Fleiri fréttir

Vill skoða að vopna lögregluna með rafbyssum

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill skoða að vopna almenna íslenska lögreglumenn með rafbyssum. Hann segir tölur yfir vélbyssur hér á landi sláandi en 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn til landsins árið 2020.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ófærðina sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu upp við í morgun.

Segir nýjustu bylgju Covid bera Hong Kong ofurliði

Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir nýjustu bylgju Covid-19 sem gengur nú yfir eyjuna vera að bera heilbrigðiskerfið þar ofurliði. Smituðum hefur fjölgað hratt þar á undanförnum dögum en í byrjun mánaðarins greindust um hundrað smitaðir á hverjum degi en í gær greindust 1.300.

Velti bílnum í Ár­túns­brekku

Bílvelta varð í Ártúnsbrekku á áttunda tímanum í morgun. Mikill snjór er á götum borgarinnar eftir nóttina og færð eftir því.

Víða lokað og þungfært

Snjóþekja er á vegum á höfuðborgarsvæðinu og þungfært sums staðar. Fréttastofu hafa borist fregnir af því að sumir íbúar eigi erfitt að komast af stað í vinnuna, þar sem erfitt er að koma bifreiðum úr stæðum.

15 til 20 prósent eldislax í kvíum Arctic Fish drepist

Fimmtán hundruð til tvö þúsund tonn af eldislaxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er þessu ári. Um er að ræða 15 til 20 prósent af lífmassa kvíanna en alls eru um tíu þúsund tonn af laxi í þeim.

Genesis GV60 með drift- og innskotsstillingu

Genesis er lúxus útgáfa af Hyundai bílum, svipað og Lexus er hjá Toyota. Genesis miðar frekar á BMW og Audi á meðan Hyundai miðar á aðra keppinauta. Genesis bifreiðar hafa nánast eingöngu verið fáanlegar í Bandaríkjunum. Nú stefnir í að breyting verði þar á, Evrópa er á planinu.

Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins

Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gul viðvörun verið gefin út fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins. Á höfuðborgarsvæðinu gildir viðvörunin frá klukkan 15 í dag og fram á morgun en spáð er suðaustan hvassviðri, snjókomu og slyddu á köflum og talsverðum skafrenningi, einkum í efri byggðum.

Fjórar líkamsárásir og vinnuslys

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt, meðal annars nokkrum er tengdust líkamsárásum. 

Kalla eftir fundi með Rússum

Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 

Sonur Lilju Rannveigar við góða heilsu eftir slys

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir betur hafa farið en á horfðist þegar sonur hennar slasaðist í fjárhúsum í gær. Hún segir það helst hafa verið áfall en strákurinn er nú við góða heilsu.

Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu

Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi.

Minntust Miu og kölluðu eftir bættu öryggi á næturlífinu

Fjöldi fólks kom saman í Álaborg í nótt til þess að minnast tuttugu og tveggja ára konu sem var myrt á hrottafenginn hátt um síðustu helgi. Leit af henni hefur staðið alla vikunna og tveir hafa verið ákærðir fyrir morðið.

Margfaldir verðlaunahundar en eru þó taldir heimskustu hundar í heimi

Hann heitir Tinni og er alþjóðlegur meistari, Norðurlandameistari, íslenskur meistari og íslenskur ungliðameistari og hún heitir Nóra og er ungliðameistari í Bozniu&Herzegovinu, Króatíu, Slóveníu, Macedoniu og Rúmeníu. Hér erum við að tala um tvo hunda þar sem eigendur þeirra hafa ekki undan við að taka á móti viðurkenningum og verðlaunum fyrir þá.

Dagur leiðir listann og Heiða Björg í öðru sæti

Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk í dag en valið fór fram með rafrænum hætti um helgina. Alls greiddu 3.036 flokksfélagar og stuðningsmenn atkvæði og var kjörsókn því um 50,2 prósent.

Þingmaður VG segir mikilvægt að öryggi íbúa sé tryggt: „Við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi“

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segir skotárásir undanfarið hafa vakið upp óhug meðal margra en hún segir mikilvægt að Ísland sýni frumkvæði í að tryggja öryggi borgara. Hún hafi verið með í undirbúningi frumvarp um endurskoðun skotvopnalaga en ákveðið að leggja það ekki fram þar sem stjórnarfrumvarp þess efnis er í farvatninu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku.

Segir skelfi­lega stöðu komna upp

Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi.

„Ég er full­orðinn, en ekki fá­bjáni“

„Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“. Þetta er yfirskrift herferðar sem eftirlaunaþegi á Spáni hefur stofnað til, til þess að þrýsta á banka landsins að veita eldra fólki betri þjónustu. 600.000 manns hafa nú þegar tekið undir kröfur gamla mannsins.

Segja slæðubann neyða konur til að velja milli trúarinnar og menntunar

Ungar konur sem stunda háskólanám í Karnataka héraði á Indlandi mótmæla slæðubanni, sem nokkrir háskólar í héraðinu hafa kynnt, og segja skólayfirvöld neyða sig til að velja milli trúarinnar og menntunar. Þær segja bannið stangast á við stjórnarskrá landsins.

Hvolsvöllur er að springa út – Byggt og byggt

Eftirspurn eftir lóðum og nýju húsnæði á Hvolsvelli hefur aldrei verið eins mikil og nú. Byggt og byggt er á staðnum og ný íbúðarhverfi gerð klár, auk þess sem nokkrar nýjar verslanir hafa opnað.

„Meiri harka í þessum glæpaheimi”

Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Íslenskur karlmaður skaut á fólk með vélbyssu í miðbænum í nótt. Um er að ræða aðra skotárásina í Reykjavík í vikunni. Við ræðum við Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu og sjónarvott að árásinni í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 

Sprengi­sandur: Út­lendinga­mál, efna­hags­mál og konur í ný­sköpun

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um áform iðnaðarins á þessu ári, sem nefnt er ár grænnar iðnbyltingar. Hvað felst í þessu heiti, hverjir eru með og hvað ætla þeir sem eru með að gera?

Karl­maður skotinn í mið­bænum í nótt

Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað.

Sjá næstu 50 fréttir