Fleiri fréttir

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi

Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein.

„Þetta er bara líflátshótun“

Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki.

Hótar að velta endur­kröfu yfir á skjól­stæðinga sína

Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri

Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. 

Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla

Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði.

Prezydent Islandii z Covid-19

W dzisiejszym poście na Facebooku prezydent Guðni Th. Jóhannesson, poinformował, że został zdiagnozowany z COVID-19.

Kristín nýr skóla­stjóri Egils­staða­skóla

Kristín Guðlaug Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Egilsstaðaskóla. Hún tekur við starfinu af Ruth Magnúsdóttur. Sex sóttu um starfið sem auglýst var til umsóknar þann 25. mars.

Viðbrögð flokksins ekki óvænt í ljósi sögu hans um „daður við rasisma“

Kynja-og fjölbreytileikafræðingur segir mál þingmanns Flokks fólksins, sem upp kom í gær, bera með sér kvenfyrirlitningu, rasisma og stéttamisnotkun. Afstaða þingflokksins og ákvörðun um að standa með þingmanninum valdi vonbrigðum en komi henni ekki á óvart því flokkurinn hafi daðrað við rasisma í stefnumálum og orðræðu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um fund fjárlaganefndar í morgun þar sem fjármálaráðherra sat fyrir svörum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Ógnvekjandi fjölgun mislingatilfella í heiminum

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), lýsa yfir áhyggjum af mikilli fjölgun mislingatilfella á heimsvísu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs, um 79 prósent miðað við sama tíma fyrir ári. Það sé til marks um aukna hættu á faröldrum annarra sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningum. Kjöraðstæður kunni að hafa myndast fyrir slíkt.

Bjarni kannast ekki við full­yrðingar Lilju um á­hyggju­fulla ráð­herra

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir lýsingu Lilju Al­freðs­dóttur, menningar- og við­skipta­ráð­herra, á við­horfi sínu til út­boðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Ís­lands­banka í að­draganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efa­semdir um ferlið.

Segir Ingu standa stolta með körlum sem lítillækki konur

Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir ljóst að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standi með körlum sem lítillækki konur. Þegar á hólminn sé komið vilji Inga ekki taka raunverulega afstöðu gegn kvenfyrirlitningu.

Tæplega þrjú hundruð flóttamenn um borð í Ocean Viking

Á síðustu dögum hefur björgunarskipið Ocean Viking bjargað 295 einstaklingum á Miðjarðarhafi í tveimur björgunaraðgerðum, þar af 132 fylgdarlausum börnum. Skipið er gert út af hálfu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í samvinnu við samtökin SOS Mediterranee. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við verkefnið með tveimur sendifulltrúum en einnig með fjárframlagi, meðal annars frá utanríkisráðuneytinu.

Ís­firðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita

Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna.

Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið.

Samkynhneigðir í Kanada fá að gefa blóð

Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa ákveðið að aflétta banni sem hindrar samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Áður mátti karlmaður sem hafði stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðustu þrjá mánuði ekki gefa blóð.

Áttu fótum sínum fjör að launa í Faxafeni

Starfsmenn verslunar Z-brauta & gluggatjalda í Faxafeni í Reykjavík áttum fótum sínum fjör að launa í hádeginu í dag, þegar það óhapp varð að bíl var ekið inn í verslunina.

Domino‘s kostar æfinga­gjöld barna hjá Leikni

Domino’s og Leiknir hafa komist að samkomulagi um átaksverkefni þar sem markmiðið er að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi Leiknis með því að gera þátttöku gjaldfrjálsa fyrir börn búsett í Breiðholti gegn nýtingu frístundakorts Reykjavíkurborgar.

Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu.

Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 

Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda

Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft.

Sjá næstu 50 fréttir