráætlun fyrir „þjóðargersemi“

Í nýstaðfestri stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins eru leiðir kynntar til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar frá 2020 nái fram að ganga. Áhersla erlögð á verndun, ferðamennsku og vísindarannsóknir. Umhverfisráðherra segir áætlunina mikilvægan áfanga. Geysissvæðið hafi sérstaka þýðingu fyrir alla landsmenn og reyndar gjörvalla heimsbyggðina.

Plany podwyżki akcyzy na alkohol i tytoń

W parlamencie przedstawiony został dziś projekt nowej ustawy budżetowej, w której zaproponowano podniesienie podatku na alkohol i tytoń, który jest sprzedawany w sklepach wolnocłowych.

Við­ræður leið­toga hægri­flokka hafnar

Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, sátu saman hádegisverðarfund á skrifstofum Moderaterna í Stokkhólmi í dag. Sænskir fjölmiðlar segja viðræður hægriflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar vera hafnar.

Największy projekt filmowy w historii Islandii

​​Serial True Detective będzie realizowany w Islandii. To największy projekt filmowy w historii kraju. Jego zasięg szacowany jest na około dziewięć miliardów ISK, a filmowanie potrwa 9 miesięcy.

Kristrún segir ekkert sótt í feita sjóði fyrir heimilin

Þrátt fyrir neyðaróp fær heilbrigðiskerfið enga sérsaka athygli í fjárlögum að mati þingmanns Samfylkingar. Hún kallar eftir breytingum á fjármagnstekjuskatti sem gætu fjármagnað aðgerðir fyrir heimilin í mikilli verðbólgu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fjárlög ársins 2023, börn sem líða skort, strokulax og verndun Geysissvæðisins verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hafa náð frumkvæðinu af Rússum

Rússneskir hermenn lögðu frá sér byssur sína og yfirgáfu skrið- og bryndreka sína í massavís er þeir flúðu frá Kharkív-héraði í Úkraínu um helgina. Heimamenn segja þá hafa reynt að dulbúa sig sem borgara og jafnvel flúið á stolnum reiðhjólum. Mikil óreiða skapaðist meðal hermanna vegna undraverðrar gagnsóknar Úkraínumanna í héraðinu sem hófst í síðustu viku.

Hækka lág­mark bif­reiða- og vöru­gjalda

Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár.

Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs.

Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund

Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana.

Fjar­lægðu skrið­dýr af vett­vangi fíkni­efna­sölu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræddi í gærkvöldi við húsráðendur á heimili þar sem fíkniefnasala fór fram. Á heimilinu var skriðdýr sem var fjarlægt en óheimilt er að eiga slíkt dýr hér á landi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekki er vitað af hvaða tegund skriðdýrið var.

Munar einu þing­sæti þegar búið er að telja 95 prósent at­kvæða

Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag.

Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu

Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald.

Lauf­ey hættir hjá Sjálf­stæðis­flokknum

Laufey Rún Ketilsdóttir hefur sagt upp sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur gegnt starfinu undanfarin þrjú ár en hún segir tímann leiða í ljós hver næstu skref verða.

Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar

Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum.

Skjálfta­virkni eykst að nýju

Skjálftavirkni við Grímsey jókst að nýju við Grímsey í nótt eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð.

Ó­­á­­nægja með Icelandair á Akur­eyri

Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt.

Gagn­rýnir frammi­stöðu rúss­neska hersins

Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. 

Anna Guðný Guðmundsdóttir er látin

Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari er látin 64 ára að aldri eftir erfiða en aðdáunarverða baráttu við veikindi. Anna Guðný var lykilmaður í klassísku tónlistarlífi landsins áratugum saman og af mörgum talin besti meðleikari landsins.

Konur af er­lendum upp­runa gagn­rýna um­mæli Sól­veigar Önnu harð­lega

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þau gagnrýni harðlega þau ummæli sem formaður Eflingar lét falla í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Samtökin segja ummælin skaðleg áratugalangri baráttu þeirra sem hafa flutt hingað til Íslands um að fá aukinn aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum af hendi atvinnurekenda. 

Sóttu slasaðan göngu­mann á Esjuna

Óskað var eftir aðstoð Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna slasaðs göngumanns á Esjunni á áttunda tímanum í kvöld. Talið er að göngumaðurinn hafi ökklabrotnað.

Efni úr of­skynjunar­sveppum lofar góðu: „Allt öðru­vísi en öll önnur lyf sem við höfum verið að nota við þung­lyndi“

Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningarskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Það er þó langt í land þar til hægt er að mæla með meðferðinni, enda sé psílósýbín allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum.

Vinstri­blokkin leiðir miðað við út­göngu­spá

Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningaskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Psilosybin sé allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum. Við skoðum málið.

Segir orð Sól­veigar Önnu sýna hroka

Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar.

Kviknaði í á elli­heimilinu Grund

Eldur braust út í herbergi á elliheimilinu Grund í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag. Starfsmenn komu íbúum í öruggt skjól og réðu niðurlögum eldsins, sem var staðbundinn í einu herbergja elliheimilisins.

Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka

Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu.

Hand­tekinn vopnaður í hús­gagna­verslun

Karlmaður var handtekinn vopnaður í húsgagnaverslun í austurborginni um hádegisbil í dag. Verslunin var lokuð en vegfarandi kom auga á manninn, sem var sofandi inni í versluninni með vopn undir höndum.

Tinder er 10 ára: Konur ljúga til um aldur, karlar um hæð

Stefnumótaappið Tinder fagnar 10 ára afmæli á morgun. Meira en 75 milljónir manna nota forritið að staðaldri. Forstjóri Kinsey-stofnunarinnar telur Tinder vera næststærstu byltingu mannkynssögunnar þegar kemur að samskiptum kynjanna.

Varð­skipið Þór til taks við Gríms­ey

Varðskipið Þór kom að Grímsey um hádegisbil í dag og verður við eyjuna næstu daga. Öflug jarðskjálftahrina hefur riðið yfir í námunda við eyjuna síðan 8. september og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á föstudaginn.

Sókn Úkraínu­manna gangi vonum framar

Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst.

Sjá næstu 50 fréttir