Fleiri fréttir

Sindri hafði betur gegn Sverri vegna ummæla á Twitter

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson hefur verið sýknaður í héraðsdómi af kæru um meiðyrði gegn löfræðingnum og eiganda Nýju vínbúðarinnar Sverri Einari Eiríkssyni. Sverrir krafðist þess að Sindri greiddi honum þrjár milljónir króna í bætur en mun þurfa að greiða málskostnað Sindra Þórs.

„Þreytt og þreklaus“ eftir Covid

Elísabet Bretadrottning segist þreytt og þreklaus eftir að hún smitaðist af Covid-19 í febrúar. Drottningin, sem verður 96 ára gömul í þessum mánuði, sýndi væg einkenni og hafði þeim verið líkt við flensu.

Boðar til kosninga í maí

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 21. maí næstkomandi. Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú samtals með 76 þingmenn sem er lágmarksfjöldi þingmanna til að verja ríkisstjórn falli.

Sam­þykkja kaup­til­boð í Tý og Ægi

Ríkiskaup hafa samþykkt kauptilboð í varðskipin Tý og Ægi. Kaupandinn er íslenskur og kaupir hann bæði skipin en nafn hans hefur ekki verið gefið upp.

Vaxandi norð­austur­átt og hvassast syðst

Hægfara skil eru nú skammt suður af landinu og fylgir þeim vaxandi norðaustanátt, tíu til átján metrar á sekúndu í dag þar sem hvassast verður syðst á landinu, en hægari vindur um landið austanvert.

BL meðal verðlaunahafa fyrir árangur í kennslu og þjálfun iðnnema

Á Nemastofu atvinnulífsins, sem stofnuð var í vikunni, hlaut BL ásamt gullsmíða- og skartgripaversluninni Tímadjásn og TG raf, hvatningarverðlaun atvinnulífsins fyrir að hafa á liðnum árum náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað. Eru fyrirtækin metin sem góðar fyrirmyndir og lærdómsfyrirtæki fyrir önnur fyrirtæki í viðkomandi faggreinum.

Áfram Árborg birtir framboðslista

Bæjarmálafélagið Áfram Árborg, sem er listi Pírata, Viðreisnar og Óháðra, hefur birt lista til sveitarstjórnarkosninga í Árborg árið 2022.

Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen

Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 

Blása til mjög ó­hefð­bundinna mót­mæla í Hval­firði

Samtök hernaðarandstæðinga efna til „kræklingatínsluferðar“ í Hvalfirði á sama stað og sama tíma og bandarískir landgönguliðar æfa lendingar. Formaður samtakanna segir mikla tilviljun að tímasetning viðburðanna hittist svona á.

Vaktin: „Sann­leikurinn mun sigra“

Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag og í kvöld.

Biðlisti á námskeið um aðskilnaðarkvíða

Biðlisti er hjá hundaþjálfara sem sérhæfir sig í aðskilnaðarkvíða hunda en í verstu tilvikum þarf að gefa hundinum kvíðalyf. Talið er að allt að fjórir af hverjum tíu hundum þjáist af aðskilnaðarkvíða.

Salan á Ís­lands­banka beri aug­ljós ein­kenni spillingar

„Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö höldum við áfram með fréttir af síðasta útboði á Íslandsbanka en gagnrýnisraddir aukast eftir því sem meira kemur fram um söluna.

Hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum

Spænskir sjómenn hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum í veiðiferðum sínum á síðasta ári. Spænsk ferðaþjónusta virðist ætla að rétta mjög hratt úr kútnum eftir Covid19-farsóttina.

Óæskilegt ef minni fjár­festar seldu beint eftir út­boð

Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40% af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði. Við ræðum við framkvæmdastjóra Brúar lífeyrissjóðs sem segist hafa viljað fá stærri úthlutun því fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð.

Frakkar færast nær því að velja sér forseta

Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017.

Sprengisandur: Íslandsbankamálið, kosningabaráttan í Reykjavík og skólamál

Það verður ýmislegt rætt í Sprengisandsþætti dagsins en fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins munu til að mynda ræða söluna á Íslandsbanka, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins rökræða um helstu baráttumálin, og lakt gengi drengja í grunn- og framhaldsskóla verður til umræðu. 

Grænn auðlindagarður í Reykholti í Biskupstungum

Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum ætla að sameinast um að nýta úrgang, sem verður til í gróðuhúsum þeirra og búa þannig til hringrásarkerfi í formi áburðar, sem nýtist stöðvunum. Í því skyni verður Grænn auðlindagarður stofnaður á svæðinu með þátttöku Bláskógabyggðar.

Grunaður um ýmis brot og reyndi að hlaupa frá lögreglu

Þó nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en tíu ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru tveir ofurölvi einstaklingar vistaðir í fangageymslu sökum ástands.

Árs fangelsi fyrir í­trekuð brot gegn sam­býlis­konu og stjúp­dóttur

Karlmaður var nýlega dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og dóttur hennar, fyrir að hafa ítrekað ógnað lífi þeirra og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þetta er í þriðja sinn sem maðurinn hlýtur dóm fyrir brot gegn mæðgunum.

Rjóma­tertuslagurinn hörmu­­legur en skemmti­­legur

Barnamenningarhátíð í Reykjavík náði hápunkti í dag en fjöldi viðburða voru haldnir um bæ allan. Í Norræna húsinu fengu börn að setja sig í hlutverk fullorðna fólksins og hin hefðbundnu hlutverk snerust við.

Fram­boðs­listi Pírata í Ísa­fjarðar­bæ

Pétur Óli Þorvaldsson bóksali leiðir lista Pírata í Ísafjarðarbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar nú í vor. Annað sæti skipar Margrét Birgisdóttir starfsmaður í búsetuþjónustu og í þriðja sæti er Herbert Snorrason sagnfræðingur.

For­sætis­ráð­herra Pakistan steypt af stóli

Imran Khan, fyrrum krikketstjarna og forsætisráðherra Pakistan, hefur verið steypt af stóli eftir að vantrauststillaga, sem stjórnarandstaðan lagði fram í síðustu viku, var staðfest nú í Hæstarétti.

Vaktin: Ó­breyttir borgarar myrtir í Do­netsk

Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir 44 dögum hefur rússneskum hersveitum orðið lítið ágengt. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu á næstu dögum beita sér fyrir því að Alþjóðaglæpadómstóllinn taki fyrir mögulega stríðsglæpi Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á Stöð tvö og Bylgjunni klukkan hálf sjö segjum við frá fundi á Austurvelli í dag þar sem fólk kom sama til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Þá segjum við frá gríðarmiklum eldsvoða sem varð í Endurvinnslustöð hjá Íslenska Gámafélaginu við Helguvík í dag. 

Píratar birta fram­boðs­lista í Kópa­vogi

Píratar hafa birt framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Kópavogi í vor. Oddviti er Sigurbjörg Erla Egilsdóttir en hún hefur setið í bæjarstjórn fyrir Pírata í Kópavogi undanfarin fjögur ár. 

Mót­mæla banka­sölunni á Austur­velli

Mótmæli vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta standa nú yfir á Austurvelli. Aðstandendur viðburðarins vilja mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“

Matvælaframleiðendur plata neytendur þegar verðbólga eykst

Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð.

Öll framboðin í Reykjavík gild

Þeir ellefu framboðslistar sem bárust fyrir borgarstjórnarkosningarnarnar í Reykjavík í vor voru úrskurðaðir gildir af yfirkjörstjórn í dag.

Grísir eru nú geltir með bólusetningu

Risa skref hefur verið stigið í svínarækt hér á landi því nú eru grísir ekki geltir lengur með skurðaðgerð, heldur eru þeir bólusettir gegn galtarlykt og galtabragði, sem samsvarar geldingu.

Sjá næstu 50 fréttir