Fleiri fréttir

Hálf milljón fyrir orminn

„Í ljósi bókunar sannleiksnefndar samþykkir bæjarstjórn að sjá til þess að verðlaunaféð vegna myndar af Lagarfljótsorminum verði greitt út,“ segir í samþykkt bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs sem þar hefur skorið úr um hvort myndband sem Hjörtur Kjerúlf bóndi tók í febrúar 2012 sýni Lagarfljóts­orminn.

Ráðist í stækkun Búrfellsvirkjunar

Landsvirkjun ræðst í stækkun Búrfellsvirkjunar um 100 MW. Fjárfest verður fyrir 13 til 15 milljarða. Stækkun Búrfellsvirkjunar og framkvæmdir á Þeistareykjum hafa ekki áhrif á ákvarðanatöku varðandi Hvammsvirkjun í Þjórsá.

Stórsókn í skjóli Rússa

Ali Ayoub, yfirmaður sýrlenska herráðsins, er afskaplega ánægður með loftárásir Rússa á yfirráðasvæði stjórnarandstæðinga.

Öldungaráð bíður ekki fulltrúans

"Óskað er eftir að bæjarstjóri gyrði sig í brók, leiti eftir tilnefningum í starfshópinn og boði til fundar hið fyrsta,“ segir í bókun samfylkingarmannsins Péturs Hrafns Sigurðssonar í bæjarráði Kópavogs. Benti Pétur á að ekkert bólaði á skipan starfshóps um öldungaráð í Kópavogi þótt sex mánuðir væru frá því að ákveðið var að skipa hópinn.

Tvær milljónir króna á mánuði

Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Máttu ekki rukka á Geysi

Landeigendafélagi Geysis var óheimilt að innheimta aðgöngugjald að Geysissvæðinu. Þetta er niður­staða Hæstaréttar. Þá hafi ríkinu verið heimilt að leggja lögbann við gjaldtöku félagsins.

Hæstiréttur sendir annan hælisleitanda til Ítalíu

Nígerískur hælisleitandi verður sendur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Í síðustu viku fór innanríkisráðherra fram á að beðið yrði með að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu.

Blár himinn og ís á Plútó

Myndir af dvergplánetunni og önnur gögn bárust til jarðar í síðustu viku og NASA kynnti niðurstöður rannsóknar á þeim gögnum í dag.

Húsleitir hjá Volkswagen

Gert í von um að það muni varpa ljósi á hverjir bera ábyrgðina á dísilvélasvindlinu.

Segir unga foreldra vera egóista

Danskur fjölskylduráðgjafi segir unga foreldra ekki berjast fyrir því að halda hjónabandinu gangandi. Þeir þurfi að leita sér hjálpar.

Stigið í spor Sidru

UNICEF á Íslandi verða í Kringlunni í dag, þar sem almenningi verður boðið að horfa á stutta kvikmynd úr flóttamannabúðum með sýndarveruleikagleraugum.

Hljóp á brott með barnið

Yifrvöld í Englandi hafa birt myndband af tilefnislausri árás, þar sem árásarmaðurinn var með ungan dreng með í för.

Ekki í tísku að nota smokkinn þótt verð hafi lækkað

"Á síðustu tveimur árum hefur orðið veruleg verðlækkun á smokkum. Virðisaukaskatturinn hefur lækkað og við höfum líka lækkað verðið. Við hefðum því viljað sjá aukna sölu,“ segir Halldór Jónsson sem flytur inn Durex smokka.

Sjá næstu 50 fréttir