Fleiri fréttir

Spekileki skekur Tyrkland

Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum.

Bresk bílaframleiðsla féll um 8,2% í fyrra

Framleiðsla fyrir innanlandsmarkað dróst lítið saman en því meira í útflutningi á bílum. Bílaframleiðendur halda að sér höndum í fjárfestingum á meðan óvissa ríkir um útgönguna úr Evópusambandinu.

Hvassviðri eða stormur á landinu

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði sunnan- og suðvestan 13 til 23 metrar á sekúndu um vestan til en hægari vindur austan til.

Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys

Sex eru látnir og sextán slasaðir eftir alvarlegt lestarslys á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gær. Líklegt að stormviðri hafi valdið slysinu þegar farþegalest og flutningalest full af bjór mættust á brúnni á áttunda tímanum í gærmorgun. Danadrottning vottar aðstandendum samúð sín. Íslensk kona um borð slapp ómeidd.

Segir fulla ástæðu til að taka tillit til sumra ábendinganna

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars.

Lélegar jólagjafir verði gefnar Góða hirðinum

Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónotaðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn.

Þeir elstu bæði einmana og vannærðir

Þunglyndi, einmanaleiki og depurð einkennir þátttakendur í rannsókn Berglindar Soffíu Blöndal sem kannaði næringarástand sjúklinga eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Næringarástand hópsins er einnig slæmt en margir þeirra hafa einnig veikan maka að hugsa um.

Ultima Thule minnir á snjókarl

Fyrstu myndirnar af Ultima Thule, frosna fyrirbærinu í 6,5 milljarða fjarlægð frá jörðu, hafa borist vísindamönnum NASA frá bandaríska geimfarinu New Horizons sem flaug framhjá Ultima Thule á nýársdag.

Segist í raun hafa rekið Mattis

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn.

Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar

Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi.

Daníel hlaut bjartsýnisverðlaunin

Daníel Bjarnason, tónlistamaður og hljómsveitarstjóri, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2018 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag

Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu.

Trump minnir Romney á flokksskírteinið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur svaraði harorðri grein Mitt Romney þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi fór hörðum orðum um Trump og véfengdi siðferðisþrek Trump. Forsetinn minnti Romney á að þeir væru meðlimir í sama stjórnmálaflokki.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sex létust og sextán slösuðust í lestarslysi á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í morgun. Grunur leikur á að tengivagn hafi fokið af flutningalest og á farþegalest.

Sjá næstu 50 fréttir