Fleiri fréttir

„Þetta var svona Davíð og Golíat móment“

Guðmundur Franklín Jónsson segir að sér hafi fundist gullið tækifæri að bjóða sig fram til forseta til að vekja athygli á sínum málstað. Framboðið hafi kostað um tvær milljónir sem hann greiði að miklum hluta sjálfur.

Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag.

Wypadek w Kjalarnes

W Kjalarnes doszło dziś do wypadku samochodowego z udziałem motocykli.

Lögðu blóm að Bræðra­borgar­stíg 1

Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 

Ekkert nýtt innan­lands­smit

Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans.

Helstu við­bragðs­aðilar fara undir eitt þak

Framkvæmdasýsla ríkisins birti í dag auglýsingu á vef sínum þar sem leitast eftir 30 þúsund fermetra lóð á höfuðborgarsvæðinu, húsnæði eða tækifærum til uppbyggingar á sameiginlegu húsnæði fyrir viðbragðsaðila.

Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan.

Vildi vekja fólk til umhugsunar

„Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi.

Ökufantar töfðu talningu í Suðurkjördæmi

Ofsaakstur ökumanna í Suðurkjördæmi varð þess valdandi að lögreglumenn, sem farið höfðu að sækja kjörgögn á Höfn í Hornafirði og ætluðu að koma þeim til talningar á Selfossi, töfðust við önnur embættisstörf.

„Tíu prósent er bara stór­sigur fyrir mig“

Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“

Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna

Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir.

Hátt í hundrað far­þegar ná­lægt því að sleppa skimun

Mistök við opnun landgönguhliða á Keflavíkurflugvelli urðu til þess að farþegar flugvélar Wizz Air frá Katowice í Póllandi til Keflavíkur gengu fram hjá skimunarsvæði flugstöðvarinnar. Lögreglan áttaði sig á mistökunum og sá til þess að farþegarnir gengjust undir skimun.

10 ára harmoníku­snillingur á bænum Riddara­garði

Víkingur Árnason, tíu ára á bænum Riddaragarði í Ásahreppi í Rangárvallasýslu hefur vakið athygli fyrir snilli sína að spila á harmoníku. Gæðastundir hans eru þó þegar hann spilar með afa sínum, Grétari Geirssyni, þekktum harmoníkuleikara í Rangárvallasýslu.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður forsetakosningunum í dag gerð skil en talning atkvæða hefst þegar kjörstöðum lokar klukkan tíu í kvöld. Fyrstu tölu munu berast eftir það.

Endaði uppi á grindverki

Útkall barst nú um klukkan þrjú til slökkviliðs vegna bensínleka í Kórahverfinu í Kópavogi.

Sjá næstu 50 fréttir