Fleiri fréttir

„Við megum ekki fagna of snemma“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri.

Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi

Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30.

Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu

Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga.

Barnaníðingar nýttu sér faraldurinn

Gríðarleg aukning varð í dreifingu stafræns kynferðisofbeldis gegn börnum á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Evrópu. Vísbendingar eru um að sama þróun hafi átt sér stað hér á landi.

Fá miskabætur vegna húsleitar

Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi maka manns sem handtekinn var fyrir kannabisræktun og þremur börnum hennar miskabætur eftir að lögregla gerði húsleit á heimili þeirra í tengslum við brot mannsins.

Samkomulag um þingfrestun í sjónmáli

Umræðu um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára lauk í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli.

Virkni skjálfta­hrinunnar jókst lítil­lega í morgun

Heldur dró úr virkni skjálftahrinunnar fyrir norðan í nótt en hún jókst skyndilega í morgun með skjálfta sem mældist 3,3 að stærð. Jarðskjálftarhrinan á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi hófst 19. júní.

Hörð viður­lög við að skemma styttur

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.

Árekstur við Garðatorg

Árekstur bifhjóls og fólksbíls varð við Garðatorg í Garðabæ nú skömmu fyrir hádegi.

Hæstiréttur sendir vinnuslys aftur í Landsrétt

Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi.

Bannar útgáfu nýrra atvinnuleyfa til erlendra aðila

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur bannað útgáfu nýrra atvinnuleyfa og meinað hundruðum þúsund erlendra borgara að sækja um atvinnu í Bandaríkjunum. Banninu er ætlað að standa yfir til loka ársins og er áætlað að það muni hafa áhrif á um 525 þúsund manns.

Fimmtán milljóna sekt vegna Airbnb-útleigu

Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018.

Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt

Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja.

Steve Bing fannst látinn

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing er látinn, 55 ára að aldri. Bing var einnig þekktur fyrir að vera fyrrverandi kærasti og barnsfaðir bresku fyrirsætunnar og leikkonunnar Elizabeth Hurley.

Þingfundi slitið laust eftir klukkan tvö í nótt

Bryndís Haraldsdóttir varaforseti Alþingis sleit þingfundi laust eftir klukkan tvö í nótt þegar umræðum um annars vegar fimm ára samgönguáætlun og hins vegar fimmtán ára samgönguáætlun var frestað.

Sjá næstu 50 fréttir