Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Starfsmaður sem sinnir umönnun á hjúkrunarheimilinu Hömrum hefur verið greindur með kórónuveiruna. Starfsmaðurinn hafði verið við störf í um tvær klukkustundir þegar hann fékk símtal um að náinn ættingi hafði greinst með veiruna.

Kominn úr öndunarvél

Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél.

Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi

Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið.

Líbanski herinn fær aukin völd

Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd.

Sex greindust innanlands í gær

Sex greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi

Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum.

Fjór­tán ný smit á Nýja-Sjá­landi

Heilbrigðisyfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa skráð fjórtán ný tilfelli kórónuveirunnar í landinu, degi eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í í Auckland, stærstu borg landsins.

Gul viðvörun enn í gildi víða

Gul veðurviðvörun stendur nú enn yfir og gildir hún á mestöllu norðurlandi, Vestfjörðum, sunnanverðu Snæfellsnesi og Suðausturlandi. 

Kölluðu Trump „vælu­kjóa“

Joe Biden kom fram á blaðamannafundi í nótt með Kamölu Harris, varaforsetaefni sínu, í fyrsta sinn síðan hann tilkynnti um valið á Harris.

Reyndu að flýja lögregluna eftir eftirför

Eftirför fór fram á sjötta tímanum í gærkvöldi þegar lögreglumenn ætluðu að stöðva ökutæki í Árbænum. Eftirförin varð ekki löng og var bifreiðin stöðvuð þar sem ökumaður og farþegi reyndu að hlaupa af vettvangi.

Marteinn Jónsson nýr framkvæmdastjóri Veltis

Marteinn Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar. Marteinn er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og hefur lengst af starfað hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki sem framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs.

Bannaði lögregluþjónum sínum að vera með grímur

Billy Woods, fógeti Marionsýslu í Flórída í Bandaríkjunum, bannaði í gær lögregluþjónum sínum að bera grímur við störf sín. Hann bannaði sömuleiðis öllum þeim sem koma á lögreglustöð hans að vera með grímur.

Vilja rannsaka hegðun sendiherrans frekar

Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans.

Vonir bundnar við nýtt alzheimer-lyf sem nú er í þróun

Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir.

Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til

Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá rýmkun á tveggja metra reglunni í framhalds- og háskólum og ákvörðun Norðmanna að setja Ísland á rauðan lista. Nú þarf fólk sem kemur til Noregs frá Íslandi að fara í tíu daga sóttkví.

Sjá næstu 50 fréttir