Fleiri fréttir

Milljón fyrir hvern mánuð í gæslu­varð­haldi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða karlmanni sjö milljónir króna í bætur vegna sjö mánaða varðhalds sem hann sætti eftir að hann var handtekinn grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi árið 2017.

„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“

Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur.

New Colour System To Help Track Infection Risk

A colour coding system is to be implemented to track the spread of COVID-19 in Iceland, and act as a... The post New Colour System To Help Track Infection Risk appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir.

Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena

Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina.

Bjarga heiminum frá gull­námunni

Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi.

Vill skoða hvort hægt sé að fjölga veiðidögum í desember

Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða.

Undir­búningur að bólu­setningu að hefjast

Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni.

Ekki alveg sammála um þurrkarann

Talið er líklegast að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Hafnarstræti á Akureyri í maí, með þeim afleiðingum að karlmaður á sjötugsaldri lést, hafi kviknað út frá þurrkara.

Fimmta hvert sýni í Stokk­hólmi já­kvætt

Alls voru sýni tekin hjá 42 þúsund manns í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í síðustu viku og greindust alls fimmtungur þeirra með Covid-19. Álag á heilbrigðiskerfið í Svíþjóð hefur aukist mikið síðustu daga og vikur vegna fjölgunar tilfella.

Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh

Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði.

Víða dá­litlar skúrir eða slyddu­él

Veðurstofan spáir suðlægri eða breytilegri átt í dag, 3 til 10 metrum á sekúndu og dálitlar skúrir eða slydduél. Bjart verður með köflum norðanlands. Hiti á landinu verður á bilinu 1 til 7 stig.

Stefnir í milljarða kostnað vegna Kýótó

Íslendingum hefur ekki tekist að standa við skuldbindingar sínar í Kýótóbókuninni en því tímabili lýkur um áramótin þegar nýtt tímabil, kennt við Parísarsamkomulagið, tekur við.

Lita­kóða­kerfið vegna veirunnar tekur á sig mynd

Landsmenn munu brátt venja sig á gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Er ætlunin að notast við litakóðana fyrir landið í heild, landsvæði og jafnvel einstök sveitarfélög eða stofnanir innan sveitarfélaga.

Valda­miklir leið­togar bíða með að óska Biden til hamingju

Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju.

Ógnvænleg fjölgun ofbeldisbrota gegn konum

Forsætisráðherra segir ofbeldisglæpum gegn konum hafa fjölgað á ógnvænlegan hátt í faraldrinum. Rætt var um heimilisofbeldi á fundi heimsráðs kvenna í leiðtogastöðum í dag.

Trump skiptir út varnar­mála­ráð­herranum

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra.

„Eins og veikindin séu ekki nóg"

Ráðuneyti vísa á hvort annað eða á sveitarfélag þaðan sem engin svör fást í máli konu með MS- sjúkdóminn sem hefur verið á stofnunum í tæpt ár vegna úrræðaleysis í húsnæðismálum. Baráttan við kerfið er farið að taka á heilsu konunnar.

Sjá næstu 50 fréttir