Spænskur bróðir Skoda Kodiaq og VW Tiguan Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 14:37 Svona lítur hinn nýi jepplingur Seat út. Það hlaut ekki að líða að löngu þangað til Skoda Kodiaq og VW Tiguan eignuðust nýjan bróður með Seat merkinu á húddinu. Spæsnski framleiðandinn Seat ætlar að kynna þennan jeppling áður en árið er á enda og hann er byggður á sama MQB undirvagni og hinir bræður hans. Bíllinn verður framleiddur í Þýskalandi og í boði verða margar bensín- og dísilvélar. Mjög margir íhlutir verða sameiginlegir í þessum nýja bíl Seat og hinum bræðrum hans og sparar stóra Volkswagen bílasamstæðan sér mikinn þróunar- og framleiðslukostnað fyrir vikið. Hann fær þó stærra grill og Seat merkið að framan verður talsvert stærra en VW og Skoda merkið á hinum bílunum. Nafn bílsins er ekki ljóst ewnnþá en sögur herma að Seat ætlað velja á milli nafnanna Alboran, Aranda, Avila og Tarraco. Seat mun byrja að taka á móti pöntunum á bílnum snemma á næsta ári. Víst er að hann verður í boði með 1,4 lítra og 2,0 lítra TSI bensínvélum sem og 2,0 lítra TDI dísilvél og plug-in-hybrid útfærsla verður líklega í spilunum líka. Líklegt verð á bílnum er 33.800 evrur. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Það hlaut ekki að líða að löngu þangað til Skoda Kodiaq og VW Tiguan eignuðust nýjan bróður með Seat merkinu á húddinu. Spæsnski framleiðandinn Seat ætlar að kynna þennan jeppling áður en árið er á enda og hann er byggður á sama MQB undirvagni og hinir bræður hans. Bíllinn verður framleiddur í Þýskalandi og í boði verða margar bensín- og dísilvélar. Mjög margir íhlutir verða sameiginlegir í þessum nýja bíl Seat og hinum bræðrum hans og sparar stóra Volkswagen bílasamstæðan sér mikinn þróunar- og framleiðslukostnað fyrir vikið. Hann fær þó stærra grill og Seat merkið að framan verður talsvert stærra en VW og Skoda merkið á hinum bílunum. Nafn bílsins er ekki ljóst ewnnþá en sögur herma að Seat ætlað velja á milli nafnanna Alboran, Aranda, Avila og Tarraco. Seat mun byrja að taka á móti pöntunum á bílnum snemma á næsta ári. Víst er að hann verður í boði með 1,4 lítra og 2,0 lítra TSI bensínvélum sem og 2,0 lítra TDI dísilvél og plug-in-hybrid útfærsla verður líklega í spilunum líka. Líklegt verð á bílnum er 33.800 evrur.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent