Fleiri fréttir Fleiri vilja í heimilislækningar Ellefu læknar hafa verið ráðnir í sérnám í heilsugæslulækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeim gæti fjölgað enn frekar áður en námið hefst í lok mánaðarins því fleiri hafa sýnt því áhuga. Fyrir stunda tólf læknar sérnámið hér á landi. 18.8.2011 09:00 Maraþonhlaup fyrir nauðstadda Fjöldi Íslendinga hyggst leggja hjálparstarfi á neyðarsvæðunum í Austur-Afríku lið með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. 18.8.2011 08:30 Vill leyfa innflutning landbúnaðaravara Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að heimila eigi innflutning á landbúnaðarvörum í sátt við bændur. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki náð samstöðu um breytingar á landbúnaðarkerfinu. 18.8.2011 08:15 Engin þyrla til taks hjá landhelgisgæslunni Bilun kom upp í TF-LÍF þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær. Hin þyrlan, TF-GNÁ er í reglubundnu viðhaldi og verður ekki nothæf fyrr en í næsta mánuði. Því er engin þyrla til taks eins og staðan er nú því senda þarf eftir varahlut í LÍF frá útlöndum. 18.8.2011 07:55 Hætt að eyða kókaínplöntum í Perú Stjórnvöld í Perú hafa ákveðið að hætta eyðingu kókaínplanta í Huallaga dalnum þaðan sem mest af kókaíni kemur frá Perú. 18.8.2011 07:53 Selfossþjófarnir lausir úr haldi Mennirnir tveir sem handteknir voru í gærmorgun grunaðir um innbrot í sumarhús í Úthlíð eru lausir úr haldi lögreglu. 18.8.2011 07:49 Má ekki mæta í kjólfötunum Anders Behring Breivik fær ekki að mæta í kjólfötum fyrir rétt á morgun eins og hann hafði óskað eftir. Síðast þegar hann kom fyrir dómara óskaði hann eftir því að mæta í einkennisbúningi en því var einnig hafnað. 18.8.2011 07:45 Assad segist hafa hætt hernaðaraðgerðum í Sýrlandi Assad Sýrlandsforseti heldur því fram að hernaðaraðgerðum gegn andófsmönnum í landinu hafi verið hætt. 18.8.2011 07:43 Unglingur ætlaði að sprengja skóla sinn í loft upp Lögreglan í borginni Tampa í Flórída hefur handtekið 17 ára gamlann ungling sem ætlaði sér að sprengja skóla sinn í loft upp. 18.8.2011 07:41 Vaðlaheiðargöng að komast á koppinn Samkomulag um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga var undirritað á Akureyri síðdegis í gær. 18.8.2011 07:38 Stúlka í bílstól fannst á gangstétt í nótt - foreldrarnir gleymdu henni Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu klukkan tuttugu mínútur fyrir sex í morgun um ungabarn í barnabílsstól sem var einsamalt út á gangstétt í Vesturbænum. Um var að ræða stúlkubarn í bleikum galla og vel búið með pela. 18.8.2011 07:36 Pláss laus hjá dagforeldrum Nokkuð er um laus pláss hjá dagforeldrum víðs vegar um borgina, sér í lagi í úthverfunum, að sögn Kristbjargar Jónsdóttur, stjórnarmanns í Félagi dagforeldra. Sem fyrri daginn er slíka vistun síst að fá í Mið- og Vesturbæ. 18.8.2011 07:30 Lögregluaðgerð í Kristjaníu endaði í ofbeldi og eldsvoða Aðgerð Kaupmannahafnarlögreglunnar gegn hasssölum í Kristjaníu endaði í töluverðu ofbeldi og eldsvoða í gærkvöldi. 18.8.2011 07:15 Virðisrýrnun eða ofmat við Sparisjóðinn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nauðsynlegt sé að leggja öll spilin á borðið vegna sameiningar SpKef og Landsbanka Íslands. Virði eigna sjóðsins hafi rýrnað frá mati stjórnvalda og það verði að skýra. 18.8.2011 07:15 Aldursforseti katta fæddur 17. júní 1989 Læðan Öskubuska er líklegast elsti kötturinn á landinu, en hún varð tuttugu og tveggja ára á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Hjónin Höskuldur Stefánsson og Ebba Ólafsdóttir, sem hafa umsjón með Öskubusku, segja að Elli kerling sé vissulega farin að setja mark sitt á hana. 18.8.2011 07:00 Viðkvæmt hellakerfi í Borgarfirði friðlýst Kalmanshellir í Hallmundarhrauni verður friðlýstur á morgun. Markmiðið er að vernda hellinn, einstæðar jarðmyndanir hans og hellakerfið allt og koma í veg fyrir röskun og skemmdir á jarðmyndunum. 18.8.2011 06:30 Segir mótmæli ógna lýðræðinu 18.8.2011 06:15 Fær 5,5 milljónir króna í skaðabætur Ríkið og fyrirtækið Agar ehf. voru dæmd í Héraðsdómi Vesturlands 10. ágúst til að greiða rúmar 5,5 milljónir króna auk vaxta í bætur til konu sem var starfsmaður fyrirtækisins. Talið er sannað að konan hafi orðið fyrir heilsutjóni við störf sín. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta. 18.8.2011 06:00 Uppreisnarsveitir þrengja að Gaddafí Hörð átök brutust út í gær milli uppreisnarmanna og liðsveita Múammars Gaddafí í borginni Savíja, þar sem þeir börðust um yfirráð einu starfhæfu olíuhreinsistöðvar landsins. 18.8.2011 05:45 Fræðimenn í hverju rúmi Hvert hótelrými á höfuðborgarsvæðinu og víðar mun vera bókað helgina 25. til 27. ágúst, en þá verður í Reykjavík fjölmennasta alþjóðlega ráðstefna Íslandssögunnar. 18.8.2011 05:00 Evruhagstjórn hafi forseta Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari telja nauðsynlegt að ný efnahagsstjórn evruríkjanna, sem þau vilja koma á laggirnar, hafi sérstakt forsetaembætti. 18.8.2011 04:30 Þriggja ára áætlun samþykkt, fimm ára áætlun í smíðum Þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2012-2014 var samþykkt í dag. Níu borgarfulltrúar greiddu atkvæði með áætluninni en sex sátu hjá. 17.8.2011 22:00 Fundi um framkvæmd verkfalls lauk án niðurstöðu Fundur um framkvæmd verkfalls leikskólakennara fór fram í dag og lauk honum án niðurstöðu. Fundað var stíft frá klukkan 15:00 - 18:30 í dag, en fundurinn var setinn af forsvarsmönnum Kennarasambands Íslands og fulltrúum sveitarfélaganna. 17.8.2011 21:30 Sveitafélög sýna leikskólakennurum vanvirðingu Nýútskrifaður leikskólakennari segir sveitafélögin sýna sinni stétt vanvirðingu með því að ætla að setja ófaglærða einstaklinga í störf þeirra á verkfallstímum. Eftir fimm ára háskólanám fær hún 198 þúsund krónur útborgaðar á mánuði. 17.8.2011 20:45 Jackass sprelligosinn Steve O til Íslands Sprelligosinn Steve O úr Jackass er á leið til landsins í haust með uppistandið sitt. Skipuleggjandi sýningarinnar segir hana alveg örugglega verða bannaða innan sextán. 17.8.2011 20:26 Keyra til minningar um látinn félaga Vinir og félagar Eyþórs Darra Róbertssonar, sem lést í hörmulegu bílslysi á Geirsgötunni, segja mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um öryggi í umferðinni. Þeir hafa skipulagt minningarakstur um vin sinn. 17.8.2011 20:15 Krabbameinssjúklingar gætu þurft að bera aukinn kostnað Krabbameinssjúklingar gætu þurft að byrja að greiða hluta af lyfjakostnaði sínum ef frumvarp velferðarráðherra verður að lögum í óbreyttri mynd. Mikið óöryggi tekur við hjá sjúklingum segir forstjóri Krabbameinsfélagsins. 17.8.2011 20:00 Þúsundir bíða eftir afgreiðslu umsókna um 110% leiðina Þegar árið var hálfnað biðu fleiri en 8000 manns eftir að umsóknir þeirra vegna 110 prósent leiðarinnar fengju afgreiðslu, en fjölmörg fyrirtæki bíða einnig eftir skuldaaðlögun. 17.8.2011 19:45 Segir það orðið bráðnauðsynlegt að skipta um ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir stýrivaxtahækkun Seðlabankans, og segir að efnahagshorfurnar sem birtast í hagspá bankans kalli á kosningar. 17.8.2011 19:30 Langt í sameiginlega hagstjórn ESB Yfirlýsingar leiðtoga öflugustu ríkjanna á evrusvæðinu um aukna sameiginlega hagstjórn ríkja á svæðinu virtust ekki róa fjárfesta því hlutabréfavísitölur féllu í dag. Sérfræðingar segja mjög langt í að sameiginleg hagstjórn á evrusvæðinu verði að veruleika. 17.8.2011 19:15 Allir farþegar í bílnum voru í belti Missagt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ungi maðurinn, sem lést í bílslysi á Geirsgötu á föstudaginn, hafi ekki verið í belti. Allir farþegar bílsins voru í belti þegar slysið átti sér stað. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 17.8.2011 19:06 Seðlabankinn spáir auknum hagvexti Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. 17.8.2011 19:00 Margir gagnrýna Seðlabankann fyrir hækkun stýrivaxta Fjöldi hagsmunaaðila hefur í dag gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir að hafa hækkað stýrivexti um fjórðung úr prósenti. Seðlabankastjóri segir hægt að veita verðbólgu mótspyrnu án þess að ógna efnahagsbata hagkerfisins. 17.8.2011 18:30 Vilja fund í heilbrigðisnefnd Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisnefnd Alþingis fara fram á að nefndin komi sem fyrst saman til fundar. Þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir vilja ræða málefni Landspítalans, "sérstaklega í ljósi ummæla ráðherra um að færa þjónustu spítalans aftur til ársins 2004," eins og segir í tilkynningu frá þeim. 17.8.2011 17:14 Söfnun fyrir nýfæddar tvíburasystur Nýfæddar tvíburasystur liggja nú milli heims og heljar á vökudeild Landspítalans. Stúlkurnar komu í heiminn síðastliðinn sunnudag en móðir þeirra veiktist þegar hún var langt gengin með þær. Móðirin lést en læknum tókst að bjarga stúlkunum. Önnur stúlknanna mun nú komin úr öndurnarvél en hinni gengur verr að anda hjálparlaust. 17.8.2011 16:43 Telja ríkisstjórnina leggja meiri áherslu á banka en heimili Meirihluti landsmanna telur að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu bankanna en heimilanna. Rúm 67 prósent svarenda í viðhorfskönnun MMR sagðist vera þessu sammála eða mjög sammála. Þetta er lítil breyting frá því fyrir ári síðan þegar 70,8% sögðust sömu skoðunar. Um þriðjungur telur að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Rétt um 12% eru sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Könnunin nú var endurtekning könnunar MMR frá í júlí 2010. Þá voru 32,7% þeirra sem tóku afstöðu sem töldu að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Hins vegar kváðust 42,4% þeirra sem tóku afstöðu öndverðrar skoðunar, það er töldu að stjórnarandstaðan myndi ekki stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Hvorutveggja reyndist lítil breyting frá í júlí 2010, þegar 29,3% lýstu sig sammála því að landinu yrði betur stjórnað af stjórnarandstöðunni og 45,2% sögðust ósammála því að landinu yrði betur stjórnað af stjórnarandstöðunni. Einungis 12,4% þeirra sem tóku afstöðu sögðust sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings á meðan 65,1% kváðust því ósammála. Þessi niðurstaða er lítil breyting frá fyrra ári þegar 15,8% lýstu sig sammála því að Alþingi stæði vörð um hagsmuni almennings en 64,1% sögðust því ósammála. 17.8.2011 16:10 Viktoría á von á barni Viktoría krónprinsessa Svía er með barni. Þetta staðfesti sænska hirðin í dag en fæðingardagur er áætlaður í mars á næsta ári. Öll konungsfjölskyldan er sögð himinlifandi með tíðindin en þetta verður fyrsta barnabarn Karls Svíakonungs en hann á tvö önnur börn auk Viktoríu. Karl Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar sendi einnig frá sér tilkynningu í dag þar sem fréttunum er fagnað. 17.8.2011 14:23 Reglur ESB of strangar Svíþjóð munu banna úlfaveiðar í ár vegna reglna Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn sambandsins, segir veiðarnar brjóta í bága við tilskipanir þess. 17.8.2011 15:49 Sveltir sig í Indlandi Tugþúsunda mótmæli í Indlandi sýna engin merki þess þau muni lognast útaf. Mótmælin hófust í gær þegar þekktur aðgerðarsinni þar í landi, Anna Hazare, var hnepptur í fangelsi fyrir mótmæli. 17.8.2011 15:21 Ofsaakstur á Reykjanesbraut Karl á þrítugsaldri var staðinn að ofsaakstri á Reykjanesbraut í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Bíll hans mældist á 155 km hraða en manninum var veitt eftirför uns hann nam staðar í Breiðholti. Þá kom jafnframt í ljós að ökumaðurinn var í annarlegu ástandi. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. 17.8.2011 15:05 Frumlegt húsnæði til sölu Fimm herbergja hús með forláta grafhvelfingu og beinagrind í kjallaranum er til sölu í Svíþjóð. Húsið var reist kringum 1750 á grunni rússneskrar kirkju. 17.8.2011 14:45 Málari í fangelsi fyrir skattsvik Norski listmálarinn Odd Nerdrum var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir gróf skattsvik. Hann er sakfelldur fyrir að selja málverk að andvirði nær 300 milljóna íslenskra króna án þess að gefa það upp til skatts á tímabilinu 1998-2002. Hann var og dæmdur til að greiða 10.000 norskar krónur, sem samsvarar um 210.000 isk, í sekt. 17.8.2011 13:39 Fjölgar í hópi nema í heimilislækningum Tólf læknar hafa verið ráðnir í sérnám í heimilislækningum innan Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri hafa sýnt náminu áhuga og gæti hópurinn því stækkað enn frekar áður en formlegt nám hest í lok þessa mánaðar. Forsvarsmenn heilsugæslunnar telja þennan fjölda umsókna sýna aukinn áhuga á heimilislækningum. Alma Eir Svavarsdóttir, kennslustjóri sérnáms í heimilislækningum er að vonum ánægð með þann mikla áhuga sem læknar sýna sérnáminu ekki síst í ljósi þeirrar vöntunar sem er á heimilislæknum hér á landi um þessar mundir. Fyrir eru 12 læknar í sérnámi í heimilislækningum á vegum Velferðarráðuneytisins en þær stöður sem nú bætast við eru kostaðar af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Til að mæta þeim kostnaði hefur lausum stöðum sérfræðinga innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verið breytt í sérnámsstöður í heimilislækningum. Sérnámsstöðurnar eru til þriggja ára en námið er skipulagt í samvinnu við Landspítala háskólasjúkrahús. Að þeim tíma loknum taka læknarnir þau tvö ár sem þá vantar til að ljúka fimm ára sérnámi í heimilislækningum ýmist hér heima eða erlendis. 17.8.2011 13:16 Depardieu pissaði á gólf flugvélar í París Franski stórleikarinn Gerard Depardieu ákvað að láta allt vaða þegar honum var meinað að fara á klósettið í flugvél rétt fyrir flugtak í París í gærkvöldi. Sjónarvottar segja að leikarinn hafi verið nokkuð ölvaður, og þegar hann fékk þau skilaboð frá flugfreyjunni að ekki væri hægt að nota klósettið fyrr en nokkrum mínútum eftir flugtak ákvað hann að míga einfaldlega á gólfið þar sem hann stóð. 17.8.2011 12:44 Frekari niðurskurður skerðir þjónustu Þjónusta við sjúklinga skerðist ef gengið verður lengra í niðurskurði hjá Landspítalanum segir formaður Félags hjúkrunarfræðinga og tekur þar með undir orð forstjóra spítalans. Þjónustan geti alls ekki farið aftur sem nemur þremur til fjórum árum líkt og velferðarráðherra vill meina. 17.8.2011 12:12 Sjá næstu 50 fréttir
Fleiri vilja í heimilislækningar Ellefu læknar hafa verið ráðnir í sérnám í heilsugæslulækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeim gæti fjölgað enn frekar áður en námið hefst í lok mánaðarins því fleiri hafa sýnt því áhuga. Fyrir stunda tólf læknar sérnámið hér á landi. 18.8.2011 09:00
Maraþonhlaup fyrir nauðstadda Fjöldi Íslendinga hyggst leggja hjálparstarfi á neyðarsvæðunum í Austur-Afríku lið með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. 18.8.2011 08:30
Vill leyfa innflutning landbúnaðaravara Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að heimila eigi innflutning á landbúnaðarvörum í sátt við bændur. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki náð samstöðu um breytingar á landbúnaðarkerfinu. 18.8.2011 08:15
Engin þyrla til taks hjá landhelgisgæslunni Bilun kom upp í TF-LÍF þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær. Hin þyrlan, TF-GNÁ er í reglubundnu viðhaldi og verður ekki nothæf fyrr en í næsta mánuði. Því er engin þyrla til taks eins og staðan er nú því senda þarf eftir varahlut í LÍF frá útlöndum. 18.8.2011 07:55
Hætt að eyða kókaínplöntum í Perú Stjórnvöld í Perú hafa ákveðið að hætta eyðingu kókaínplanta í Huallaga dalnum þaðan sem mest af kókaíni kemur frá Perú. 18.8.2011 07:53
Selfossþjófarnir lausir úr haldi Mennirnir tveir sem handteknir voru í gærmorgun grunaðir um innbrot í sumarhús í Úthlíð eru lausir úr haldi lögreglu. 18.8.2011 07:49
Má ekki mæta í kjólfötunum Anders Behring Breivik fær ekki að mæta í kjólfötum fyrir rétt á morgun eins og hann hafði óskað eftir. Síðast þegar hann kom fyrir dómara óskaði hann eftir því að mæta í einkennisbúningi en því var einnig hafnað. 18.8.2011 07:45
Assad segist hafa hætt hernaðaraðgerðum í Sýrlandi Assad Sýrlandsforseti heldur því fram að hernaðaraðgerðum gegn andófsmönnum í landinu hafi verið hætt. 18.8.2011 07:43
Unglingur ætlaði að sprengja skóla sinn í loft upp Lögreglan í borginni Tampa í Flórída hefur handtekið 17 ára gamlann ungling sem ætlaði sér að sprengja skóla sinn í loft upp. 18.8.2011 07:41
Vaðlaheiðargöng að komast á koppinn Samkomulag um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga var undirritað á Akureyri síðdegis í gær. 18.8.2011 07:38
Stúlka í bílstól fannst á gangstétt í nótt - foreldrarnir gleymdu henni Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu klukkan tuttugu mínútur fyrir sex í morgun um ungabarn í barnabílsstól sem var einsamalt út á gangstétt í Vesturbænum. Um var að ræða stúlkubarn í bleikum galla og vel búið með pela. 18.8.2011 07:36
Pláss laus hjá dagforeldrum Nokkuð er um laus pláss hjá dagforeldrum víðs vegar um borgina, sér í lagi í úthverfunum, að sögn Kristbjargar Jónsdóttur, stjórnarmanns í Félagi dagforeldra. Sem fyrri daginn er slíka vistun síst að fá í Mið- og Vesturbæ. 18.8.2011 07:30
Lögregluaðgerð í Kristjaníu endaði í ofbeldi og eldsvoða Aðgerð Kaupmannahafnarlögreglunnar gegn hasssölum í Kristjaníu endaði í töluverðu ofbeldi og eldsvoða í gærkvöldi. 18.8.2011 07:15
Virðisrýrnun eða ofmat við Sparisjóðinn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nauðsynlegt sé að leggja öll spilin á borðið vegna sameiningar SpKef og Landsbanka Íslands. Virði eigna sjóðsins hafi rýrnað frá mati stjórnvalda og það verði að skýra. 18.8.2011 07:15
Aldursforseti katta fæddur 17. júní 1989 Læðan Öskubuska er líklegast elsti kötturinn á landinu, en hún varð tuttugu og tveggja ára á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Hjónin Höskuldur Stefánsson og Ebba Ólafsdóttir, sem hafa umsjón með Öskubusku, segja að Elli kerling sé vissulega farin að setja mark sitt á hana. 18.8.2011 07:00
Viðkvæmt hellakerfi í Borgarfirði friðlýst Kalmanshellir í Hallmundarhrauni verður friðlýstur á morgun. Markmiðið er að vernda hellinn, einstæðar jarðmyndanir hans og hellakerfið allt og koma í veg fyrir röskun og skemmdir á jarðmyndunum. 18.8.2011 06:30
Fær 5,5 milljónir króna í skaðabætur Ríkið og fyrirtækið Agar ehf. voru dæmd í Héraðsdómi Vesturlands 10. ágúst til að greiða rúmar 5,5 milljónir króna auk vaxta í bætur til konu sem var starfsmaður fyrirtækisins. Talið er sannað að konan hafi orðið fyrir heilsutjóni við störf sín. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta. 18.8.2011 06:00
Uppreisnarsveitir þrengja að Gaddafí Hörð átök brutust út í gær milli uppreisnarmanna og liðsveita Múammars Gaddafí í borginni Savíja, þar sem þeir börðust um yfirráð einu starfhæfu olíuhreinsistöðvar landsins. 18.8.2011 05:45
Fræðimenn í hverju rúmi Hvert hótelrými á höfuðborgarsvæðinu og víðar mun vera bókað helgina 25. til 27. ágúst, en þá verður í Reykjavík fjölmennasta alþjóðlega ráðstefna Íslandssögunnar. 18.8.2011 05:00
Evruhagstjórn hafi forseta Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari telja nauðsynlegt að ný efnahagsstjórn evruríkjanna, sem þau vilja koma á laggirnar, hafi sérstakt forsetaembætti. 18.8.2011 04:30
Þriggja ára áætlun samþykkt, fimm ára áætlun í smíðum Þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2012-2014 var samþykkt í dag. Níu borgarfulltrúar greiddu atkvæði með áætluninni en sex sátu hjá. 17.8.2011 22:00
Fundi um framkvæmd verkfalls lauk án niðurstöðu Fundur um framkvæmd verkfalls leikskólakennara fór fram í dag og lauk honum án niðurstöðu. Fundað var stíft frá klukkan 15:00 - 18:30 í dag, en fundurinn var setinn af forsvarsmönnum Kennarasambands Íslands og fulltrúum sveitarfélaganna. 17.8.2011 21:30
Sveitafélög sýna leikskólakennurum vanvirðingu Nýútskrifaður leikskólakennari segir sveitafélögin sýna sinni stétt vanvirðingu með því að ætla að setja ófaglærða einstaklinga í störf þeirra á verkfallstímum. Eftir fimm ára háskólanám fær hún 198 þúsund krónur útborgaðar á mánuði. 17.8.2011 20:45
Jackass sprelligosinn Steve O til Íslands Sprelligosinn Steve O úr Jackass er á leið til landsins í haust með uppistandið sitt. Skipuleggjandi sýningarinnar segir hana alveg örugglega verða bannaða innan sextán. 17.8.2011 20:26
Keyra til minningar um látinn félaga Vinir og félagar Eyþórs Darra Róbertssonar, sem lést í hörmulegu bílslysi á Geirsgötunni, segja mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um öryggi í umferðinni. Þeir hafa skipulagt minningarakstur um vin sinn. 17.8.2011 20:15
Krabbameinssjúklingar gætu þurft að bera aukinn kostnað Krabbameinssjúklingar gætu þurft að byrja að greiða hluta af lyfjakostnaði sínum ef frumvarp velferðarráðherra verður að lögum í óbreyttri mynd. Mikið óöryggi tekur við hjá sjúklingum segir forstjóri Krabbameinsfélagsins. 17.8.2011 20:00
Þúsundir bíða eftir afgreiðslu umsókna um 110% leiðina Þegar árið var hálfnað biðu fleiri en 8000 manns eftir að umsóknir þeirra vegna 110 prósent leiðarinnar fengju afgreiðslu, en fjölmörg fyrirtæki bíða einnig eftir skuldaaðlögun. 17.8.2011 19:45
Segir það orðið bráðnauðsynlegt að skipta um ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir stýrivaxtahækkun Seðlabankans, og segir að efnahagshorfurnar sem birtast í hagspá bankans kalli á kosningar. 17.8.2011 19:30
Langt í sameiginlega hagstjórn ESB Yfirlýsingar leiðtoga öflugustu ríkjanna á evrusvæðinu um aukna sameiginlega hagstjórn ríkja á svæðinu virtust ekki róa fjárfesta því hlutabréfavísitölur féllu í dag. Sérfræðingar segja mjög langt í að sameiginleg hagstjórn á evrusvæðinu verði að veruleika. 17.8.2011 19:15
Allir farþegar í bílnum voru í belti Missagt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ungi maðurinn, sem lést í bílslysi á Geirsgötu á föstudaginn, hafi ekki verið í belti. Allir farþegar bílsins voru í belti þegar slysið átti sér stað. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 17.8.2011 19:06
Seðlabankinn spáir auknum hagvexti Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. 17.8.2011 19:00
Margir gagnrýna Seðlabankann fyrir hækkun stýrivaxta Fjöldi hagsmunaaðila hefur í dag gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir að hafa hækkað stýrivexti um fjórðung úr prósenti. Seðlabankastjóri segir hægt að veita verðbólgu mótspyrnu án þess að ógna efnahagsbata hagkerfisins. 17.8.2011 18:30
Vilja fund í heilbrigðisnefnd Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisnefnd Alþingis fara fram á að nefndin komi sem fyrst saman til fundar. Þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir vilja ræða málefni Landspítalans, "sérstaklega í ljósi ummæla ráðherra um að færa þjónustu spítalans aftur til ársins 2004," eins og segir í tilkynningu frá þeim. 17.8.2011 17:14
Söfnun fyrir nýfæddar tvíburasystur Nýfæddar tvíburasystur liggja nú milli heims og heljar á vökudeild Landspítalans. Stúlkurnar komu í heiminn síðastliðinn sunnudag en móðir þeirra veiktist þegar hún var langt gengin með þær. Móðirin lést en læknum tókst að bjarga stúlkunum. Önnur stúlknanna mun nú komin úr öndurnarvél en hinni gengur verr að anda hjálparlaust. 17.8.2011 16:43
Telja ríkisstjórnina leggja meiri áherslu á banka en heimili Meirihluti landsmanna telur að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu bankanna en heimilanna. Rúm 67 prósent svarenda í viðhorfskönnun MMR sagðist vera þessu sammála eða mjög sammála. Þetta er lítil breyting frá því fyrir ári síðan þegar 70,8% sögðust sömu skoðunar. Um þriðjungur telur að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Rétt um 12% eru sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Könnunin nú var endurtekning könnunar MMR frá í júlí 2010. Þá voru 32,7% þeirra sem tóku afstöðu sem töldu að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Hins vegar kváðust 42,4% þeirra sem tóku afstöðu öndverðrar skoðunar, það er töldu að stjórnarandstaðan myndi ekki stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Hvorutveggja reyndist lítil breyting frá í júlí 2010, þegar 29,3% lýstu sig sammála því að landinu yrði betur stjórnað af stjórnarandstöðunni og 45,2% sögðust ósammála því að landinu yrði betur stjórnað af stjórnarandstöðunni. Einungis 12,4% þeirra sem tóku afstöðu sögðust sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings á meðan 65,1% kváðust því ósammála. Þessi niðurstaða er lítil breyting frá fyrra ári þegar 15,8% lýstu sig sammála því að Alþingi stæði vörð um hagsmuni almennings en 64,1% sögðust því ósammála. 17.8.2011 16:10
Viktoría á von á barni Viktoría krónprinsessa Svía er með barni. Þetta staðfesti sænska hirðin í dag en fæðingardagur er áætlaður í mars á næsta ári. Öll konungsfjölskyldan er sögð himinlifandi með tíðindin en þetta verður fyrsta barnabarn Karls Svíakonungs en hann á tvö önnur börn auk Viktoríu. Karl Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar sendi einnig frá sér tilkynningu í dag þar sem fréttunum er fagnað. 17.8.2011 14:23
Reglur ESB of strangar Svíþjóð munu banna úlfaveiðar í ár vegna reglna Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn sambandsins, segir veiðarnar brjóta í bága við tilskipanir þess. 17.8.2011 15:49
Sveltir sig í Indlandi Tugþúsunda mótmæli í Indlandi sýna engin merki þess þau muni lognast útaf. Mótmælin hófust í gær þegar þekktur aðgerðarsinni þar í landi, Anna Hazare, var hnepptur í fangelsi fyrir mótmæli. 17.8.2011 15:21
Ofsaakstur á Reykjanesbraut Karl á þrítugsaldri var staðinn að ofsaakstri á Reykjanesbraut í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Bíll hans mældist á 155 km hraða en manninum var veitt eftirför uns hann nam staðar í Breiðholti. Þá kom jafnframt í ljós að ökumaðurinn var í annarlegu ástandi. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. 17.8.2011 15:05
Frumlegt húsnæði til sölu Fimm herbergja hús með forláta grafhvelfingu og beinagrind í kjallaranum er til sölu í Svíþjóð. Húsið var reist kringum 1750 á grunni rússneskrar kirkju. 17.8.2011 14:45
Málari í fangelsi fyrir skattsvik Norski listmálarinn Odd Nerdrum var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir gróf skattsvik. Hann er sakfelldur fyrir að selja málverk að andvirði nær 300 milljóna íslenskra króna án þess að gefa það upp til skatts á tímabilinu 1998-2002. Hann var og dæmdur til að greiða 10.000 norskar krónur, sem samsvarar um 210.000 isk, í sekt. 17.8.2011 13:39
Fjölgar í hópi nema í heimilislækningum Tólf læknar hafa verið ráðnir í sérnám í heimilislækningum innan Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri hafa sýnt náminu áhuga og gæti hópurinn því stækkað enn frekar áður en formlegt nám hest í lok þessa mánaðar. Forsvarsmenn heilsugæslunnar telja þennan fjölda umsókna sýna aukinn áhuga á heimilislækningum. Alma Eir Svavarsdóttir, kennslustjóri sérnáms í heimilislækningum er að vonum ánægð með þann mikla áhuga sem læknar sýna sérnáminu ekki síst í ljósi þeirrar vöntunar sem er á heimilislæknum hér á landi um þessar mundir. Fyrir eru 12 læknar í sérnámi í heimilislækningum á vegum Velferðarráðuneytisins en þær stöður sem nú bætast við eru kostaðar af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Til að mæta þeim kostnaði hefur lausum stöðum sérfræðinga innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verið breytt í sérnámsstöður í heimilislækningum. Sérnámsstöðurnar eru til þriggja ára en námið er skipulagt í samvinnu við Landspítala háskólasjúkrahús. Að þeim tíma loknum taka læknarnir þau tvö ár sem þá vantar til að ljúka fimm ára sérnámi í heimilislækningum ýmist hér heima eða erlendis. 17.8.2011 13:16
Depardieu pissaði á gólf flugvélar í París Franski stórleikarinn Gerard Depardieu ákvað að láta allt vaða þegar honum var meinað að fara á klósettið í flugvél rétt fyrir flugtak í París í gærkvöldi. Sjónarvottar segja að leikarinn hafi verið nokkuð ölvaður, og þegar hann fékk þau skilaboð frá flugfreyjunni að ekki væri hægt að nota klósettið fyrr en nokkrum mínútum eftir flugtak ákvað hann að míga einfaldlega á gólfið þar sem hann stóð. 17.8.2011 12:44
Frekari niðurskurður skerðir þjónustu Þjónusta við sjúklinga skerðist ef gengið verður lengra í niðurskurði hjá Landspítalanum segir formaður Félags hjúkrunarfræðinga og tekur þar með undir orð forstjóra spítalans. Þjónustan geti alls ekki farið aftur sem nemur þremur til fjórum árum líkt og velferðarráðherra vill meina. 17.8.2011 12:12