Fleiri fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hátt í hundrað eru látnir í mannskæðasta fellibyl í sögu Kentucky-ríkis. Við sýnum myndir frá hamfarasvæðum í Bandaríkjunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Íslending í St. Louis í Missouri sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina. Hún segir eyðilegginguna ofboðslega. 12.12.2021 18:01 Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12.12.2021 17:16 Finnbogi segir Bergsvein ljúga Finnbogi Hermannsson sakar Bergsvein Birgisson um lygar þegar hann segir að Finnbogi hafi gefið út bókina Einræður Steinólfs án þess að útgáfuréttur væri virtur. 12.12.2021 16:08 Virðist sem fimm daga sóttkví sé ekki nóg Ákveðið var í dag að skólahald í Patreksskóla á Patreksfirði verði fellt niður þar til eftir jólafrí. Þetta er gert vegna kórónuveirusmita sem halda áfram að greinast innan skólans, þó að þau séu ekki mörg. 12.12.2021 15:19 Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12.12.2021 15:01 „Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12.12.2021 14:56 Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. 12.12.2021 14:00 Ekki mokað á þriðjudögum og laugardögum í Uppsveitum Árnessýslu Íbúar í Uppsveitum Árnessýslu eru margir hverjir óánægðir með það staðreynd að Vegagerðin mokar ekki nokkra fjölfarna vegi svæðisins á þriðjudögum og laugardögum þó að það kafsnjói á þeim dögum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segist ekki trúa öðru en að Vegagerðin breyti þessu verklagi sínu. 12.12.2021 13:15 „Orkumál eru loftslagsmál“ Orkumálastjóri segir tækifæri liggja í nýjum stjórnarsáttamála og segir gott að loftslags- og orkumál heyri nú undir sama ráðuneyti. 12.12.2021 13:12 Veittu skátunum veglegan styrk Hringfarinn Kristján Gíslason og eiginkona hans Ásdís Rósa Baldursdóttir vilja láta gott af sér leiða og hafa meðal annars stutt við bataferli fíkla. Læt að nýju styrktarmálefni leiddi þau að fjölskylduskátun, nýju verkefni á vegum skátahreyfingarinnar. Í gær veittu þau skátunum tíu milljóna króna styrk. 12.12.2021 12:35 Hádegisfréttir Bylgjunnar Lögregla lítur grófa árás ungmenna í Kringlunni í gær alvarlegum augum. Mörg mál þar sem ungmenni eiga í hlut hafa komið upp á stuttum tíma. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 12.12.2021 11:50 Árásin gróf og litin alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12.12.2021 11:22 96 greindust smitaðir innanlands í gær Í gær greindust 96 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Þá greindust ellefu á landamærunum. 12.12.2021 10:59 Menntaskólinn við Sund mismunaði á grundvelli aldurs Menntaskólinn við Sund braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar hann réð í stöðu kennara við skólann. Samkvæmt skólanum myndi fylgja því aukinn kostnaður að ráða kennara sem væri á svokallaðri 60 ára reglu. 12.12.2021 10:40 Flutningamál, blóðmerahald, orkumál og plast í Svíþjóð Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Pál Hermannsson hagfræðing, sem er sérfróður um flutningamál og ætlar að fjalla um Sundahöfn og Sundabraut og færa rök fyrir milljarðasparnaði sem ná má með hagkvæmri útfærslu á hvoru tveggja. 12.12.2021 09:57 Fjórir látnir eftir sprengingu á Sikiley Fjórir eru látnir eftir að þrjár byggingar hrundu í kjölfar gassprengingar á Sikiley í gær. Enn er óljóst hvað olli sprengingunni. 12.12.2021 09:50 Siglingum fundinn staður utan nýrrar Fossvogsbrúar Viðræður hafa staðið yfir milli Siglingafélags Reykjavíkur Brokeyjar og Reykjavíkurborgar síðustu misserin um nýja staðsetningu fyrir starfsemi félagsins í stað Nauthólsvíkur. 12.12.2021 09:26 Biskup sviptur völdum fyrir að gifast höfundi „satanískrar erótíkur“ Xavier Novell Goma, yngsti biskup spænsku kaþólsku kirkjunnar, var sviptur völdum á kirkjuþingi í gær. Ástæðan er sú að hann gifti sig en kaþólskum prestum er það harðbannað. Ekki bætti úr sök að eiginkonan er rithöfundur erótískra bóka. 12.12.2021 08:54 „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12.12.2021 07:56 Ungmenni frömdu vopnað rán í Kringlunni Hópur ungmenna réðst að dreng í Kringlunni í gær og rændi hann síma. Hópurinn beitti kylfu í árásinni með alvarlegum afleiðingum. 12.12.2021 07:22 Finnbogi kasti steinum úr glerhúsi og hafi stundað hinn eina sanna stuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, vísar því alfarið á bug að hann hafi gerst sekur um ritstuld þegar hann skrifaði skáldsöguna Svar við bréfi Helgu. 12.12.2021 00:07 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11.12.2021 23:21 Yngstu pottverjarnir segja sinn tíma runninn upp Börnin í Úlfársárdal eru hæstánægð með nýja sundlaug sem opnuð var í hverfinu í dag, ef marka má vel valið úrtak fréttastofu. Þó eru skiptar skoðanir uppi um hvort það sé börnum bjóðandi að þurfa að bíða lengur eftir að fá vatnsrennibraut í hverfið. 11.12.2021 21:49 Óttast einangrun á aðfangadag Kona sem óttast að vera enn í einangrun vegna Covid-19 á aðfangadag brýnir fyrir fólki að fara varlega nú á aðventunni. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á farsóttarhúsi en nú. 11.12.2021 20:47 Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11.12.2021 20:22 Laus úr haldi grunaður um frelsissviptingu og nauðgun Karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa frelsissvipt og nauðgað fjórtán ára stúlku á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi, er laus úr gæsluvarðhaldi. 11.12.2021 19:18 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11.12.2021 18:55 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tölvuþrjótar gætu nýtt sér alvarlegan öryggisveikleika, sem uppgötvaðist fyrir helgi. Netöryggissveit reynir að fyrirbyggja árásir. Við ræðum við forstöðumann netöryggissveitarinnar CERT-IS um málið í beinni útsendingu. 11.12.2021 18:08 Búið að virkja samhæfingarstöð vegna öryggisveikleika sem gæti verið sá stærsti á seinni tímum Alvarlegur öryggisveikleiki sem uppgötvaðist þann 9.desember hefur nú þegar haft víðtæk áhrif um allan heim. Netöryggissveitin CERT-IS hefur virkjað samhæfingarstöð hér á landi vegna málsins. 11.12.2021 16:38 Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. 11.12.2021 15:01 Myrti eiginkonu sína með því að keyra yfir hana David Turtle, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður frá Bournemouth á Englandi, hefur verið fundinn sekur fyrir frönskum dómstól um að hafa myrt eiginkonu sína. Morðvopnið var Mercedes Benz bifreið hans. 11.12.2021 14:50 Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11.12.2021 14:00 Jólapóstkassar og alvöru jólasleðar á Vestfjörðum Vestfirðingar ætla sér að taka jólin alla leið þetta árið því búið er að setja á laggirnar jólaverkefni, sem kallast „Jólalestin“ en það er frumkvöðlaverkefni. Smíðaðir verða 12 jólasleðar og 12 jólapóstkassar, eitt sett fyrir hvert bæjarfélag á Vestfjörðum. Þá geta börnin skrifað jólasveininum bréf og fengið svar til baka. 11.12.2021 13:17 Kennarar vísa viðræðum til ríkissáttasemjara: „Öllu hefur verið hafnað sem við höfum lagt fram“ Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara. Kjarasamningar grunnskólakennara renna út um áramótin. 11.12.2021 12:44 Borgarstjóri gleymdi að hann ætti að vígja nýja laug Hverfismiðstöð með nýrri sundlaug, þeirri fyrstu í Reykjavík í 23 ár, og nýju bókasafni var opnuð í Úlfarsárdal í morgun. Heildarfjárfesting verkefnisins er upp á 14 milljarða króna og framkvæmdin er ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Borgarstjóri segir daginn tímamót í sögu borgarinnar. 11.12.2021 12:21 Hádegisfréttir Bylgjunnar Sjúklingur lést á Landspítala vegna kórónuveirunnar í gær. Vernd af þremur skömmtum bóluefnis ætti að duga gegn ómíkron-afbrigðinu. Fjallað verður um stöðu mála í hádegisfréttum. 11.12.2021 12:00 Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11.12.2021 11:30 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11.12.2021 11:10 145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11.12.2021 11:05 Sakaði seðlabankastjóra um ritstuld en fær nú sjálfur ásakanir af sama meiði Rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson, sem í vikunni sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld, hefur nú sjálfur fengið á sig ásakanir af sama meiði. 11.12.2021 10:47 Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. Þetta segir í tilkynningu á vef farsóttanefndar Landspítala. Um er að ræða 36. andlátið af völdum sjúkdómsins hér á landi frá upphafi faraldurs. 11.12.2021 10:39 Veður spillir skíðahelginni í Bláfjöllum Unnt var að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum í fyrradag, fyrir jól í fyrsta skipti í nokkur ár. Svo virðist sem vongóðir skíðagarpar þurfi að bíða fram yfir helgi til að renna sér. 11.12.2021 09:20 Þungir dómar vegna eldsvoða sem varð 242 að bana Fjórir hafa verið dæmdir í fangelsi í Brasilíu vegna eldsvoða á skemmtistað sem varð 242 að bana árið 2013. 11.12.2021 08:32 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11.12.2021 08:01 Strætóslysið falli hugsanlega undir manndráp af gáleysi Andlát konu á sjötugsaldri, sem lést þegar hún varð fyrir strætisvagni, er rannsakað sem sakamál. 11.12.2021 07:50 Sjá næstu 50 fréttir
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hátt í hundrað eru látnir í mannskæðasta fellibyl í sögu Kentucky-ríkis. Við sýnum myndir frá hamfarasvæðum í Bandaríkjunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Íslending í St. Louis í Missouri sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina. Hún segir eyðilegginguna ofboðslega. 12.12.2021 18:01
Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12.12.2021 17:16
Finnbogi segir Bergsvein ljúga Finnbogi Hermannsson sakar Bergsvein Birgisson um lygar þegar hann segir að Finnbogi hafi gefið út bókina Einræður Steinólfs án þess að útgáfuréttur væri virtur. 12.12.2021 16:08
Virðist sem fimm daga sóttkví sé ekki nóg Ákveðið var í dag að skólahald í Patreksskóla á Patreksfirði verði fellt niður þar til eftir jólafrí. Þetta er gert vegna kórónuveirusmita sem halda áfram að greinast innan skólans, þó að þau séu ekki mörg. 12.12.2021 15:19
Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12.12.2021 15:01
„Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12.12.2021 14:56
Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. 12.12.2021 14:00
Ekki mokað á þriðjudögum og laugardögum í Uppsveitum Árnessýslu Íbúar í Uppsveitum Árnessýslu eru margir hverjir óánægðir með það staðreynd að Vegagerðin mokar ekki nokkra fjölfarna vegi svæðisins á þriðjudögum og laugardögum þó að það kafsnjói á þeim dögum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segist ekki trúa öðru en að Vegagerðin breyti þessu verklagi sínu. 12.12.2021 13:15
„Orkumál eru loftslagsmál“ Orkumálastjóri segir tækifæri liggja í nýjum stjórnarsáttamála og segir gott að loftslags- og orkumál heyri nú undir sama ráðuneyti. 12.12.2021 13:12
Veittu skátunum veglegan styrk Hringfarinn Kristján Gíslason og eiginkona hans Ásdís Rósa Baldursdóttir vilja láta gott af sér leiða og hafa meðal annars stutt við bataferli fíkla. Læt að nýju styrktarmálefni leiddi þau að fjölskylduskátun, nýju verkefni á vegum skátahreyfingarinnar. Í gær veittu þau skátunum tíu milljóna króna styrk. 12.12.2021 12:35
Hádegisfréttir Bylgjunnar Lögregla lítur grófa árás ungmenna í Kringlunni í gær alvarlegum augum. Mörg mál þar sem ungmenni eiga í hlut hafa komið upp á stuttum tíma. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 12.12.2021 11:50
Árásin gróf og litin alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12.12.2021 11:22
96 greindust smitaðir innanlands í gær Í gær greindust 96 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Þá greindust ellefu á landamærunum. 12.12.2021 10:59
Menntaskólinn við Sund mismunaði á grundvelli aldurs Menntaskólinn við Sund braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar hann réð í stöðu kennara við skólann. Samkvæmt skólanum myndi fylgja því aukinn kostnaður að ráða kennara sem væri á svokallaðri 60 ára reglu. 12.12.2021 10:40
Flutningamál, blóðmerahald, orkumál og plast í Svíþjóð Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Pál Hermannsson hagfræðing, sem er sérfróður um flutningamál og ætlar að fjalla um Sundahöfn og Sundabraut og færa rök fyrir milljarðasparnaði sem ná má með hagkvæmri útfærslu á hvoru tveggja. 12.12.2021 09:57
Fjórir látnir eftir sprengingu á Sikiley Fjórir eru látnir eftir að þrjár byggingar hrundu í kjölfar gassprengingar á Sikiley í gær. Enn er óljóst hvað olli sprengingunni. 12.12.2021 09:50
Siglingum fundinn staður utan nýrrar Fossvogsbrúar Viðræður hafa staðið yfir milli Siglingafélags Reykjavíkur Brokeyjar og Reykjavíkurborgar síðustu misserin um nýja staðsetningu fyrir starfsemi félagsins í stað Nauthólsvíkur. 12.12.2021 09:26
Biskup sviptur völdum fyrir að gifast höfundi „satanískrar erótíkur“ Xavier Novell Goma, yngsti biskup spænsku kaþólsku kirkjunnar, var sviptur völdum á kirkjuþingi í gær. Ástæðan er sú að hann gifti sig en kaþólskum prestum er það harðbannað. Ekki bætti úr sök að eiginkonan er rithöfundur erótískra bóka. 12.12.2021 08:54
„Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12.12.2021 07:56
Ungmenni frömdu vopnað rán í Kringlunni Hópur ungmenna réðst að dreng í Kringlunni í gær og rændi hann síma. Hópurinn beitti kylfu í árásinni með alvarlegum afleiðingum. 12.12.2021 07:22
Finnbogi kasti steinum úr glerhúsi og hafi stundað hinn eina sanna stuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, vísar því alfarið á bug að hann hafi gerst sekur um ritstuld þegar hann skrifaði skáldsöguna Svar við bréfi Helgu. 12.12.2021 00:07
Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11.12.2021 23:21
Yngstu pottverjarnir segja sinn tíma runninn upp Börnin í Úlfársárdal eru hæstánægð með nýja sundlaug sem opnuð var í hverfinu í dag, ef marka má vel valið úrtak fréttastofu. Þó eru skiptar skoðanir uppi um hvort það sé börnum bjóðandi að þurfa að bíða lengur eftir að fá vatnsrennibraut í hverfið. 11.12.2021 21:49
Óttast einangrun á aðfangadag Kona sem óttast að vera enn í einangrun vegna Covid-19 á aðfangadag brýnir fyrir fólki að fara varlega nú á aðventunni. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á farsóttarhúsi en nú. 11.12.2021 20:47
Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11.12.2021 20:22
Laus úr haldi grunaður um frelsissviptingu og nauðgun Karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa frelsissvipt og nauðgað fjórtán ára stúlku á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi, er laus úr gæsluvarðhaldi. 11.12.2021 19:18
Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11.12.2021 18:55
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tölvuþrjótar gætu nýtt sér alvarlegan öryggisveikleika, sem uppgötvaðist fyrir helgi. Netöryggissveit reynir að fyrirbyggja árásir. Við ræðum við forstöðumann netöryggissveitarinnar CERT-IS um málið í beinni útsendingu. 11.12.2021 18:08
Búið að virkja samhæfingarstöð vegna öryggisveikleika sem gæti verið sá stærsti á seinni tímum Alvarlegur öryggisveikleiki sem uppgötvaðist þann 9.desember hefur nú þegar haft víðtæk áhrif um allan heim. Netöryggissveitin CERT-IS hefur virkjað samhæfingarstöð hér á landi vegna málsins. 11.12.2021 16:38
Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. 11.12.2021 15:01
Myrti eiginkonu sína með því að keyra yfir hana David Turtle, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður frá Bournemouth á Englandi, hefur verið fundinn sekur fyrir frönskum dómstól um að hafa myrt eiginkonu sína. Morðvopnið var Mercedes Benz bifreið hans. 11.12.2021 14:50
Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11.12.2021 14:00
Jólapóstkassar og alvöru jólasleðar á Vestfjörðum Vestfirðingar ætla sér að taka jólin alla leið þetta árið því búið er að setja á laggirnar jólaverkefni, sem kallast „Jólalestin“ en það er frumkvöðlaverkefni. Smíðaðir verða 12 jólasleðar og 12 jólapóstkassar, eitt sett fyrir hvert bæjarfélag á Vestfjörðum. Þá geta börnin skrifað jólasveininum bréf og fengið svar til baka. 11.12.2021 13:17
Kennarar vísa viðræðum til ríkissáttasemjara: „Öllu hefur verið hafnað sem við höfum lagt fram“ Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara. Kjarasamningar grunnskólakennara renna út um áramótin. 11.12.2021 12:44
Borgarstjóri gleymdi að hann ætti að vígja nýja laug Hverfismiðstöð með nýrri sundlaug, þeirri fyrstu í Reykjavík í 23 ár, og nýju bókasafni var opnuð í Úlfarsárdal í morgun. Heildarfjárfesting verkefnisins er upp á 14 milljarða króna og framkvæmdin er ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Borgarstjóri segir daginn tímamót í sögu borgarinnar. 11.12.2021 12:21
Hádegisfréttir Bylgjunnar Sjúklingur lést á Landspítala vegna kórónuveirunnar í gær. Vernd af þremur skömmtum bóluefnis ætti að duga gegn ómíkron-afbrigðinu. Fjallað verður um stöðu mála í hádegisfréttum. 11.12.2021 12:00
Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11.12.2021 11:30
Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11.12.2021 11:10
145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11.12.2021 11:05
Sakaði seðlabankastjóra um ritstuld en fær nú sjálfur ásakanir af sama meiði Rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson, sem í vikunni sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld, hefur nú sjálfur fengið á sig ásakanir af sama meiði. 11.12.2021 10:47
Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. Þetta segir í tilkynningu á vef farsóttanefndar Landspítala. Um er að ræða 36. andlátið af völdum sjúkdómsins hér á landi frá upphafi faraldurs. 11.12.2021 10:39
Veður spillir skíðahelginni í Bláfjöllum Unnt var að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum í fyrradag, fyrir jól í fyrsta skipti í nokkur ár. Svo virðist sem vongóðir skíðagarpar þurfi að bíða fram yfir helgi til að renna sér. 11.12.2021 09:20
Þungir dómar vegna eldsvoða sem varð 242 að bana Fjórir hafa verið dæmdir í fangelsi í Brasilíu vegna eldsvoða á skemmtistað sem varð 242 að bana árið 2013. 11.12.2021 08:32
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11.12.2021 08:01
Strætóslysið falli hugsanlega undir manndráp af gáleysi Andlát konu á sjötugsaldri, sem lést þegar hún varð fyrir strætisvagni, er rannsakað sem sakamál. 11.12.2021 07:50