Fleiri fréttir

Búa sig undir mikla aðsókn

Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt.

Mikil uppbygging á KR-svæðinu í kortunum

Íþróttasvæði KR-inga í Frostaskjóli mun taka stakkaskiptum gangi áætlanir KR og Reykjavíkur eftir. Fyrir liggja tillögur sem miða að því að snúa knattspyrnuvellinum, byggja knatthús, íbúðir og húsnæði fyrir verslun og þjónustu.

Rikard Wolff er látinn

Sænski leikarinn og tónlistarmaðurinn Rikard Wolff er látinn, 59 ára að aldri.

Fjórföld VWeisla hjá Heklu

Sjö manna Tiguan Allspace, Volkswagen Crafter sendibíllinn, lúxusbílinn Arteon og nýr Volkswagen Polo frumsýndir.

Hreiðraði um sig í svefnpoka fyrir framan Austurbæ

Enginn ætti að þurfa að sofa úti í frosti, segir Hjördís Diljá Bech. Í vikunni varð hún vitni að því, þrjú kvöld í röð, að karlmaður lagðist til svefns á bekk við Austurbæ í Reykjavík.

Vísindamenn sendir að Kvíá

Enn var töluverð brennisteinslykt úr Kvíá þegar lögreglumenn af Suðurlandi áttu þar leið um í gærkvöldi.

Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið

Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons.

Kosningunni lýkur á sunnudaginn

Ávaxtatré, stór klukka á Hlemm, dorgpallur og parkour-útivistarsvæði eru meðal þeirra 220 verkefna sem kosið er á milli í hverfa­kosningunni "Hverfið mitt“.

Pólverjar þurfa meira vinnuafl

Þörf er fyrir fleiri vinnandi hendur í Póllandi um þessar mundir, einkum í byggingariðnaði, félagslegri þjónustu og heilbrigðiskerfinu. Efnahagslífið blómstrar og atvinnuleysið hefur sjaldan verið minna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins.

Reykjavík missir 3.000 hektara

Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum Reykjavíkurborgar um að afrétti Seltjarnarneshrepps til forna, tæpum 8.000 hekturum, verði skipað innan staðarmarka borgarinnar. Samkvæmt dómi réttarins er þjóðlendan því innan staðarmarka Kópavogs.

Sjá næstu 50 fréttir