Fleiri fréttir

Dæmdur fyrir ræktun 224 kanna­bis­plantna á heimilinu

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir vörslu á rúmlega 32 grömmum af maríjúana og ræktun á 224 kannabisplöntur sem fundust við húsleit á heimili mannsins í Reykjavík í nóvember 2019. Hann er talinn hafa ræktað kannabis um nokkurt skeið.

„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“

Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur.

25 nowych przypadków COVID-19

Wczoraj w Islandii zdiagnozowano 25 nowych przypadków koronawirusa. Ponad 300 osób znajduje się obecnie w izolacji z powodu COVID-19 i liczba ta zmalała o 50.

Beitti skralli og skrúfjárni í líkamsárás

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa slegið annan mann í höfuðið með skralli úr topplyklasetti og stungið hann í sköflunginn með skrúfjárni, auk annarra brota.

Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi

Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi.

Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk

Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur.

Żółty alert pogodowy dla całej Islandii

Jutro na wschodzie i północnym wschodzie kraju należy spodziewać się wiatru wiejącego z prędkością 15 do 23 m/s, w niektórych miejscach na północy wystąpić mogą opady śniegu.

„Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“

Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm.

Aftakaveður í kortum á kjördag

Veðurútlit fyrir kjördag, laugardaginn 25. september, er afleitt. Á hádegi verður ausandi rigning og hávaða rok, um og í kringum tuttugu metrar á sekúndu. Og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á kjörsókn.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið á La Palma sem nú þegar hefur eyðilagt um hundrað hús. Við heyrum í fólki sem á jörð á eynni en gosið hefur annars ekki haft áhrif á flugumferð almennt til Kanaríeyja.

Bóluefni Pfizer sagt verja fimm til ellefu ára börn

Lyfjarisinn Pfizer segir að bóluefni sitt gegn kórónuveirunni verndi börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Fyrirtækið ætlar sér að sækja um leyfi til að gefa börnum bóluefnið í Bandaríkjunum á næstunni.

Tuttugu og fimm greindust innanlands

Tuttugu og fimm manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega þrjú hundruð manns eru nú í einangrun með Covid-19, tæplega fimmtíu færri en fyrir helgi.

Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum

Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 

Hraun­straumurinn gleypir fjöl­mörg hús á La Palma

Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu.

Býflugur drápu 63 mörgæsir

Krufning á 63 mörgæsum sem fundust dauðar í Simon's Town, nærri Höfðaborg í Suður-Afríku, hefur leitt í ljós að þær létust af völdum býflugnastunga. Sérfræðingar segja um ólíkindaviðburð að ræða.

„Harmleikur sem átti ekki erindi í fjölmiðla“

Jón Ósmann sakar DV um að hafa birt frétt byggða á einhliða málflutningi barnsmóður sinnar og gagnrýnir miðilinn harðlega fyrir að hafa tilkynnt hann og son hans til Barnaverndar fyrir að hafa reynt að leiðrétta staðreyndavillur fyrir birtingu.

Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla

Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur.

Fékk 180 þúsund króna hraða­sekt

Lögreglan á Suðurnesjum sektaði um helgina ökumann um 180 þúsund krónur eftir að sá mældist á 121 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann var auk þess sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Varar fólk við að reyna að smitast af veirunni

Ómögulegt er að segja til um hver veikist alvarlega af þeim sem smitast af kórónuveirunni. Því varar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fólk endregið við því að reyna vísvitandi að smitast.

Rostungurinn virðist horfinn á braut

Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn.

Getur farið yfir 30 metra á sekúndu í hviðum

Lægð, sem í morgun var úti á Faxaflóa, er nú á leið norðaustur yfir landið. Henni fylgir vestan og norðvestan átta til fimmtán metrar, en í vindstrengjum nærri suðurströndinni mun vindstyrkurinn verða fimmtán til 23 metrum sekúndu upp úr hádegi og yfir þrjátíu í hviðum.

Framsókn og Vinstri græn með flest spil á hendi

Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Viðreisn koma oftast við sögu í mögulegum ríkisstjórnum eftir kosningar, ef marka má þingsætaspá Morgunblaðsins, sem byggir á þremur síðustu könnunum MMR fyrir blaðið.

Sjóslys við Akurey og leit á Esjunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla vegna slysa í gærkvöldi og nótt. Í tveimur tilvikum voru björgunarsveitir einnig kallaðar til; annað varðaði sjóslys og hitt einstakling sem villtist á Esjunni.

Kosningastefna kynnt á Sósíalistaþingi

Á Sósíalistaþingi sem haldið var í Tjarnarbíói í dag var afgreidd kosningastefnuskrá Sósíalistaflokksins undir kjörorðinu Stórkostlegt samfélag. Stefnan byggir á einstöku tækifæri Íslendinga til að byggja hér upp réttlátt, öruggt og öflugt samfélag byggt á jöfnuði og samkennd. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum.

Viðreisn kynnir stefnumál sín fyrir komandi kjörtímabil

Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður muni lækka. Það séu tæplega 900 þúsund krónur á ári sé miðað við par með tvö börn sem skuldar 31 milljón króna.

Eldgos hafið á La Palma

Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar.

Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvífeldni og lygar

Franski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir neyðarástandi í samskiptum Frakklands við Ástralíu og Bandaríkin vegna ákvörðunar Ástrala um að rifta skyndilega samkomulagi um kaup á frönskum kafbátum. Frakkar kölluðu sendiherra sína í ríkjunum heim á föstudag.

Kosningapróf Kjóstu rétt og Vísis: Hver er flokkurinn þinn?

Landsmenn ganga að kjörborðinu þann 25. september og eflaust fjöldi fólks sem á enn eftir að taka lokaákvörðun um hvert atkvæðið á að fara. Ein leið til að átta sig á því hvaða flokk maður passar vel við er að taka kosningapróf Vísis og Kjóstu rétt.

Áhugaverðir sex mánuðir að baki

Eldgosið í Geldingadölum hefur í dag staðið yfir í hálft ár og er nú það langlífasta á 21. öldinni, hefur staðið samfleytt yfir í 184 daga borið saman við fyrra met sem var í Holuhrauni en þar stóð gosið yfir í 181 dag.

Sjá næstu 50 fréttir