Fleiri fréttir Ekki alvarlega slasaður Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild eftir að hann missti stjórn á hjóli sínu á Nauthólsvegi í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn að taka fram úr þegar hann missti stjórnina á hjólinu. Hann lenti á ljósastraur og kastaðist út á götu. Vakthafandi læknir á slysadeild segir að maðurinn sé ekki alvarlega slasaður en verður þó í rannsóknum í dag á spítalanum. 9.9.2011 11:54 Fíkniefnahundurinn Lúna fann spítt og gras Tvö fíkniefnamál komu upp í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Þar voru tveir piltar um tvítugt teknir með fíkniefni þegar þeir komu með ferjunni Baldri, sem leysir nú Herjólf af. 9.9.2011 11:44 Alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur Gaddafi Alþjóðalögreglan, Interpol, hefur gefið út handtökuheimild fyrir Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, Saif al-Islam, son hans, og aðaleinkaspæjara hans. Á vef BBC segir að Alþjóðaglæpadómstóllinn hafi nú þegar fengið handtökuskipunina. Ekki er vitað hvar mennirnir eru. 9.9.2011 10:43 Eldur í gaskút Minnstu munaði að mikil sprenging varð í gagnvari Verne á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun þegar eldur kom upp í gaskúti. Slökkviliðið var kallað til og náði að ráða niðurlögum eldsins en súrefnisflaska sem var við hlið gaskútsins var orðin sjóðandi heit og hefði getað sprungið. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Vel gekk að ráð niðurlögum eldsins, sem var ekki mikill. Enginn slasaðist og engar skemmdir urðu á húsnæðinu. 9.9.2011 10:31 Fyrrum sambýlismaður Sivjar neitar sök Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, segist saklaus af ákærum um brot á friðhelgi einkalífsins og brot á fjarskiptalögum. Ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9.9.2011 10:08 Óttast aðra hryðjuverkaárás um helgina Bandarísk yfirvöld óttast hryðjuverkaárás á landið 11. september næstkomandi en þá verða tíu ár liðin frá árásunum á tvíburaturnana í New York. 9.9.2011 10:00 Rafmagnslaust í Bandaríkjunum Yfir tvær milljónir manna eru nú án rafmagns í ríkjunum Kaliforníu og Arizona í Bandaríkjunum og hluta af Mexíkó, eftir að rafmagn sló fyrirvaralaust út í morgun. Í Kaliforníu slökknaði á tveimur kjarnaofnum og miklar tafir eru á umferð víða. 9.9.2011 09:30 Skoða tillögur um byggingu unglingafangelsis Velferðarráðherra skoðar um þessar mundir tillögur til úrbóta í barnaverndamálum. Eins og Vísir greindi frá um síðustu helgi hefur Barnaverndastofa sent ráðherranum geinargerð með tillögum til úrbóta. 9.9.2011 09:30 Missti stjórn á mótórhjólinu Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild eftir að hann missti stjórn á hjóli sínu á Flugvallarvegi í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að maðurinn hafi hafnað utanvegar en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hann er slasaður. 9.9.2011 09:26 Kjósendur VG helst á móti kaupum Nubo Stuðningsmenn Vinstri grænna skera sig frá öðrum með almennri andstöðu við að Huang Nubo fái að kaupa Grímsstaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Meirihluti landsmanna vill heimila landakaupin. 9.9.2011 08:45 Lögreglan auglýsir eftir bifreið Bíl var stolið við Kaupvangsstræti á Akureyri laust fyrir klukkan tvö í nótt. Jakka eiganda bílsins var stolið skömmu áður inni á veitingastað við götuna og fann þjófurinn þar bíllykla og tók bílinn í kjölfarið. Bíllinn hefur ekki fundist og lýsir lögreglan eftir honum. Hann er með skráningarnúmerið BX-763 og er hvít Toyota Corolla. 9.9.2011 08:02 Fékk að hlýja sér í fangaklefa Einn gisti fangageymslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hafði maðurinn í engin hús að vernda og fékk að sofa úr sér inni í hlýjunni. 9.9.2011 07:59 Meirihluti hlynntur Nubo Meirihluti landsmanna er hlynntur því að leyfa kínverska kaupsýslumanninum Huang Nubo að kaupa stóra landareign á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. 9.9.2011 07:00 Tappinn skrúfaður í flöskur Klettavatns Framleiðsla á gosdrykkjum úr íslensku vatni undir merkjum Gosverksmiðjunnar Kletts í Reykjavík var lögð niður í ágúst og starfsfólk sent heim. Viðræður um endurfjármögnun fyrirtækisins standa nú yfir. Óvíst er hvenær viðræðum lýkur og framleiðsla kemst í gang á ný. 9.9.2011 06:30 Ráðherra sakaður um afskipti af sölu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kröfðust þess að fjármálaráðherra gæfi þeim munnlega skýrslu um aðkomu sína að kaupum Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Vitnuðu þeir í frétt Morgunblaðsins, þar sem segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið í leynimakki vegna málsins. 9.9.2011 06:00 Neyðaráætlun um Kvikmyndaskóla Svandís Svavarsdóttir, starfandi mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað hóp til að finna lausn á málefnum nemenda Kvikmyndaskóla Íslands. 9.9.2011 06:00 Réttmæti neyðarlaganna í umræðu fyrir Hæstarétti Málflutningur fór fram í gær fyrir Hæstarétti í máli almennra kröfuhafa í þrotabú gamla Landsbankans sem krefjast þess að innstæður á Icesave-reikningunum verði ekki metnar sem forgangskröfur í búið. 9.9.2011 05:00 Rannsókn hafin á leka á trúnaðargögnum Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa hafið rannsókn á því hvort Skatturinn eða skattamálaráðuneytið hafi brotið persónuverndarlög með því að leka trúnaðargögnum um skattamál Helle Thorning-Schmidt, formanns Sósíaldemókrata, og eiginmanns hennar. B.T. sagði fréttir af því í gær að Thorning-Schmidt hafi nýtt sér persónuafslátt eiginmanns síns, sem er skráður til heimilis í Danmörku, en greiðir þar ekki skatta. Þar af leiðandi hafi Thorning-Schmidt greitt minna en henni bar í skatta á sex ára tímabili. 9.9.2011 05:00 Skólasetning bíður nýrrar byggingar Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði hefur ekki verið settur formlega þar sem hús undir starfsemina er ekki tilbúið. Skólastarf er engu að síður hafið og nýbygging að rísa við hlið upprunalegs leikskóla Hjallastefnunnar. 9.9.2011 04:00 Spítalinn verði austan Elliðaáa „Það er gjörsamlega galið hvernig farið hefur verið með almannafé. Það hefur verið varið hátt í þrjú þúsund milljónum í vangaveltur um hönnun einstakra bygginga nýs Landspítala án þess að almennileg, forsvaranleg staðarvalsgreining hafi verið gerð.“ 9.9.2011 04:00 Kallað eftir forsætisráðherra Stjórnarandstaðan fór mikinn á þingi í gær og kvartaði yfir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væri ekki viðstödd óundirbúinn fyrirspurnartíma ráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, forseti Alþingis, útskýrði að forsætisráðherra væri upptekinn vegna komu erlendra ráðamanna. Það sló ekki á gagnrýni stjórnarandstöðunnar. 9.9.2011 04:00 Sýni varúð með barnamyndir Heimili og skóli – landssamtök foreldra og SAFT skora á alla skóla, frístundaheimili og aðra í íþrótta- og tómstundastarfi með börnum og unglingum að fara gætilega með ljósmyndir úr starfinu. 9.9.2011 04:00 Fundu rústir skylmingaþrælaskóla Mjög vel varðveittar rústir af skóla fyrir skylmingaþræla hafa fundist í Austurríki. Rústirnar eru hluti af 50 þúsund manna borg austur af Vín, sem var í blóma þar fyrir 1.700 árum. Borgin var mikilvæg hernaðar- og viðskiptaborg fyrir Rómverja. 9.9.2011 03:30 Ekki heimilt að krefjast veiða Samtök íslenskra fiskimanna (SÍF) telja að ekki sé heimilt að krefjast þess að skip búi yfir aflaheimildum til þess að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, eins og segir í kvótafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 9.9.2011 03:15 Krefjast þess að Obama beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum Hópur umhverfisverndasamtaka krefjast þess að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða Íslendinga. Þess er krafist að forsetinn tilkynni fulltrúadeild þingsins fyrir 17. september næstkomandi hvaða þvingana hann geti gripið til. 8.9.2011 22:56 Afmælisdagarnir komu upp í lottóinu - vann milljarð Sjötíu og þriggja ára kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum getur þakkað börnum sínum og barnabörnum fyrir að hafa unnið níu milljónir bandaríkjadollara í lottó á dögunum. Því konan keypti miða á hverjum miðvikudegi með afmælisdögum þeirra og viti menn á miðvikudaginn síðasta komu afmælisdagarnir upp. Og okkar kona einum milljarði ríkari. 8.9.2011 23:08 Ferðamaður slapp með skrekkinn Danskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar hann velti bíl sínum nokkrar veltur á malarvegi á Rangárvallavegi, við Keldur á Rangárvöllum, í dag. Daninn steig ómeiddur úr flaki bílsins, sem lögreglan á Hvolsvelli telur ónýtan. Ekki er talið ólíklegt að ferðamaðurinn hafi verið á of mikilli ferð, að minnsta kosti miðað við aðstæður. 8.9.2011 22:08 Rússlandsforseti segir nauðsynlegt að auka flugöryggi Auka þarf flugöryggi í Rússlandi, sagði Dmitry Medvedev, forseti landsins, eftir að hann skoðaði slysstað þar sem 43 manns létu lífið í flugslysi í Jaroslavl í gær. Í flugslysinu fórust margir af fræknustu hokkýmönnum í heiminum. 8.9.2011 21:54 Staðgengli borgarstjóra fundið nýtt starfsheiti Borgarráð samþykkti að stofnað verði nýtt embætti borgarritara. Samkvæmt tillögunni á borgarritari að hafa yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Hann á að vera staðgengill borgarstjóra og hafa aðsetur á skrifstofu hans. 8.9.2011 21:40 Upptökur af hryðjuverkunum opinberaðar Hljóðpupptökur úr flugvélunum sem rænt var þann 11. september 2001 voru birtar opinberlega í dag. Þær sýna glögglega hversu mikil ringulreið ríkti þegar flugvélunum fjórum var rænt. 8.9.2011 21:30 Hringdi 65 þúsund sinnum í fyrrverandi kærastann Hollenskir saksóknarar hafa ákært 42 ára gamla konu fyrir að hafa hringt 65 þúsund sinnum í fyrrverandi kærasta sinn í fyrra. 8.9.2011 21:08 Markmiðið að öll börn hafi aðgang að tannlæknaþjónustu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að börnum tekjulágra verði áfram boðin ókeypis tannlæknaþjónusta á vegum ráðuneytisins og Háskóla Íslands. Tilraunaverkefni um slíkt fór fram í sumar og er ekki að fullu lokið. Tannlæknir sem var ósáttur við að börnunum væri boðin þessi þjónusta kærði málið til Samkeppniseftirlitið í sumar, en þeirri kæru var vísað frá í dag. 8.9.2011 20:47 Innan við 10% kennara eru konur Af áttatíu og fjórum kennurum við læknadeild Háskóla Íslands eru átta konur í kennaraliðinu og ein kona er prófessor við deildina. Konur sækja síður um stöður skólans segir dósent við læknadeild. Þá kenna mun færri konur en karlar í deildum verkfræði- og náttúruvísindasviðs. 8.9.2011 20:04 Vilja að fjöldi ráðuneyta sé ákveðinn í lögum Minnihlutinn í allsherjarnefnd leggst gegn þeirri tillögu sem kemur fram í lagafrumvarpi um stjórnarráð Íslands að forsætisráðherra ákveði hvaða ráðuneyti starfi á hverjum tíma fyrir sig í stað þess að slíkt sé ákveðið með lögum. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi. 8.9.2011 19:50 Stal bíl sem hann var að reynsluaka Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bíl sem stolið var í Grindavík í dag. Sá sem fékk bílinn lánaðan til reynsluaksturs skilaði honum ekki á tilsettum tíma. Eigandinn kærði málið til lögreglu. 8.9.2011 19:34 Á annan tug árekstra í dag Á annan tug árekstra urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsmenn árekstur.is komu ökumönnum til aðstoðar. 8.9.2011 19:21 Ekkert óeðlilegt við bókhald Kvikmyndaskólans Ekkert bendir til þess að framlög úr ríkissjóði til Kvikmyndaskóla Íslands hafi verið varirð til óskyldrar starfsemi eða að fjármunir hafi runnið með óeðlilegum hætti út úr rekstri skólans. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur farið yfir fjármál skólans. 8.9.2011 19:14 Mannkynið horfir fram á útrýmingu Mannkynið mun deyja út ef mennirnir breyta ekki lífsstíl sínum, draga úr neyslu, snúa við loftslagsbreytingum og hætta að tortíma villtri náttúrunni. Þetta sagði Karl Bretaprins þegar hann hélt fyrstu ræðu sína sem forseti Alþjóðanáttúruverndarstofnunarinnar (e. World Wildlife Fund). Karl sagði að forgangsatriði væri að bjarga sjálfum sér. 8.9.2011 18:24 Gerir ekki athugasemdir við ókeypis tannlækningar fyrir tekjulága Samkeppniseftirlitið hefur vísað frá kæru tannlæknis á hendur velferðarráðuneytinu og fleiri aðilum þar sem hann bar þeim á brýn að hafa staðið fyrir ólöglegri samkeppni með því að efna til átaks í tannlækningum fyrir börn tekjulágra. 8.9.2011 17:58 Ánægður með nýja brú Á morgun verður ný Hvítárbrú formlega vígð. Ferðamannastraumur um Flúðir hefur aukist til muna í sumar og segir sveitarstjórinn það hafa verið frábæra hugmynd að setja brú á þennan stað. 8.9.2011 17:55 Hommar mega nú gefa blóð Sam- og tvíkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð í Englandi, Skotlandi og Wales frá og með fyrsta nóvember næstkomandi, en það hafa þeir ekki mátt gera frá því á áttunda áratuginum. 8.9.2011 16:32 Alvarlegt sporvagnaslys í Svíþjóð Talið er að allt að tuttugu manns hafi slasast þegar sporvagn í Gautaborg í Svíþjóð ók aftan á kyrrstæðan bíl í borginni fyrr í dag. Áreksturinn var mjög harður samkvæmt sænskum vefmiðlum og er talið að sumir séu alvarlega slasaðir. Tildrög slyssins eru enn óljós en rannsókn er hafin. 8.9.2011 16:03 Sofnaði undir stýri og velti bílnum Betur fór en á horfðist þegar bíll valt á Suðurlandsvegi um miðjan dag í gær samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 8.9.2011 15:49 Komu hingað til lands vegna líflátshótana Þrjátíu og átta ára gamall maður og tuttugu og þriggja ára gömul kona, bæði frá Írak, voru dæmd í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 8.9.2011 15:45 Hundur beit stúlku - eigandinn stakk af frá vettvangi Unglingsstúlka var bitin af hundi í Reykjavík í gær samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 8.9.2011 15:44 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki alvarlega slasaður Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild eftir að hann missti stjórn á hjóli sínu á Nauthólsvegi í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn að taka fram úr þegar hann missti stjórnina á hjólinu. Hann lenti á ljósastraur og kastaðist út á götu. Vakthafandi læknir á slysadeild segir að maðurinn sé ekki alvarlega slasaður en verður þó í rannsóknum í dag á spítalanum. 9.9.2011 11:54
Fíkniefnahundurinn Lúna fann spítt og gras Tvö fíkniefnamál komu upp í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Þar voru tveir piltar um tvítugt teknir með fíkniefni þegar þeir komu með ferjunni Baldri, sem leysir nú Herjólf af. 9.9.2011 11:44
Alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur Gaddafi Alþjóðalögreglan, Interpol, hefur gefið út handtökuheimild fyrir Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, Saif al-Islam, son hans, og aðaleinkaspæjara hans. Á vef BBC segir að Alþjóðaglæpadómstóllinn hafi nú þegar fengið handtökuskipunina. Ekki er vitað hvar mennirnir eru. 9.9.2011 10:43
Eldur í gaskút Minnstu munaði að mikil sprenging varð í gagnvari Verne á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun þegar eldur kom upp í gaskúti. Slökkviliðið var kallað til og náði að ráða niðurlögum eldsins en súrefnisflaska sem var við hlið gaskútsins var orðin sjóðandi heit og hefði getað sprungið. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Vel gekk að ráð niðurlögum eldsins, sem var ekki mikill. Enginn slasaðist og engar skemmdir urðu á húsnæðinu. 9.9.2011 10:31
Fyrrum sambýlismaður Sivjar neitar sök Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, segist saklaus af ákærum um brot á friðhelgi einkalífsins og brot á fjarskiptalögum. Ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9.9.2011 10:08
Óttast aðra hryðjuverkaárás um helgina Bandarísk yfirvöld óttast hryðjuverkaárás á landið 11. september næstkomandi en þá verða tíu ár liðin frá árásunum á tvíburaturnana í New York. 9.9.2011 10:00
Rafmagnslaust í Bandaríkjunum Yfir tvær milljónir manna eru nú án rafmagns í ríkjunum Kaliforníu og Arizona í Bandaríkjunum og hluta af Mexíkó, eftir að rafmagn sló fyrirvaralaust út í morgun. Í Kaliforníu slökknaði á tveimur kjarnaofnum og miklar tafir eru á umferð víða. 9.9.2011 09:30
Skoða tillögur um byggingu unglingafangelsis Velferðarráðherra skoðar um þessar mundir tillögur til úrbóta í barnaverndamálum. Eins og Vísir greindi frá um síðustu helgi hefur Barnaverndastofa sent ráðherranum geinargerð með tillögum til úrbóta. 9.9.2011 09:30
Missti stjórn á mótórhjólinu Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild eftir að hann missti stjórn á hjóli sínu á Flugvallarvegi í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að maðurinn hafi hafnað utanvegar en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hann er slasaður. 9.9.2011 09:26
Kjósendur VG helst á móti kaupum Nubo Stuðningsmenn Vinstri grænna skera sig frá öðrum með almennri andstöðu við að Huang Nubo fái að kaupa Grímsstaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Meirihluti landsmanna vill heimila landakaupin. 9.9.2011 08:45
Lögreglan auglýsir eftir bifreið Bíl var stolið við Kaupvangsstræti á Akureyri laust fyrir klukkan tvö í nótt. Jakka eiganda bílsins var stolið skömmu áður inni á veitingastað við götuna og fann þjófurinn þar bíllykla og tók bílinn í kjölfarið. Bíllinn hefur ekki fundist og lýsir lögreglan eftir honum. Hann er með skráningarnúmerið BX-763 og er hvít Toyota Corolla. 9.9.2011 08:02
Fékk að hlýja sér í fangaklefa Einn gisti fangageymslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hafði maðurinn í engin hús að vernda og fékk að sofa úr sér inni í hlýjunni. 9.9.2011 07:59
Meirihluti hlynntur Nubo Meirihluti landsmanna er hlynntur því að leyfa kínverska kaupsýslumanninum Huang Nubo að kaupa stóra landareign á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. 9.9.2011 07:00
Tappinn skrúfaður í flöskur Klettavatns Framleiðsla á gosdrykkjum úr íslensku vatni undir merkjum Gosverksmiðjunnar Kletts í Reykjavík var lögð niður í ágúst og starfsfólk sent heim. Viðræður um endurfjármögnun fyrirtækisins standa nú yfir. Óvíst er hvenær viðræðum lýkur og framleiðsla kemst í gang á ný. 9.9.2011 06:30
Ráðherra sakaður um afskipti af sölu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kröfðust þess að fjármálaráðherra gæfi þeim munnlega skýrslu um aðkomu sína að kaupum Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Vitnuðu þeir í frétt Morgunblaðsins, þar sem segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið í leynimakki vegna málsins. 9.9.2011 06:00
Neyðaráætlun um Kvikmyndaskóla Svandís Svavarsdóttir, starfandi mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað hóp til að finna lausn á málefnum nemenda Kvikmyndaskóla Íslands. 9.9.2011 06:00
Réttmæti neyðarlaganna í umræðu fyrir Hæstarétti Málflutningur fór fram í gær fyrir Hæstarétti í máli almennra kröfuhafa í þrotabú gamla Landsbankans sem krefjast þess að innstæður á Icesave-reikningunum verði ekki metnar sem forgangskröfur í búið. 9.9.2011 05:00
Rannsókn hafin á leka á trúnaðargögnum Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa hafið rannsókn á því hvort Skatturinn eða skattamálaráðuneytið hafi brotið persónuverndarlög með því að leka trúnaðargögnum um skattamál Helle Thorning-Schmidt, formanns Sósíaldemókrata, og eiginmanns hennar. B.T. sagði fréttir af því í gær að Thorning-Schmidt hafi nýtt sér persónuafslátt eiginmanns síns, sem er skráður til heimilis í Danmörku, en greiðir þar ekki skatta. Þar af leiðandi hafi Thorning-Schmidt greitt minna en henni bar í skatta á sex ára tímabili. 9.9.2011 05:00
Skólasetning bíður nýrrar byggingar Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði hefur ekki verið settur formlega þar sem hús undir starfsemina er ekki tilbúið. Skólastarf er engu að síður hafið og nýbygging að rísa við hlið upprunalegs leikskóla Hjallastefnunnar. 9.9.2011 04:00
Spítalinn verði austan Elliðaáa „Það er gjörsamlega galið hvernig farið hefur verið með almannafé. Það hefur verið varið hátt í þrjú þúsund milljónum í vangaveltur um hönnun einstakra bygginga nýs Landspítala án þess að almennileg, forsvaranleg staðarvalsgreining hafi verið gerð.“ 9.9.2011 04:00
Kallað eftir forsætisráðherra Stjórnarandstaðan fór mikinn á þingi í gær og kvartaði yfir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væri ekki viðstödd óundirbúinn fyrirspurnartíma ráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, forseti Alþingis, útskýrði að forsætisráðherra væri upptekinn vegna komu erlendra ráðamanna. Það sló ekki á gagnrýni stjórnarandstöðunnar. 9.9.2011 04:00
Sýni varúð með barnamyndir Heimili og skóli – landssamtök foreldra og SAFT skora á alla skóla, frístundaheimili og aðra í íþrótta- og tómstundastarfi með börnum og unglingum að fara gætilega með ljósmyndir úr starfinu. 9.9.2011 04:00
Fundu rústir skylmingaþrælaskóla Mjög vel varðveittar rústir af skóla fyrir skylmingaþræla hafa fundist í Austurríki. Rústirnar eru hluti af 50 þúsund manna borg austur af Vín, sem var í blóma þar fyrir 1.700 árum. Borgin var mikilvæg hernaðar- og viðskiptaborg fyrir Rómverja. 9.9.2011 03:30
Ekki heimilt að krefjast veiða Samtök íslenskra fiskimanna (SÍF) telja að ekki sé heimilt að krefjast þess að skip búi yfir aflaheimildum til þess að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, eins og segir í kvótafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 9.9.2011 03:15
Krefjast þess að Obama beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum Hópur umhverfisverndasamtaka krefjast þess að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða Íslendinga. Þess er krafist að forsetinn tilkynni fulltrúadeild þingsins fyrir 17. september næstkomandi hvaða þvingana hann geti gripið til. 8.9.2011 22:56
Afmælisdagarnir komu upp í lottóinu - vann milljarð Sjötíu og þriggja ára kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum getur þakkað börnum sínum og barnabörnum fyrir að hafa unnið níu milljónir bandaríkjadollara í lottó á dögunum. Því konan keypti miða á hverjum miðvikudegi með afmælisdögum þeirra og viti menn á miðvikudaginn síðasta komu afmælisdagarnir upp. Og okkar kona einum milljarði ríkari. 8.9.2011 23:08
Ferðamaður slapp með skrekkinn Danskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar hann velti bíl sínum nokkrar veltur á malarvegi á Rangárvallavegi, við Keldur á Rangárvöllum, í dag. Daninn steig ómeiddur úr flaki bílsins, sem lögreglan á Hvolsvelli telur ónýtan. Ekki er talið ólíklegt að ferðamaðurinn hafi verið á of mikilli ferð, að minnsta kosti miðað við aðstæður. 8.9.2011 22:08
Rússlandsforseti segir nauðsynlegt að auka flugöryggi Auka þarf flugöryggi í Rússlandi, sagði Dmitry Medvedev, forseti landsins, eftir að hann skoðaði slysstað þar sem 43 manns létu lífið í flugslysi í Jaroslavl í gær. Í flugslysinu fórust margir af fræknustu hokkýmönnum í heiminum. 8.9.2011 21:54
Staðgengli borgarstjóra fundið nýtt starfsheiti Borgarráð samþykkti að stofnað verði nýtt embætti borgarritara. Samkvæmt tillögunni á borgarritari að hafa yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Hann á að vera staðgengill borgarstjóra og hafa aðsetur á skrifstofu hans. 8.9.2011 21:40
Upptökur af hryðjuverkunum opinberaðar Hljóðpupptökur úr flugvélunum sem rænt var þann 11. september 2001 voru birtar opinberlega í dag. Þær sýna glögglega hversu mikil ringulreið ríkti þegar flugvélunum fjórum var rænt. 8.9.2011 21:30
Hringdi 65 þúsund sinnum í fyrrverandi kærastann Hollenskir saksóknarar hafa ákært 42 ára gamla konu fyrir að hafa hringt 65 þúsund sinnum í fyrrverandi kærasta sinn í fyrra. 8.9.2011 21:08
Markmiðið að öll börn hafi aðgang að tannlæknaþjónustu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að börnum tekjulágra verði áfram boðin ókeypis tannlæknaþjónusta á vegum ráðuneytisins og Háskóla Íslands. Tilraunaverkefni um slíkt fór fram í sumar og er ekki að fullu lokið. Tannlæknir sem var ósáttur við að börnunum væri boðin þessi þjónusta kærði málið til Samkeppniseftirlitið í sumar, en þeirri kæru var vísað frá í dag. 8.9.2011 20:47
Innan við 10% kennara eru konur Af áttatíu og fjórum kennurum við læknadeild Háskóla Íslands eru átta konur í kennaraliðinu og ein kona er prófessor við deildina. Konur sækja síður um stöður skólans segir dósent við læknadeild. Þá kenna mun færri konur en karlar í deildum verkfræði- og náttúruvísindasviðs. 8.9.2011 20:04
Vilja að fjöldi ráðuneyta sé ákveðinn í lögum Minnihlutinn í allsherjarnefnd leggst gegn þeirri tillögu sem kemur fram í lagafrumvarpi um stjórnarráð Íslands að forsætisráðherra ákveði hvaða ráðuneyti starfi á hverjum tíma fyrir sig í stað þess að slíkt sé ákveðið með lögum. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi. 8.9.2011 19:50
Stal bíl sem hann var að reynsluaka Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bíl sem stolið var í Grindavík í dag. Sá sem fékk bílinn lánaðan til reynsluaksturs skilaði honum ekki á tilsettum tíma. Eigandinn kærði málið til lögreglu. 8.9.2011 19:34
Á annan tug árekstra í dag Á annan tug árekstra urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsmenn árekstur.is komu ökumönnum til aðstoðar. 8.9.2011 19:21
Ekkert óeðlilegt við bókhald Kvikmyndaskólans Ekkert bendir til þess að framlög úr ríkissjóði til Kvikmyndaskóla Íslands hafi verið varirð til óskyldrar starfsemi eða að fjármunir hafi runnið með óeðlilegum hætti út úr rekstri skólans. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur farið yfir fjármál skólans. 8.9.2011 19:14
Mannkynið horfir fram á útrýmingu Mannkynið mun deyja út ef mennirnir breyta ekki lífsstíl sínum, draga úr neyslu, snúa við loftslagsbreytingum og hætta að tortíma villtri náttúrunni. Þetta sagði Karl Bretaprins þegar hann hélt fyrstu ræðu sína sem forseti Alþjóðanáttúruverndarstofnunarinnar (e. World Wildlife Fund). Karl sagði að forgangsatriði væri að bjarga sjálfum sér. 8.9.2011 18:24
Gerir ekki athugasemdir við ókeypis tannlækningar fyrir tekjulága Samkeppniseftirlitið hefur vísað frá kæru tannlæknis á hendur velferðarráðuneytinu og fleiri aðilum þar sem hann bar þeim á brýn að hafa staðið fyrir ólöglegri samkeppni með því að efna til átaks í tannlækningum fyrir börn tekjulágra. 8.9.2011 17:58
Ánægður með nýja brú Á morgun verður ný Hvítárbrú formlega vígð. Ferðamannastraumur um Flúðir hefur aukist til muna í sumar og segir sveitarstjórinn það hafa verið frábæra hugmynd að setja brú á þennan stað. 8.9.2011 17:55
Hommar mega nú gefa blóð Sam- og tvíkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð í Englandi, Skotlandi og Wales frá og með fyrsta nóvember næstkomandi, en það hafa þeir ekki mátt gera frá því á áttunda áratuginum. 8.9.2011 16:32
Alvarlegt sporvagnaslys í Svíþjóð Talið er að allt að tuttugu manns hafi slasast þegar sporvagn í Gautaborg í Svíþjóð ók aftan á kyrrstæðan bíl í borginni fyrr í dag. Áreksturinn var mjög harður samkvæmt sænskum vefmiðlum og er talið að sumir séu alvarlega slasaðir. Tildrög slyssins eru enn óljós en rannsókn er hafin. 8.9.2011 16:03
Sofnaði undir stýri og velti bílnum Betur fór en á horfðist þegar bíll valt á Suðurlandsvegi um miðjan dag í gær samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 8.9.2011 15:49
Komu hingað til lands vegna líflátshótana Þrjátíu og átta ára gamall maður og tuttugu og þriggja ára gömul kona, bæði frá Írak, voru dæmd í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 8.9.2011 15:45
Hundur beit stúlku - eigandinn stakk af frá vettvangi Unglingsstúlka var bitin af hundi í Reykjavík í gær samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 8.9.2011 15:44