Fleiri fréttir

Eldri kona drepin af krókódíl

Lík 88 ára gamallar konu fannst í tjörn í Suður-Karólínu í gær en talið er að hún hafi verið drepin af krókódíl (flatmunna) er hún var í garði sínum. Konan er sögð hafa búið í íbúðakjarna fyrir eldra fólk í Hilton Head Island.

Gunni og Felix að bugast vegna hávaða frá þyrlum

Gósentíð er nú hjá þyrlufyrirtækjum vegna gossins á Reykjanesi. En ekki eru allir kátir með ónæðið sem er því samfara; þeir eru reyndar fjölmargir sem vilja segja hingað og ekki lengra. Þeir Gunni og Felix skemmtikraftar eru þeirra á meðal.

Mynda­veisla: Gos­stöðvarnar eftir tvær vikur af eld­gosi

Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. 

Ás­laug Arna ferðast um landið í haust

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun staðsetja skrifstofu sína víða um land í haust. Fólkinu í landinu verður boðið í opna viðtalstíma þar sem málefni ráðuneytisins verða rædd.

Lokað inn á gossvæðið á morgun

Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu.

Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn

Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum.

Skúli svarar Óttari fullum hálsi

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen segist hvorki vera auðmaður né gjaldþrota í svari við bakþönkum Óttars Guðmundssonar geðlæknis. Óttar sagði í bakþönkum sínum á laugardag að Skúli hefði sett flugfélagið Wow air „glæsilega á hausinn“ með tilheyrandi tapi fyrir þjóðarbúið. Skúli segir Wow hafa skilað meiru í ríkiskassann en allur áliðnaðurinn árið 2018. 

Til­kynnt um hópá­rás en enginn fundist

Í gær var tilkynnt um hópárás í umdæmi lögreglustöðvar fjögur, sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Tilkynnandi kvaðst hafa séð þrjá til fjóra stráka ráðast á einn með höggum og spörkum. Enginn var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði og enginn hefur gefið sig fram sem brotaþoli.

Drugie najzimniejsze lato stulecia

Mijające powoli lato nie rozpieszczało w tym roku mieszkańców stolicy. Okazuje się, że było to drugie najzimniejsze lato w tym stuleciu i piąte pod względem opadów deszczu.

Segjast hafa ráðist á höfuð­stöðvar Wagner-hópsins

Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans.

Versti vinnudagur í lífi bílstjórans

Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað.

Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til

Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum.

Syngjandi kaupfélagsstjóri á Bíldudal

Staðurinn er eina verslunin á staðnum, veitingastaðurinn, kaffihúsið og barinn í bænum, auk þess að vera félagsmiðstöð bæjarbúa. Hér erum við að tala um Vegamót á Bíldudal þar sem kaupfélagsstjórinn á það til að taka upp gítarinn og spila og syngja fyrir viðskiptavini.

Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum

Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin.

Úkraínu­mönnum hér á landi fjölgað um 564 prósent

Alls voru 60.171 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 8. ágúst síðastliðinn. Þeim hefur fjölgað um 5.192 frá 1. desember síðastliðnum. Þar munar mestu um 1.588 úkraínumenn sem hér búa en það er fjölgun um 1.349 prósent frá 1. desember.

„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“

Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus.

Hlaupa til styrktar sjö ára stúlku sem slasaðist í hoppu­kastala­slysinu

Áfram Klara er nýstofnað góðgerðarfélag sem ætlað er að styðja við bakið á Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar. 29 níu manns hafa skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Móðir ungrar íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi sínu um heiminn segir íslensk stjórnvöld hafa brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins.

Gælu­dýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi

Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs.

Nota geitur og kindur til að sporna við skógar­eldum

Slökkviliðsmenn í Barselóna fengu nýja starfsmenn, eða kannski nýtt starfsfé, til liðs við sig á dögunum til þess að reyna að koma í veg fyrir skógarelda. Alls hafa 290 kindur og geitur verið sendar í stærsta almenningsgarð borgarinnar með eitt markmið. Að éta eins mikið gras og hægt er.

For­múlu­bíll á hrað­braut í Tékk­landi

Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla.

Vilja bið­lista­bætur í borginni

Sjálf­stæðis­menn vilja koma á svo­kölluðum bið­lista­bótum í Reykja­vík fyrir for­eldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leik­skóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meiri­hlutinn tekur ekki illa í hug­myndirnar en segir megin­á­hersluna þá að fjölga leik­skóla­plássum.

Prawie 7000 osób odwiedziło miejsce erupcji

Według obliczeń Agencji Turystycznej wczoraj obszar erupcji odwiedziło łącznie 6685 osób, ale policja twierdzi, że można przypuszczać, że liczba ta była znacznie wyższa.

Bíla­lyfta Herjólfs kramdi tvö öku­tæki

Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki.

Sjá næstu 50 fréttir