Bílar

Genesis GV60 með drift- og innskotsstillingu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Genesis GV60.
Genesis GV60.

Genesis er lúxus útgáfa af Hyundai bílum, svipað og Lexus er hjá Toyota. Genesis miðar frekar á BMW og Audi á meðan Hyundai miðar á aðra keppinauta. Genesis bifreiðar hafa nánast eingöngu verið fáanlegar í Bandaríkjunum. Nú stefnir í að breyting verði þar á, Evrópa er á planinu.

Genesis GV60 er flaggskipið sem er ætlað að innsigla Genesis vörumerkið sem stöndugt merki í Evrópu. GV60 er byggður á sama grunni og Kia EV6 og Hyundai Ioniq 5. Það er því óþarfi að hugsa of mikið um drægni og hleðslutölur, þær verða svipaðar og í þeim bílum sem GV60 er byggður á.

Innra rými í GV60.

GV60 er rafbíll með innskotsstillingu (e. boost mode). Hann getur driftað, hann er því ekki hinn hefðbundni rafjepplingur. Óljóst er hvenær GV60 verður fáanlegur í Evrópu, sala mun hefjast á árinu 2022 í Bandaríkjunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×