Fleiri fréttir „Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“ Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu. 29.3.2021 22:00 Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29.3.2021 21:58 Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29.3.2021 21:37 Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29.3.2021 21:30 Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. 29.3.2021 21:01 Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. 29.3.2021 21:01 Ekki allt sem sýnist þó hraun virðist storknað Svokallaðar hrauntjarnir, sem sjá má í hrauninu sem myndast hefur í gosinu í Geldingadölum, myndast vegna gríðarlegs hita hraunsins sem flæðir þar upp úr jörðinni. 29.3.2021 20:55 Einn lenti í snjóflóði í Hnífsdal í kvöld Einn varð undir í snjóflóði sem féll úr Traðargili við Búðarhyrnu í Hnífsdal í kvöld. Sjónarvottar sem sáu snjóflóðið hrífa aðilann niður hlíðina hringdu í viðbragðsaðila og var lögregla og annað hjálparlið kallað út. 29.3.2021 20:41 Þyrla kölluð að gosstöðvunum vegna konu sem slasaðist Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út að Geldingadölum vegna slasaðrar konu við gosstöðvarnar. 29.3.2021 20:02 Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29.3.2021 19:18 „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29.3.2021 19:18 Von á bóluefni Janssen til Evrópu þann 19. apríl Bóluefni Janssen gegn Covid-19 fer í dreifingu í Evrópu þann 19. apríl næstkomandi að sögn Johnson & Johnson, móðurfyrirtækis Janssen. Bóluefnið hefur þá sérstöðu að ekki þarf tvo skammta af efninu svo það gefi fulla vörn. 29.3.2021 18:45 Óþefurinn frá vinnslustöðvunum aðeins peningalykt Kínverskar fiskimjölsvinnslur í Gambíu og ólöglegar veiðar stefna fiskistofnum þessa minnsta lands Afríku í stórhættu. Þetta sýnir rannsókn samtakanna Outlaw Ocean Project. 29.3.2021 18:45 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þúsundir hafa streymt í Geldingardali til þess að skoða eldgosið og nýtt bílastæði var tekið í notkun í dag til þess að anna mannfjöldanum. Nú eru komin tvö stór bílastæði við veginn. 29.3.2021 18:01 Sér vel fyrir sér áframhaldandi samstarf við VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skyldu stjórnarflokkanna þriggja að skoða áframhaldandi samstarf fái þeir fylgi til þess í komandi Alþingiskosningum. 29.3.2021 17:42 Gerir ekki athugasemd við að stúlka fái að kenna sig við móður sína Settur umboðsmaður Alþingis gerir ekki athugasemdir við úrskurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að stúlka gæti kennt sig við móður sína í stað föður. 29.3.2021 17:39 Fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákærður fyrir skattalagabrot Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. 29.3.2021 16:59 Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29.3.2021 16:38 Fylgjast náið með aukinni virkni við Þrengslin Alls er óvíst hvaða þýðingu aukin skjálftavirkni við Þrengslin hefur. Jarðhræringar hófust á svæðinu aðfaranótt föstudags og í nótt urðu tveir snarpir skjálftar. 29.3.2021 16:24 Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90% Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin. 29.3.2021 15:54 Willum vill leiða Framsókn í Kraganum Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, vill leiða flokkinn í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Hann var í fyrsta sæti Framsóknar í Kraganum í kosningunum árið 2017. 29.3.2021 15:38 Fengu góð viðbrögð við „pop-up-kvennaathvarfi“ Til þess að geta tekið á móti konum og börnum í samkomubanni leitaði Kvennaathvarfið eftir húsnæði í gær. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og athvarfið því vel undirbúið fyrir komandi páskahátíð. 29.3.2021 15:19 Súesskurðurinn aftur opinn fyrir umferð Siglingar um Súesskurðinn í Egyptalandi hófust aftur með hefðbundnum hætti eftir að risavöxnu flutningaskipi sem hafði lokað skurðinum í hátt í viku var komið á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa beið eftir að komast um skurðinn. 29.3.2021 15:11 Meintur morðingi eftirlýstur í Albaníu en íslensk stjórnvöld höfnuðu framsali Albanskur karlmaður sem lögregla segir að hafi játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir vopnað rán og hefur verið um árabil. Fréttablaðið greindi fyrst frá. 29.3.2021 14:29 Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29.3.2021 13:53 Áslaug, Ástráður, Kjartan Bjarni og Skúli vilja verða næsti umboðsmaður Alþingis Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, Ástráður Haraldsson dómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari og settur umboðsmaður, og Skúli Magnússon dómari hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. 29.3.2021 13:43 Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29.3.2021 13:29 Alþjóðleg jafnréttisráðstefna að hefjast í Mexíkó „Kynslóð jafnréttis“ er yfirskrift alþjóðlegarar ráðstefnu sem hefst í dag. Ísland tekur þátt. 29.3.2021 13:14 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29.3.2021 13:08 Utan sóttkvíar með þrjár mismunandi tegundir breska afbrigðisins Sóttvarnalæknir segir þá sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar um helgina með þrjár mismunandi gerðir af breska afbrigði veirunnar. Ekki hafi tekist að rekja þessi smit, sem sé áhyggjuefni. 29.3.2021 12:24 Długa kolejka do wulkanu Wędrujący do wulkanu powinni zabrać ze sobą kolce na buty lub raki. 29.3.2021 12:04 Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29.3.2021 11:59 Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29.3.2021 11:44 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en fjórir greindust smitaðir innanlands í gær og voru tveir þeirra utan sóttkvíar. 29.3.2021 11:29 Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29.3.2021 10:59 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29.3.2021 09:08 Glúmur einn oddvita Guðmundar Franklíns Glúmur Baldvinsson mun skipa efsta sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins. 29.3.2021 08:51 Bílaröð við Suðurstrandarveg: Mælt með mannbroddum enda flughált Suðurstrandarvegur verður opnaður og sömuleiðis gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum klukkan 10. 29.3.2021 08:30 Þrjár tegundir af breska afbrigðinu sem ekki er hægt að rekja til landamæranna Að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir af breska afbrigði kórónuveirunnar sem ekki er hægt að rekja til landamæranna hafa greinst innanlands undanfarið. 29.3.2021 08:23 Hyggst segja af sér í apríl Nikol Pashinyan tilkynnti í gær að hann muni segja af sér embætti forsætisráðherra Armeníu í næsta mánuði til að draga úr þeirri spennu sem verið hefur í armenskum stjórnmálum síðustu vikur og mánuði. 29.3.2021 08:02 Dauðsföllin í Mexíkó sextíu prósent fleiri en áður var haldið fram Stjórnvöld í Mexíkó hafa gefið út nýjar tölur varðandi faraldur kórónuveirunnar þar í landi sem leiða í ljós að þar hefur ástandið verið mun verra en hingað til hefur verið haldið fram. 29.3.2021 07:50 Nýr Mercedes-Benz EQS er loftflæðilega hagkvæmasti götubíllinn Mercedes-Benz EQS sem verður frumsýndur í apríl, nýtir tækni úr Mercedes-Benz S-Class og er samkvæmt Mercedes-Benz loftflæðilega hagkvæmasti götubíll sögunnar. 29.3.2021 07:01 Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29.3.2021 06:55 Norðanáttin ríkjandi á landinu Norðanáttin verður ríkjandi á landinu í dag þar sem reikna má með éljagangi og skafrenningi norðan- og austantil fram yfir hádegi. Má reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag og frosti yfirleitt núll til fimm stig. 29.3.2021 06:45 Sprenging á Grundartanga Sprenging varð í járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga nú rétt fyrir ellefu. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kom á staðinn stuttu eftir klukkan ellefu en að sögn slökkviliðsstjóra er um minniháttar sprengingu að ræða. 28.3.2021 23:06 Sjá næstu 50 fréttir
„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“ Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu. 29.3.2021 22:00
Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29.3.2021 21:58
Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29.3.2021 21:37
Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29.3.2021 21:30
Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. 29.3.2021 21:01
Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. 29.3.2021 21:01
Ekki allt sem sýnist þó hraun virðist storknað Svokallaðar hrauntjarnir, sem sjá má í hrauninu sem myndast hefur í gosinu í Geldingadölum, myndast vegna gríðarlegs hita hraunsins sem flæðir þar upp úr jörðinni. 29.3.2021 20:55
Einn lenti í snjóflóði í Hnífsdal í kvöld Einn varð undir í snjóflóði sem féll úr Traðargili við Búðarhyrnu í Hnífsdal í kvöld. Sjónarvottar sem sáu snjóflóðið hrífa aðilann niður hlíðina hringdu í viðbragðsaðila og var lögregla og annað hjálparlið kallað út. 29.3.2021 20:41
Þyrla kölluð að gosstöðvunum vegna konu sem slasaðist Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út að Geldingadölum vegna slasaðrar konu við gosstöðvarnar. 29.3.2021 20:02
Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29.3.2021 19:18
„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29.3.2021 19:18
Von á bóluefni Janssen til Evrópu þann 19. apríl Bóluefni Janssen gegn Covid-19 fer í dreifingu í Evrópu þann 19. apríl næstkomandi að sögn Johnson & Johnson, móðurfyrirtækis Janssen. Bóluefnið hefur þá sérstöðu að ekki þarf tvo skammta af efninu svo það gefi fulla vörn. 29.3.2021 18:45
Óþefurinn frá vinnslustöðvunum aðeins peningalykt Kínverskar fiskimjölsvinnslur í Gambíu og ólöglegar veiðar stefna fiskistofnum þessa minnsta lands Afríku í stórhættu. Þetta sýnir rannsókn samtakanna Outlaw Ocean Project. 29.3.2021 18:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þúsundir hafa streymt í Geldingardali til þess að skoða eldgosið og nýtt bílastæði var tekið í notkun í dag til þess að anna mannfjöldanum. Nú eru komin tvö stór bílastæði við veginn. 29.3.2021 18:01
Sér vel fyrir sér áframhaldandi samstarf við VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skyldu stjórnarflokkanna þriggja að skoða áframhaldandi samstarf fái þeir fylgi til þess í komandi Alþingiskosningum. 29.3.2021 17:42
Gerir ekki athugasemd við að stúlka fái að kenna sig við móður sína Settur umboðsmaður Alþingis gerir ekki athugasemdir við úrskurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að stúlka gæti kennt sig við móður sína í stað föður. 29.3.2021 17:39
Fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákærður fyrir skattalagabrot Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. 29.3.2021 16:59
Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29.3.2021 16:38
Fylgjast náið með aukinni virkni við Þrengslin Alls er óvíst hvaða þýðingu aukin skjálftavirkni við Þrengslin hefur. Jarðhræringar hófust á svæðinu aðfaranótt föstudags og í nótt urðu tveir snarpir skjálftar. 29.3.2021 16:24
Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90% Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin. 29.3.2021 15:54
Willum vill leiða Framsókn í Kraganum Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, vill leiða flokkinn í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Hann var í fyrsta sæti Framsóknar í Kraganum í kosningunum árið 2017. 29.3.2021 15:38
Fengu góð viðbrögð við „pop-up-kvennaathvarfi“ Til þess að geta tekið á móti konum og börnum í samkomubanni leitaði Kvennaathvarfið eftir húsnæði í gær. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og athvarfið því vel undirbúið fyrir komandi páskahátíð. 29.3.2021 15:19
Súesskurðurinn aftur opinn fyrir umferð Siglingar um Súesskurðinn í Egyptalandi hófust aftur með hefðbundnum hætti eftir að risavöxnu flutningaskipi sem hafði lokað skurðinum í hátt í viku var komið á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa beið eftir að komast um skurðinn. 29.3.2021 15:11
Meintur morðingi eftirlýstur í Albaníu en íslensk stjórnvöld höfnuðu framsali Albanskur karlmaður sem lögregla segir að hafi játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir vopnað rán og hefur verið um árabil. Fréttablaðið greindi fyrst frá. 29.3.2021 14:29
Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29.3.2021 13:53
Áslaug, Ástráður, Kjartan Bjarni og Skúli vilja verða næsti umboðsmaður Alþingis Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, Ástráður Haraldsson dómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari og settur umboðsmaður, og Skúli Magnússon dómari hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. 29.3.2021 13:43
Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29.3.2021 13:29
Alþjóðleg jafnréttisráðstefna að hefjast í Mexíkó „Kynslóð jafnréttis“ er yfirskrift alþjóðlegarar ráðstefnu sem hefst í dag. Ísland tekur þátt. 29.3.2021 13:14
Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29.3.2021 13:08
Utan sóttkvíar með þrjár mismunandi tegundir breska afbrigðisins Sóttvarnalæknir segir þá sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar um helgina með þrjár mismunandi gerðir af breska afbrigði veirunnar. Ekki hafi tekist að rekja þessi smit, sem sé áhyggjuefni. 29.3.2021 12:24
Długa kolejka do wulkanu Wędrujący do wulkanu powinni zabrać ze sobą kolce na buty lub raki. 29.3.2021 12:04
Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29.3.2021 11:59
Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29.3.2021 11:44
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en fjórir greindust smitaðir innanlands í gær og voru tveir þeirra utan sóttkvíar. 29.3.2021 11:29
Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29.3.2021 10:59
Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29.3.2021 09:08
Glúmur einn oddvita Guðmundar Franklíns Glúmur Baldvinsson mun skipa efsta sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins. 29.3.2021 08:51
Bílaröð við Suðurstrandarveg: Mælt með mannbroddum enda flughált Suðurstrandarvegur verður opnaður og sömuleiðis gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum klukkan 10. 29.3.2021 08:30
Þrjár tegundir af breska afbrigðinu sem ekki er hægt að rekja til landamæranna Að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir af breska afbrigði kórónuveirunnar sem ekki er hægt að rekja til landamæranna hafa greinst innanlands undanfarið. 29.3.2021 08:23
Hyggst segja af sér í apríl Nikol Pashinyan tilkynnti í gær að hann muni segja af sér embætti forsætisráðherra Armeníu í næsta mánuði til að draga úr þeirri spennu sem verið hefur í armenskum stjórnmálum síðustu vikur og mánuði. 29.3.2021 08:02
Dauðsföllin í Mexíkó sextíu prósent fleiri en áður var haldið fram Stjórnvöld í Mexíkó hafa gefið út nýjar tölur varðandi faraldur kórónuveirunnar þar í landi sem leiða í ljós að þar hefur ástandið verið mun verra en hingað til hefur verið haldið fram. 29.3.2021 07:50
Nýr Mercedes-Benz EQS er loftflæðilega hagkvæmasti götubíllinn Mercedes-Benz EQS sem verður frumsýndur í apríl, nýtir tækni úr Mercedes-Benz S-Class og er samkvæmt Mercedes-Benz loftflæðilega hagkvæmasti götubíll sögunnar. 29.3.2021 07:01
Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29.3.2021 06:55
Norðanáttin ríkjandi á landinu Norðanáttin verður ríkjandi á landinu í dag þar sem reikna má með éljagangi og skafrenningi norðan- og austantil fram yfir hádegi. Má reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag og frosti yfirleitt núll til fimm stig. 29.3.2021 06:45
Sprenging á Grundartanga Sprenging varð í járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga nú rétt fyrir ellefu. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kom á staðinn stuttu eftir klukkan ellefu en að sögn slökkviliðsstjóra er um minniháttar sprengingu að ræða. 28.3.2021 23:06
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent