Fleiri fréttir

Opnir fundir verða haldnir

Utanríkismálanefnd mun halda opna fundi um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði kröfu sína á fundi nefndarinnar í gær. Samþykkt var að bíða eftir formanninum, Árna Þór Sigurðssyni, sem væntanlegur var til landsins í gær, og ákveða fyrsta opna fundinn í dag.

Ökuþór á sjötugsaldri slapp með skrekkinn

Ökumaðurinn sem slasaðist eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi í fyrrakvöld er 66 ára gamall, fæddur í nóvember árið 1944. Myndband úr leigubíl virðist sýna að hann hafi att kappi við hálfþrítugan ökumann annars bíls á vel rúmlega hundrað kílómetra hraða.

Segja upp fólki semjist ekki við ríkið

Öllu starfsfólki Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, alls um 105 manns, verður sagt upp störfum um næstu mánaðarmót náist ekki samningar við ríkið.

Allt að 30 ára fangelsi fyrir fölsk skilaboð á Facebook

Blaðakona og kennari í Mexíkó gætu átt yfir höfði sér 30 ára fangelsi vegna skilaboða sem þau sendu á Twitter og Facebook um að hryðjuverkamenn hefðu ráðist á skóla í borginni. Skilaboðin reyndust ekki á rökum reist.

Jarðhiti aukist mjög mikið undir Kötlu

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, flaug yfir Kötlu í dag ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og fulltrúa frá Almannavörnum. Hann segir að greinileg aukning sé í jarðhita undir jöklinum og að Katla sýni nú ýmis merki sem túlka megi sem langtíma undanfara eldgoss.

Vill að borgin veiti umsögn um kvótafrumvarpið

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að gerð verði úttekt á áhrifum breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu á atvinnulíf í Reykjavík. Einnig að farið verði fram á það að Reykjavíkurborg veiti Alþingi umsögn sína um málið með hliðsjón af hagsmunum Reykjavíkur. Tillaga þessa efnis var lög fram á borgarstjórnarfundi í dag.

Þjálfun hefur taugaverndandi áhrif á heilann

Málþing um parkinsonsveiki verður haldið í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Þar verður greint frá því helsta sem áunnist hefur í meðferð sjúklinga síðasta áratug. Meðal annars mun Andri Þ. Sigurgeirsson sjúkraþjálfari fjalla um góð áhrif þjálfunar á parkinsonsveiki.

40 sjálfsvíg á dag í S-Kóreu

Tíðni sjálfsvíga hefur tvöfaldast í Suður-Kóreu á síðustu árum. Þetta sýna nýjar tölur. Tölurnar sýna að árið 2009 frömdu meira en 40 manns sjálfsvíg á hverjum degi, sem eru tvöfalt fleiri en tíu árum fyrr.

Hundruð látast á hverjum degi

Hungursneyð hefur verið lýst yfir í fleiri héröðum í Sómalíu. Fjórar milljónir Sómala þurfa nú á neyðaraðstoð að halda, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Með stærstu eyru í heimi

Hundurinn Harbour var á dögunum skráður í heimsmetabók Guinnes en það var gert vegna eyrnanna á hvutta. Þau eru ekkert venjuleg og hafa verið skráð sem stærstu hundaeyru í heiminum.

Ótrúlegt myndband af slysinu í Kópavogi

Mildi þykir að sextíu og sjö ára karlmaður hafi sloppið lítið meiddur þegar bíll sem hann ók fór margar veltur eftir kappakstri á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi.

Hafa ekki nýtt svigrúmið til að afskrifa skuldir heimila

Fjármálastofnanir hafa ekki nýtt það svigrúm sem þær hafa til að afskrifa skuldir heimila að mati Lilju Mósesdóttur, þingmanns. Aðeins um fjögur prósent af heildarafskriftum bankanna hafa farið til einstaklinga og heimila.

Þrír hafa greinst með alnæmi

Af þeim sautján sem greinst hafa með HIV sýkingar á árinu eru fjórir gagnkynhneigðir einstaklingar komir yfir fimmtugt. Fólkið, sem ekki tilheyrir neinum áhættuhópi, hefur líklega verið með sjúkdóminn í nokkur tíma því þrír eru með alnæmi sem er lokastig sjúkdómsins.

92,2 prósent leikskólakennara samþykktu kjarasamning

Leikskólakennarar samþykktu nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með afgerandi hætti í dag. Kosið var rafrænt og greiddu 1.476 atkvæði, eða 78,8 prósent félagsmanna í félagi leikskólakennara. 92,2 prósent sögðu já og 5,6 prósent sögðu nei. 2,2 félagsmanna skiluðu auðum seðlum.

Hlauparar söfnuðu tæplega 44 milljónum

Alls söfnuðu hlauparar, sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst, tæplega 44 milljónum króna sem renna til 131 góðgerðarfélags.

Hvetja foreldra til þess að fræða börnin - ekki hræða

Stjórn Heimilis og skóla vill árétta fyrir foreldrum að leggja sig fram við að fræða börnin sín á hreinskilinn hátt um þær hættur sem geta falist í samskiptum sínum við ókunnuga en á þess þó að hræða þau.

Gaddafí ekki kominn til Níger

Yfirvöld í Níger hafa staðfest að þungvopnuð bílalest hafi komið yfir landamærin frá Líbíu. Þau fullyrða hinsvegar að Múammar Gaddafí fyrrverandi leiðtogi landsins hafi ekki verið með í för. Talið er að meirihluti þeirra sem fóru yfir landamærin hafai verið afrískir hermenn sem stutt hafi Gaddafí í baráttunni við uppreisnarmenn síðustu mánuði.

Veiddu risastóran krókódíl á Filippseyjum

Íbúar í þorpi einu á Filippseyjum slógu upp veislu um helgina eftir að risastór krókódíll sem ógnað hafði þorpinu var veiddur lifandi. Ferlíkið er rúmir sex metrar á lengd og vegur hann rúmt tonn. Dýrið er talið vera að minnsta fimmtíu ára gamalt og er þetta stærsti saltvatnskrókódíll sem vitað er um. Leitin að dýrinu tók þrjár vikur en hann er talinn hafa drepið að minnsta kosti tvo þorpsbúa á liðnum árum og fjölda vatnabuffala.

Féll fram af svölum en afþakkaði aðstoð

Ökumaður á Akranesi missti stjórn á bílnum sínum við Garðabraut og ók á skilti eftir að barn hjólaði skyndilega út á gangbraut og í veg fyrir bílinn. Enginn slasaðist en bifreiðin var nokkuð skemmd eftir óhappið. Bíllinn sat fastur á skiltinu og þurfti kranabíl til þess að fjarlægja ökutækið.

Arftaki Pavarottis lést í Vespuslysi

Ítalski tenórinn Salvatore Licitra lést í gærkvöldi af völdum höfuð- og brjóstáverka sem hann hlaut þegar hann ók Vespu sinni á steinvegg á Sikiley í síðasta mánuði. Licitra var oft kallaður arftaki Pavorottis og var honum spáð miklum frama á óperusviðinu. Hann komst fyrst í sviðsljósið árið 2002 þegar hann leysti Pavarotti af í óperunni Tosca hjá Metrópólitan í New York.

Háttsettur Al-kaída liði tekinn höndum

Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að Younis al-Mauritani, sem er sagður vera háttsettur liðsmaður hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída, hafi verið handtekinn. Hann er grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverk á vesturlöndum eftir skipanir frá Osama bin laden.

Mikil skjálftavirkni í Mýrdalsjökli

Mikil skjálftavirkni hefur verið við Goðabungu í Mýrdalsjökli síðasta sólarhring. Á þriðja tug smáskjálfta hafa mælst á svæðinu frá miðnætti. Sá stærsti mældist í nótt en reyndist vera 2,6 á richter.

Umferðarstofa: Lífið er mikils virði

"Það virðist vera eitthvað í mannlegu eðli sem veldur því að menn missa hreinlega stjórn á sér,“ segir Sigurður Helgason, starfsmaður Umferðarstofu, um kappakstur á götum úti.

Vill ekki fangelsi á Hólmsheiði

Björgvin G. Sigurðssyni líst illa á hugmynd innanríkisráðherra um byggingu nýs öryggisfangelsis á Hólmsheiði og segir að mæta megi uppsafnaðri eftirspurn eftir þjónustunni á hagkvæmari hátt. Engin ákvæði séu í fjárlögum um slíka nýja stórbyggingu og því þurfi umræðu um málið í sölum Alþingi.

Víðtæk samstaða um Árósasáttmálann

Óvenjuleg pólitísk sátt náðist á Alþingi laust fyrir hádegi þegar stjórnarflokkarnir féllust á málamiðlun sjálfstæðis- og framsóknarmanna við innleiðingu Árósasáttmálans á Íslandi um aðgang almennings að upplýsingum og ákvörðunum í umhverfis- og auðlindamálum.

Eigin meiðsli kveiktu áhuga

Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi og um árabil einn fremsti íþróttamaður landsins, er snúinn heim eftir fimm ára nám í kírópraktík við virtan háskóla í Englandi. Áhugi hans á náminu kviknaði út frá hans eigin reynslu af meiðslum í íþróttum.

Uppselt á Iceland Airwaves

Nú í morgun seldust upp síðustu miðarnir á Iceland Airwaves, fimm vikum fyrir hátíð. Aldrei hefur selst upp svo fljótt og því ríkir mikil gleði hjá skipuleggjendum Iceland Airwaves.

Frjálshyggjumenn fordæma ummæli Bjarna Ben

Stjórn Frjálshyggjufélagsins segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins og vísar stjórnin þar til áforma Huangs Nubo og þeirrar hugmyndir hans hafa mætt hér á landi. Í ályktun félagsins segir að andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu sé vel kunn en hinsvegar hveði við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi. Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna og segir að með ummælum sínum sé hann kominn í flokk með vinstrimönnum á borð við Ögmund Jónasson og Lilju Mósesdóttur.

Óþekk heimasæta og smávægilegt óhapp

Barn hljóp í veg fyrir bifreið á Hraunvegi við Kirkjugerði í Vestmanneyjum í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni lenti annað framhjól bifreiðarinnar á hægri fæti barnsins. Barnið slapp þó betur en á horfði, en ekki var um alvarlega áverka að ræða.

Fundu bíl á hvolfi

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum urðu heldur undrandi á sunnudaginn þegar þeir óku fram á bifreið á hvolfi á Höfðavegi við Kinnina.

Vilja sameiginlegan nefndafund vegna ESB málsins

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og sjávar- og landbúnaðarnefnd Alþingis hafa óskað eftir sameiginlegum fundi nefndanna. Í bréfti frá Ólöfu Nordal varaformanni flokksins segir að tilefni fundarins sé bréf frá Jan Tombinski, fastafulltrúa Póllands hjá Evrópusambandinu sem barst í gær, en þar kemur fram að ísland sé ekki tilbúið til samninga um landbúnaðarmál í aðildarviðræðunum.

Hermenn Gaddafís flýja til Níger

Þungvopnuð bílalest frá Líbíu fór í nótt yfir landamærin að Níger. Talið er að um sé að ræða afríska hermenn sem ráðnir voru af Múammar Gaddafí til þess að berjast við uppreisnarmenn í landinu. Ekki er talið líklegt að Gaddafí sjálfur eða einhver úr fjölskyldu hans sé í lestinni en talsmaður leiðtogans fyrrverandi sagði í gærkvöldi að Gaddafí væri enn í Líbíu og við góða heilsu.

Kappakstur í gærkvöldi: Ökumennirnir 25 og 67 ára gamlir

Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í gærkvöldi, slapp betur en leit út í fyrstu. Bíllinn er gjörónýtur en lögregla telur að tveir bílar hafi verið í kappakstri á veginum þegar ökumaður annars þeirra missti stjórnina.

Settu vegfarendur í stórhættu

Karlmaður slasaðist þegar hann missti stjórn á bíl sínum í ofsaakstri á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um sjöleytið í gærkvöldi. Bíllinn lenti á ljósastaur og valt nokkuð hundruð metra.

Segir aðlögunaráætlun verða unna í landbúnaðarráðuneytinu

Sérfræðingar landbúnaðarráðuneytisins og undirstofnana þess þurfa að vinna þá áætlun sem Evrópusambandið fer fram á að verði unnin áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál halda áfram, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Fréttaskýring: Aðildarviðræður tefjast

Gera verður áætlun um hvernig laga eigi íslenska landbúnaðarkerfið að kerfi ESB áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál hefjast. ESB segir að taka eigi tillit til sérstakra aðstæðna í landbúnaðarmálum á Íslandi.

Vill varðveita arfleifð náttúrunnar

Huang Nubo hefur engan áhuga á pólitík og þykir leitt að verið sé að tengja hann við stjórnmálaöfl. Hann mun afsala sér vatnsréttindum á Grímsstöðum og er á móti virkjunum í Jökulsá. Huang svaraði spurningum Fréttablaðsins með tölvupósti í gær.

Ófaglærðir ráðnir í staðinn

Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hyggjast fjölmenna á opinn fund borgarstjórnar í dag til þess að leggja áherslu á launakröfur sínar. Í byrjun júní felldu félagsráðgjafarnir með 75 prósentum greiddra atkvæða samninga sem þeim buðust og er þá farið að lengja eftir að viðunandi niðurstaða fáist.

Sjá næstu 50 fréttir