Fleiri fréttir

Enginn slökkvi­bílanna var full­mannaður

Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum.

Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar.

Guðni hjólaði á kjör­stað

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hjólaði frá Bessastöðum og á kjörstað í Álftanesskóla í morgun.

Hvetur Íslendinga til að mæta á kjörstað

Guðni Th. Jóhannesson, forseti, segir það hafa verið gott að kjósa í morgun. Það sé mikilvægur réttur fólks og hvatti hann Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn.

Kastaðist út í bílveltu á Kjalarnesi

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á áttunda tímanum í morgun. Slysið gerðist næri Hvalfjarðargöngum.

Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi

Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið.

Reyndi að stinga af undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær fjölmarga ökumenn sem reyndust undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis og án þess að vera með ökuréttindi.

Á von á því að samningurinn verði samþykktur

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur.

Sól­veig Anna gagn­rýnir Liver­pool-mynd Katrínar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir bruna.

Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjallað verður um brunann á Bræðraborgarstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald grunaður um íkveikju.

Sam­komu­lag um fram­hald þing­starfa og loka í höfn

Samkomulag er komið í höfn á milli þingflokksformanna um framhald þingstarfanna og lok þeirra að sögn Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks, sem brá sér af fundi þingflokksformanna til að ræða við fréttastofu.

Bein útsending: Blaðamannafundur vegna eldsvoðans

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boða til blaðamannafundar í bílasal slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð 14 í dag klukkan 17:30.

Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins

Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands.

Skimunargjald á landamærunum lækkað

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti það á blaðamannafundi sem nú fer fram í ráðherrabústaðnum vegna skimana á landamærum að ákvörðun hafi verið tekin um að lækka skuli gjaldið fyrir skimun.

Atli Rafn hafði betur gegn Persónuvernd

Atli Rafn Sigurðsson leikari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn Persónuvernd og þarf Persónuvernd að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað.

Bíl­velta í Borgar­firði

Karlmaður var fluttur á heilsugæslu eftir að bílvelta varð á Vesturlandsvegi, norðan Borgarness, skömmu eftir hádegi í dag.

Bjóða út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar Reykjanesbrautar

Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn til að breikka í fjórar akreinar á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur.

Sjá næstu 50 fréttir