Fleiri fréttir

Rannsókn á Procar-málinu að ljúka

Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara.

Nýjasta stjarna miðbæjarins vill vatn en fúlsar við nammi

Nýjasta stjarna miðbæjarins, hundurinn Klaki, leikur listir sínar fyrir vegfarendur á nánast hverjum degi á horni Laugavegs og Klapparstígs. Það þarf ekki meira til að koma honum af stað en nokkrar sprautur af vatni. Eigandinn skilur ekki af hverju.

Segjast hafa borið kennsl á Valla

Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum.

Spá allt að 40 m/s undir Eyjafjöllum

Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag og gul viðvörun á Breiðafirði og á Norðurlandi. Fólk er varað frá því að vera á ferðinni og þá ráðleggur Veðurstofa landsmönnum að ganga frá lausamunum. Á Suðurlandi má gera ráð fyrir talsverðri rigningu með tilheyrandi vatnavöxtum.

Covid fer fram úr spænsku veikinni í Bandaríkjunum

Minnst 675 þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið vegna Covid-19 frá því faraldur kórónuveirunnar hófst. Það er sambærilegur fjöldi og talið er hafi dáið vegna spænsku veikinnar á árunum 1918 og 1919.

Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum

Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land.

Rostungurinn Valli mættur aftur

Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum.

Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas

Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum.

Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði

Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum.

Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi

Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar.

Verður Sveitarfélagið Suðurland til eftir 25. september?

Íbúar í fimm sveitarfélögum í Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu munu kjósa um sameiningu sveitarfélaganna samhliða alþingiskosningunum 25. september. Verði sameiningin samþykkti verður til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, sem myndi ná yfir sextán prósent af flatarmáli landsins

Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls

Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um afléttingu ferðabannsins til Bandaríkjanna. Við ræðum við utanríkisráðherra og forstjóra Icelandair um málið.

Farbann manns sem grunaður er um hópnauðgun staðfest

Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Maðurinn mun sæta farbanni til 11. nóvember.

Vilja að vinnu sé flýtt eftir bana­slys af völdum réttinda­lauss öku­manns undir á­hrifum

Rekja má banaslys sem varð á Reykjanesbraut í mars á síðasta ári til þess að réttindalaus ökumaður var óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu. Rannsóknanefnd samgöngslysa hvetur samgönguráðuneytið til að flýta vinnu nefndar sem miðar að því að taka betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað ekur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna.

Vísa hundruðum Haítíbúa úr landi þrátt fyrir ófremdarástand

Bandaríkjastjórn flaug á fjórða hundrað Haítíbúum úr landi í gær og kom í veg fyrir að fjöldi annarra kæmist yfir landamærin frá Mexíkó. TIl stendur að senda enn fleiri Haítíbúa til síns heima þrátt fyrir hamfarir og pólitískan óstöðugleika þar.

Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins

Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári.  Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé.

Dæmdur fyrir ræktun 224 kanna­bis­plantna á heimilinu

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir vörslu á rúmlega 32 grömmum af maríjúana og ræktun á 224 kannabisplöntur sem fundust við húsleit á heimili mannsins í Reykjavík í nóvember 2019. Hann er talinn hafa ræktað kannabis um nokkurt skeið.

„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“

Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur.

25 nowych przypadków COVID-19

Wczoraj w Islandii zdiagnozowano 25 nowych przypadków koronawirusa. Ponad 300 osób znajduje się obecnie w izolacji z powodu COVID-19 i liczba ta zmalała o 50.

Beitti skralli og skrúfjárni í líkamsárás

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa slegið annan mann í höfuðið með skralli úr topplyklasetti og stungið hann í sköflunginn með skrúfjárni, auk annarra brota.

Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi

Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi.

Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk

Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur.

Żółty alert pogodowy dla całej Islandii

Jutro na wschodzie i północnym wschodzie kraju należy spodziewać się wiatru wiejącego z prędkością 15 do 23 m/s, w niektórych miejscach na północy wystąpić mogą opady śniegu.

„Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“

Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm.

Aftakaveður í kortum á kjördag

Veðurútlit fyrir kjördag, laugardaginn 25. september, er afleitt. Á hádegi verður ausandi rigning og hávaða rok, um og í kringum tuttugu metrar á sekúndu. Og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á kjörsókn.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið á La Palma sem nú þegar hefur eyðilagt um hundrað hús. Við heyrum í fólki sem á jörð á eynni en gosið hefur annars ekki haft áhrif á flugumferð almennt til Kanaríeyja.

Bóluefni Pfizer sagt verja fimm til ellefu ára börn

Lyfjarisinn Pfizer segir að bóluefni sitt gegn kórónuveirunni verndi börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Fyrirtækið ætlar sér að sækja um leyfi til að gefa börnum bóluefnið í Bandaríkjunum á næstunni.

Sjá næstu 50 fréttir