Fleiri fréttir

Kvörtunum erlendra neytenda fjölgar mikið

Málum sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni á Íslandi hefur fjölgað mjög. Aukningin er 65% milli ára. 175 erindi bárust 2015. Flest deilumálin eru vegna ferðamanna sem lenda í vandræðum gagnvart bílaleigum eða flugfélögum.

Rannsókn á kókaínsmygli er strand

Enn er óupplýst eiturlyfjasmygl í Skógafossi í júní í fyrra þegar tollvörður fann tæp þrjú kíló af kókaíni í gámi í skipinu. Enn liggja allir skipverjar undir grun.

Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram.

Segja Trump fáfróðan og hættulegan

Áhrifamiklir repúblikanar hafa síðustu dagana hver á fætur öðrum gagnrýnt framferði Donalds Trump, forsetaefnis flokksins. Trump svarar því til að gagnrýnendurnir séu í misheppnaðri valdaklíku innan flokksins.

Erdogan og Pútín endurnýja tengslin

Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í gær í Pétursborg á móti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta. Pútín sagði fundinn merki um að þeir vilji endurnýja tengsl ríkjanna og bæta samskipti þeirra.

Yfirverktaki rifti samningi vegna brota

Hreiðar Hermannsson, eigandi Byggingarfélagsins Sandfells ehf, segist ekki hafa haft nokkurn grun um brot undirverktaka síns á verkafólki sem reisti vinnubúðir á Bakka. Vinnumálastofnun getur kært fyrirtæki sem brjóta á verkafólki til lögreglu.

Geislavirk efni undir bráðnandi ísnum

Þegar íshellan yfir Grænlandi bráðnar kemur upp á yfirborðið geislavirkur úrgangur og búnaður sem Bandaríkjaher skildi eftir fyrir um hálfri öld. Camp Century herstöðin var yfirgefin 1967.

Grastoppar, skítur og drulla víða um miðborgina

Formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur er ósáttur við umhirðu og umgengni í miðborginni og segir að stjórnendur Reykjavíkurborgar verði að taka sig á til þess að halda miðborginni aðlaðandi fyrir ferðamenn sem hingað koma

Píratar vilja gjaldfrjálsar tannlækningar

Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir að breytingin gæti kostað um 11 milljarða króna og vill þingmaður flokksins fjármagna þær með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Sjá næstu 50 fréttir